Þjóðviljinn - 17.07.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.07.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. júlí 1958 — ÞJÖBVILJINN (9 r A: ímíttir lUrSrJúim MIMAHB UKWJOtOB IþrÓttafréttír Aukamót á íþróttavellinuni í K Fimmtugur Þórður Giiðimmdssoii Iþróttasíðan hefur beðið mig talsverð alda og syntir voru i i að segja nokkur orð um Þórð ¦Guðmundsson, en hann varð fimmtugur 19. maí 6.1. Þórður er þekktur maður í íþróttahreyfingunni. Hann er maður félagslyndur og afar laginn að umgangast fólk af sundurleitu tagi. Engann mann hef ég hitt fyrir sem hann í einum hlut. Þórður hefur reynt að sameina menn j með svo ólíkar skoðanir, að íg maður undrast stórlega að hann sktili ekki'-'SJálfTir hafa skaðast af þvílíkum hlutum. V' En það er ef til vill þetta »s:'^ eérstaka eðli hans, sem stuðl- í . að hefur að því, að hann er j nú formaður íþróttadómstóls p%, I.S.I. Annars var Þórður mik- ' ill sundkappi. 1. maí 1927 var Sundfélag- 1 ið Ægir stofnað. Tildrögin að ^ stofnun þess var sú ein, að koma kappsundinu til vegs og virðingar, en sundkeppni var þá í mikilli niðurlægingu. Sundæfingar og allur undir- búningur undir sundkeppni, ef eitthvað var um slíkt, þekktist ekki undir öðru en fálmi. út í loftið; tóm endaleysa, en kappsundin voru lífshættuleg- Tir skrí.paleikur. Það var Sund- íélagið Ægir, sem kom heil- íbrigðri skynsemi í sundkeppn- ina og allar æfingar. Menn tóku jafnvel að æfa sig á vísindalegum grundvelli. Enda var Ægir forystufélag í sundi lengi . framanaf. Þórður var émmitt einn af stofnendum þessa félags, og á tímabili einn af fremstu sundköppum þess. Hann setti og nokkur met í bringusundi. Fyrsta metið sitt setti hann í sjó. Það var 400 metrar. Þetta var 1930. Tími hans var 7 mín. og 0,10 sek. I stjórn Ægis var hann frá stofnun þess og til 1950. Þar af var hann formaður Ægis í fc Þórður Guðmundsson 9. ár. Eftir þennan tíma hefur hann gegnt störfum fyrír fé- lagið út á við. Hann er nú t. d. í stjórn Í.B.R. Einnig er hann í stjórn Sundsambands- ins. Af þessu eem hér hefur verið sagt má sjá, að Þórður er mjög starfhæfur og þarfur maður íþróttahreyfingunni. Gamlir Ægismenn fagna því að honum skuli hafa verið trúað fyrir miklu. íþróttasíðan flytur honum árnaðaróskir í tilefni af þess- um tímamótum í lífi hans og vonar, að íþróttahreyfingin megi njóta starfskrafta hans sem lengst. E.K.F. Sænskt met spjótkasti. Fyrir nokkru síðan kastaði ( Svíinn Knut Fredreksson spjóti 80,85 m, sem er sænskt met og bezti árangur í spjótkasti í heiminum til þessa í ár. Hann er fyrsti Svíinn sem kastar spjótinu yfir 80 m. Hann átti sjálfur eldra metið sem var 76,74. Hann hefur þrisvar kom- izt yfir 79 m á æfingum en á alþjóðlegu móti í Stokkhólmi náði hann þessum árangri. Hvorugur vann! Tveir enskir leikmenn sem voru á H. M. í Svíþjóð Um daginn veðjuðu um það hvaða mynt Skotinn Mowat mundi nota þegar að því kæmi að hann skyldi dæma. Veðmálið varð til eftir að þeir höfðu komizt á snoðir um það að rússneski dómarinn Latyschev hafði notað silfurrúblu er hann lét fyrirliða velja mark. Það kom á daginn að Mowat notaði penny sem er lægsta mynt sem til er á Bretlandseyj- um. Sagan segir að hvorugur Bretanna hafi unnið veðmálið, það var rétt hjá báðum! Danskt met í kúluvarpí Á frjálsiþróttamóti sem hald- ið var í Stokkhólmi nýlega setti Daninn Axel Thorsager nýtt danskt met í kúluvarpi og varpaði hann kúlunni 16,03 m. Thorsager er fyrsti Daninn sem varpar kúlu yfir 16 m. Danir hafa einnig eignazt mjög efnilegan hlaupara sem heitir Benny Stender sem varð þriðji í 1500 m hlaupi eða á eftir Dan Waern sem er Svíi, en hlaupið vann Spánverjinn Thomas Barris, sem einnig vann 800 m hlaupið. kast- og slökkgreinuni í kvöld Da Silva — Vilhiálmur — Valbjörn — Huseby Ágóði rennur til Eyjólís Jónssonar sundkappa. I kvöld kl. 8,15 hefst á iþróttavellinum á Melunum aukamót í frjálsum iþróttum á vegum IR. Vegna Reykja- víkurmeistaramótsins, sem hefst á laugardag, fékkst að- eins leyfi til að keppa í kast- og stökkgreinum, en keppni getur samt orðið mjög skemmtileg, því að um jafna menn er að ræða í þeim flest- um. Da Silva — Vilhjálmur Aðalkeppni kvöldsins verð- ur að sjálfsögðu i þrfetökki milli da Silva og Vilhjálms Einarssonar, Er vonandi að veðurskilyrði og aðstaða öll til keppni verði betri, en á ÍR-mótinu á dögunum, má þá búazt við að kapparnir stökki allt að 16 m. Fjögur beztu þrístökksafrek í heimin- um í ár eru: Riacowski, Rúsl. 16,26 m; Kreer, Rússl. 16,20 Evrópumet í stangarstökki Á frjálsíþróttamóti sem hald- ið var í Munchen fyrir fáum dögum setti Grikkinn G. Rou- banis nýtt Evrópumet í stang- arstökki. Var árangur hans 4,60 m. Bætti hann þar með eigið met um 2 sm. Hinir 20.000 áhorfendur gátu ekki á sér setið og hlupu inn á völlinn og báru methafann á gullstóli um völlinn. m; Scmidt, Pólland 16,20 m; Tjen, Rússl. 16,00 m. í fyrra keppti Vilhjálmur tvisvar við Kreer og Tjen og sigraði þá í bæðí skiptin, en ennþá hefur hann ekki fengið tækifæri til að reyna sig við Riacowski og Scmidt. Hvað gerir Valbjörn í kvöld? Eins og kunnugt er þá eetti Valbjörn glæsilegt íslandsmet í stangarstökki út í Varsjá fyrir nokkrum vikum. Hánn er í góðri æfingu nú og má búast við góðum árangri í kvöld. I hástökki getur orðið skemmtileg keppni, en í þeirri grein er um mikla framför að ræða og nýlega stökk Jón Pétursson 1,90 m. Huseby — Skúli í kúluvarpi Skúli Thorarensen er nú aftur með eftir meiðslin, sem hann hefur átt í undanfarið, en síðast þegar hann og Huse- by kepptu sigraði Huseby með 1 sm mun. 1 kringlukastimt keppa þremenningarnir: Frið- rik, Hallgrímur og Löve, ea þeir eru mjög svipaðir. Mótsstjórnin hefur ákveðið að 10% af því, sem inn kem- ur á mótinu, renni til Eyjólfs Jón'ssonar sundkappa, en hann ætlar að reyna að synda yfir Ermarsund í næsta mánuði. Auglýsið í Þjóðviljanum Ávarp \ið komu da Silva 8 íþróttakemiarar útskrif ast íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni var slitið 29. júní á). Brautskráðir vorú 8 íþrótta- kennarar, 4 stúlkur og 4 piltar. Hæstu meðaleinkunn hlaut Ei- ríkur Sveinsson, Akureyri, 8.66. A þessu vori var tekin í notkun malarvöllur íþrótta- kennaraskóla íslands, er unn- ið heíur verið við undanfarin ár. Bætir hann mjög úr brýnni þörf skólans. Verður hann not- aður jöfnum iiöndum, fyrir knattleiki og frjáisar íþróttir, á meðan aðalleikvangurinn, sem verður grasvöllur með 400 m hlaupabraut og stökkgryfj- tim ,er ekki tilbúinn. Nýjung i starfi skólans má það telja, að dagana 7. til 29. júní sl. var efnt til námskeiðs fyrir leiðbeinendur í íþróttum í samvinnu við íþróttasamband íslands, Ungmennafélag ís- lands, Knattspyrnusambandið, Handknattleikssambandið og Frjálsíþróttasambandið. Sóttu þetta námskeið 12 piltar. Aðalkennarar voru þeir Haf- steinn Guðmundsson, er kenndi knattspyrnu, Hallsteinn HSn- riksson kenndi handknattleik, Valdimar Örnólfsson kenndi irjálsar íþróttir Þórir Þorgeirs- son kenndi hjálp í viðlögum, Björn Jakobsson og Árni Guð- mundsson kenndu líkamsfræði og ræddu um áhrif iþrótta a iikamann. Nokkrir fyrirlesarar komu að Laugarvatni og ræddu við þátttakendur nám- skeiðsins um íþrótta- og fé- lagsmál. Þátttakendur gengu undir dómarapróf í knattspyrnu og handknattleik. Prófdómari var Hannes Sigurðsson. Þess er vænzt, að piltar þess- ir vinni mikið og gott starf, er heim kemur með því að stjórna íþróttaíefingum og segja öðr- um til um iðkun iþrótta. En mikill skortur leiðbeinenda há- ir nú mjög hinu frjálsa íþrótta- starfi Jandsmanna. Eftirfarandi ávarp flutti formaður iR, á iR-mótinu, áður en einvígi da Silva og .Vilhjálms hófst: Heiðruðu gestir. Góðir áheyrendur. Ágætu íþróttamenn. A undanförnum árum hefur íþróttafélag Reykjavíkur á hverju 'sumri efnt til frjáls- íþróttamóta og vandað mjög til þeirra, einkum og sérstak- lega með því að bjóða hing- að heim á mót þessi heim- kunna íþróttagarpa eða jafn- vel íþróttaflokka. I vitund íslenzkra íþrótta- manna og íslenzkra íþrótta- unnenda eru ÍR-mótin orðin fastur og merkur íþróttavið- burður á ári hverju, sem beð- ið er eftir með nokkurri eftir- væntingu,. líkt og ví.ðavangs- hlaup félagsins hinn fyrsta sumardag hin síðustu 44 árin er orðið nokkurskonar opnun- arhátíð á vori hverju fyrir frjálsar íþróttir hér í Reykj'a- vik og reyndar víðar. Ég vona að enginn misskilji orð mín þótt ég fullyrði, að með þessum mótum og á þann hátt, sem félagið undirbýr þau og framkvæmir, hefur það gert íslenzkum frjáls- íþróttamönnum og frjáls- íþróttahreyfingu meira gagn en nokkur önnur samtök inn- an íþróttahreyfingarinnar, gefið hinum ágætu íslenzku frjálsíþróttamönnum gullin og kærkomin tækifæri til að reyna getu sína og krafta við erlenda íþróttagarpa og þann- ig á sem æskilegastan og beztan hátt undirbúið þá undir Iandskeppnir í frjálsum iþróttum og miklar íþrótta- keppnir aðrar á erlendum vettvangi, og það er ekki sagt öðrum íþróttagreinum til lasts þótt á það sé bent, að íslenzkir frjálsíþróttamenn hafa öðrum íslenzkum íþrótta- mönnum fremur gert garðinn frægan utan landssteinanna. : Þessu til viðbótar er evo einnig rétt að minnast þess, að félagið hefur oft á tíðum ráðið til sí.n kunna erlenda iþróttaþjálfará, svo sem Sví- ana Bergfors og Ole Ekberg, Þjóðverjann Edvard Riiss- mann og síðast hinn þekkta ungverska þjálfara Simonyi Gabor. Þessir menn allir hafa flutt hingað ' nýjungar, aukið áhuga og áhrifa þeirra hefur sem betur fer gætt langt út fyrir takmörk og raðir fé- lagsins sjálfs. En því miður hefur þessi þáttur í starfsemi félagsins hvorki verið metinn né skilinn af mikilsháttar mönnum frjálsíþróttahreyf- ingarinnar sem skyldi — en hinsvegar þeim mun betur af íþróttamönnunum ejálfum, sem vissulega er ánægjulegt og ber að meta og virða. Eg vil líka leyfa mér að trúa á almennan skilning yðar í þessari starfsemi félags vors, þegar ég nú lít yfir hinn mikla fjölda manna og kvenna, sem hér er saman kominn í kvöld, og sannar það Ijóslega að iR-mótin eru vinsæl og metin að verðleikum og fólkið skilur ,að hér hefur miklu starfi verið fórnað og mikil verðmæti lögð að veði til þess að mót þetta tækist giftusamlega og yrði sem glæsilegast. Vissulega er til þess alveg sérstök ástæða að fólk sækir mót þetta hér í kvöld — þar eð hingað er til vor kominn óvenjulegur en mjög kærkom- inn gestur, einn af frægustu ef ekki allra frægasti íþrótta- garpur heimsihs, heimsmet- hafinn í þrístökki og tvöfald- ur ólympíumeistari bæði frá Helsinki 1952 og Melbourne 1956 — brazilíumaðurinn Ad- hemar Perreira da Silva sem hingað er kominn um lengri veg en nokkur annar íþrótta- maður, sem áður hefur gist land vort. Kæri Da Silva. Það er mér bæði mikill heiður og sönn ánægja að bjóða þig hjartanlega velkom- inn hingað til Reykjavikur M vegum félags vors. Okkur er það ljóst að koma þín hingað Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.