Þjóðviljinn - 13.07.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1958, Síða 4
T '.«*» 4) — ÞJÓÐVILJINN — Surmudagur 13. júlí 1958 Þjóðviiiinn ) ÚtKefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíállstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Mapnús Kjartansson (6b.), Sigurður Ouðmundsson. — Fréttarttstjóri: Jón BJamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Ouðmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurión Jóhannsson. Sigurður V. Friðbjófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. af- grelðsla. auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðia ÞJóðviljans. o___________________________ Er þetta norræn samvinna? |7nn einu sinni hafa Islend- *-i ingar fengið að kynnast þvi hversu haldlitil hin marg- rómaða „norræna samvinna'* er, þegar kemur út fyrir vettvang skálaglamurs og há- tíðahalda. Við heyjum nú baráttu i landhelgismálinu, sem varðar alla framtíð okk- ar, varðar líf eða dauða eins og forsætisráðherra hefur komizt að orði, og vissulega hefði mátt ætla að frændþjóð- ir okkar á Norðurlöndum skildu afstöðu okkar manna bezt og legðu okkur lið sem þær megnuðu. En þvi fer viðs fjarri að svo hafi verið. Á Genfarráðstefnunni brugðust þær okkur allar; meira að segja Danir, sem þó mæltu fagurlega um sérstöðu Is- lendinga, Færeyinga og Græn- lendinga, sviku ihúa þessara landa og greiddu atkvæðimeð bandarísku tillögunni, en hún var sem kunnugt er hættuleg- ust okkur. : Tftir að Islendingar tóku á- kvörðun sína um stækkun fiskveiðitakmarkanna í 12 míiur, hefur sama sagan end- urtekið sig. Dólgslegar hótan- ir Breta í okkar garð virðast ekki hafa komið neitt illa við hina ástríku frændur okkar, heldur reyna þeir nú að yfir- gnæfa hverir aðra í fordæm- ingu einni á aðgerðum okkar og herða sig sérstaklega sið- ustu dagana — eftir að Bret- arnir sjálfir eru farnir að stillast! Sænska ríkisstjómin hefur sent formleg mótmæli og heimtað samninga og und- ■anhald íslendinga. Danska fiskimannasambandið hefur samþykkt mótmæli með þeim rökum að aðgerðir Islendinga kunni að torvelda viðskipti Dana og Breta! Og Lange, ittanríkferáðherra Norðmanna, hefur aftur og aftur viðhaft mjög kuldaleg ummæli um aðgerðir íslendinga og reynt að veikja aðstöðu okkar út á við, enda þótt landar hans í Norðurnoregi heri fram sömu kröfur og íslendingar og hafi heitið því að styðja okkur með ráðum og dáð. Framkoma dönsku ríkis- stjómarinnar og H. C. Hansens forsætis- og utanrík- ismálaráðherra Danmerkur er kafli út af fyrir sig. Þegar íslendingar höfðu tekið end- anlegaPákvörðun í landhelgis- málinu har Hansen fram til- ; lögii um; einhverja, ráðstefnu á vegjmv Atlanzhafsbanda- lagsins, enda -þ,ótt. hannf /yissi fullvel að Islendingar teldu slíka ráðstefnu andstæða hagsmunum sínum. Og þrátt _ fyrir neikvæðar uhdirtektir okkar hefur Hansen ekki fall- ið frá hugmynd sinni. Hann hefur haldið þannig á samn- ingum sínum við Breta, að ekki verður fjallað um kröf- ur Færeyinga fyrr en búið er að finna „lausn“ á deilunni við okkur, eins og hann kemst að orði. Og sú lausn sem hann á við er nýtt sarnn- ingamakk: „Ég vona að á vegum Atlanzhafsbandalags- ins muni takast að ná sam- komulagi um meginatriði landhelgisdeilunnar. Málið hlýtur að verða rætt í fasta- ráði Atlanzhafsbandalagsins“. Hansen hefur þannig hengt sig aftan í íslendinga, ekki til þess að styrkja okkur, heldur til þess að reyna að fá okkur til samninga og undan- halds. ■fslendingar vantreysta dönsku stjóminni fullkomlega í Iandhelgismálinu. Ástæðan er sú að Danir standa sérstak- lega höllum fæti í samning- um við Breta, þar sem þeir eru mjög háðir brezkum markaði fyrir svínakjöt sitt og aðrar landbúnaðarvömr. I þeirra augum eru lífshags- munir Islendinga og Færey- inga smámunir í samanburði við sölu á fleski. Því hefði danska stjórnin unnið íslend- ingum mest gagn í landhelg- ismálum með því að draga sig algerlega í hlé. Það gat hún gert með þvi að ákveða að landhelgismálið væri innan- landsmál Færeyinga sjálfra, þannig að það yrði Lögþingið og forustumenn Færeyinga sem tækju endanlegar ákvarð- anir og fjölluðu um málið inn á við og út á við. Samstaða íslendinga og Færeyinga er sjálfsögð og byggist á sam- eiginlegum hagsmunum og eömu aðstöðu beggja, og slík samtenging á landhelgismál- inu hefði aðeins styrkt ís- lendinga. En danska stjórnin hefur annarra hagmuna að gæta, og þvi eru afskipti hennar af landhelgismálinu síður en svo æskileg fyrir íe- lendinga. Enda þótt Islendingar hafi yfirlei-tt raunsæjar hug- myndir um „norræna sam- vinnu“ og hafi ekki gert sér neinar gyllivonir um gildi hennar, munu fæstir hafa bú- izt við að skandinavísku ríkin myndu snúast gegn okkur í ,4andhelgismálinu og reyna að torvelda aðgerðir okkar. En nú erum við einnig þeirri reynslu ríkari og skulum muna hana næst þegar fagrar ræður verða. haldnar á nor- rænu þingi. ' «v.v ^wv* AW skAeþAttur Ritstjóri: Sveinn Knstinsson Endatöfl verki sínu. Við athugum þá eftirfarandi stöðu. Endatöfl eru vandtefld og þar er oft mjór og torgengur vegurinn, sem til lífsins ligg- ur. Þar hefur líka mörgum orðið fótaskortur, þótt hann hafi sloppið klakklaust um flókna stigu byrjunar og mið- tafls. Að þessu sinni mun ég helga þáttinn þessari vandmeð- förnu grein skáklistarinnar. Nýlega er kornin út bók eftir rússnesku stórmeistarana Kan og Bondarewsky. Eru þetta raunar þrjú bindi, og eru þar fjölmörg endatafls- -afbrigði tekin til rækilegrar meðferðar að því er hermt er. Sjálfur hef ég ekki séð bók þessa, enda ólæs á rússnesku, en í nýjasta hefti bandaríska skáktímaritsins . „Chess Rev- iew“ er tekið dæmi úr henni sem inngangur að „Endatafli mánaðarins“ eftir Dr. Max Euwe fyrrverandi heimsmeist- ara í skák. í því sem á eftir fer styðzt ég við hið ameríska tímarit. Dæmið sem valið er, er kóng- ur og riddari gegn kóng og peði. í því falli er verkefni þess sem riddarann hefur eingöngu það að ná jafntefii, viniiingur er útilokaður fyrir hann. En það getur oft reynzt erfitt að ná jafntefli nema kóngurinn komist fyrir peðið eða geti stutt riddarann við völdun uppkomureits peðsins. En það skiptir einnig miklu máli á hvaða línu taflborðsins peð- ið er. Sé peðið á öðrum línum en jaðarlínunum (þ. e. á öðrum línum en a eða h-línunni!) þá nægir riddaranum að komast fyrir peðið, þótt kóngurinn sé víðsfjarri eða tað ná valdi á reit sem peðið á eftir að fara um á leið sinni upp í borðið Kóngurinn sem peðið t'lheyrir getur aldrei hrakið riddarann frá þeirri aðstöðu að fórna sér fyrir peðið er það leitár upp- göngu. Öðru máli gegnir, ef peðið er á a- eða h-línu. Þar hefur riddarinn mun minni mögu- leika, til að hindra uppgöngu peðsins, ef kóngur hans er ekki til aðstoðar, en óvinakóngurinn sækir að. í þessu falli, er það algild regla að peðið má ekki vera komið upp á næstu reita- línu við borðið (eiga einn reit eftir til að verða að drottn- ingu), því þá nær riddarinn ekki að stöðva það, þar eð ó- vinakóngurinn hrekur hann þá frá. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að þegar um jaðarlín- urnar er að ræða, þá hefur riddarinn minna hreyfifrelsi og getur aðeins valdað uppkomu- reitjnn frá einni hlið. í dæm- um þeim sem hér vérða tekin verður eingöngu fjallað um möguleika riddara eins síns liðs til að hindra uppgöngu jaðarpeðs studdu af kóngi. Skulum við nú fyrst líta á eftirfarandi stöðumynd: I þessari stöðu á svartur leik, en hvítur heldur jafntefli. Prófum; 1. — — Kg2 2. Rg4 Kg3 3. Re3 Kf3 • p—h2 4. Rflf 4. Rfl Kf2 5. Rh2 Kg3 6. Rflf og hvítur heldur jafntefli. í þessu tilfelli verður riddar- inn að halda sig á h2, g4 eða fl. F3 er hinsvegar banvænn reitur. Athugum það út frá sömu stöðumynd og fyrst. 1. — — Kgl 2. Rf3f? Kg2 3. Relf Kf2 4. Rd3f Kfl og síðan rennur peðið upp. Við höfum þannig fullvissað okkur úm, að riddarinn heldur jafntefli ef hann nær reitunum h2, g4 eða f 1 áður en peðið er komið lengra en á h3. Næst skulum við líta á aðra stöðu: ABCDEFGH Hér er málið flóknara. Ridd- arinn þarf að sækja um lang- vegu til að ná þeirri stöðu sem nauðsynleg er til að hindra peðið frá uppgöngu. Skulum við fyrst líta á, hvemig það má verða, þegar báðir aðilar leika jafnan beztu leikina; en fjalla síðan nánar um málið á eftir. 1. Rb4! h5 2. Rc6! Ke4 3. Ra5!- h4 4. Rc4 Kf3! 5. Re5f Kg3 6. Rc4! h3 7. Re3! og nú nær riddarinn annað- hvort reitnum fl eða g4 og 7. — h2 gengur ekki vegna 8. Rflt. Hvítur heldur því jafn- tefli. Faerum okkur nú þrjá leiki til baka til aukins skilnings á þeim krákustígum sem riddar- inn verður að . þræða til að gegna hinu vandasama hlut- ABCDEFOH ABCOBFGH Það var engin tilviljun, að hvítur lék 4. Rc4 í þessari stöðu. 4. Rb3 mundi t. d. leiða til taps, eins og allir aðrir leik- ir en Rc4, þeim leik mundi svartur sem sé svara með 4. •—* Ke3! Á þann hátt heldur svartl kóngurinn „andspæni“ gegn riddaranum (í þriggja reita fjarlægð) og hindrar hann frá því að vinna leik með skák til að komast fyrir peðið. Þetta andspæni kóngs gegn riddara er mjög mikilvægt í slíkum endatöflum. Á beinni línu er andspænisfjarlægðin 3 reitir, á skálinu tveir reitir (einn reitr ur á milli.) Þræðum nú aftur hina réttvi leið út frá stöðumynd III. 4. Rc4! Kf3! 4 — h3 gagnar ekki vegna 5. Rd2f og síðan Rfl. 5. Re5f Ekki 5. Rd2f vegna Ke2. 5. ---- Kg3 Þarna höfum við dæmi um „skálinuandspænið“. Nú getur riddarinn ekki skákað kóngn- um aftur fyrr en í þriðja leik, 6. Rc4! En það nægir. Við 6. — h3 er svarið. 7. Re3 og riddfirinn kemst til fl eða g4 rétt í tæka tíð. Lítum nú aftur á stöðumynd II. Prófum rangan leik: 1. Rc3 h5 2. Rd5f Kf3! Nú rennur peðið upp í skjóli skálínuandspænisins; 3. Rb6 h4 4. Rc4 h3 5. Rd2f Kg2 andspæni á beinni línu eða 3. Re5f Kg3 skálínuandspænið. Sama máli gegnir ef hvítur reynir í þrðja leik að sigta eft- ir reitnum b3: 3. Rc7 h4 4. ReG því þá stoppar svartur riddar- ann aftur af með hinu fræga margnefnda skálínuandspænj og • leikur . 4,---------------- Kg4! Þess vegna er 1. Rb4 (út frá stöðumynd II) eini rétti leikur- inn. Sem sagt: 1. Rb4 h5 2. Rc6! Við höfum áður séð að 2. Rd5f leiðir til taps. Sama máli . gegnir um 2. Rc2f Kf2! (and- spænið). 2.----------------- Ke4 Xandsp.!) Eramhald á 2, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.