Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Heildverzlun Gala vörur eru seldar í öllum helztu snyrtivöruverzlur.um og apóte'kum um land allt. Einkaumboð: PÉTURS PÉTURSSONAR, Hafnarstræti 4 — Sími 1 12 19. 22. júlí um og kirkjum, af mikilli rækt- arsemi. Einnig hafa verið end- urreistar borgir eins og Wro- claw, Szeczin, Gdansk, og risið hafa nýjar borgir eins og Nowa Huta og Nowe Tychy. þjóðhátíðardagur Pólverja í júlimánuði 1944 höfðu sovézkar og pólskar hersveitir frelsað austurhluta Póllands. Þá var sett á laggirnar í Lublin fyrsta framkvæmdastofnun nýs pólsks ríkis og nefndist ,,Pólska þjóðfrelsisnefndin“. Fyrst.a verk hennar var að birta pólsku þjóðinni ávarp 22. júlí 1944. Það gengur síðan undir nafninu „Júlí-ávarpið“, og þar voru birtar grundvallar- reglur hins nýja lýðveldis. Það tryggði pólsku þjóðinni full- veldi, jafnt þjóðréttarlegt sem félagslegt frelsi, færði bænd- Um jarðnæði það sem gósseig- endur höfðu áður drottnað yfir, þjóðnýtti helztu þætti iðnaðar og verzlunar og aðra megin- þætti efnahagskerfisins og færði alþýðunni völd í landi sínu. Síðan er 22. júlí þjóð- hátíðardagur hins nýja Pól- lands. í styrjaldarlok mátti Pólland heita samfelldar rústir. Höfuð- borgin, Varsjá, og tugir ann- arra stórborga, höfðu verið jafnaðar við jörðu. Þar sem áður voru verksmiðjur og vinnustöðvar, brýr, járnbrautir og vegir blasti við viðurstyggð eyðileggingarinnar. Hvergi voru sjúkrahús, skólar, leikhús, kirkjur. Svo mátti virðast sem allir menningarfjársjóðir þjóð- arinnar, arfleifð margra alda, hefði tortímzt. En þjóðarmetn- aður og ættjarðarást Pólverja höfðu eflzt við hverja raun. harðnað í afli erlendrar kúgun- ar, og Pólverjar voru staðráðn- ir í því að skapa sín eigin örlög og létu ekki bugast af þeim ógnarlegu áföllum sem styrj- öldin bjó þeim. Segja má að 14 ár séu mjög skammur tími í lífi þjóðar. En fjórtán ára barátta, sigrar og áföll, fjórtán ára strit, valda því að Pólverjum finnst árið 1944 vera fjarlæg fortíð Það stafar af breytingum þeirn sem • orðið hafa á aðstöðu þjóðarinn- ar og hugsunarhætti á þessu tímabili. Fyrir styrjöldina var Pólland vanþróað land, þar sem enga stóriðju var að finna og þar sem einkaauðmagnið var lítils megnugt, en á fjórtán árum hefur landið breytzt í iðhaðar- og landbúnaðarveldi með stórauknum afköstum. Eftir styrjöldina hefur verið komið upp í Póllandi iðngrein- um sem ekki fyrirfundust þar áður. Þar má nefna bílaiðnað, vélaiðnað, nákvæmistæki, sjón- færaiðju o. s. frv. o. s. frv. Sé framleiðslan í megingreinum iðnaðarins borin saman við á- standið fyrir stríð hefur raf- magnsframleiðslan nú sjöfald- azt, kolaframleiðslan er nú 3,5 sinnum meiri, stál 4,5 sinnum meiri, efnavörur 3,5 sinnum meiri, sement 4 sinnum meira, vefnaðarvörur 2,5 sinnum meiri, framleiðsla á sjálfvirkum vél- um hefur sjöfaldazt. Allar eru þessar tölur miðaðar við aukn- ingu á mann. Neyzlan á mann hefur einnig aukizt verulega, sykur þrefaldazt, kjöt og feit- meti meira en tvöfaldazt, vefn- aðarvörukaup um það bil þre- faldazt o. s. frv. Sjúkrarúm eru nú tvöfalt fleiri en fyrir stríð, og háskólar og aðrir æðri skólar hafa meira en þre- faldazt. Búið er að endurreisa borgir og þorp, vegi og brýr. Úr höfuðborginni, Varsjá, hafði hver íbúi verið hrakinn burt eftir uppreisnina 1944 og 85% borgaiinnar voru auðn; nú búa þar 1.100.000 manns, og búið er að endurskapa stóra hluta af gömlu borginni, fomum höll- Öll þessi afrek sín tengir pólska þjóðin deginum 22. júlí 1944. Júlí-ávarpið lagði grunn- inn að hinu nýia lífi í Póllandi. Það gerði kleift að einbeita .allri orku pólsku þjóðarinnar og virkja athafnaþrá hennar til jákvæðra framkvæmda. En hinu unga lýðveldi tókst auð- vitað ekki að komast hjá mis- tökum. Sumar aðgerðir voru réttar og nauðsynlegar í upp- hafi, en þær urðu úreltar síð- ar, þar sem ástandið í efna- hagsmálum og félagsmálum breyttust stöðugt. Atburðirnir í október 1956 mörkuðu tíma- mót á sumum sviðum þjóð- lífsins, Þá voru Eerðar óhjá- kvæmilegar breytingar í efna- hagsmálum, þannig var hið of- vaxna stjórnarkerfi takmarkað til muna, svo að einstök fyrir- tæki fengu \meira .svigrúm; einkabændur hlutu aukinn stuðning, og lögð var vaxandi áherzlu á þróun vísinda, lista og félagsmála. Til eru þeir sem reyna að‘ halda því fram að breyting- amar í Póllandi séu fráhvarf frá gósialistiskri stefnu og að þær gefi jafnvel til kynna ósk um að segja skþið við samtök sósíalistísku rikjanna. Þessir menn hafa ekki rétt fyrir sér og þeir munu verða fyrir von- brigðum. Þeir sem veita pólsk- um vandamálum einhverja .at- hygii ættu að gefa þvi gaum að gagnrýnin og jafnvel hin háværustu mótmæli beinast aldrei gegn sósíalistísku stjóm- arfari, heldur gegn þeim mönn- iim sem hafa rangar bugmyndir um sósíalisma. Pólverjum kem- ur ekki til hugar að hverfa aftur til fortíðarinnar. Því verður ekki gleymt að aðals- stétt Póllands, borgarastétt og gósseigendur leiddu tvívegis hina sárustu neyð og hnignun yfir þjóð sína og sviptu hana sjálfstæði. Þótt Pólverjar eigi enn við margháttaða efnahags- erfiðleika að glíma og lífsbar- áttan sé einatt hörð verður NAGLALAKK VAKALITIR HREINSUNARCREAM POUNDATION-CREAM NÆTURCREAM VARALAKK CREAMPUFF HANDÁBURÐUE Frá stálverinu niikla í Nowa Huta. Umhverfis það hefur risið 100.000 manna horg, en þar var engin byggð fyrir stjrrjöldina. GALA samanburður við fortíðina að- eins á eina lund. Þess vegna binda Pólverjar vonir sínar og athafnir við hugsjónlr sósíal- ismans og styðja af alefli stefnu pólska Verkamanna- flokksins. Þeir líta á 22. júlí sem ímynd nýrra tima. Frá borginni Wroclaw í vesturhluta Póllands. Þar báa nú yfir 400.000 manns, en í str.iðslok var borgin sam- felld rúst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.