Þjóðviljinn - 17.07.1958, Side 7

Þjóðviljinn - 17.07.1958, Side 7
Fimmlúdagur 17. júií 1958 — ÞJÖÐVIUINN — (7 ÁRNI ÁGOSTSSON : Framleiðslukraftar sjávarútvegsms hala aldrei verið betur nýttir en siðustu 2 ár Á tímum íhaldsstjórnarinnar var sjávarútvegurinn mjög vanræktur, og þá vísaði íhaldið atvinnulausu fólki til hernámsþjónustu suður á Miðnesheiði, en Færeyingar voru ráðnir á þau fiskiskip sem ekki lágu bundin við hafnargarða. Á ánmum eftir 1950 bar hér á verulegu atvinnuleysi, sem átti fyrst og fremst rætur sín- ar að rekja til þess, að mark- aði skorti fyrir afurðir lands- manna, einkum fiskinn. Hraðfrystihúsin voru full af óseljanlegum fiski. íslenzk stjórnarvöld virtust treysta því, að Bandarikin myndu sýna fslendingum þá vinsemd að kaupa af þeim afurðirnar, þótt annað kæmi ekki til. Þessar vonir íslenzkra stjórnenda brugðust. Bandarikin voru ekk- ert ginkeypt fyrir íslenzkum fiski. Þau opnuðu Xslendingum hins vegar með mikilli rausn þá leið að vinna fyrir góðum launum við störf í þjónustu hernámsliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Og þessi nýstárlega atvinnugrein var af íslenzkum stjórnarvöldum nýtt af miklum áhuga. Þegar fólkið í sjávarþorp- unum og strandbyggðum lands- ins kvartaði um atvinnuleysi, var því boðið í stórhópum til hernámsþjónustu suður á Mið- nesheiði. Þar vann sívaxandi fjöldi landsmanna fyrir góðu kaupi í nýstárlegri þjónustu hjá erlendu herliði við upp- byggingu herstöðvar á íslandi. Á sama tíma gleymdust ís- lenzkir atvinnuvegir. Sjómenn, verkamenn og iðnaðarmenn voru hundruðum, jafnvel þús- undur saman komnir í vellaun- uð störf hjá erlendu stórveldi, heima í sínu eigin landi. Skipastóll nýsköpunartíma- bilsins i lok stríðsins stóð ekki aðeins í stað, án endurnýjun- -ar og viðhalds, heldur iágu skipin oft mánuðum og jafn- vel árum saman aðgerðarlaus í höfnum inni. Áhugi íslendinga fyrir sjó- sókn og fiskveiðum sljófgað- ist mjög í gullmóðu Keflavík- uræfintýrisins. Og loks fór syo, að íslendingar fengust ekki á fiskiskipin, þeir voru komnir í annarlega en vel launaða þjónustu suður i Keflavík. Þá var leitað til Færeyinga, og þeir ráðnir í hin auðu ís- lenzku skipsrúm. Gekk svo um hríð, og allt fram að þessu hafa margir Færeyingar verið á íslenzkum skipum. Stefndi þannig mjög á ó- gæfuhlið öllum málum varð- andi sjávarútveginn í tíð fyrr- verandi ríkisstjómar. Síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur sjávarút- vegsmálaráðherra, Lúðvík Jó- sepsson, mjög bætt um öll vinnubrögð í sjávarútvegsmál- um og lagt áherzlu á það, að nýta skipastólinn til hins ýtr- asta, með góðum árangri. Sjást nú ekki lengur aðgerðarlaus skip bundin langtímum saman við hafnargarða eins og áður var venja, heldur má nú segja, að hver sjófær fleyta sé að veiðum. Þá hefur núverandi sjávar- útvegsmálaráðherra gætt vel þeirrar sjálfsögðu fyrirhyggju að semja við sjómenn og út- gerðarmenn í tíma fyrir byrj- un vetrarvertíða, svo að skip- in hafa jafnan getað haldið til —------------------------------- Hvað sagði fulltrúi íslands um iimrásina í Líbanon? í fyrradag fékk fastaráð Atlanzhafsbandalags- ins skýrslu um innrás bandaríska hersins í Líban- on. Á þeim fundi hefur m. a. setið fulltrúi fs- lands (Hans G. Andersen er fastafulltrúi íslands í þeirri stofnun með nafnbót ambassadors). Og' nú væri mjög fróðlegt að heyra hver hafi orðið viðbi’ögð hins íslenzka fulltrúa; mótmælti hann, þagði hann eða lýsti hann ef til vill blessun yfir ofbeldisverk Bandaríkjanna? Barátta arabaþjóðanna fyrir fullveldi sínu og óskoruðum yfirráðum yfir auðlindum er að sínu leyti hliðstæð baráttu okkar íslendinga fyrir því að endurheimta hluta af fiskimiðunum. Ef íslenzk stjórnarvöld lýsa blessun sinni yfir árás banda- rísks hers á arabaþjóöirnar til þess að vernda hagsmuni olíuhringanna, eru þau um leið að færa Bretum upp í hendurnar rök fyrir því að senda hingað brezka flotann til þess að vernda gióða togaraeigenda í Grimsby og Hull. Það sem ei „rétt“ við austanvert Miðjarðarhaf er væntan- lega einnig „rétt“ í Norðuratlanzhafi. Og það r.ægir ekki að þegja. Með þátttöku sinni í Atlanz- liafsbandalaginu eru fslendingar að sínu leyti á- byrgir fyrir hinni bandarísku innrás, nema þeir lysi andstöðu viö hana. En hvaö gerði fulltrúi fslands? veiða á tilsettum tíma. En á þessu var mikiil mis- brestur í tíð fyrrverandi rik- isstjórnar og stöðvaðist fiski- skipaflotinn oftast allt að mán- uði um hver áramót vegna sið- búinna samninga af hálfu rík- isstjómar við sjómenn og út-^- gerðarmenn um, rekstrargrund- völl fiskveiðanna. Þá hefur sala fiskafurða geng- ið mjög greiðlega í tíð núver- andi stjórnar og vegna tryggra . samninga og rúmra sölumögu- leika sem unnizt hafa við Ráð- stjórnarríkin og Austur-Evr- ópu löndin er engin sölutregða framundan, þótt framleiðsla sjávarútvegsvara ykist mikið enn, sem hún þarf að gera. Engum steini er kastað að stjórn Bandar. þótt telja megi líklegt, ,að hún kysi fremur að íslendingar byggðu að verulegu leyti afkomu sína á hernáms- vinnu í Keflavík og létu sér það í léttu rúmi liggja þótt sien færðist yfir hina gömlu atvinnuvegi íslendinga. Einnig kynni gullhleyf að vera í boði, ef íslendingar féllu að meira eða minna leyti frá réttarkröf- Um sínum til landhelgismáls- ins. Þetta er ofurskiljanlegt frá sjónarmiði stórveldis, sem telur sig þurfa að hafa frið um hernaðarlega aðstöðu í landi smáþjóðar. Því háðari sem smáþjóðin vei’ður herstöð stórveldisins i atvinnu- og fjár- málum, því meira framtíðar- öryggi skapast um herstöðina og þær framkvæmdir sem við hana eru tengdar. Það er eðlilega nokkur á- hætta fyrir Bandaríkin, að leggja í dýrar framkvæmdir við herstöð, sem erlend ríkis- stjórn leyfir í landi sínu um takmarkaðan tíma. íslenzka ríkisstjórnin getur t.d. sagt upp hinum svokallaða herverndar samningi við Bandaríkin hve- nær sem er samkvæmt upp- sagnarákvæðum hans, meðan vér höldum fjárhagslegu sjálf- stæði voru og framtið vor er ekki of háð þeirri atvinnu og fjártekjum, sem af hersetu um- rædds stórveldis. leiðir. Sjónarmið íslendinga í þess- um efnpm hlýtur að vera and- stætt sjónarmiði Bandaríkj- anna. Keppikefli íslands hlýt- ur að vera það að halda efna- hagslegu sjálfstæði sínu gagn- vart hernámínu og efla í því skyni og starfrækja fram- leiðsluatvinnuvegi sína af fremsta megni, svo að fram- tíð landsins verði aldrei háð hrævarlogum stríðs. eða her- stöðvagulls. Fyrir því er svo m.a. nauðsynlegt að halda friði við allar þjóðir a.m.k. meðan þær unn.a oss friðar og leita viðskipta jafnt í austri og vestri eins og nú hefur verið gert undanfarið, með þeim árangri að hér rikir þrátt fyr- ir allt aÞnenn velmegun og nóg atvinna, þótt i mörgum lönd- um hins vestræna heims bóli mjög á vaxandi atvinnuleysi Fásjnna væri því og í raun- inni glæfraspil að loka dyrum fyrir viðskipti vor við iönd sósíalismans vegna blindrar vináttu og fylgispektar við Vesturveldin. Slíkt aæti leitt yfir oss örlög Möltu, sem nú er á vonarvöl eftir að aðaiat- vjnna eyjarskeggja, sem bund- in var við erlenda herstöð sem nú hefur misst það gildi sitt, er hún óður hafði fyrir brezka heimsveldið. Islenzkir verkamenn muna árin eftir 1950, þegar hrað- frystihúsin voru full af óselj- anlegum fiski og atvinnuleysi sigldi í kjölfarið . Þeir vilja ekki slíka tíma aftur. Þeir vilja efla atvinnu- vegina og auka framleiðslu þeirra vara, sem hagkvæmast er að selja á erlendum mark- aði. Og þeir vilja halda öllum. leiðum til allra ótta opnum til Framhald á 11. síðu. Hvers vegna er ekki haldmn útifundur? Bandarískur her hefur gert innrás í Líbanon, eitt það land á hnettinum sem fjar- lægast er Bandaríkjunum. — Þessi innrás er gerð eftir að framkvæmdastjóri og embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna hafa sannað að í Líbanon hefur aðeins verið um innan- landsátök að ræða, og því bæri jafnt erlendum ríkjum sem Sameinuðu þjóðunum sjálfum að láta átökin af- skiptalaus. Innrás Bandaríkj- anna, er þannig brot á stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna, grímulaust ofbeldi. Ástæðan fyrir innrásinni er sú að ný- búið er að steypa brezkri leppstjórn af stóli í Irak og nýlenduveldin og olíuauðvald þeirra óttast að sú þróun sé nú að verða óviðráðanleg að arabaríkin nýti sjálf auðlindir sínar. Tíminn orðar það þann- ig í gær af vönduðu hlutleysi: „Það er öllu öðru fremur olí- an, sem gerir ríki þessi svo mikilvæg fyrir vesturveldin“. Trúlega myndi blaðið þá kom- ast eins að orði um brezka innrás í ísland til að koma í veg fyrir stækkun landhelg- innar: „Það eru öllu öðru fremur fiskimiðin sem gera ísland svo mikilvægt fyrir vesturveldin". Árás Bandaríkjamanna á Libanon er þannig ofbeldi af grófustu tegund til þess að vernda gróðahagsmuni nokk- urra auðhringa.. En hvernig eru viðbrögðin hér á Islandi; hvar ,eru þeir flokkar og menn sem að undanförnu hafa .flíkað mest ást sinni á lýð- ræði og fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétti þjóða? Hvers vegna kalla Frjáls menning, Sjálfstæðisflokkur- inn, Alþýðuflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og’ stúd- entasamtökin ekki saman útifund á Lækjartorgi ? Af hverju flytja þeir ekki ræð- ur, Bjarni Benediktsson og Guðmundur Ha.galín? Hvers vegna leggur Helgi Sæ- mundsson eklti til að slitið verði öllu stjórnmálasam- bandi við Bandaríkin? Hvers vegna er ekki fluttnr inn stúdent frá Arabaríkjunum til þess að skýra Islending- um frá því livernig kjör fé- Iaga hans hafi búið við í skugga olíuhringanna? Hvar er guðsmaðurinn frómi, séra Sigurbjöm Einarsson? Af hverju er ekki flaggað í hálfa stöng? Hvers vegna er ekki farið tii bamlaríska sendiráðsins með fána ar- abaríkjanna lijúpaða sorgar- slæðmn? Af hverju stjórnar Pétur Benediktsson elcki grjótkasti? Hvers vegna er bandaríski fáninn ekki skor- inn niður? Og hvar er nú hin heilaga reiði íslenzku lýðræðisblað- anna? Morgunblaðið segir í aðalfyrirsögn að bandarískt herlið sé „komið til“ Líbanon, líkt og þar væru menn á skemmtigöngu. Alþýðublaðið sagði að innrásin væri gerð til þess að „hvetja menn til að verja landið“, hvernig sem ber að skilja þau dularfullu ummæli. Og Tíminn kallar lýðveldisstjórnina í Irak „valdaræningja“ og „fámenna klíku hershöfðingja“; það er augljcst að það blað sér mik- ið eftir konungsveldi og lepp- stjórn og telur sjálfsagt að bandarískar hersveitir fari yf- ir hálfan hnöttinn til þess að brjóta á bák aftur sjálfstæð- isbaráttu araba. Og hvar er eldmóðurinn og hinar áhrifa- miklu lýsingar sem stundum hafa heyrzt hjá fréttastofu ríkisútvarpsins þegar mikil tíðindi hafa gerzt erlendis? Öll þessi viðbrögð — og viðbragðaleysið — sýna beint framan í lýðræðishetjurrar, það sem er á balc við hræsn- isgrímuna. Þegar þeir ræða um frelsi eiga þeir aðeins við frelsi auðhringa og aftur- haldssinna. Þegar þeir ræða um fullveldi eiga þeir aðeins við vald nýlendukúgaranna. ' Þegar þeir ræða um lýðræði eiga þeir aðeins við olíu. Þeir eru reiðubúnir til þess að rótt- læta hvaða hernaðaríhlu'un sem er, ef hún er framin af ,,réttum“ aðilum. Þeir afsr.ka hverskonar mannvíg og of- beldi, sé það framið með bandarískum eða brezkum eða frönskum vopnum. Og þersir menn kalla sig Islendinga, af- komendur þjóðar sem endur- reisti lýðveldi sitt fyrir einum 14 árum, eftir sjö alda sjálf- stæðisbaráttu gegn erlerdu kúgunarvaldi. Þessir menn þykjast nú sjálfir vilja end- urheimta íslenzk fiskimið frá erlendum ræningjum. Heyra þeir ekki liljóma í eyrum sér orðin fornu: Vei yður, þér hræsnarar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.