Þjóðviljinn - 20.07.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.07.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. júlí 1958 mðÐVIUINH ÚtKefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: MaKnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Blarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson. Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. ^H«þj5fsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- «re»ðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími: 17-500 (5 línur) — Askriitarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðai. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Áfstaða heraámsblaðanna TTernámsblöðin íslenzku eiga mjög erfitt eftir árásir Bandaríkjamanna og Breta á arabalöndin. Hvorki Morgun- blaðið, Alþýðublaðið né Tím- inn hafa enn birt leiðara um þessa hættulegu stórafburði, og eru þau væntanlega einu blöð í heimi sem þannig er ástatt um, en í fréttaburði sínum reyna þau mjög að draga taum ofbeldisríkjanna (ekki sízt Al- þýðublaðið sem lætur sér fátt um afstöðu brezka Verka- mannaflokksins finnast). En í stað þess að birta forustugrein- ar um árás Bandaríkjamanna og Breta á arabaríkin — árás sem leiðir hættu nýrrar heims- styrjaldar yfir gervallt mann- kyn — birta Tíminn og Alþýðu blaðið næsta samhljóða forustu greinar í gær og segja að Þjóð- viljinn reyni að nota atburðina við austanvert Miðjarðarhaf til þess að réttlæta og afsaka af- tökuna á Nagy og félögum hans í ■Ungverjalandi!! Tjjóðviljinn hefur áður sagt skoðun §ína á aftökum í Ungverjalandi nægilega skýrt fyrir alla þá sem læsir eru, og hér í blaðinu hefur ekki verið minnzt á þær í sambandi við ofbeldisverk Bandarikjamanna og Breta um þessar mundir, þótt vissulega væri auðvelt að færa rök að því að aftökurnar eru einmitt einn af ávöxtum kalda stríðsins og valdstefn- unnar, þess yfirgangs sem birt- ist í herstöðvakerfi Bandaríkj- anna um heim allan og nú ,ber nýjan ávöxt í hernaðarinnrás- inni við austanvert Miðjarðar- haf. En hér hefur verið bent á íslenzka hræsnara, litla menn og óheiðarlega sem ekki þora að meta nokkurn atburð af íslenzkum sjónarhóli. Alla daga siðan heimsstyrjöldinni síðari lauk hafa Morgunbiaðið, Tíminn og Alþýðublaðið aðeins bergmáiað það sém valdamenn Bandaríkjanna hafa sagt í hverju átakamáli í .heiminum, þau hafa aldrei þorað að taka sjálfstæða afstöðu til nokk- urs atburðar. Þessi blöð veg- sömuðu innrás Bandarikjg- manna í Kóreu og styrjöld þeirra þar, rétt . við iandamæri'®" Sovétríkjanna og Kína. Þessi blöð vörðu og studdu hina langvinnu stórstyrjöld Frakka í hinu fjarlæga Indókína. Þessi blöð telja sjálfsagt að allur franski herinn sé í Alsír og hafi nú á'nokkrum árum myrt og limlest 600.000 Serkja. Ekk- ert þessara blaða hefur for- dæmt hjn siðiausu ofbeidisverk Breta á Kýpur og í Kenýja eða áfellzt nýlendustefnu þess ríkis serri flestar smáþjóðir hefur kúgað um heim allan. Þessi blöð telja sjálfsagt að ,,hin vestrænu lýðræðisríki“ haldi áfram að sprengja kjamorku- vg vetnissprengjur og eitra and- ina með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir ,alda og ó- boma. Það finnst ekkert það ofbeldisverk sem þessi blöð eru ekki reiðubúin til að rétt- læta, ekkert það morð sem þau eru ekki reiðubúin til að verja, engin sú svívirða sem þau eru ekki reiðubúin til að fagna — ef verkin eru aðeins unnin af „réttum“ aðilum. Þess vegna er ekkert ógeðslegra en þegar þessi blöð og ráðamenn þeirra setja stundum upp helgisvip og skipuleggja mótmælafundi, hópgöngur, rúðubrot og fána- niðurskurð. Það eru einmitt þessi blöð sem af sínum litia mætti ala á tortryggninni og harðýðginni, það éru ráðamenn þeirra sem hafa fjötrað ís- lendinga við valdstefnuríkin, þannig að við berum einnig okkar ábyrgð á þeim stór- hættulegu ofbeldisve.rkum sem nú er verið að fremja. ITin raunvérulega afstaða 4 þessara blaða kemur glöggt fram í Vísi, sem einatt er hreinskilnari en aðrir. í fyrra- dag segir Vísir í leiðara að nú sé' Ijóst að Bandaríkjastjórn „hefði átt að fylgja Bretum og Frökkum í Súez-málinu“; blaðið telur þannig að vestur- veldin hefðu átt að leggja Egyptaland undir sig með of- beldi og bjarga þannig Súez- skurðinum fyrir auðhringana. Og Vísir heldur áfram: „Mann- kynssagan. kann að greina frá mörgum einræðisherrum, og glíma frjálsra þjóða liefur nær alltaf leitt til liins sama: Þeim verður ekki velt úr valdastóli nema með valdi, og sumum hefur ekkj verið liægt að velta nema með styrjöld.“ Allir vita hvað Vísir á við með „einræð- isherrum“, og þetta málgagn Sjálfstæðisflokksins heimtar þannig ofbeldi og heimsstyrjöld opinskátt og án þess að láta sér bregða. Trúlega skilur rit- stjóri Vísis í ofstæki sínu ekki hvað hann er að heimta, én þessi sálsýkishróp eru glöggt dæmi um það hugarfar sem stjómar afsföðu hernámsblað- anna aíira, þoft þau séu mis- jafnlega hreinskilin. 4>- m m' ■Vrr skAkþáttur Ritstjári: Sveinn Knstinsson Heimsmót stúdenta Slæm byrjun Ekki verður með sanni sagt að undanrásirnar á stúdenta- skákmótinu hafi verið sérlega uppörfandi fyrir íslenzka skák- menn. Okkar mönnum tókst sem sé ekki að vinna þar eina eina einustu ekák, en náðu 5 jafnteflum út úr 12 tefldum. Raunar má telja að heildarvinn- ingstalan út úr undanrásunum skipti ekki afar miklu máli, úr því að þeim tókst ekki að ná A- flokki úrslitanna á annað borð og það sjónarmið hafa Friðrik og Ingvar að sjálfsögðu haft í huga er þeir tóku sér frí í síð- ustu umferð undanrásanna. Úr því sem komið var var auðvitað fyllilega réttmæt að safna púðri til úrslitakeppninn- ar í B-flokki, enda má telja, að sveit okkar geti með nokkrum rétti gert sé?’ vonir um efsta sætið þar ef vel tekst til. Þegar þetta er ritað er enn óútkljáð hvernig úr þeim von- um rætist, en auðsætt er þó þegar að róðurinn verður þungur, hver sem úrslitin verða. Skortur á innlendu kjarnfóðri? Hvernig stendur svo á því, að við íslendingar, þessi mikla og margrómaða skákþjóð skul- um lenda í öðrum gæðaflokki á jafn óumdeilanlegan hátt og hér er um að ræða? Er það fámenni okkar að kenna eða því hve illa við erum í sveit sett- ir eða kemur hvortveggja til? Sjálfsagt háir hvortveggja okk- ur nokkuð, þótt mann gruni að hvorugt feli í sér meginástæð- una. Meginorsakanna hygg ég að sé að leita í uppbyggingu og innra skipulagi skákmála okkar. Yngri kynslóðina vantar sann- arlega hvorki skákáhuga né hæfileika, en þeir sem annast skipulagningu skákmála á hverj- um tíma koma ekki nægilega til móts við hana og veita henni hvorki nægilega uppörfun né kerfisbundna æfingu, til að ná þvi marki sem efni standa til. Síðustu árin hafa skákmenn að visu getað bætt sér þetta upp að nokkru leyti með lestri er- lendra fræðirita um skák, er borizt hafa í bókabúðir hingað, enda eru margir yngri skák- menn okkar að verða allteoríu- fróðir og ber að fagna því svo langt sem það nær. Hins vegar er augljóst, að ef almennur skákstyrkleiki á að þróast á- fram og aukast, þá er nauð- syn á einskonar innlendum skákskóla, svo hinn erlendi fóðurbætir megi blandast inn- lendu kjarnfóðri í æskilegum hlutföllum. Listgrein, svo sem skákin, getur aldrei. haldi sér uppi til lengdar á erlendum áhrifum einum saman, þótt . þau geti hins vegar gegnt mikilvægu hlutverki sem gróðurvaki þar sem jarðvegur er frjósamur fyrir. Þess vegna ættum við í fram. tíðinni að leggja vaxandi á- herzlu á eflingu innlends skák- lífs, auka kynni og skipti mílli innlendra taflfélaga, stuðla að skákfræðslu í skólum og einnig á vegum taflfélaganna, svo og efla útgáfu íslenzkra skákbóka og timarita. Að sjálfsögðu höldum við svo áfram að taka þátt í erlend- um skákmótum eftir því sem kostur gefst og þá ekki siður að efna til alþjóðlegra skák- móta sjálfir, eins og við höf- um áður gert með mikilli prýði. Höldum við þessari stefnu trúverðuglega, þá ætt- um við ekki að þurfa að óttast um framtið skáklistarinnar á tslandi. Eg vil taka það fram, að gagnrýni á skipulag skákmála okkar er ekki persónulegs eðl- is, nema að því leyti sem hún gæti flokkazt undir sjálfsgagn- rými, þar sem ég hefi stundum sjálfur átt þess kost að hafa á- hrif á gang þessara mála, í Reykjavík 1957 Eg sagði áðan, að við hefð- . Framhald á 3. síðu. Líbanon Framhald af 1. síðu Adana í Tyrklandi, • en þangað komu þeir frá Vestur-Þýzka- landi. Flutningar þessir fara fram með risastórum flutninga- flugvélum, sem einnig flytja mikið af hefgögnum. í gær skutu leyniskýttuf upp- reisnarmanna á bandaríska flutningaflugvél, sem var að lenda í Beirut og hæfðu þeir hana tvisvar, en vélihnf tókst samt að lenda. Herskipum Bandaríkjamanna fjölgar stöðugt úti fyrir strönd- um Líbánons', "og enr þáu nú gúmsloftið, jarðveginn, mjólk-orðin 70 áð tölu. Fyrst skáldskapur er á annað borð til umræðu nú um há- bjargræðistímann í heyskap og síldveiði, þá þykir ástæða til að spyrja: hvaða gagn er. að skáldskap? Spurðu trúaðan mann hvers virði trú sé, og hann mun ekki leggja fram neina lýsingu á guði þeim er hann trúir á, heldur mun hann gera grein fyrir því hver styrkur honum sé að trúnni og hvern þátt hún eigi í þroska hans. Málsvari skáldskapar færi sennilega líkt að, og skýrði frá áhrifum skáldlistar, • en léti hitt kyrrt liggja hversu háttað væri sjálfu eðli skáldskapar. Þá er því ó- svarað hvort guð sé til eða hvort skáldskapur er í eðli sínu nytsamur, Það mætti einnig orða þetta svo að guð sé til meðan- einhver trúir á hann og skáldskapur sé til góðs meðan einhver eykur þroska sinn í honum, annaðhvort sem skapandi eða njótandi. Máttur skáldskapar er háður trú skáldsins á gildi þéss verks er það vinnur í nafni Iistar sinnar, þess vegna er sá einn skáldskapur sannur ,sem skap- ast af einurð og falsleysi. Gervilistin bregzt jafnan ef á reyriir. Það er ekki .að jafnaði hægt að sjá það fyrir hvaða skáld- skapur hefur gildi, reynslan sker úr því ,en meðan éinhver leitar sér athvarfs í skáldskap þá er hann til nokkurs í heim- inn kominn.. RitsLjóri: Sveiribjörn Beinteinsson Hér á íslandi hafa iim skeið verið uppi deilur miklar um form Ijóðlistar og ber fle'stum saman um að þetta sé heldur ómerkilegt þjark. En þótt þræt- ,ur þessar séu fánýtar, þá er ekki víst að formlistin sjálf sé ómerkileg eða gagnslaus fyrir skáldskapinn. Trúmálaþrætur og trúarbragðastyrjaldir sanna ekkert um nytsemi trúar; deil- ur um ljóðform eru ekki sönn- un þess að formið sé hégómi einn sem notaður sé til að dylja vöntun á skáldskap; formið er einn hluti skáldlist-^, ar. Höfundur Lilju kunni svo vel að meta list sína að hann veit að það er meiri vandi að vera skáld þegar yrkisefnið er stórbrotið, hann finnur mátt sinn og þekkir og segist vera skyldugri en aðrir til að yrkja um það efni sem hann þekkir háleitast. Hallgrimur Pétursson biður þess að málið hreint og fag- urt megi styðja það sem hann veit að er öllu æðra. Egill kallar skáldlist sína vanim- lausa . og bresdir eftir því. Snorri semurEddu til að bjarga þvi sém honum er dýrmætast. Einar Benediktsson . vill ekki slá af kröfum forms og máls til að þóknast skáldskapnum einum. Þannig má lengi rekja, en vjð látum þetta duga um sinn. Hins er vert að minnast að allir þessir menn unnu verk sín i óþökk þéirra manna, sem ekki skildu viðleitni þeirra eða viðurkenndu stærð þeirrar líst— ar eða trúar er þeir boðuðu.' Og pru ekki þessar ófrjóu erj- ur um form °S stefnur einmitt sprottnar af íjandskap við listina. ÖHVÆDl hvað er helvíti spurði barnið hvíldarheimili jarðarbúa svaraði guð hvernig er jörðin í laginu spurði barnið hún er sköpuð í kross maélti sonur gúðs hvað er himnaríki stórt spurði barníð 'einn faðmur sagði maðurinn Svoinbjöm Beinteinssotow

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.