Þjóðviljinn - 16.07.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.07.1958, Blaðsíða 11
-~ euíí: Miðvikudagur 16. júli 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 DOUGLAS RUTHERFORD: 59. dayur Fólkið tók upp á hinum furðulegustu hlutum. Ungar konur grúfðu andlitin að öxlum bláókunnugra manna. Pílefldir karlar fengu tár í augun og kökk í hálsinn. Sumir þoldu ekki lengur við, sneru sér undan til að kveik.ia sér í sígarettum með titrandi fingrum. Mck var einn þeirra sem treysti ekki sjálfum sér. Hann sat á hrúgu af slitnum hjólbörðum aftast í grófiimi, tuggði sígarettu og fékk nýjar fréttir frá Jóa. Það þurfti ekki lengur að sýna ökumönnunum nein merki. Þeir gerðu báðir sit't ýtrasta. Neglurnar á Susan skárust inn í lófa hennar. Hún hafði gleymt allri hættu og hrópaði: „Áfram, Martin! Áfram, áfram!" Niek gekk aftan að Jóa og tautaði: „Hann getur það ekki, Jói. Hann getur það ekki úr þessu." í hátölurunum var fólkinu skýrt frá gangi Ferrari og Daytonbílsins í síðasta hringnum. Það var bíll á undan Maroni þegar hann bjó sig undir Gleði andskot- ans. Hann hefði getað svínað framhjá honum og bjó sig reyndar undir það, en á síðustu stundu ákvað hann að láta það eiga sig. Martin komst hömlulaust gegnum Gleði andskotans og vann hundiað metra á. Á beinu brautinni leit hann ekki einu sinni á mæla- borðið sitt. Hann steig alveg í botn og Gordonbillinn sem hafði tafið Maroni virtist fastur í öðrum gír þegar Daytoninn þaut framruá honum. f hátalaranum var tilkynnt: „Við hámálina era að- •mitik hundrað metrar á milli bílanna". Mártin vissi það einn að hann tók járnbrautarbrúna .fimmtán kílómetrum hraðar en nokkru sinni fyrr og hann sentist næstum fram úr brekkunni og'út'-á á- horfendasvæðið handan við beygjuna. Við endann á grófinni var lítill, hnellinn maður kom- inn út á brautina. Hann hélt á köflóttum fána í hend- inni, reiðubúinn að veifa sigurvegarann í mark. Það voru engir bílar á þessum kafla þessa stundina. Næstum alger þögn rikti í grófunum og stúkunni. Allir teygðu fram hálsinn og störðu á fjarlæga Miram- arhoniið. Yfir þök og garða barst urg fra tveim bílurn sem skiptu niður, næstum á sama andartaki. Og' eins og einn maður reis fólkið í stúkunni á fætur. Rauði Ferraribíll Maronis var kominn í augsýn og græni bíllinn var alveg á hælunum á honum. Maroni kom sér fyrir vinstra megin á veginum, svo að Dayton- inn kæmist óhindraður áfram. Martin ók hægra megin og knúði bílinn áfram. Brezki bíllinn dró á hinn, komst á hlið við hann. Þegar þeir geystust upp að endamark- inu virtust bílamir tveir alveg samhliða. Svo blakti köflótti fáninn og þeir voru komnir fram- hjá og gnýrinn skóf innan hlustir áhorfenda. . „Honum tókst það! Hann hafði það!" Basú hnipraði sig í kút þegar Nick baröi hann bylm- ingshógg í bakið. Dayton véMrkjarnir hristu hendum- ar hver á öðrum og Jói kveikti sér í sígarettu með mestu ró, rétt eins og honum stæði alveg á sama um þetta allt. Úr stúkunni barst gnýr, eins og úthafsalda skylli upp á grýtta strönd. Brszkur Daytóribílí hafði sigraö í Allure verölauna- kappaksti-ih'úm' og fréttamenn voru þegar farnir að slást um símana til að senda inn frásagnir sínar af „Mesta kappakstri aldarinnar." f þetta sinn var það' Martin sem hlaut sigurlaunin.: blómsveigana. kossa kvikmyndadísanna, gullstól. Æstir og yfirspenntir áhorfendur slógust um að komast til hans. þrýsta hönd hans, kyssa hann á kinnarnar, snerta fötin hans. Þegar honum tókst loks að sleppa frá þeim, fór hann að leita að Su.san. Hann fann hana í tómri Dayton- grófinni. Þegar bau höfðu átt stund sína saman, sagði hann: „Nokkrar fréttir af Gavin?" „Ekki sem beztar, er ég hrædd um. Þeir segja að hann eigi ekki langt eftir." „Mig langar til að fara til hans. Veiztu hvert var fari<v með hann?" „Jó ég vett það. Mér datt í hug að þú vildir það. Við gétúm farið í Fraser Nashinum." Susan h'élt á jakka Martins. Hann fór í hann utan- yf:r sájaiíestinginn og gekk á eftir henJil. ut. f grófar- dyrunum rákiíst baii næstum á manneskju. Það var Vyvian. Hann var miður sín og vandrœðalegur. fbróttir Áuglýsing um skoðun bifreiða í lbgsagnammdæmi Kópavogs Samk^'æmt umferðarlög\im tilkynnist, að aðalskoð- un bifreiða fer fram svo sem hér segir: Þriðjudaginn 22. júlí Y-l—75. Miðvikudaginn 23. júlí Y-75—150. Fimmtudaginn 24. júlí Y-150—225. Föstudaginn 25. júlí Y-225—300. Þriðjudaginn 29. júlí Y-300—375. Miðvikudaginn 30. júli Y-375—450. Fimmtudaginn 31. júlí Y-450 og þar yfir. A það skal bent sérstaklega, að heimilt er að koma. með bifreiðar til skoðunar, þótt ekki sé komið að skoðunardegi þeirra, samkvæmt ofangreindri niður- röðun, en alls eigi síðar. Bifreiðaskoðunin fer fram við barnaskólann á Digra- 6.30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur og sýnd skulu skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í fullu gildi og fullgild öku- skírteini skulu lögð fram. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áð- ur auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt umferðariögum og bifreiðin tekin úr um- ferð, hvar sem til hennar næst. Reiðhjól með hjálparvél vei-ða skoðuð á sama tíma. Þetta tilkynnist öilum þeim, sem hlut eiga að máli. Bsejarfógetiiut í Kópavogi. Fi'amhald af 4. síðu. meðan allir hreyfðu sig og voru með, en þeir voru líka stund- um svolítið staðir og óná- kvæmir og þá riðlast samleikur- inn, og ég tala nú ekki um þeg- ar loftspyrnumar tóku að sýna sig. Helgi í markinu notar út- spyrnurnar of illa. Hann vill heldur spyrna loftspyrnu 50—• 60 m og til mótherja en að kasta eða spyrna til næsta manns sem er frir og byrja þar með samleik og viðráðanlega uppbj'ggingu undir sókn. Helgi er raunar ekki einn um þetta hér, markmenn virðast hafa alveg sérstakt yndi af - því að sjá knött svifa langt og hátt. Dómari var Haukur Óskars- son. Áhorfendur voru 3—4000 manns, og veður hið allra bezta. Næsti leikur Dananna er við KR, og fer hann fram í kvöld. Baíloíi-kjóíl handa ungu stúlkunum eru eins og skapaðir handaj tmgum og grönnum stúlkum.! Báðir , eru kjólarnir saumaðirj síida og gert þéssa tvo ljÖm-júr Htskrúð^gum bómullarefnum andi fallegu ballonkjóla, seml í f jörlegum mynstrum. \ París boðar ballonkjóla og sænskur fataiðnaður hefur tekið balloninn upp arma Söfnun til Rauða Kross Islands 'og gefið Önnu Jensen og bömum: B-.J. 500.00 kr. E.S. 50.00 kr. ,1.S. 100.00 kr. K.J. 500.00 kr. H.J. föt, H.B. 100.00 kr. S.S. ,100.00 kr. GH. 100.00 kr. og föt, N.N. 500.00 kr. Ó.E. IW.00 kr. Ó. J. 2000.00 kr. N.N. 100. 00 kr. N:N: 100.00 kr. N.N, íöt, ISB. 50,00 kr. J.B. 100.00 kr. MB. 100.00 kr. og föt, Lár- us G. Lúðvígsson, skóverzlun 1000.00 kr. auk skófatnaðar, G. Þ. 100.00 kr. H.H. 500.00 kr. Herdís föt, M.S.S. lOOtoO kr. N.N. 100.00 kr. auk fata, N.N. 500.00 kr. ÍE. Br. 100.00 kr. auk fata, S.G. föt, N.N. föt, S.Þ. 400.00 kr. H.O.B. 500.00 kr. N.N. 500.00 kr. N.N. fatn- aður, H.J. 200.00 kr. N.N. 50. 00 kr. S. 100.00 kr. K.' 100.00 kr. Hafnarfirði 100.00 kr. L.S. 200.00 kr. Rauði Kross Islands þakkar öll- um þeim, 'sem gjafir færðu til fjölskyldunnar. Komnir af negrum Framhald af 5. síðu. ir og uppruna íbúa Banda- rikianna á tímabilinu 1790 til 1950. Rannsóknirnar á árunum ?MÍ6 til 1950 sýna m. a. að 7'3 prcsent af negrum í F-<ndaríkjunum hafa hvítt blóð i æðum. Veiðiþjófnaðí hótaS ti .. - B? i 1 Framhald af i'; siðu, i i gerðarmönnúm frá Svíþjóð og Noregi hafði verið boðið en þeir mættu ekki. Forseti sambands brezkra togaraeigenda, Farhdale Phiilips, lýsti yfir bví í gær- kvöld, að þrátt fyrir ákvarð- anir Islendinga, myndtt brezkir togarar halda áfram að veiða á þeim miðum sem þeir hafa sðtt að undan- förnu. „Við höfum fullt ör- yggi fyrir því að sMp okkar munu verða vernduð er þaii stunda löglegar veiðar", sagði hann og bættiþví við að togarar sem færu .á Is- landsmið í ágúst myndu fá. sérstök f yrirmæli ura það að veiða innan nýju 12 ntílna lr>ndhelgislínunnar. Ásmundor. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.