Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.07.1958, Blaðsíða 12
Heildaraflinn á landinu síðastliðinn laugardag: ^sreSlliiE Ii8,8 þús. ntálnna og fiitnum miniti nú en i fyrra SalfsHdin rúmlega þrísvar sirmum meiri nú en brœSsÍusíldin ekki 1h aflans i fyrra Á miðnætti s. 1. laugardag var síldaraflinn orðinn semTBaidvin Þorvaidsson ea hér segir: (tðlurnar í svigum eru aflinn á sama tíma í íyrra): í salt 181 232 upppsalt. tunnur ( 57 099) í bræðslu 93 161 mál (325 336) í frystingu 5 534 uppmældar tunnur ( 6 341) Samtals mál og tunnur 279 927 (388 776) Vitað var um 237 skip sem fengið höfðu einhvern afla (231), en 190 skip voru meö 500 mál og tunnur eða meira (212). Víoir II. G. K. er hæstur meö 4 487 mál og tunnur, Grundfirðingur II. næstur með' 4134 og Haförn, Hafnar- firði þriðji með 3 912. Hér fer á eftir skýrsla Fiskifélagsins: Ásgeir Auður Fyrri hluta s.l. viku var lítil veiði og þá eingöngu sunnan Langaness; bræla var á miðun- um austanlands. Nær engrar fiíldar varð vart nórðanlands, þrátt fyrir góð skilyrði. Á þriðjudag kom allmikil síld upp fit af Austurlandi allt suður að Skrúð og var þar góð og óft ágæt veiði alla vikuna, þrátt fyrir fremur slæm skilyrði, vegna mikilla strauma og þoku. Aðfaranótt og morgun laug- ardagsins 19. fannst allmikil síld á Skagagrunni og var all- góð veiði þar þann dag allan. Eftir undanfarin 13 aflaleys- Isár vex okkur mjög í augum þegar síldaraflinn glæðist nokk- uð og teljum s.l. viku all góða aflaviku, en þá öfluðust 103.616 mál og tunnur, eða 437 mál og tunnur á nót, að meðaltali. Til samanburðar má geta þess að síðasta aflasumarið 1944, var mesta aflavikan 20. -—26. ág. Þá viku öfluðust 280 þús. mál og tunnur. Það sumar tóku 141 skip þátt 1 veiðunum með 126 nætur og Jioma því 2222 mál og tunnur á nót. Þess ber að gæta, að þá var burðarmagn skipanna oniklu minna en nú. Botnvörpuskip: Egill Skallagrímsson RE 3632 Þorsteinn Þorskabítur SH 3023 Mótorskípi Ágúst Guðmundsson GK 2163 Akraborg EA 1330 Akurey SU 1013 Álftanes GK 2540 Andri BA 1486 Atnfirðingur RE 3560 Ársæll Sigurðsson GK 1007 RE RE Baldvin Jóhannsson EA 2258 726 1237 Bára GK Barði ÍS Bergur VE Bjarmi EA Bjarmi VE Björg NK Björg SU Björg VE Björgvin GK Björn Jónsson RE Búðarfell SU Dux GK Einar Hálfdáns ÍS Einar Þveræingur EA Erlingur IV VE Erlingur V VE Fákur GK 1607 1540 642 Hiðoyunvili Þriðjudagur 22. júlí 1958 — 23. árgangur — 161. tölublað. Bandaríkin ausa fé í Hussein Jórdaníukonung og stjórn hans Tvær nýjar útvarpsáróðursstöðvar byrjaðar send- ingar í Jórdaníu og írak. Bandaríkin hafa veitt Jórdaníustjóm 5 milljón dollara 1949! styrk til að kosta flutninga á olíu frá furstadæminu 1186 j Bahrein og auk þess tvær og hálfa milljón dollara auka- 1173 framlag til aö greiða halla á fjárlögum Jórdaníu. 2028 2940 1008 666 1562 2047 534 2220 510 614 1376 566 Framhald á 8. síðu. Á vestursvæðinu er gott veðiír og vonir uni veiði Siglfirðingar hafa saltað í rúmar 100 þús. tunnur — Um 17 þús. mál í bræðslu um helgina og saltað í 6—7 þús. tunnur. Siglufirði í gær. Frá fréttaritara. Saltaö vaf á Siglufiröi bæöi í gær og í dag í rúmar 6—7 þúsund tunnur. Hafa þá verið saltaöar yfir 100 þús. tunnur á Siglufiröi. Útlit er gott fyrir veiöi á vestur- svæöinu í nótt og skipin voru byrjuö aö kasta um kl. 9,30 en engar áreiöanlegar fregnir hafa borizt um veiöi. Banaslys á Jökulda! Það slys varð á Jökuldal sið- dlegis s.l. laugfardag að Helgi Jónsson bóndi á Stuðlafossi beið bana er jeppi valt út af vegin- ■ um. Auk Helga voru í jeppanum Þorsteinn Snædal bóndi á Skjöld- ólfsstöðum, kona hans og 12 ára gamal! sonur. Helgi á Stuðlafossi var aftur í jeppan- um og beið strax bana er jepp- jnn valt. Helgi var kominn yfir sextugt. Hann lætur eftir sig konu og 3 böm, hið yngsta 12 ára. Frá því á laugardag og til há- degis i dag hafa 58 skip landað hér 12—14 þús. málum síldar í bræðslu hjá síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, og á sama tima hefur Rauðka tekið á móti 3600 málum úr 12 skipum. Öll þessi síld var að austan, en skipin komu á vestursvæðið, er fréttist um veiði. Bræla mun nú vera á austurmiðum. í gær Og í dag hefur verið saltað í kring um 6—7 þús. tunnur og er sú sild öll >af vestursvæðinu. Allmikið hefur einnig verið saltað á Ólafsfirði, Skagaströnd og víðar á mið- og vestursvæðinu. Veður er nú gott á miðun- um á vestursvæðinu, og eru bátar úti, en engar áreiðanlegar ' fréttir hafa borizt um veiði, en bátarnir eru byrjaðir að kasta. Þoka mun vera er lengra kemur frá landi. Síldar hefur orðið vart inni á Skagafirði og ríyrzt í Eyja- firði, og er útlit því talið frek- ar gott. Áta er á Sléttugrunni og Skjálfanda. Heildarsöltun á miðnætti í nót var 189.031 tunna, þar af hefur verið saltað í 99.071 tn. á Siglufirði. Auk þess var salt- að í 2000 tunnur í dag svo heild- arsöltun á Siglufirði er komin yfir 100 þúsund tunnur. Ríkistekjur Jórdaniu hrökkva hvergi fyrir útgjöldum ríkisins, enda eru landgæði rýr og hérn- aðarútgjöld mikil. Undanfarið hafa bandarískar flutningavélar flutt mikið af olíu frá Barhein, enda var mikill olíuskortur i landinu eftir að sambandið slitn- aði við írak. Þá hefur Bandaríkjastjóm gef- ið Jórdaníustjórn tvær og hálfa milljón dollara ölmusu til að standa straum af daglegum út- gjöldum ríkisins. j Nýjar útvarpsstöðvar Tvær nýjar útvarpsstöðvar hófu sendingar þar eystra í gaer. Önnur þeirra rekur áróður fyr- ir Jórdaníustjóm og hvetur hún íraksbúa óspart til að risa gegn lýðveldisstjóminni. Segir stöðin að hersveit, sem sé trygg Hússein kóngi, sé á leið til Bagdad frá Norður-írak og muni hún berja á byltingar- mönnum. Útvarpið í Jórdaníu hefur allt frá því að byltingin var gerð í írak, verið að segja frá því að þessi hersveit sé á leiðinni, en hún virðist ekki komin á leiðarenda enn. Hin útvarpsstöðin nefnist „Rödd frjálsra Jórdansbúa“ og er hún andvíg Hússein kóngi. Þessi útvarpsstöí krefs, þess að brezka Kemámsliðið i Jórdaníu verði á brott þegar i stað. Hússein konungur hefur slitið stjómmálasambandi við Sam- einaða ArabaK'ðveldið, vegna þess að stjórn þess hefur viður- kennt lýðveldisstjómina í írak. 40 þá§. tuniiur á Raufarhtffoi Raufarhöfn í gærkvöldi. Bræla hefur verið á. miðunumt í dag en nú er að birta til, Flotinn er að mestu fyrir vest- an. Sldpin sem eru f.vrir aust- an liggja á Vrípuafirði og Seyð- isfirði. Sagt er að rauðáta fyr- ir sunnan Langanes sé væn og falleg o,g útlit þar af leiðandi mjÖg gott, I s. I. viku vóru saltaðar hér 37' þús. tunnur og mun láta nærri að heildarsöltun á staðn- um sé 40 þús. tunnur. 1 hræðslu er komið ca. 36 þús. mál. — Nokkrir byrjunarörðugleikar hömluðu bræðslu í síldarverk- smiðjunni fyrst í stað. — Fréttaritari, Ný sjúkraflugvcl til Akureyrar Lítilsliáttar íkviknun Um hádegisbilið í gærdag var slökkviliðið kvatt. út að Barðavog 44, en þar hafði orðið lítilsháttar íkviknun sem slökkvi- liðinu tókst auðveldlega að ráða við. Fréttamönnum gafst þess kostur s. 1. laugardag að skoða og reyna gæði nýrrar sjúkra- flugvélar, sem nýkomin er til landsins og er eign Rauða kross Akureyrar og tveggja bræðra, Tryggva og Jóhanns Helgasona, sem báðir eru flugmenn. Það hefur lengi verið ósk Akureyringa að sjúkraflugvél væri jafnan til taks á Akureyri og fyrir þrem árum hófst fjár- söfnun 1 því skyni að festa kaup á sjúkraflugvél. 10. júlí s. 1. 'kom flugvélin hingað til lands, en áður hafði Tryggvi Helgason farið vestur um haf og náð í flugvélina til Kansas og flogið henni þaðan til New York, þar sem hún var sett í skip. Sjúkraflugvél þessi, sem er af gerðinni Cessna 180, er fjög- urra sæta og rúm er fj'rir sjúkrakörfu og aðstoðarmann. Flughraði vélarinnar er mikill, eða um 240 km á klst. meðal- hraði, en það er sami hraði og tveggja hreyfla Douglas vél- ar fljúga að jafnaði. Flugvélin, sem er í alla staði hin fullkomnasta, er vel búin tækjum ,en enn vantar nokk- uð á að hún geti komið að fullum notum árið um kring — vantar enn á hana skíði og ým- is öryggistæki, sem væntanlega fæst leyfi fyrir. Auk sjúkraflugs, hyggjast bræðurnir taka upp áætlunar- ferðir til ýmissa staða á Norð- urlandi, þar sem samgöngubóta. er þörf. Eins og gefið er í skyn hér að framan þá var fréttamönn- um boðið í flugtúr til að þeir mættu sannfærast um gæði vél- arinnar og var flogið til Akra- ness og til flugvallarins aftur. Tók flugið um 15 mínútur fram. og til baka og var það í alla staði þægilegt og skemmtilegt enda fegursta veður, Er ástæða til að óska Akur- eyringum til hamingju með flugvélina, sem vonadi á eftir að verða þeim til mikillar giftu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.