Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 22. júlí 1958 Hvernig á að beygja rétt? Umferðarlögin gefa bendingu um það. Þau bjóða ökumönnum að aka hægt og sýna ýtrustu varkámi í beygjum, þau segja að vísu ekki, hve hægt skal aka, enda ókleyft að gefa al- menna reglu um það. En auð- vitað skal aka svo hægt sem beygjan og umferðin gefa til- efni til, og að annað er að beygja á gatnamótum en fylgja ■beygju á vegi. ast meiri varkárni í beygjum, ýtrustu vai'kárni. í beygjum ber ökumanni sérstaklega að gæta þess, að aka eftir vinstri vegarhelmingi, einkum þar, sem útsýn er lítil og erfitt að sjá umferð á móti. Nú voru sett í lög sérstök ákvæði um umferð, þegar beygt er á vega- eða gatnamótum. Þau hafa ekki verið í lögum en þóttu nauðsynleg, áður, RETT: Sá, sem ætlar að beygja, ekur að miðlínu akbrautar og bíður þar, þangað til bifreiðar úr gagnstæðri átt eru komn- ar fram hjá. Bifreiðar úr sömu átt komast óhindrað fram hjá vinstra megin. | wÉ * i \ en beygt er. Regla þessi gildir á Norðurlöndum og víða ann- arsstaðar. Hér á landi hafa ökumenn fylgt henni í æ ríkara mæli, án þess að hún hafi verið leyfð í lögum. Kostir þessarar reglu eru þeir, að hún dregur úr töfum fyrir þá, sem ætla að halda beint áfram eða til vinstri, því að þeim er heim- ilað, ef aðstæður leyfa, að fara vinstra megin fram úr ökutæki, sem ætlar til hægri. Ekki má taka beygju til hægri, fyrr en hálæg ökutæki, sem á móti koma, hafa farið fram hjá, og ekki beygja fyrr en svo, að ökutækið lendi á vinstra helmingi þess vegar, sem beygt er inn á. Þegar beygja á til vinstri, skal í hæfilegri fjarlægð frá gatnamótum ekið að vinstri brún akbrautar. Taka skal þrönga og krappa beygju á vinstri vegarhelmingi, en forð- ast að sveigja yfir á hægri helming áður en beygt er, eins og sumra er siður. 1 sambandi við beygjur er rétt .að minn.a á það, að nú er skylt að hafa tæki til að gefa með stefnumerki á hverri bif- reið. Ökumönnum er og skylt að gefa merki um breytta akst- ursstefnu, þegar þörf er á. Tví- mælalaust ber ökumönnum að nota stefnuljós, er þeir hyggj- ast beygja á gatnamótum. Er óþarft að benda á öryggi það, sem fylgir notkun stefnu- merkja. 6 -J* 1’ y • ________< -> \ ' ^ RANGT: Sá, sem ætlar að beygja, stanzar þannig, að öll umferð að baki honum verður einnig að stanza, og veldur þannig óþarfa töf í umferðinni. Ökumenn skulu sína ýtrustu varkárni í beygjum. En er ýtr- asta varkárni alltaf hjn sama? A að stöðva ökutæki áður en ekið er fyrir horn og láta mann hlaupa og gefa merki, þegar óhætt er að aka áfram? Eða á að aka með fullri gát, svo að stöðva megi ökutækið þegar í stað, ef ástæða er til? — Um- ferðalögin segja um ökuhraða, að ,aldrei megi aka hraðar en svo, að stöðva megi ökutækið á þrjðjungi þeirrar vegalengd- ar, sem auð er og hindrunar- iaus framundan og ökumaður hefur útsýn yfir. En þau krefj- enda árekstrar á gatnamótum mjög algengir. Fyrst og fremst er lögð rík aðgæzluskylda á þann öku- * mann, sem ætlar að beygja, gagnvart þeim, sem á eftir honum aka, að beygja þannig, ,að ekki valdi hættu. Þá eru ýtarleg ákvæði um það, hvernig akstri skuli hag- að, áður en beygt er. Merkasta nýmælið er það, að ekið skuli, ef aðstæður leyfa, að miðlínu vegar, þegar ætlunin er að beygja til hægri, eða, ef um einstefnuakstur er að ræða, yfir á hægri vegarbrún, áður Raab kanslari Framhald af 1. síðu. og í öðru lagi að skilað verði aftur austurrískum stríðs.föng- um, sem enn eru í haldi í Sovét- ríkjunum. Moskvu-útvarpið skýrir frá því að Sovétstjórnin hafi borið fram mótmæli við Bandaríkja- stjórn vegna þess að Banda- ríkjamenn hafa skert hlutleysi Austurríkis með því að láta herflutningaflugvélar sínar, á leið frá Vestur-Þýzkalandi til Líbanon, fljúga yfir austur- rískt landssvæði. Sovétstjórnin segir að þessi skerðing Bandaríkjamanna á lofthelgi Austurríkis sé líka algjört brot. á samkomulagi fjórveldanna þar sem þau við- urkenna sjálfstæði og hlutleysi Austurríkis. OthreiBiS Þ/ó3v/i/ann Aðalritari pólska verkamannaflokksins, Gomulka, nýtur nijög alinennra vinsælda og trausts lijá löndum síniun. Hér dansar hann á uppskeruhátið við pólska sveitakonu, klædda þjóðbúningi. Birtir Iraksstjórn leyndarskjöl Bagdadbandalagsins? Ný olíuleiðsla írá írak yíir Sýrland Útvarpið í Bagdad höfuöborg íraks endurtók í gær yfirlýsingar lýöveldisstjórnarinnar í írak um aö staðiö veröi viö samninga við olíufélögin um olíuvinnsluna í landinu. Jafnframt var skýrt frá því að rætt hafi verið við Nasser forseta Sameinaða Arabalýð- veldisins um möguleika á að leo&ja nýja olíuleiðslu um Sýr- land. Hinn nýi sendiherra Iraks í London hefur lýst yfir því að ríkisstjórn íraks viljj hafa sem vinsamlegasta sambúð við vesturveldin. IBlaðið A1 Akhbar í Kairo skýrir frá því í .fyrradag að stjórnin i Irak myndi innan skamms skýra frá merkilegum Grgótkosf cg tjöruklessur Hundruð Argentínumanna réðust fyrir helgina á sendi- ráðsbyggingu Bandaríkjanna í Buenos Aires og kröfðust þess að bandaríski herinn liypjaði sig á brott úr Libanon. Hver rúða í húsinu var brotin með grjótkasti, liúsveggirnir tjarg- aðir og æp't að sendiráðsstarfs- mönnum; leyndannálum, sem hún hafi 'komizt yfir eftir byltinguna, Leyniskjöl þessi sanna. samsæri þeirra ríkja, sem aðild eiga að Bagdad-bandalaginu gegn ar- abisku þjóðunum, segir blaðið. Þá segir blaðið A1 Ahrain í Kairo nýlega að innan tíu daga, muni Iraksstjórn tilkynna mjög þýðingarmikla ákvöroun, sem sé engu þýðingarminni en af- nám konungsveldisins. „Eg er hræddur um að flóðaldan hafi rekið okkur yfir flakið og að ankerið sé fast í því“, sagði Þórður áhyggjufullur á svip. „Eg fer niður og athuga mál- ið“, svaraði Brighton og spennti á sig kafaraútbúnað- inn. Þórður hafði á réttu að standa — skipið var fast við reiðann á flakinu og þeir yrðu að bíða eftir háflóði áður en von væri að hugsa sér til hreyfings. Á samri stundu höfðu tveir menn á eyjunni fylgzt með öllu, sem var að ske um borð í Láru og vissu fyrir víst að Kiwi var kominn um borð. „Ivomdu , sagði Field, „ég held að það væri ráð að líta á skipið“.' Togaraejgendur Framhald af 3. síðu ingum, Virðast þær einkum hafa snúizt um þær fyrirætlanir ís- lendingasað láta smíða fyrir sig 15 nýja togara í Vesturevrópu. Segir Fishing News að vestur- þýzkir útgerðarmenn „hafi látið í ijós mikið uppnám út af á- standinu og hafi haft sérstakar áhyggjur út af aðstöðu Vestur- þýzkalan.ds, har sem það hafi engin lierskip til að vernda fiskiflota sinn“- Einn af for- sprökkum brezkra útgerðar- manna, Mark Hellyer, sem veit- ir forstöðu útgerðarfélagi sem einu sinni var alkunnugt ag al- ræmt hér á landi, komst svo að orði eftir ráðstefnuna: „Látin var í Ijós alnienn and- úð þesar frá því var skýrt að íslendingar gerðn sér vonir um að láta smíða 15 nýja togara, væntanlega í því skynj að þeir yrðn nofaðir til að veiða á þeim miðurn sem ætlunin ei* * að loka fyi'ir öllum öðrnin þjóðum. FuHt/rúarnir létu allir í Ijós venir um að engin rilrisstjórn sviki sinn eigin fiskiðnað me® því að veita íslendingum efna- hagsaðstoð eða Ián, til þess að gera íslendingum kk'ft að láta smíða þessj skip á þvílíkri úr- slitastund“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.