Þjóðviljinn - 17.07.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 17.07.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 17. júlí 1958 IIIÓÐyiUINN ÚtKefandl: Sameiningarflokkur alþýffu — Sóslalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsataðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. a___________________________J Heitf t¥>orun eftir heitu vatai í ^ Klambratúni hefur borið þann ánægjulega árangur að á 630 metra dýpi hafa komið upp 6 sekúndulítrar af 110 stiga heitu vatni. Er þetta heit- asta vatnsmagn sem fundizt hefur við boranir í bæjarland- inu. að er borun með gufuborn- um fræga, sem skilað hefur þessum árangri. Er þess nú ■að vænta að þetta dýrmæta vatnsmagn verði hagnýtt hið allra fyrsta en ekki látið renna ónotað til sjávar um holræsa- kerfi bæjarins. Hver nýr lítri sem fæst af heitu vatni skap- ar möguleika til bættrar og aukinnar notkunar hitaveit- unnar ef rétt er á haldið. Og aukið heitt vatn þýðir um leið að unnt er að spara gjaldeyri sem að öðrum kosti fer til kaupa á erlendu brennsluefni. Leit að heitu vatni og virkjun þess er því einhver hagkvæm- asta framkvæmd þjóðhagslega sem ráðizt verður í og mætti gjarnan gefa þvú meiri gaum én gert hefur verið og vinna að því af meira kappi og með skipulegri hætti. 1711 þvi er minnzt hér á skjóta hagnýtingu þess nýja vatns- magns sem náðst hefur með borunum í Klambratúni lað á því hefur verið mikiil mis- brestur að það vatn sem áður hefur fengizt með borunum í bæjarlandinu hafi verið tekið svo fijótt til nýtingar sem ætla hefði mátt. Ber í því sambandi vatn að hafa í huga að boranir eru fjárfrekt fyrirtæki og því nauðsynlegt að sá árangur sé hagnýttur sem þær gefa. Þetta snýr að fjárhag hitaveitunnar sem fyrirtækis bæjarbúa og ætti ekki að þurfa um að deila. í annan stað bíður svo yfir helmingur Reykvíkinga eftir þeim þægindum og fjárhags- lega hagnaði sem fylgir notk- un heita vatnsins sem varma- gjafa í íbúðarhúsum. Hefur þeim bæjarbúum jafnan farið hlutfallslega fækkandi sem njóta hitaveitunnar alit frá því að fyrirtækið tók til starfa. Er mál til komið að þeirri öf- ugþróun verði snúið við og að því stefnt með framsýni og markvissum aðgerðum að allir bæjarbúar geti notið hitaveit- unnar. 4ð sjálfsögðu ber að leggja áherzlu á áframhaldandi leit að heitu vatni í bæjarland- inu og nágrenni þess. En hitt má heldur ekki gleymast að hagnýta fljótt og vel það vatn sem kostaaðarsamar borani/ skila. Hér má ekki endurtaka sig það sinnuleysi sem fram kom varðandi heita vatnið úr Fúlutjarnarholu og Sundlauga- holu sem misserum saman hef- ur verið látið renna ónotað í sjóinn. Og hér þarf einnig að viðhafa önnur sjónarmið og greiðari vinnubrögð en bæjar- búar þekkja almennust frá athöfnum hitaveitunnar, og þá ekki sízt þau sem Hlíðabúar hafa mest og átakanlegust kynni af. Furðuleg viimubrögð T iðið er á þriðja ár frá því byrjað var á Hlíðaveit- unni og höfðu þá lengi staðið yfir hörð átök í bæjarstjórn um málið. Fulltrúar sósíalista beittu sér eindregið fyrir því að hifaveita yrði lögð í hverfið og bentu á tvenn mikilvæg rök: í fyrsta lagi þá auknu hagnýtingu heita vatnsins sem með því næðist og þar af leið- andi bættan fjárhag hitaveit- unnar, og í öðru lagi þéttbýli hverfisins sem gerir það að verkum að unnt var að færa tiltölulega fjölmennum hópi bæjarbúa þægindi heita vatns- ins með viðráðanlegum kostn- aði. Meiri hluti Sjálfstæðisflokks- ins i bæjarstjórn streytt- ist lengi gegn málinu, en þeg- ar samtök íbúanna 'voru mynd- uð og komu til liðs við sjón- armið sósíalista varð ekki leng- ur á móti staðið og íhaldið lét undan. Byrjað var á fram- kvæmdum í maí 1956 og áætl- að að þeim yrði lokið um eða fyrir áramót. Vinnubrögðin hafa hins vegar orðið með þeim furðulega hætti að ekk- ert hús í Hlíðunum hefur enn fengið hitaveituna og er þó lið- ið á þriðja ár síðan fram- kvæmdir hófust. TT/ffánuð eftir mánuð sést eng- •*■"■■• in hreyfing á því verki sem átti að vera lokið fyrir hálfu öðru ári og engar skýr- ingar heyrast frá hitaveitunni eða forráðamönnum bæjarins. Eitt árið enn virðist eiga að svipta hitaveituna þeim stór- felldu tekjum sem hún gæti<$> haft af því að hagnýta v.atns- magn fyrirtækisins til upphit- unar á íbúðarhúsum í hinu þéttbýla Hlíðahverfi. Slík stjórn á þessu bæjarfyrirtæki segir vissulega sína sögu um samvizkusemi og hæfni stjóm- endanna. Og auðvitað bitnar sleifarlagið ekki síður á íbú- um hverfisins sem nota verða dýrt aðkeypt brennsluefni í stað heita vatnsins, sem þeir fengu hátíðlegt loforð um fyrir hálfu öðru ári, en hefur látið á sér standa til þessa dags. Lurkurinn á lofti Bandarísk heimsdrottnunarstefna birtist grímulaus ,'17’ertu ekki með neinn hávaða, • en haltu á vænum lurk“, var kjörorð Theodore Roose- velts, síðasta yfirlýsta heims- veldissinnans á forsetastóli Bandaríkjanna. Síðari forsetar úr flokki hans hafa ekki verið jafn hreinskilnir, en Harding, Coolidge og Hoover voru óspar- ir á að beita landgönguliði flót- ans, SS-sveitum Bandaríkja- hers, til að jafna um óstýrilát- ar þjóðir í bandariskum hálf- nýlendum á vesturhveli jarðar, löndum eins og Haiti, Kúbu, Nicaragua o.s.frv., o.s.frv. Nú reiðir Eisenhower flokksbróðir þeirra lurkinn gamla og- seilist lengra til höggsins en fyrir- rennarar hans. í fyrra birti hann svonefnda Eisenhower- kenningu, sem v,ar á þá leið að Bandaríkjastjórn áskildi sér rétt til að skipa málum að sín- um geðþótta í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. í fyrra- dag réðust bandarískir land- gönguliðar inn í Líbanon að boði Eisenhowers til að hlutast þar til um innanlandsátök. TTræsnisyfirlýsing Eisenhow- ■*■■*■ ers um að innrásin í Líb- anon sé gerð samkvæmt 51. grein sáttmála SÞ um sameig- inlegar varnir við utanaðkom- andi árás fær ekki staðizt. Chamoun forseti, sem bauð bandarísku SS-sveitunum heim, hafði kært til Öryggisráðs SÞ yfir því að uppreisnin gegn stjóm hans væri runnin und- an rifjum valdamanna í Sam- einingarlýðveldi araba, og það- an bærust uppreisnarmönnum vopn og lið í stríðum straumi. Öryggisráðið sendi eftirlits- sveitir, skipaðar hermönnum margra smáþjóða, á vettvang til að rannsaka kæruna. Hamm- arskjöld, framkvæmdastjóri SÞ, fór sjálfur til að fylgjast með eftirlitsstarfinu. Niður- staðan af mánaðar rannsókn varð að Chamoun og menn hans hefðu alls engar sannanir getað lagt fr,am fyrir kæru sinni, og sjálfstæðar at- huganir eftirlitsmannanna leiddu til þeirrar niðurstöðu að engin merki væru sjáanieg um erlenda aðstoð við upp- reisnarmenn. Þessu áliti eftir- litsmanna SÞ ber algerlega saman við frásagnir erlendra fréttamanna í Líbanon. TTppreisnin í Irak sló Banda- ^ ríkjastjórn slíku felmtri að Eisenhower sleppti golf- kylfunni og greip til lurksins. T7r til of mikils ætlazt að stjórnendur Hlíðaveitunnar og bæjarins láti ,almenningi í té upplýsingar til skýringar á þessum vinnubrögðum? Varla ætti það að vera. Það er al- gert lágmarksskilyrði .að bæj- arbúar fái að vita hv,að þeim vinnubrögðum veldur sem or- saka stórfellt fjárhagstjón þessa fyrirtækis bæjarbúa og jafnframt þess fjölmenna í- búðarhverfis sem hlut á að máli. Samdægurs var ákveðið að senda landgöngulið sjötta flot- ans til íraks og stríðs- viðbúnaður hófst Um allt herstöðvakerfi Bandaríkjanna. Innrásin í Libanon er að flestra áliti imdanfari innrás- ar Tyrkja og Breta í Irak með t——---------------- Erleml tíSindf _________———1 bandarískum , styðningi. Eisen- hower fpr ekki í launkofa með það í útvarpsræðu í gærkvöldi að stórstyrjöld kynni að hljót- ast af þessum hernaðaraðgerð- um, en hann kvaðst staðráðinn í að eiga slíkt á hættu, New York Tribime, aðalmálgagn nánustu samstarfsmanna Eis- enhowers, skýrði frá því í fyrradag, hvað veldur óðagot- inu: „Uppreisnin (í Irak) tefl- ir í hættu lífsblóði Vesturveld- anna, olíunni, og það sem er enn alvarlegra, valdajafnvæg- ið í heiminum kann að raskast. Vesturveldin geta ekki látið það viðgangast og mega ekki láta það viðgangast að skorið sé á lifæð þeirra. . . . Ef Vest- urveldin létu mótspyrnulaust meina sér aðgang að hráefna- iindum heimsins, hefðu þau gefizt unp án þess að hleypa af einu einasta skoti“. Svar við æsingaskrifum hins bandariska blaðs birtist samdægurs í ritstjórnargrein brezka fjármálablaðsins Fin- ancial Times. Þar var á það bent að arabaríkin hefðu ekki markað fyrir olíu sína annars- staðar en í Vestur-Evrópu. Engin gild rök væru fyrir því að Vesturveldunum yrði neit- að um olíu, þótt þjóðernis- innaðar ríkisstjórnir tækju við af ríkisstjórnum háðum Vest- urveldunum í olíulöndunum. Viðbrögð ríkisstjórna Banda- í’íkjanna og Bretlands sýna að þeim er ekki nóg að fá olíuna, þær hyggjast beita hervaldi til að tryggja bein yfírráð sín yf- ir olíusvæðunum og viðhalda gróðaaðstöðu olíuhringanna. Samkvæmt skýrslum Iraq Petr- oleum Company, olíufélagsins sem brezkir, bandarískir, franskir og hollenzkir aðilar eiga í sameiningu og hagnýtt hefur olíulindir Iraks undan- farna áratugi, nam gróði þess á síðasta ári 48.900.060 sterl- ingspundum og árið þar áður 58.800.000 pundum. Ljóst er að þeim sem halda um stjórnar- taumana í Washington o g London f iis-pst slíkur gróði nokkurra mannslífa virði. T>ráðum eru tvær aldir liðnar ” síðan Bandaríkjamenn gerðu sína byltingu. Atburðir síðasta áratugs sýna að ráða- menn þeirra vita nú orðið ekki sitt rjúkandi ráð, þegar slíkum fyrirbærum er að mæta. Þeir hafa ekkert lært af hrakförun- um í Kína. í útvarpsræðu sinni í fyrrakvöld kenndi Eis- enhower undirróðri frá Moskva. um borgaralegu þjóðernisbylt- Camille Chamoun inguna sem nú fer ujn arabá- löndin. Þar vottaði ekki fyrir skilningi á þjóðfélagsöflunum sem eru að verki, vaxandi borgarastétt, sem þegar hefur hrundið fámennum valdaklik- um lénshöfðingja af valdastól- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.