Þjóðviljinn - 16.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 • ; Góðir fundarínenn. Fraþví ísland var hernum- ið ímaí 1940, hefur sú geig- vænlega hætta vofað yfir landsmönnum að landið kynni að þykja eftirsóknarverð bæki stöð herjum í stórstyrjöld. Þetta hefur ekki hreytzt, þó að tækni styrjaldarþjóða til fjöldamorða á mannfólki hafi vaxið stórlega á síðustu miss- irum. Sumir íslendingar hafa frá upphafi litið svo á að hlut- leysi í átökum stórveldanna mundi vera okkur heppilegast, en aðrir talið sjálfsagt að skiþa sér annaðhvort í fylk- ingu austurs eða vesturs. Af- staða' Isiendings ætti þó ekki að markast af því hvort hjarta hans slær með komm- únistum í austri eða auðkóng- um í vestri; hann verður að miða sína afstöðu við það , hyað bezt hentar íslenzkri þjóð. Eg hef hugsað mér að ræða hér við ykkur nokkuð um þá samkeppni sem ríkir milli höfuðvelda austurs og vest- urs, þar sem báðir aðilar vilja koma sér sem bezt fyrir, — og er það ekki nema mann- legt og engum láandi. Hitt ber miklu fremur að álasa þeim fyrir að standa með boga sína spennta hvor gegn öðrum, þar sem ekki þarf nema lítið til að örin fljúgi af streng og hinn gjaldi líku líkt. Þá 'þyrftu stjórnendur heimsmála að sýna meiri skynsemi og meiri samvinnu en þeir hafa gert hingað til, ef fyrsta skotið milli heimsálfanna, ný- tízku ör eða eldflaug, eitruð með vetnissprengju, yrði ekki til þess að fylkingar austurs og vesturs steyptu hvor yfir aðra. því sprengjuregni sem mundi gera þessa jörð að stórum hluta óbyggilega og l>á sem eftir kynnu að lifa, að örvasa vesulum villimönn- um, sem ef til vill gætu sagt niðjum sínum — ef þeir hefðu þá vit nóg til þess — frá hinum miklu ragnarökum á .20. öld. Annars skal ég ekki . ræða hér frekar þau geig- vænlegu áhrif sem kjarnorku- sprengingar, jafnvel í til- raunaskyni, hafa á komandi kynslóðir að dómi vísinda- manna. Það gerir annar ræðu- inaður hér og miklar upplýs- ingar eru um það í bæklingi sem hér má fá á fundinum. Um miðjan nóvember s.l. barst ein sú fregn út um heiminn sem eínna mest hef- ur hnippt í almenning til al- varlegri íhugunar um heims- ástandið nú í seinni tíð, en það var þegar bandaríski hershöfðinginn Power, yf ir- maður alls árásarflugflota Bandaríkjanna, skýrði frétta- mönnum í París svo frá: Síð- an 1. október í haust hefur hluti af árásarflugflota Banda ríkjanna á flugvöllum í Atl- anzhafsbandalagsrík jum og yíðar um heim staðið á flug- brautarendum dag og nótt, með. fullfermi af kjarnorku- sprengjum innanborðs. Við hlið flugvélanna bíða áhafn- irnar skipunar um að fara um borð og hefja sig til flugs. Kortéri eftir að viðvörun hef- ur borizt á árásarflugflotinn að y.era kominn á loft, sagði , þessi;, bandariski hershöfðingi. . Og bandaríska blaðið New "íork¦;.. Post sagði fyrir sköminu: „Nú* 'er hægfe að segja að ekki einu sinni eða tvisvar, heldur mörgum sinn- um hafi flugvélar úr sprengju- flugflota iBandaríkjanna hafið sig á loft, hlaðnar vetnis- sprengjum, og stefnt í áttina til Rússlands.... og þriðju heimsstyrjaldarinnar. Merkið sem sendi þær á loft var til- kynning frá ratsjárstöðva- keðjunni yf ir. norðanverða Ameríku um að ókennilegir hlutir, að því er virtist fjar- stýrð sovézk skeyti, væru komin hálfa leið tíl Banda- ríkjanna. I hvert einasta skipti reyndist þetta á mis- skilningi byggt. Það kom í ljós að „hin f jandsamlegu fjarstýrðu skeyti" voru ann- aðhvort loftsteinaskúrir eða um var að ræða rafmagns- truflanir sem ollu. því að merki kom fram á ratsján- um." Þetta voru orð hins bandaríska blaðs. Þeim hefur ekki verið mótmælt, en Banda- ríkjastjórn hefur gefið þá skýringu á þeim að flugvélar sem þannig séú sendar af stað með kjarnorkusprengjufarm hafi skipun um að snúa við á ákveðnum stað, ef ekki séu gefnar beinar fyrirskipanir um að halda áfram og varpa sprengjunum á fyrirfram á- kveðna staði. Ef við lítum nú á þessi um- mæli og athugum hvað þau Ein af flugvélum þeim sem sífellt eru til taks méð vetnissprengjufarm. hvort forsætisráðherrann heit- ir Hermann eða Ólafur. Ekki er því heldur gerandi á fæt- urna að Rússar myndu í styrjöld við Bandaríkjamenh þykjast geta treyst þeim orð-1 um Islendinga að engra árása væri héðan að vænta — hér væru aðeins varnarstöðvar —- og að þeir mundu þess vegna 'hlífa stöðvum Bandarikjá- manna hér á landi við kjarn- Friðlýstland Ræða Árna Böðvarssonar á fundum samtaka rithöfunda og menntamanna á SnæfellsnesiH. og 15. fyrra mánaðar merkja, þá virðist eftir þess- um frasögnum bandarískra blaða velta á einni saman hlýðni einstakra flugstjóra hvort slíkar sprengjuflugvélar halda áfram og varpa niður helsprengjum sínum eða hvort þær snúa aftur til stöðva sinna og varpa ekki sprengj- unum. Trúlegt er að banda- rískum hernaðaryfirvöldum þyki ekkert eðlilegra en nota þær hérstöðvar sem þau halda tökum á, þann veg sem þeim sjálfum virðist hagkvæmast, og þar með undir bækistöðvar fyrir slikar árásarflugvélar. Og ef sú ógæfa ætti nú eftir að henda Rússa eða Banda- ríkjamenn að ráðast með stór- árás á hinn aðilann — ef til vill vegna kjarnorkuárásar af mistökum — lægi vitanlega beinast fyrir að reyna að eyði- leggja herstÖðvár hins, þaðan sem helzt msetti vænta árása, og þar eru stöðvarnar á Is- landi í fremstu víglínu. Islenzkir menn sem hér vilja hafa útlendan her hamra stöðugt á því að hér sé engin árásarstöð, heldur aðeins stöðvar til varnar. Þetta er að visu fálleg hugsun, en fánýt, því að varla færu útlendir hershöfðingjar að spyrja ís- lenzka ríkisstjórh (með £árra minútna fyrirvara) hvort þeir mættu senda árásarflugvélar héðan til annarra landa, og gildir í þessu tilviki einu máli orkuárásum; ef þeir gerðu það, væru þeir mýkri og frið- samari í viðskiptum en fdá?** vígismenn Atlanzhafsbandá^ lagsins hafa viljað vera látá. Stórveldin viðurkenna nú að „Bandaríkin og Sovétríkin eigi helmingi fleiri kjarnorku- sprengjur en með þyrfti til að drepa hvert mannsbarn í heiminum", eins og banda- riska blaðið Washington Post hafði í marz sl. eftir Nikita Krústjoff hinum rússneska. „En við munum ekki hef já ófrið að fyrra bragði, við þurfum aðeins að vera nægi- lega sterkir til að koma í veg fyrir að andstæðingurinn ráð- ist k okkur", klingir sífellt í kringum okkur, og hið sama segja raunar austanmenn heima hjá sér. Nú vill svo til að báðir aðilar hafa á undan- förnum árum haft næg tæki" færi til að finna sér tylli- ástæður, ef þeir hefðu annar- hvor eða báðir, verið ákveðnir í að grípa fyrsta tækifærið til að koma af stað þriðju heiins- styrjöldinni. Nægir þar að minna á mál eins og Ung- verjaland og Egyptaland fyrir þrem missirum. Hitt mun sönnu nær, og hafa jafnvel forustumenn stórveldanna ymprað á því hvor í sínu lagi um hinn aðilann, að hvor- ugt stórveldanna í aUstri eða vestri hefur löngun til að steypa sér ög heiminum út í; nýja styrjöld. Tortryggnin ér i: þó of mikil til þess að annar aðilinn þori að lfeggja niður vopnin, og er ekki heldur von til þess áð það geti orðið fýrsta sk'réfið, a8 leggja nið- Ur allah vopnaburð. En ein- hvers staðar verður að byrja, og mætti raunár véra að smá- þjóðir eins og Islendingar gætú gert 'sift til verndar heimsfriðnum o'g þar með vestrænni menningu, ef aðeins væri gerð til þess heiðarleg tilraun af hálfu þeirra sem fara með stjórn íslenzkra mála og ráða átkvæði Islands á alþjoðábekkniim. Það fram- lag ökkar í friðarátt getUr þó aldrei orðið það áð .halda á- frahi áð leyfa öðrum aðilan- um bækistöðvar í landinu, því að erigum getur það dulizt að hérstöðvar Bandaríkjamanna hér eru ekk| annað en þátt- úr í vígbúnaðarkapphlaupi Atlánzhafsbandalagsins og annarrá vesturvelda, á sama 'hátt og heí-stoðyar Sovétríkj- anná i londum Austur-Evrópu éru þéirra íeikur i þyí tafli. Þétta hafa margir íslend- ingar skilið frá upphafi, og það skilst fleirum, bæði aust-^ ari tjjalds og yestan — svo maður haldi sig við hefðbund- íð orðaíag forystumanna vest- rænna þjóða —, að stórt skref yrði það til að bæta sambúð austurs og vesturs, styrkja friðinn í heiminum, ef hin andstæðu stórveldi fengjust til þess að fækka herstöðvum sínum hjá öðrumþjóðum og héldu sig sem mest heima hjá sér. Góðir fundarmenn. Ég ræði í, þetta sinn ekki frekar þá hættu sem þjóðum stafar af herstöðyum í landi sínu, þar sem sífellt vofir yfir hættan á helsprengjuárás með tund- urflaugum eða öðrum þvílík- um tóium, heldur vildi ég að .síðustu árétta fernt, og það er þetta; 1) Það eru engar líkur til að í stórstyrjöld yrðu Islending- ar spurðir neihna ráða um það hvort héðan yrðu gerðar árás- ir, heldur mundi yfirstjórn hersins taka allar ákvárðanir um slíkt. Þær ákvarðanir færu fremur eftir öðru en þvi hvað bezt hentaði Islendingum. 2) Enginn getur búizt við öðru en þeir aðilar sem þætt- ust mega væhta árásar frá herstöðvum á Islaridi, gerðu !sitt til að leggja þær stöðvar í rúst, og þá yrði fleira eyði- lagt en herstöðvanar einar. 3) Ef tæk;st að fækka her- stöðvum stórveldanna í lönd- um annarra þjcða sem helzt eru ásteitingarsteinar hiris að- ilans, mundi það draga úr tortryggninni og þar með minnka ófriðarhættuna. 4) Loks er ónefnt það at- riði sem ekki s.ízt ætti að ýta við Islendingum, en það er menningarleg og fjárhagsleg bölvun af langdvölum útlends setuliðs í landinu. Nú vill svo til að þrír af fjórum þingflokkum hafa ; í orði viðurkennt að senda þurfi herinn burt frá Islandi, og þetta var einn af hyrningar- steinunum þegar núverándi stjórnarsamstarf var hafið. En ríkisstjórnin hefur enga tilburði haft í alvöru í þá átt að efna þetta heit, og mun ekki hafa að óbreyttum að- stæðum, nema almenningur, umbjóðendur þingmanna, bindist samtökum til að ýta á þessa óvirku fulltrúa sina og knýja á með því almennings- . áliti sem íslenzk stjórnarvöld 'þora ekki að standa gegn. fÚ HGUNVm ócel&aítis/íeróúi OPAL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.