Þjóðviljinn - 17.07.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 17. júlí 1958 !?ers¥eana er ISnnemasambandinu isrá8'n»7 Greinargerð frá fulltrúa Æskulýðsfylkingarinnar í ÆRÍ ÆSKULYÐS Ll SIÐFin Á fyrsta fundi Æskulyðsráðs íslands, hinn 8. júlí s. I., lá fyrir inngönguumsókn frá Iðnnemasambandi fslands. TJmsóknin náði ekki tilskildu fylgi, — fjórir greiddu henni atkvæði, fjórir voru á móti en einn greiddi ekki stkvæöi. Meö afstöðu sinni gegn Iðnnemasambandinu hafa viss öíl í ÆRÍ viðhaft pólitísk bolabrögð, þvert ofan í yfhiýí-ta stefnu samtakanna, og þar með sett ljótan blett á heihlarsamtök íslenzkrar æsku í upphafi starfs þeirra. Þar sem hér er um alvar- legt atvik að ræða, vill Æsku- lýðsfylkingin gera grein fyrir inálinu og afstöðu sinni í því. Þegar í undirbúningsstarf- inu að stofnun Æ.R.Í. komu fram mótbárur einstakra full- trúa gegn aðíld Iðnnemasamr bandsins undir því yfirskj'ni að það væri launþegasamtök og voru það einu „rökin" sem færð voru fram gegn INSl, en samkvæmt lögum Æ.R.Í. eru launþegasamtök ekki þátt- tvkuhæf. Hér er þó um algjöran fyr- irslátt að ræða, og enginn vafi að pólitísk hræðsla við þessi fjölmennu samtök verkalýðs- æskunnar eða annarleg óvild í þeirra garð hefur ráðið af- 'stöðu fulltrúanna, eem voru á móti aðild I.N.S.I. Það er al- vesr vt í hött að ætla að setia Iðnnemasamband íslands í flokk með launþegasamtök- nm, enda kemur slík fullyrð- ing flestum kynlega fyrir, ekki sizt þeim, er starfa að verka- lýðsmálum og bezta þekkingu hafa á félagsmálum verka- lýðsins. Leitað hefur verið umsagn- ar Óskars Hallgrímssonar for- manns Iðnfræðsluráðs, og einnig Snorra Jónssonar, sem líka á sæti í Iðnfræðsluráði og er starfsmaður Alþýðu- sambands íslands. Báðir þess- ir menn gáfu skýran úrskurð xim að Iðnnemasambandið væri ekki launþegasamtök. Það má sérhverjum ljóst vera að þe=sir reyndu verkalýðs- forinsriar, sem báðir hafa ver- ið leiðtogar í stéttafélögum árum saman og báðir auk þess fulUrúar í Iðnfræðsluráði, vita betur hvað launþegafélag er, en nnslr íhaldsmenn og ungir franrsóknarmenn. Það kemur lílca glöggt í I.iós þpírar athuguð eru lögin vm stéttaféFg og vinnudeilur að Iðnnemasamband íslands nýtnr "ekki sömu réttinda og verkftlýðsféiðg, Það hefur h.vorki verkfallsrétt né samn- Hpsrétt, fp.ni eru grundvallar- 3P=tMnðí slíkra félaga. Það er Iðnfræð".iuráð, sem semur um Jcpw iðnnema osr á einstaka s^öSnm sveinafélögin, en alf1"'='í iðnnemar sjálfir. Iðnnemasambandið er sam- tök skc'aæsku og hh'ðstætt SpT^tök"m háskólastúdenta. "Bfpf^X Iðnnemasambandið og Stúdentaráð • berjast fyrir has^munamálum nemenda og ¦meðlimir hverfa úr báðum, er þe>> hafa lokið námi. Tekjur iðnnema yfir árið em í flestum tilfellum engu meiri en tekjur háskólastúd- enta. sem vinna á sumrin. Sumir stúdentar fá líka stöð- ug laun, þótt lág séu, t. d. lyfjafræðinemar, og lækna- nemar berjast fyrir því að fá borgað fyrir „kúrsusa". Hér á landi eru aðeins til þrjú heildarsamtök skólaæsku. Auk jjjðnijejnasambandsins eru það Stúdentaráð Háskóla Is- lands og Samband bindindis- félaga í skólum. Hin tvö síð- artöldu eru bæði aðilar að Æ.R.I. og þótti cllum aðild þeirra sjálfsögð og æskileg. Þriðju heildarsamtökum skóla- æskunnar — og þeim fjöl- mennustu — er hinsvegar bægt frá af fjórum aðilum í ráðinu. Slíku er ekki hægt að una. Iðnnemasambandið tók þátt í undirbúningi að stofnun Æ. R.Í., og hafa fulltrúar þess bent á að iðnnemar hafi e. t. v. meiri þörf á fyrirgreiðslu Æ.R.Í. en önnur æskulýðssam- tök, vegna þess að launþeirra eru svo lág að þeir eiga erfitt með að njóta skemmtana og ýmissrar félagsstarfsemi af fjárhagsástæðum. Landssam- böndin, sem aðild eiga að Æ. R.I. munu miðla hvort öðru af þekkingu siijni og hjálpsemi í félagsmálum. Það er t. d. vitað að Samband ungtempl- ara hefur rekið fyrirmyndar félagsstarfsemi að mörgu leyti, og reynsla þeirra af t. d. félagemálanámskeiðum mun koma Æ.R.I. að miklu gagni, þegar það byrjar sín nám- skeið. Það hefði verið ákjós- anlegt verkefni fyrir Æ.R.Í. að aðstoða iðnnema við að koma á hjá sér ódýrum og heilbrigðum skemmtunum, t. d. með útvegun kvikmynda, skemmtikrafta o. fl. frá'öðr- um æskulýðssamtökum. Ritstjórar: Árni Björnsson-og Eysteinn Þorvaldsson Skákspjalí í tilefni stúdenta- skákmótsins í \ arna í Búlgaríu Það er stefna Æskulýðsfylk- ingarinnar að ekki eigi að meta þátttöku eambanda í Æ. R.I. eftir stjórnmálaskoðunum forystumanna þeirra, enda væri grundvöllurinn hruninn undan samtökunum ef slík sjónarmið væru ráðandi meðal allra í ráðinu. Æskulýðsráð íslands getur orðið íslenzkum æskulýð til mikilla heilla, en það þó að- eins ef sameiginlegir hags- Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um frammi- munir æskunnar í landinu stöðu íslenzku keppendanna í stúdentaskákmótinu í verði látnir sitja í fyrirrúmi.Varnr! og eru menn yfirleitt vonsviknir. Við gerum háar en ekki annarleg sjónarmið^röfur m skákmannanna okkar vegna þess að þeir standa eins og þau sem réðu frávis-sig yfu-leitt yel á erlendum vettvangi. Ósigrar í skákinni un inngönguumsóknar Iðn-koma mönnum jafnmikið á óvart og sigurfréttir af vett- nemasambands Islands. En þrátt fyrir þetta leiða víxl spor, eem áreiðanlega verða leiðrétt síðar, á Æskulýðsráð Islands gullið tækifæri til að efna þau fyrirheit, er það hef- ur gefið íslenzkri æsku. Það getur orðið mikil lyftistöng fyrir æskulýðssambönd Iands- ins, sem öll eru tiltölulega fá- me.nn og tvístruð. Stofnun Æ. R.í. táknar því mikið fram- faraspor í félagsmálum æsk- unnar. Eysteinn Þorvaldsson fulltr. Æskulýðsfjlkingarinnar í Æ.R.Í. 1 sumar er Æ.F.R.-salurinn opinn á þriðjudögum, föstu- dögum og sunnudögum frá klukkan 20.30 til 23.30. Skrifstofa ÆFR er sem áð- ur opin alla virka daga milli klukkan 6 og 7. ^angi knattspyrnunnar. Þegar þesar línur eru ritað- ar, hafa borizt fréttir af þrem fyrstu umferðunum í úrslit- um. Af þeim. má glöggt sjá að íslendingar voru óheppnir með riðil í undanrásunum. Búlgar- ar og Bandaríkjamenn eru nú í 2. og 3. sæti í A-riðli úrslita- keppninnar. í fyrra urðu Búlg- arar aðrir í röðinni í mótinu hér í Reykjavik. Þá var 1. borðs maðurinn, Bobodsoff, ekki meðal keppenda, þannig að búlgarska sveitin er nú enn sterkari en í fyrra. Bobodsoff hefur teflt fimm sinnum við íslendinga og alltaf unnið. Bandaríska sveitin er einnig sterk, með Lombardy, heims- meistara unglinga, á fyrsta borði. Hafa Bandaríkjamenn alltaf náð betri árangri en ís- lendingar á stúdentaskákmót- unum. Þess vegna mátti segja að okkar menn væru dæmdir í B-riðil frá upphafi. En í undanrásunum. Töpuðu íslendingar líka fyrir Albönum, sem nú keppa í fyrsta skipti á þessum mótum. Hafa margir tekið þennan ósigur óþarflega nærri sér. fslendingar tefldu alls ekki fram sínu bezta liði og auk þess hefur komið i ljós að albanska sveitin er ekki skipuð neinum aukvisumt Hún er nú í þriðja sæti í B-riðlin- um næst á eftir íslendingum Okkar nienn mæta Albönurrt aftur í siðustu umferð. Verða þá væntanlega sendir fram all- ir okkar hörðustu menn og úr því skorið endanlega hvorií eru snjallari. Ekki hafa borizt fregnir af viðureigninni við Rúmena. Eí Rúmenar yinna, má telja víst að þeir sigri í B-riðlinum, eiji beri íslendingar sigur úr být* um, má gera sér vonir um sama árangur og í Uppsálum .1956. Slík frammistaða yrði að teljast mjög góð, ekki sízt þeg- ar þess er gætt, að nú eru í okkar liði margjr nýliðar, en hinir þrautreyndu kappar, Guð- mundur Pálmason og Þórir ÓI- afsson, eru ekki á vígvellin- um. Ástæða er til að geta þess, að þeir hafa staðið si'g bezt á stúdentamótunum und- anfarin ár. Daginn, sem. mótið í Varns hófst, birtist hér í blaðinu grein, þar sem menn 'voru.var* aðir við óhóflegri bjartsýni. Ég tel, að íslenzka sveitiil standizt þær kröfur, sem með sanngirni má gera, ef húrí hreppir verðlaunasæti í B-riðl- inum. Jón Böðvarssoit. I lögum Æskulýðsráðs Is- lands segir að markmið þess sé að efla samstarf.og kynn- ingu meðal íslenzkra æsku- lýðsfélaga. Þar segir einnig að stjórnmáladeilur, svo og á- skoranir og samþykktir um þær, séu ekki leyfðar á veg- um samtakanna. Með útilokun Iðnnemasam- bandsins frá Æ.R.Í. er óbeint verið að misþyrma þessum stefnuskráratriðum. Það ligg-. ur í augum uppi að Æ.R.I. er höfuðstyrkur að þátttöku sem flestra æskulýðssamtaka og sem beztri samvinnu fulltrú- anna. En það er eamtökunum til tjóns, ef það á að gera þau að nýjum vettvangi fyrir pólitískar togstreytur eins og gert hefur verið með því að meina I.N.S.I. þátttöku. Með slíkri óheillastarfsemi er verið að stefna samtökunum í bráð- an voða. Frá stúden&askákmótiiiii í fyrra Mynd þessi er tekin á heimsmeistaramóti stúdenta í fyrra, en þá var það háð hér í Reykja^ vík, eins og kunnngt er. Friðrik ólafsson er að tefla við Benkö frá UngverjalancfS. GuðmunÆ- ur Pálmason sést einnig á myndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.