Þjóðviljinn - 20.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1958, Blaðsíða 7
Hans Scherfig: Fulitrúinn sem hvarf Eiginlega var allt þetta ástand furöulega kitlandi og spennandi. Hið óvenjulega — nýjabi-umiö í velskipu- lögöu og reglubundnu úfi. Þegar maturinn var loks borinn á borð, hafði móðir- in ekki þrek til að neyða hann til að ljúka matnum. Annars kvaö alltaf við: — Þú verður aldrei stór og sterkur ef þú leifir. Seljurót og bollur eru fjarska holl- ur matur. Þú getur reitt þig á að Leifnr heppni borð- aði bollurnar sínar í seljurótarsósu! — Það var alltaf vitnað i Leif heppna — hinn nafnfræga víking og famiann — þegar hann gat ekki lokið við mrtinn sinn eða reiknað heimadæmin. Frú Amsted tók fram af borðinu án þess að taka eftir seljurótarleifunum á dbskbrún Leifs. Annars skipti venjulega mestu máli að neyða þessa síðustu köldu! munbita niður í drenginn. Einu sinni, þegar hann var yngri, hafði hann geymt mat í munninum heilt kvöld. Hann haföi ómögulega getað kingt honum. Hann geymdi hann í annarri kinninni klukkutímum saman og foreldramir skildu ekkert í hve þegjandalegur hann var Svo komst upp um hann, þegar hann ætlaði að spýta seigum klumpinum í vasaklútinn sinn. Og það varð mikið uppistand. Og þá var vitnað bæði ú Leif heppna og öll fátæku börnin sem yröu himin lifandi yfir þessum góða mat. Og hann yrði sjálfur að svelta einhvern tíma, fyrst hann fór svona að ráði sínu. Leifur hugsaði með sér að það hlyti að vera dásam- legt. Hann hafði ekki mikinn áhuga á mat. Þetta kvöld gleymdust lexíumar líka. Móðir hans var annars alltaf vön að hlýða honum yfir í sögu og landafræði. Faðir hans sá um stærðfræöina og þýzkuna. Þaö var háð þreytandi barátta á hverju kvöldi á heimilinu í Herluf Trollesgötu. En Leifur var líka með þeim efstu í sínum bekk. Þótt það kostaði tár. Faðir hans hafði líka verið með þeim efstu í sínum bekk. Og það hafði líka kostað tár. Það var í sama gamla, gráa skólanum á Frúartorgi, sem afinn hafði líka gengið í. Það vom erfðavenjur í Amstedfjölskyldunni. Frú Amsted gekk í sífellu að glugganum og horfði út á myrka og mannauða Herluf Trollesgötu. Og hún gætti þess að ganga ekki á staðinn, þar sem gólfteppið slitn- aði alltaf mest. Það var rigning. Og það var rok og það glamraði í hitamælinum fyrir utan gluggann. Það hevrðist i spor- vögnunum uppi á Kóngsins Nýjatorgi. Og í höfninni bauluðu skipin. Það var enn seljurótarlykt í íbúðinni. Og mynstr- aði línóleumgólfdúkurinn í borðstofunni hafði einnig sína sérstöku lykt. En það var svo auðvelt að þrífa línóleum, sagði frú Amsted. Stóra klukkan á borðstofuskápnum tifaði hátt og skýrt. Og þegar hún sló, hrökk fi*ú Amsted við. Níu! — Og hann er ekki kominn enn.— Hálftíu! — Tíu! — Ekki ennþá--------- III. Seinni tilkynninguna um hvarf fékk lögreglan ekki fyrr en nokknun dögnm seinna. Kona í Rósagötu — frú Möller — tilkynnti að leigj- andi hennar, Michael Mogensen, sem hafði á leigu þak- herbergið sem tilheyrði íbúð hennar, hefði ekki kom- ið heim í þrjá sólarhringa. Hún gerði því ráð fyrir að hann hefði orðið fyrir einhverju slysi. Hann skuldaði henni húsaleigu fyrir fyrra mánuð — 15 krónur — og ef hann var stunginn af, ætlaði hún að biðja lögregluna um aö fimia hann eða leyfa henni að bæta sér tjónið með hugsanlegri sölu á eftir- skildum eigum hans. 15 krónur voru reyndar allsæmileg leiga fyrir þak- herbergið sem hún hafði leigt Michael Mogensen. Á því voru ekki raunverulegar dyr, aðeins rimladyr, svo að hægt var að sjá inn til hans af háaloftsgangmum. Og herbergið var án húsgagna. Mogensen svaf á gólfinu á gömlum dagblöðum og hafði gamla, svarta tösku undir höfðinu í einu horni var stór bókahlaði, í öðru horni hlaði af dagblöðum. f þriðja hominu var „eldhús“, með öðrum orðum lífshættulegur prímus, steikarpanna, skaftpottur, spritt og steinolía. Mogensen var servitringur sem állir í nágrerminu þekktu, einkum bömin. Hann var með sítt óklippt Suruiudagur 20. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN —■ (7 Þingmannaförin til Sovétríkjanna Framhald af 5. síðu. fání blakti við hún. Allt sem hugsazt gat- var gert til að gera okkur heimsóknina sem ánægjulegasta og lærdómsrík- asta. Óskir uppíylltar Urðuð þið í öllu að fylgja fyrir fram gerðri áætlun um heimsóknir og skoðanir? — Á hverjum stað var að sjálfsögðu undirbúin áætlun um hvað skoða skyldi en okk- ur þó jafnan gefinn kostur á að láta í ljós sérstakar óskir okkar og notfærði ég mér það t.d. á þann veg að ég heim- sótti almennt sjúkrahús í Minsk og geðveikrasjúkrahús í Moskvu eins og fyrr segir. Þetta sjúkrahús á Minsk rúm- aði 150 sjúklinga. Var því tvi- skipt, þannig að annars vegar er starfræksla almenns sjúkra- húss og hins vegar er svo tekið á móti fóllci úr borg- inni til rannsóknar og með- ferðar án þess það leggist inn á sjúkrahúsið. Á geð- veikrasjúkrahúsinu í Moskvu ræddi ég um stund við einn af læknunum um ýmislegt er sér- greinina varðar, einkum lækn- ismeðferð, en hafðj því mið- ur mjög nauman tíma til að skoða stofnunina. Ég kynntist betur hressing- arheimilunum við Svartahaf og Rigaflóa og leizt mjög vel á allan útbúnað þeirra, bæði að því er varðar rannsóknar- tækni og læknismeðferð. Er hér áreiðanlega um hina merkilegustu starfsemi að ræða. Heildarmyndin að ferðalokum Hvað vilt þú svo segja að lókum um heildarmynd ferða- lagsing og af. viðkynningunni við fólkið í Sovétríkjunum? — Mér er tvennt efst í huga að ferðalokum. I fyi-sta lagi sú óvenjulega vinsemd og gestrisni sem okkur mætti hvarvetna í Sovétríkjunum, ekki aðeins af hálfu opinberra aðila sem tóku okkur með mikilli alúð og rausnarskap, heldur einnig almennings sem við höfðum kynni af, t.d. bændafólki og sjómönnum. Við komum á heimili bæði bændafólks í Hvíta-Rússlandi og fiskimanna í Riga. Heitar óskir um vináttu og friðsam- leg samskipti þjóða í milli setja mjög svip sinn á alla framkomu og viðmót fólksins, enda hafa þjóðir Sovétríkj- anna sára reynslu og þung- bæra af viðurstyggð og eyði- leggingu styrjalda. I öðru lagi dáist ég mest að fólkinu, kjarki þess og dugnaði og framkvæmdaþreki. Fólkið í Sovétríkjunum lítur vel út, er hraustlegt og ó- þvingað í framgöngu og á þetta ekki sízt við um hörn- in, sem eru óvenjulega frjáls- mannleg og glaðleg í viðmóti. Auðvitað leynir sér ekki að eldri kynslóðin hefur reynt sitt af hverju í erfiðleikum og hörmungum tveggja innrásar- styrjalda, og virtist mér það sérstaklega hafa sett mark sitt á margar rosknar konur. Þær hafa áreiðanlega þurft að leggja hart að sér þegar verst horfði og mest kreppti að. En kjarkurinn og dugnaðurinn sem fólkið í Sovétríkjunum hefur sýnt við að byggja upp land sitt eftir eyðileggingu og rústir innrásarinnar er aðdá- unai'verður og hefur skilað glæsilegum árangri. í þeim efnum hafa verið unnin ótrú- leg afrek og Grettistökum lyft sem ekki eru á færi nema samstilltrar og dugmikSlar þjóðar. G. V. 1 eumar er Æ.F.R.-saluriim opinn á þriðjudögum, föstu- dögum og sunnudögum frá klukkan 20.30 til 23.30. TIL liggnr leiðin Þegar hjólreiðar voru enn í tízku kröfðust þær að sjálfsögðu meira erfiðis og leikni vegna hins óþægilega þrönga klæðnaðar þeirra tíma, sem hindraði allar eðlilegar hreyfingar. Nú á dögum kýs hver hygginn maður þægilegan klæðnað, svo vel skyrtu sem annan fatnað. Það er þess vegna að svo margir klæðast TÉKKNESKUM POPLIN SKYRTUM með vörumerkinu ERCO. Þær eru framleiddar í fjölbreytilegum gerðuni ei'tir nýjustu tízku, sem hæfir við ölL tækifæri. Einnig þú ættir að biðja um þær! Útflytjendur: CENTROTEX - PRAGUE - CZECHOSLOVAKIA Umboð: O. H. Albertsson Laugavegi 27 A - Reykjavík Simi 11802

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.