Þjóðviljinn - 17.07.1958, Page 3

Þjóðviljinn - 17.07.1958, Page 3
■w9 Fimmtudaffur 17. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Sunnlcnzkir síldarsaltendur vilja fá allt að 80% útflutningsiippbætur ef von ætti að verða um söltun suðurlandssíldar“ Ágæt síldveiði á austursvæðinu w Félag sildarsaltenda á Suðvesturlandi hélt aðalfund sinn nýlega. Samþykkti aðalfundurinn kröfu til ríkis- stjómánnnar um að hækka verðbætur á suöurlandssíld, ef grundvöllur eigi aö vera fyrir söltun. Vilja sunnlenzk- ?r síldarsaltendur fá 80% útflutningsbætur á síldina. Formaður félagsins Jón Árna- son frá Akranési flutti skýrslu um 'starfsemina á s.l. ári. Gat hann þess að á sl. ári hefði ver- :ð samið um sölu á 85 þús. tunn- um suðurlandssíldar, og hefði það magn síðan 'aukizt vegna þess hve norðurlandssíldin varð lítil, og ekki næg upp í samn- inga. Hins vegar hefði rekneta- veiðin brugðizt, heildarsöltun hefði ekki orðið nema 50 þús. tunnur í stað 116 árið áður, og hefði því afkoma sildarsaltenda orðið mjög slæm. Þá gat formaður þess að nú væri búið að semja um sölu á 70 þús. tunnum’ suðurlandssíldar til Sovétríkjanna og Póllands og 15 'þús. til Austur-Þýzkalands. Auk þess mætti láta suðuriandssíld ef norðurlandssíld vantaði í samninga, og hugsanlegt væri áð selja meira enn. Krefjast meiri uppbóta Þá hvatti hann félagsmenn til ,að eignast nægar tunnur og vanda vöruna. Þá ræddi formaður afkomu- horfur síldarsaltenda, og segir svo í frétt frá F.S.S.: „Niðurstöð- .ur félagsstjórnarinnar hefðu orð- ið þær, að útflutaiingsuppbætur á. suðurlandssíld, sem Alþingi hefði ákveðið með lögum um útflutningssjóð o.fl., væru al- gerlega óviðunandi. Kvað Jón Ámason útflutningsbætur á Suð- urlandssíld þurfa að vera a.m. k. hinar söinu og á' bolfiskaf- rarðir, aðra en síld, eða 80%, ef von ætti að vera um söltun suð- urlandssíldar á þessu ári“. Svo virðist sem við umræður fundarins hafi birt eitthvað lít- iisháttar yfir afkomuvonum síld- arsaltenda, því samþykkt fund- arins er mun vægari, hún er svohljóðandi; „Aðaifundur F.S.S. haldinn 3. júlí 1958, samþykkir að fela stjórn félagsins að vinna að því við rikisstjórnina, að verðbætur á útflutta suðurlandssíld verði hækkaðar frá því sem nú er á- kveðið. Það er áíit fundarins að ekki sé að öðrum kosti fyrir hendi grundvöllur fyrir söltun suðurlandssíldar á þessu ári“. Vilja fá þróarstyrk Gunnar Flóventsson, skrif- stofustjóri síldarútvegs'nefndar tók næstur til máls, en hann sat fundinn að beiðni F.S.S. All- miklar umræður urðu á fund- inum um möguleika á nýjung- um í meðferð og verkun salt- sildar, í því skyni að lækka reksturskostnað við síldarsöltun og ,að auka vörugæði. Fundurinn gerði svohljóðandi samþykkt: „Aðalfundurinn samþykkir að fela stjórninni að beita sér fyr- ir því að gerðar verði tilraunir með söltun síldar í pæk- ilþró. Leitað verði styrks hjá Síldarútvegsnefnd og Fiskimála- sjóði í sambandi við þessar til- raunir". Vilja selja meira til Austur-Þýzkalands Samþykkt var eftirfarandi: „Aðalfundur F.S.S. beinir því til Sildarútvegsnefndar, að hún beiti sér nú þegar fyrir sölu á verulegu magni suðurlandssíldar til Austur-Þýzkalands af fram- leiðslu komandi vertíðar". Vilja fá sæti i Sildarútvegsnefnd „Aðalfundur F.S.S. haldinn 3. júlí 1958, samþykkir að skora á Alþingi og ríkisstjórn að breyta lögum um sildarútvegsnefnd þannig ,að nefndin verði skipuð 7 mönnum í stað 5 eins og nú er, og tilnefni F.S.S. 1 mann í nefndina og Félag síldarsaltenda á Norðurlandi 1 mann. Að öðru leyti verði val manna í nefnd- ina óbreytt".. Undirbúa samiagsstofnun „Aðalfundur F.S.S., . haldinn 3. júlí 1958, samþykkir að fela stjórn . félagsins að vinna að rannsókn um möguleika að stofnpn samlags til sölu á salt- síld, semt framleidd er á félags- svæðinu. Stjórnin skili áliti á næsta aðalfundi“. Stjórnarkosning I stjórn félagsins voru kosnir þessir menn; Jón Ámason, Akranesi, for- maður; Ólafur Jónsson, Sand- gerði, varaformaður. Meðstjóm- endur: Guðsteinn Einarsson, Grindavík; Bergsteinn Bjarna- son, Hafnarfirði, og Margeir Jónsson, Keflavík. Kosnir voru fimm menn i vara- stjórn og 11 menn í fulltrúaráð, en stjórn og varastjórn skipa einnig fulltrúaráðið. Fundar- stjóri var Ingimar ’Einarsson. Loks má geta þess, að félags- svæð F.S.S. nær yfir svæðið frá Vestmannaeyjum vestur um Suðurland, Faxaflóa, Brejðafjörð og Vestfirði að Horni. Framhald af 12. siðu. Austfjörðum. Til Seyðisfjarðar komu í gær morgun 20 skip með 5000-6000 mál, en daginn þar áður bárust 1300 mál þangað í bræðslu, 400 tunnur voru saltaðar og 380 frystar. Síðdegis í gær komu til Seyð- isfjarðar þessi skip: Sigrún AK 432 mál og tunnur, Sigurfari SH 508, Ágúst Guðmundsson 450, Sidon 50, Húni 50, Jökull 500, Sigurfari VE 124, Stefán Þór 500, Pétur Jónsson 500, Álftanes 400, Fjalar 450, Hrafn Sveinbjarnarson 500, Gissur Hvíti 400, Sæborg 500, Geir 350, Stígandi 600, Kap 500, ÓI- afur Magnússon 300, Straum- nes 300, ennfremur Guðbjörg VE og Völusteinn, eða síðdegis um 8 þús. mál. —- I gær var salta.ð á Seyðisfirði í 300 tunn- ur,- Braeðsla hafin Vopnatirði. Síldarbræðslan á Vopnafirði tók móti fyrstu sildinni í fyrri- nótt. Þar hafa landað Bjarmi 150 tn. og 48 mál, Andri BA 100 tn. 184 mál, Hólmkell 150 tn., Reynir AK 500 mál, Hálf- dán 499, öðlingur VE 300, Sæ- valdur 250, Magnús Marteins- son 244, Faxi 88. Éskifjörður. Til Eskifjarðar komu Jón Kjartansson með 650 mál og tunnur. Voru 500 tunnur salt- aðar á Eskifirði en 150 sendar í bræðslu í Neskaupstað. Síld í Reyðarfirði. Sildina fékk Jón Kjartansson mjög sunnarlega og syðsta kastið suður af Skrúð. Á leið- inni inn Reyðarfjörð varð hann var síldar fyrir innan Seley. Stöðva rf jö rðu r. Fyrsta síldin hefur borizt til Stöðvarfjarðar, landaði Kamba- röst þar 200 tunnum. Trillubát- ur fékk þar 3 tunnur af síld I lagnet. Fáskrúðsf jörður. Fyrsta síldin hefur einnig borizt til Fáskrúðsfjarðar, þar landaði Búðarfell 350 tunnum í fyrradag og Stefán Árnason 150 tunnum í gær. Framhaldsstofn- fundur Sjálfs- bjargar í kvöld Framhaldsstofnfundur Sjálfs- bjar.gar, — félags fatlaðra í Reykjavík, (siðasti áfangi) verður haklinn í KR-liúsinu við Kaplaskjólsveg fimmtudag- inn 17. júlí n.k. kl. 8.30 e.li. Á síðasta fundi bættust nær 50 nýir félagsmenn í hópinn. Æskilegt væri að fleira fatlað fólk, er áhuga hefur fyrir sam- eiginlegum hagsmuna- og menn Sumargjöf stofnar nýjan leikskóla í húsakynnum Óháða safnaðarins Heitir Austurborg og tók til starfa 8. þ.m. Nýjum leikskóla, fyrir börn á aldrinum 2-6 ára, hefur veriö komiö á fót í Kirkjubæ, félagsheimili ÓháÖa safn- aöarins í Reykjavík. Leikskólinn ber nafniö Austurborg og- er þetta 9. barnaheimiliö sem Sumargjöf stofnar. Fréttamenn sátu fund með Sumargjöf er nú með stóra meðlimum úr stjórn Sumar- byggingu í smiðum við Forn- gjafar og Óháða safnaðarins i haga sem mun koma í staðinn gær og var þar skýrt svo frá, fyrir Tjarnarhorg. að Sumargjöf hefði farið þess j Leikskólastarfsemi fer alltaf á leit við Óháða söfnuðinn að vaxandi hér í Reykjavik og fá leigt húsnæði fyrir leikskóla1 nýbyggðu hverfin vilja öll fá í félagsheimilinu. Var tekið leikskóla, en sú starfsemi hef- Iðja fœr lífeyrissjóð — en atvinnurekendum selt sjálfdæmi um reglu- gerð hans - Raunverulega samið til 2ja ára í hinum nýju samningum Iöju, sem frá var skýrt á Iöjufundinum í gærkvöldi eru jákvæö atriöi sem ber að íagna, eins og lífeyrissjóönum, en önnur forkastanleg eins og aö gefa atvinnurekendum sjálfdæmi um lífeyr- issjóðmn og yfirráö hans og að semja raunverulega til tveggja ára! Það atriði sem sérstáklega júlí til 31. desember 1959 eða ber að fagna er að lífeyrissjóð- ur tekur til starfa 1. jan. n.k. og borga atvinnurekendur 6% í hann en Iðjufélagar þeir sem unnið hafa 4 piánuði eða leng- ur á sama vinnustað, greiða 4%. Sá stóri böggull fylgir hins- vegar skammrifi að atvinnu- rekendum er tryggður meiri- hluti i sjóðsstjórninni, þeir til- nefna 3 menn en Iðja 2. Er i eitt og hálft ár, en raunveru- lega er þetta samningur til tveggja ára því sé honum ekki sagt upp með fyrirvara fram- lengist hann af sjálfu sér um 6 mánuði, en áramót eru versti tími fyrir Iðjufólk til uppsagn- ar og ólíklegt að sá uppsagn- artimi verði notaður. Eins og útlit er nú verður að telja það fullkomið ábyrgð- arleysi að semja þannig raun- þetta mjög varhugavert for-1 verulega til tveggja ára, Að vel í þá beiðni og tók leik- ur öll hvílt á herðum Sumar- skólinn til starfa 8. þ.m. eftir, gjafar, og mun félagið reyna að lóð hafði verið girt og Iöguð og gengið hafði verið frá leigu- skilmálum. að athuga um leigu eða bygg- ingu leikskóla eða dagheimila í þeim hverfum bæjarins þar sem þörf er á. Stærri golfvöllur Salarkynni leikskólans eru hin vistlegustú og fyrir utan. skólann er komið fyrir leik- tækjum á rúmgóðri og hentugri lóð. Skólinn mun taka að fullu Bæjarráð samþykkti á fundi til starfa i haust og þá verða sínum 15. þ.m. að verða við tvær deildir, í staðinn fyrir þeim tilmælum Golfklúbbs eina nú, og munu um 30 börn Reykjavíkur að hið nýja land geta verið i morgundeild og um er hann fær til ráðstöfunar ingarmálum fatlaðra, gerist, 35 í eftirmiðdagsdeild. |upp af Grafarholti verði 65 ha stofnendur Sjálfsbjargar. Núverandi forstöðukona í stað 40, er áður hafði verið Ef þig vantar farartæki þá barnaheimilisins er Hjördis ákveðið. Er þessi stækkun rök- gerðu svo vel að hringja í sima {Jónsdóttir, en í haust mun taka studd með því að á minna 19246, 34206 eða 18808 fyrir við forstöðu af 'henni Dóra svæði sé ekki unnt að koma M. 7 á fimmtudaginn. Jónsdóttir. ifyrir 18 holu golfvelli. dæmi. Eina frágengna atriðið. Ákvæðið um meirihluta at- vinnurekenda í sjóðsstjórninni er eina atriðið sem gengið hef- ur verið frá í reglugerð sjóðs- ins! Þegar Iðja hefur þannig skrifað undir samninga án þess að reglugerðin væri sett geta atvinnurekendur ráðið henni í krafti meirihluta síns í sjóðs- stjórninni. Er það ótækt að selja atvinnurekendum þannig sjálfdæmi um alla reglugerð sjóðsins. 5% bauphækkun. Kaup Iðjufólks hækkar um 5% og gildir sú hækkun frá 1. júlí. En um næstu áramót lækkar útborgað kaup að sjálf- sögðu vegna lífeyrissjóðs- greiðslna. Mjög jákvætt atriði er " í samningunum en það er veru- leg kauphækkun til kvenna sem unnið hafa 4 ár eða lengur i iðnaðinum. Samið til tveggja ára! Samningurinn gildir frá l.ilýðsfélagi. vísu kvað formaður Iðju at- vinnurekendur hafa heitið því, að ef kaup annarra félaga hækkaði á samningstímabilinu „verði það séð við Iðju“. Samningurinn var samþykkt- ur með 71 atkv. gegn 19, en á- kvæðin um sjálfdæmi atvinnú- rekenda yfir lifeyrissjóðnum og samningstíminn vöktu mikla gremju og reiði. Óvenjuleg vinnubrögð. Björn Bjarnason gagnrýndi á fundinum málsmeðferð stjórn- arinnar. 28. april sl. samþykkti félagsfundur að segja upp samningum, en síðan hefur enginn félagsfundur verið hald- inn og stjórnin aldrei leitað eftir því við félagsmenn hverj- ar kröfur þeir vildu helzt að væru fram bornar. Hinsvegar tilnefndi stjórnin samninga- nefnd og það var fyrst í gær, eftir að hún var búin að sam- þykkja samningana og skuld- binda sig til þess að mæla með þeim, að félagsmenn fengu nokkuð um þá að segja. Eru þetta mjög óvenjuleg og óaf- sakanleg vinnubrögð í verka-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.