Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 22, júlí 1958 ÞlÓÐVILllNN Útgefandi: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. ^•ðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur) — Áskrlftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík ög nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðai. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsiniðja Þjóðviljans. Mikilvæg umskipti Qíðan Lúðvílc Jósepsson tók við forustu sjávarútvegs- málanna . úr höndum Ölafs Thors hafa framleiðslukraftar þessa undurstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar verið nýttir betur en nokkru sinni áður. Hin ár- lega stöðvun bátaflotans sem fylgdi stjórn Ólafs Thors eins og skugginn er með öllu úr sögunni og tilheyrir liðinni tíð. Þess hefur verið rækilega gætt að samið væri í tíma við sjómenn, útvegsmenn og frystihúsaeigendur til þess að tryggja hindrunarlausan rekstur framieiðslunnar. Með þessum breyttu vimiubrögðum hefur miklum verðmætum ver- ið bjargað fyrir þjóðarbúið sem áður fóru forgörðum fyr- ir handvömm skammsýnna stjórnarvalda, Jketta breytta viðhorf til * framleiðslunnar hefur einnig komið fram í því að kjör hennar, og þá ekki sizt sjómannanna sem að henni vinna, hafa verið bætt svo með margvíslegum hætti, að nú er unnt að manna allan fiskiskipaflotann Islendingum og halda honum úti þótt sá fjölmenni hópur Færeyinga sé horfinn úr landi sem var helzta bjargráðið meðan sjáv- arútvegurinn var vanræktur og íslenzku vinnuafli beint í sívaxandi mæli til hernaðar- framkvæmda á vegum Banda- ríkjamanna. Þessi umskipti eru mikilsverð fyrir þjóðina. Sú þjóð sem vanrækir atvinnuvegi sína og beinir vinnuafli sínu í óarð- bærar og hættulegar hernað- arframkvæmdir á vegum framandi aðila heldur ekki til lengdar sjálfstæði sínu. Hún er að grafa því gröf. Þessi var líka meining hemámsflokk- anna og þá ekki sízt Sjálf- stæðisflokksins. Atvinnuvegir Islendinga skyldu vanræ'ktir svo að þjóðin ætti engan ann- an kost en þakka fyrir her- námsvinnu og hernámsfram- kvæmdir. Með því átti að gera þjóðina efnahagslega háða hernáminu og Bandarikja- mönnum. Við áttum að kom- ast í þá nýlenduaðstöðu sem flestar þjóðir eru nú að hrinda af sér. Þessi áætlun fór út um þúfur með myndun nú- verandi rikisstjórnar sem gerði uppbyggingu og eflingu íslenzks atvinnulífs að einu höfuðstefnumáli sínu fyrir at- beina Alþýðubandalagsins. Ber að viðurkenna þessa stað- reynd og meta að verðleikum þótt því iskuli ekki gleymt að enn hefur Framsókn og Al- þýðuflokknum tekizt að koma í veg fyrir að staðið yrði við það fyrirheit stjómarsáttmál- ans að losa ísland að fullu við hersetuna og þær margvíslegu hættur sem hún hefur í för með sér. íj’inn þáttur þeirra miklu um- ■*-J skipta sem orðið hafa í sjávarútvegsmálunum undir forastu Lúðvíks Jósepssonar, er efling skipastólsins. Hefur að vísu enn ekki fengizt upp- fyllt það fyrirheit ríkisstjórn- arinnar að stækka togaraflot- ann um 15 skip. Stendur þar enn á skammsýni og skiln- ingsleysi samstarfsflokkanna eða einstakra forustumanna þeirra, sem ekki hafa nógu glögga þekkingu á lögmálum efnahagslifsins. Þessir menn virðast halda að auknir tollar og verðhækkanir séu leiðin til bjargar þegar hverju bami á að vera ljóst að aukning framleiðslunnar er það eina sem dugar. Getur þessi af- staða orðið þjóðinni dýr, tak- izt afturhaldinu í samstarfs- flokkum Alþýðubandalagsins að hindra togarakaupin til langframa. l>etur hefur tekizt til um ** aukningu bátaflotans, eins og rakið var hér í blaðinu s.l. laugardag þegar skýrt var frá þeirri ákvörðun rikisstjómar- innar að heimila nú kaup á 18 nýjum fiskiskipum, sem samtals verða 1809 smálestir að stærð. Eru þessi skip frá 70—250 tonn hvert og keypt á Norðurlöndum og í Austur- Þýzkalandi. Er þessi nýja aukning bátaflotans í beinu samræmi við þá staðreynd að áætlað er að árlega þurfi að bæta 1300 lestum við þami hluta flotans sem er undir 100 smálestum, til þess að mæta fyrningum. Bæði í fyrra og í ár verður aukning bátaflot- ans langt fyrir ofan þetta mark og munar þar ekki minnst um kaup þeirra 22 fiskibáta sem smíðaðir eru í Austur-Þýzkalandi fyrir til- stilli núverandi stjórnar og samtals eru 3725 smálestir. Eru 5 þessara skipa þegar komin, 12 koma á þessu ári og 5 á næsta ári. jjPins og sýnt var fram á hér.í í blaðinu á laugardaginn skilar 100 tonna fiskibátur kaupverð; sínu á einu ári. Er þetta byggt á áætlun Fiskifé- lagsins um útflutningsverð- mæti sjávaraflans 1958 sem þó mun reynast of lág. Sýnir þetta hve hagkvæmt er að auka fiskiskipastólinn og að vaxandi framleiðsla er eina raunhæfa efnahagsráðstöfun- in þar sem hún brúar bilið milli útflutnings og neyzlu, Þetta sýnir einnig hvílík skammsýni ríkti í þesSum efn- um undir forastu Ölafs Thors þegar skipastóllinn var lát- inn rýma jafnt og þétt. Á öllu tímabilinu 1951—1955 Fréttabréf frá íslenzku skákmönnunum í Varna Eítir miklar skriííiiinskutaíir var komið á unaðslegam stað við Svartahaíið Varaa, 7. júlí 1958. kvöld, vora þá liðnar 60 Ferðin til Kaupmannahafn- ar gekk í alla staði ákjósan- lega. Komum við þangað að- eins tveim stundum eftir á- ætlun Flugfélagsins. Þá um kvöldið héldum við áleiðis til Austur-Þýzkalands og kom- um til Varnemúnde laúst fyrir miðnætti. Frá Vame- múnde til Austur-Berlínar komumst við nokkurn veginn klakklaust árla næsta morg- uns. Hófst nú þriggja daga eltingaleikur við skriffinna liinna ýmsu sendiráða, en fyr- ir ferðina hafði okkur verið lofað, að allar vegabréfsárit- anir yrðu til taks, þegar við kæmum til Berlínar. Órakaðir og vansvefta vorum við leidd- ir til myndatöku og linnti henni ekki fyrr en teknar höfðu verið 10 myndir af hverjum okkar. Á fjórða degi hnfðu skriffinnarnir loksins fengið nægju sína. Myndirnar höfðu þeir límt í þar til gerð albúm og héldum við af stað með búnkann í býtið næsta morgun. Eftir mikið þras hafði okkur tekizt að herja út svefnvagnsmiða frá Ber- lín til Sofía höfuðborgar Búlgaríu. Hugðumst við nú gott til svefns og matar, enda dasaðir eftir Berlínarvistina. Eftir allnána athugun kom í Ijós, að matur var eklci í lest-V inni. í Búdapest tjáði vagn- stjórninn okkur að lestin stæði við í 40 mínútur og brugðum við okkur þá út til að seðja hungrið. Eftir hálf- tí.ma sáu tveir okkar hvar lestinn rann afstað, Fóru þeir þá hvor í sína áttina að leita hinna. Fundust þeir bráð- lega á öðram brautarpalli, og vann Ámi G. Finnsson þá einstætt björgunarafrek, er honum hugkvæmdist að bjarga hinum villuráfandi sauðum í gegnum lest, sem stóð á milli umræddra braut- arpalla. Munaði þar mjóu, að Friðrik Ólafsson yrði skák- meistari Búdapestar. Auðvit- að hefði hann beðizt griða sem pólitískur flóttamaður. Á landamærum Ungverja- lands og Júgóslavíu vorum við reknir úr svefnvagninum og hann kyrrsettur, eða send- ur til baka. Varð nú skiljan- lega lítið sofið það sem eftir var ferðarinnar. Til Varna komum við á laugardags- þegar íhaldið fór með sjávar- útvegsmálin, vantaði árlega mikið á að aukning bátafiot- ans næði hinu áætlaða lág- marki fyrir fyrningum og sum árin var aukningin svo a.ð segja engin. Árið sem Óláfur Thórs varð að skila af sér sjávarútvegsmálunum varð aukningin rétt ofan við lág- markið en síðan hefur gjör- samlega skipt um. Síðan Al- þýðubandalagið tók við sjáv- arútvegsmálunum hafa því einnig á þessu sviði orðið hin athyglisverðustu umskípti og mikilvægustu fyrir framtíð sjávarútvegsins og alla af- komu landsmanna. stundir frá því að við fór- um frá Berlín. Munum við lengi minnast Búlgaranna með þakklæti fyrir þá hugul- semi að hafa ekki látið taka af okkur mj-ndir við komuna. Samdægurs hafði Frey- steinn Þorbergsson einnig komið frá Moskva. Hafði liann einnig orðið fyrir töf- um á leiðinni. Skákmótið fer fram á Gull- ströndinni, frægum baðstað skammt frá borginni Varna. Hér við Svartahafið myndum við nicta ákiósanlegrar hvíld- ar, eftir erfiða ferð, ef skák- mótið væri ekki þegar hafið. Unaðslegri stað er varla hægt að hugsa sér. Allur aðbúnað- ur er með mestu ágætum og viðurværi gott. Sextán þjóðir taka að þessu sinni þátt í mótinu. Teflt er í 4 manna sveitum og var þeim í byrjun mótsins skipt í 4 riðla. Tvær efstu sveitir í hverjum riðli keppa síðan til úrslita en hinar eig- ast við sín á milli. í fýnstu umferð fóru leikar þannig: A-riðiIl: Sovétríkin — Aust- ur-Þýzkal. 2V-> — l1/2, Rúm- enía 4 — írland 0, B-riðill: Búlgaría 314 — ísland y2< Bandaríkin 3% — Albaní.a %, C-riðill Tékkóslóvakia 3 — Mongólía 1, Ungverjaland 3i/2 — Hollendingar D- riðill: Júgóslavía 3 — Svíþjóð 1„ Argentína 3/2 — Pólland %. Friðrik tapaði fyrir Bob- otsoff. Ingvar fyrir Koloroff, Freysteinn jafntefli við Pad- ewsky og Stefán tapaði fyrir Tringoff. Friðrik hafði svart og lék kóngsindverska vörn. Átti hann rýmri stöðu, er Bobot- soff bauð jafntefli. Því hafn- aði Friðrik, en í næsta leik varð honum á skyssa, sem kostaði hann skákina. Ingvat" hafði hvítt gegn Koloroff, Tefldi sá síðarnefndi Nimz- indverksa vörn, gegn drottn- ingarpeðsbyrjun. Ingvar fónt- aði snemma manna fyrir þrji peð og fékk nokkra sókit. Eyddi hann mj'g miklunu tíma og lék ónákvæmt í tíma- hraki og Koloroff vann t rúmum 50 leikjum. Freysteinn tefldi drottningar-indverska vörn. Fékk Padewsky rýmii stöðu en Freysteini tókst að jafna taflið, og bauð Padew- sky jafntefli eftir 30 leikí. Tringoff tefldi Sikileyjarvörn gegn kóngspeðsbyrjun Stefáns Briem. Fórnaði Stefán snemma peði. Tringoff gagnfórnaði síðar skiptamun og vann mann við það og náði nokkru síðar tveimur léttum mönnum fyrir hrók af Stefáni og vann síðan skákina í um það bil 40 leikjum. í dag höfum við orðið þess átakanlega varir, að íslenzkur magi á ekki he’ma í Búlgar- íu, og era það Bandaríkja- menn, sem njóta góðs af því. „Lögleg landganga” Bjami Benediktsson hefur langan kafla um hernám Bandaríkjamanna og Breta í Líbanon og Jórdan í Reykja- víkurbréfi sínu í fyrradag, 0g aldrei þessu vant slær þessi galvaski stríðsmaður úr og í, tekur eina staðhæfinguna aft- ur í næstu setningu af engu minni fimi en Vilhjálmur Þ. Gíslason, þegar hann er upp á sitt bezta. Eitt er það þó sem Bjami Benediktsson er alveg viss um, og birtist það í kaflanum „Lögleg land- ganga“. Þar segir svo: — „Koininúnistar fordæma land- göngu Bandaríkjamanna í Lí- banon og Breta í Jórdaníu, sein árás á þau lönd. Að þeirri fjarstæðu þarf í raun og veru ekki að eyða orðum. Löglegar stjórnir landanna liafa óskað eftir aðstoð Bandaríkjanna og Bi,etlands“. Nú er það svo að t.d. innrás- in í Líbanon var ótvírætt stjórnlagabrot, þar sem elck- ert samband var haft við þíngið, en að öðra leyti getur Bjarni fengr.ð hin, hvassyrtustu og margvíslegustu svj’r við röksemdum sínum með því að lesa allt það sem hann skrif- aði 1956 um beiðni núverandi og fyrrverandi stjórna í IJngverjalandi um aðstoð Rauða hersins í átökunum þar. En fonnsatriði era að sjálf- sögðu alger aukaatriði í þessu sambandi. Meginatriðín eru allt önnur: þjóðernisbarátta arabaríkjanna og heimsfriður- inn. Ef til vill skýrist hættaí eú sem heimsfriðnum er bú- in af innrásinni bezt meS því að búa til mynd af hlið- stæðu. Fyrir nokkrum áruni gerðust þau atvik í Miðamer- íku að löglega kosinni stjórn Guatemala var steypt af stóli. Ástæðan var ekki einu einni innanlandsátök heldur vopnuð innrás frá grannríkjunum. Guatemala er ámóta langt frá Sovétríkjunum og nálægfc Bandaríkjunum og Líbanon er langt frá Bandaríkjunum og nálægt Sovtérikjunum. Hvað hefði Bjarni Benediktsson 'sagt ef hin löglega stjórn Guatemala hefði beðið Sovét- ríkin um hernaðarlega aðstoð ? Hvað liefði Bjarni Benedikts- son sagt ef Sovétrí.kin hefðu orðið við þeirri beiðni og sent her manns til Miðameríku til „löglegrar landgöngu“ eins og það er orðað í Reykjavík- urbréfinu í fyrradag? Hvernig heldur Bjarni Benediktsson að bandarísk stjórnarvöld hefðu tekið slíkri aðgerð, rétt við landamæri sín? Heldur Bjarni Benediktsson að friður hefði haldizt í heiminum eftir ir slíkar aðgerðir, og hvem hefði hann gert ábyrgan ef '.til ófriðar hefði komið? Aðalritstjóri Morgimblaðe- ins er beðinn að svara þessum spurningum skýrt og skii- merkilega, áður en hann skrifar frekari greinargerðir um stjórnlagalega hlið inn- rásarinnar í arabaiöndin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.