Þjóðviljinn - 20.07.1958, Page 1

Þjóðviljinn - 20.07.1958, Page 1
VILJINN --- - ° Sunnu;Iagur 20. júlí 23. árgangur 1958. 160. tölublað. Togaraeigendur V.-Evrópu undirbúa viðskipfastríð gegn íslendingum BrezkJ sendiherrann i Reykjavik flyfur fulltrúum útgerðarmanna skýrslu um afsföSu Islendinga Á fundi fulltrúa toqaraeigenda frá sjö ríkjum í Vestur-Evrópu voru lögð á ráð um viðskiptastríð gegn íslendingum í hefndarskyni fyrir víkkun fisk- veiðilandhelginnar. Gott veður í dag Veðurstofan spáir hægviðri og léttskýjuðu víðast hvar í dag. í gær var léttskýjað um allt land. Hæð er yfir íslandi. — Fjöldi fólks hefur notað sér góða veðrið og haldið út úr bænum, en aðrir hafa látið sér nægja að sleikja sólskinið inní Laugurn og um miðjan dag í gær var f jöldi fólks á baðströnd- inni í Nauthólsvík. Strætisvagnaferðir i Nauthélsvik í gær hófust strætisvagna- ferðir frá Miklatorgi í Nauthóls- vík og verður þeim haldið uppi góðviðrisdaga framvegis frá kl. 1.30—3 og 4.30—6. Sir Farndale Phillips upp- gjafahershöfðingi og fram- kvæmdastj. Sambands brezkra togaraeigenda, sagði áður en hann fór á fundinn í Haag: „Við setlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að Ibúa svo um hnútana að Is- lendingar græði ekki á neinum af okkar mörkuðum á þeim einhliða ráðstöfunum sem þeir liafa gert“. Sir Famdale var fyrir brezku fulltrúunum á fundi togaraeig- enda, sem haldinn var Haag. Fudurinn stóð aðeins einn dag og var leynilegur, en frétta- menn fullyrða að tillögur Breta um viðskiptastríð af hálfu Vestur-Evrópuríkja gegn Is- lendingum hafi hlotið góðar undirtektir. Auk stjórnar Sambands tog- araeigenda í Haag mættu þar frá Hull þeir T. Hudson og Mark Hellyer, frá Grimsby Carl Ross og J. Bennett og frá Fleetwood W. Wilkinson, Flotamálaráðuneytið og utanriikisráðuneytið Áður en brezku togaraeig- endumir fóm til fundarins i Haag áttu þeir fund í London með fulltrúum brezku stjórn- arinnar. Vom þar mættir emb- ættismenn úr utanrikisráðu- neytinu, flotamálaráðuneytinu og fiskveiðaráðuneytinu. A. G. Gilchrist, sendiherra Bretlands á íslandi, kom einn- ig á fundinn og flutti að sögn utanríkismálafréttaritara Tim- es „skýrslu um afstöðu íslend- inga til deilunnar". Fréttaritarinn segir að brezk- ir ráðamenn geri sér ,,vel Ijóst j að Islendingar álita að þeir eigi j einir fiskimiðin kringum ísland. Miklar mótmæla- göngur í Peking I gær var enn farin kröfu- ganga að brezka sendiráðinu í Peking, og tóku þátt í henni hvorki meira né minna en um ein milljón manna. Kröfugöngu- fólk mótmælti íhlutun Breta og Bandaríkjamanna í Jórdaniu og Líbanon. Allt fór stillilega fram og voru engin spjöll unnin. Fregnir um mótmælagöngur og mótmælafundi gegn íhlutun Bandaríkjamanna og Breta ber- ast stöðugt hvaðanæva úr heim- inum. Ljóst er að ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar nýtur víð- tæks stuðnings“. Safna birgðum Yorksliire Post skýrði frá því 12. júlí að mikili fiskur berist á land, en öfugt við það sem s vant sé að vera á sumrin gangi togurunum vel að selja allan aflann. „Það sem er framyfir venjulegar markaðsþarfir er sett í hraðfrystingu til þess að ráða bót á tímabundnum fisk- skorti, sem kann að gera vart við sig eftir 1. september vegna útfærslu landhelgislín- unnar, segir blaðið. Sama blað skýrir frá þvi að Framhald á 8. síðu. 2000 nianna hemáinslið er komið til Jórdaníu Haldið er áíram að flytja vopn og birgðir í gærmorgun var tilkynnt opinberlega í aöalbækistööv- um brezka hersins á Kýpur aö Bretar hafi flutt loftleiö- is til Jórdaníu rúmlega 2000 menn. Af þessu liði eru 100 flug- menn. Þá hefur verið flutt mik- ið af skotfærum, farartækjum og ýmsum byrgðum. Haldið er áfram að flytja vistir og her- gögn til landsins. Þá hefur verið flutt allmikið ið herlið með flugvélum frá Bretlandi til Kýpur til að fylla í skarðið fyrir þær hersveitir, sem fluttar hafa verið þaðan til Jórdaníu Indónesía víður- kennir Iraksstjórn Stjórn Indónesíu viðurkenndi i gær hina nýju lýðveldisstjórn í Irak, eftir að málið hafði ver- ið rætt á skyndifundi stjórnar- innar Einil og Vorosilofi Bandaríkjamenn hafa lagt til mikinn flugvélaflota til að flytja olíu loftleiðis frá fursta- dæminu Bahrein til Jórdaniu. Mikill oliuskortur er nú í Jórd- aníu, sðan sambandið slitnaði við Irak, enda fékk landið alla olíu sína frá írak. Bílar og önn- ur farartæki hafa stöðvast og sáralítil umferð er á götum höfuðborgarinnar Amman. títvarpið í Saudi-Arabiu hef- ur birt yfirlýsingu þess efnis, að Saud kóngur hafi ékki gef- ið leyfi sitt til þess að banda- rískar flugvélar, á leið til Jórdaníu frá Bahrein með olíu, flygju yfir landsvæði Saudi- Arabíu. •Hussein Jórdaniukóngur hef- ur þakkað hermönnum sínum hollustu við sig. Frá heimsókn íslenzku þingmannanefndarinnar j Kreml. Emil Jónsson, forseti sameinaðs Alþingis og formaður sendinefndar- innar heilsar Vorosiloff, forseta Sovétríkjanna, A bak við þá stendur Pétur Thorsteinsson, ambassador Islands í Sovét- ríkjunum. — Sjá grein á 5. síðu. Allsherjarþingið komi saman og ræði árásina á arabalöndin Ekkert samkomulag í Öryggisráðinu um tillög- ur Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Svíþjóðar Sendinefndir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hjá Sameinuöu þjóðunum hafa lagt til aö Allsherjarþingiö komi þegar í staö saman til sérstaks fundar til aö ræða ástandiö í löndunum viö austanvert Miöjarðarhaf. Soboljeff fulltrúi Sovétríkj- anna í Öryggisráðinu hafði þeg- ar fyrir nokkrum dögum lýst yfir því að Sovétríkin myndu leggja til að AUsherjarþingið Bandarikin hafa nú rúml. 8000 hermenn i Libanon og 70 herskip viS sfröndina Blöö í Beirut skýra frá því að-30 þingmenn Líbanons- þings eöa um helmingur þingmanna hafi undirritaö yfir- lýsingu, þar sem mótmælt er dvöl bandaríska hersins í i landinu. Leiötogi þessa þingmannahóps er Adel Osseiran, forseti þingsins. Mikið öryggisleysi er nú í Líbanon og allra veðra von. Ó- vildin í garð bandaríska her- námsliðsins vex með degi hverj- um. Þar er ekki aðeins allur þorri þjóðarinnar gegn banda- ríska hernáminu, heldur hefur helmingur þingsins snúizt gegn því. Þessir þingmenn krefjast nú þingfundar til að ræða um dvöl bandaríska hersins í land- inu. Talið er að Chamoun for- seti rnuni þrjózkast við að verða við þeirri kröfu í lengstu lög, enda væri veldi hans þar með lokið ef að líkum lætur. Osseir- an hefur lýst yfir því að Cham- oun forseti hafi enga heimild haft til þess að kalla bandarísk- an her inn í landið. Það sé þingð sem eigi að taka slíkar ákvarðanir. Hei-námsliðinu fjölgar 1600 bandarískir hermenn bættust í hernámsliðið i gær. Hermenn þessir voru fluttir frá Framhald á 4. síðu. yrði kvatt sarnan- ef tillaga þeirra um að Bandaríkjamenn og Bretar kveddu á brott herlið sitt frá Líbanon og Jórdaníu, yrði ekki samþykkt. Þessi tillaga var felld með 9 atkvæðum gegn einu, en fulltrúar Svíþjóðar og Japans sátu hjá. Tillaga sænska fulltrúans untí að kalla heim eftirlitsmenn Sam- einuðu Þjóðanna í Líbanon hlaut tvö atkvæði, þ. e. sænska og sovézka fulltrúans. Tiltaga Bandaríkjamanna um að Sameinuðu þjóðirnar sendu vopnað gæzlulið til Líbanons hlaut níu atkvæði, fulltx'úar Svíþjóðar og Japans sátu hjá en sovézki fulltrúinn beitti neitun- arvaldi, og var tillagan þar með úr sögunni. Öryggisráðið hefur frestað fundi sínum til mánuda^s til þess að gefa japanska fulltrúan- um tóm til að ljúka við m'ála- miðlunartillögu, sem hann vinn- ur að með aðstoð fulltrúa frá Indverjum. Talið er að sú til- laga sé á þá lund að Sameinuðu þjóðirnar sendi einhverskonar gæzlulið til Líbanon og að skor- að verði á Bandaiákjamenn að hverfa þaðan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.