Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Páll Bjarnason og Brynjólfur (Bjarnason, oi't taldir af söinu astt mcðal erlendra manna, sem þekkja til á Islandi og Kanada Páll Bjarnason, brautryðjandi í samgöngumálum á íslandi í fyrndinni þrœlnum var fengin jörð peim fenginn var plógur og Ijár eða hjörð og leyfðist að klambra sér kofa. Svo framförin öll eftir aldanna þok er einungis sú, að menn kaupa sitt ok — og ávöxtunum verða að lofa. Þannig hefst kvæðið Menn- ingin eftir Pál Bjarnason frá Vancouver í Kanada, vestur- íslenzkt skáld, sem eitt sinn fékk þá köllun að kynna ís- lendingum liina ágætu fram- leiðslu Ford í Detroit, en upp- skeru þess erfiðis var langt að bíða. Fyrsti Fordinn Páll Bjarnason og kona hans Guðrún Halldóra Jóns- dóttir hafa nú dvalizt um skeið hér á landi í boði bif- reiðastjórasamtakanna ásamt Sveini Oddssyni, sem flutti hingað fyrstu Fordbifreiðina. Helztu atriði þess bifreiðamáls eru þau, að islenzkur guðfræð- ingur, Jakob 0. Lárusson, hélt til Vesturheims 1911 og gerðist kler’kur í Wynyard í Saskatschewan í Kanada. Þar kynntist hann Páli nokkrum Bjaraasyni, sem þá hafði sölu- umboð fyrir Ford þar um slóðir. Séra. Jakob lét sér ekki nægja að leiða íslendinga á guðsvegi vestur í Kanada, heldur vildi hann einnig hjálpa þeim til þess að komast upp af lestaganginum heima á Islandi. Hann leitaði því til umboðsmanns Fords, Páls Bjarnasonar, og bað hann að- stoða við það að kynna Is- lendingum hraða tímans. Páll tók klerki ljúfmannlega, út- vegaði vandaðan fólksbíl af Fordgerð, lagði fram megin- hluta af andvirði hans, sendi þá Svein Oddsson bifreiða- stjóra og Jón Sigmundsson bifvélavirkja með farartækið til Islands og galt þeim farar- eyri að nokkru. Þeir félagar, Sveinn og Jón, komu til Reykjavíkur 1. júní 1913, en bifreiðin 20. júní. Þar með hófst landnám Fords á Islandi en liingað höfðu áður borizt( tveir bílar lítt nothæfir. Hér verður ekki rakin af-. rekaskrá félaganna á Ford-, bílnum, þeir brunuðu hér suðý ur bg austur yfir alls konarL torfærur og sönnuðu íslend- ingum, að land þeirra væri> engu verra undir bifhjól en önnur lönd. Að vísu voru ís- lenzkir vegir mjóir og vondir yfirferðar, en það voru vegir einnig ytra og eru enn í dag. Þáð eru aðeins nokkrir dagar síðan hópur Bandaríkjamanna átti ekki orð til að lýsa hrifn- ingu sinni við mig af ágæti ís- lenzkra vega; það var munur að aka um þá en horngrýtis manndrápsslóðirnar i Ohio. Sveinn Oddsson fór utan haustið 1913 og hafði þá feng- ið loforð fyrir styrk frá Al- þingi til kaupa á vörubíl. Hann leitaði á náðir Páls Bjarnasonar, sem lagði fram andvirði bifreiðarinnar, útveg- aði Sveini fé til þess að kom- ast til Islands með fjölskyldu sina og afhenti honum Ford- umboð sitt á Islandi. Vagninn kom til Islands 21. júlí 1914 en lítinn flutning var að fá, og gafst Sveinn upp á fyrir- tækinu og flutti alfarinn til Vesturheims vorið 1915. Þar með var lokið afskipt- um Páls Bjaraasonar af sam- göngumálum á íslandi. Hann hafði aldrei litið þetta, ættland sitt, því að hann er fæddur i' Mountain í Norður Dakota í ’ Bandaríkjunum 1882, sonur] Bjarna Bjarnasonar frá Víði- hóli á Hólsfjöllum og Gróu Jónsdóttur frá. Kálffelli í Vopnafirði. Margra er getið fyrir minna afrek en það að kosta að mestu úr eigin vasa fyrstu tilraunir til gjörbylt- ingar í samgöngumálum heill- ar þjóðar. Sökum hlutdeildar sinnar í bifreiðaflutningi og bifreiðastjórn til landsins 1913 og 1914 verður Páll (Bjarnason ævinlega talinn með helztu brautryðjendum bættra samgangna á Islandi á 20. öld. Skáld og þýðandi Páll Bjarnason hefur ekki einungis lagt manna mest af mörkum til þess að koma bif- reiðum í notkun á íslandi, heldur liggur. eftir hann stór- virki í ljóðaþýðingum. Hann er skáld gott á ensku og ís- lenzku og hefur þját mörg kvæði góðskálda okkar á enska tungu. Árið 1954 gaf hann út á eigin kostnað bók- ina Odes and Echoes, en meg- inhluti hennar er þýðingar á kvæðum islenzkra skálda frá Hallgrimi Péturssyni til Jóns Helgasonar. Eftir Iiallgrím hefur hann þýtt sálminn; Allt eins og blómstrið eina, eftir Jón; Á Árnasafni, eftir Þor- stein Erlingsson: Brautin og Skilmálarnir, eftir Einar Benediktsson fjölda kvæða, m. a. Norðurljós, Sæþoka., Mess- an á Mosfelli, Hvarf séra Odds, eftir Stephan . m. a.: Fjallkonan til hermanna sem heim koma, Eloi Lama Sab- ahkthani o. fl., o. ,f 1. I þýð- ingum heldur Páll fast við hætti frumkvæðanna og notar íslenzka stuðlasetningu. Eg er ekki svo vel að mér í Ijóðlist og ensku máli, að ég beri skyn á það, hve þýðingar hans séu góður kveðskapur á enska tungu, en ég hef fyrir framan mig stórorð ummæli kana- dískra gagnrýnenda um ágæti þeirra. Einnig hefur hann þýtt allmikið úr ensku á ís- lenzku og margt prýðilega. Sagt er að Kanadamönnum sé almennt sýnna að sýsla um aðra hluti en bækur og hag- nýt fræði og vísindi standi þar með meiri blóma en bók- menntir og listir. Vestur þar höfum við íslendingar þó átt sum af o’kkar ágætustu skáld- um og listamönnum. Páll Bjarnason sýnir, að ennþá er ekki alveg dautt í kolunum. Hann er fæddur og uppalinn vestra og hefur ekki til Is- lands komið fyrr en í sumar, en kann þó listatök á íslenzkri tungu í ljóði og óbundnu máli. Okkur er það mikilvægt að kynna íslenzkar bókmenntir á heimsmálum, en islenzk ljóð hafa verið litt þýdd, af því að þau eru erfiðari viðfangs en pi'ósa, og fá ljóðskáld eru jafnvíg t. d. á íslenzku og ensku; en Páll er þeim hæfi- leika gæddur. Hann á í fórum sínum allmikið af ljóðaþýð- ingum úr íslenzku óútgefnum, en gerist nú gamall maður, og mun erfitt að finna útgef- anda að slíkum bókmenntum í Kanada. Menningarsjóði ber skylda til að gefa þýðingarn- ar út hér heima ásamt góðum þýðingum annara vesturís- lenzkra skálda. B. Þ. Skátainót i !»|órsávdal Skátamót verður haldið í Þjórsárdal í byrjun næsta mán- aðar. Mun sækja það um 50 er- lendir skátar, aðallega frá Bret- landi. Uitgnr drettg- nr drnkknar I fyrradag varð það slys að tæplega þriggja ára drengur drukknaði í Tunguósi í Fróðár- hreppi. Drengurinn hét Hörður Karlsson, sonur Karls Magnúe- sonar og Láru Ágústdóttur. Drengurinn hafði verið að leika sér í grenndinni og fannst drukknaður i Ósnum þegar að var komið um sjöleytið um kvöldið. Fjallabaksferðin hef st á laugardaginn og þá verður einnig f erð á Snæf ellsnes Um næstu helgi efnir Feröaskrifstofa ríkisins til eftir- talinna ferða: 8 daga hestaferðalag Lagt verður af stað kl. 10 ■ f.h. laugardaginn 26. júlí, og; ekið austur að Keldum að Rangárvöllum. Þar bíða sunn- lenzkir gæðingar ferðafólksins. Hinn góðkunni hestamaður, Stefán i Kirkjubæ, útvegar hestana. Er það næg trygging þess, að einungis verður um ágætis hesta að ræða. Hefst nú 8 daga ferð á gæð- ingum um eina fegurstu og fjölbreytilegustu leið landsins, og er þá mikið sagt. Leiðin er öll mjög greiðfær á hestum og eums staðar ákjósanlegir reið- vegir. Þátttakendum er séð fyrir fyrsta flokks fæði, því að útlærður matreiðslumaður verð- ur með í ferðinni. Dagleiðir verða stuttar, til að forðast þreytu. Tjöld, matur og svefn- pokar og farangur allur verður fluttur á bíl, svo að ekki verður hann ferðafólkinu til tafar eða óþæginda. Minningargjöf um frú Iíristínu Bernhöft Ölafur Johnson stórkaupmað- ur og kona hans hafa gefið Barnaspítalasjóði Hringsins kr. 25.000.00 minningargjöf um frú Kristi nu Bernhöft, systur Ólafs. Frú Kristín, sem andaðizt 1. desember s.l., hafði í mörg ár verið virkur félagi í Hringnum og hafði sérstaklega mikinn á- huga á því að efla Barnaspít- alasjóðinn. Kvenfélagið Hringurinn þakk- ar þessa rausnarlegu gjöf. Námsstykur í KieS Borgarstjórnin í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Um þennan styrk geta sótt allir stúdentar, sem hafa stund- að háskólanám a. m. k. tvö misseri í guðfræði, lögfræði, hagfræði, læknisfræði, málvís- indiun, náttúruvísindum, heim- speki, sagnfræði og Iandbúnað- arvísindum. Tekið er fram, að vegna þrengsla er aðgangur takmarkaður að námi í lyfja- fræði, sýklafræði og efnafræði. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzkri tungu. Styrkurinn nemur 2500 mörkum til dvalar x Kiel frá 1. okt. 1958 til 31. júlí 1959, auk þess sem kennslugjöld eru gef- in eftir. Ef styrkhafi óskar eftir því með nægum fyrirvara, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem greidd eru 130 mörk á mánuði fyrir fæði og lxúsnæði. Styrkhafi ekal vera kominn til háskólans ekki síðar en 15. okt. 1958, til undirbúnings und- ir námið, en kennsla hefst 1. nóv. Umsóknir um styrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla íslande eigi síðar en 20. ágúst n. k. Með ferð þessari gefst mönn- um einstakt tækifæri til þess að njóta, af hestbaki, fegurðar og stórfengleiks íslenzkrar nátt- úru. T Zy2 dags ferð uin Snæfellsnes Ekið verður vestur Snæfells- nes til Búða og Arnarstapa, síðan verður farið fyrir Jökul (Lóndrangar, Malarrif) um Hellissand, Ólafsvík, Eyrar- 6veit, Grundarfjörð, Kolgrafar- fjörð til Stykkishólms. Þaðan um Skógarströnd vestur í Dali. Til Reykjavíkur verður farið um Borgarf jörð, Uxahryggi og Þingvelli. 1 þessa ferð er lagt af stað kl. 2 laugardaginn 26. júlí, frá Bifreiðastöð Islands. 1—-i 1 li/2 dag ferð 1 Þórsmörk. Laugardaginn 26, júlí kl. 2 e. h. er lagt af stað frá B.S.l. Ekið beina leið í Þórsmörk og dvalið þar yfir helgina. Komið heim á sunnudagskvöld. Þessi ferð er mjög vinsæl og mikið sótt. 1 dags ferð að Gullfossi og Geysi I þá ferð er lagt af stað kl. 9 á sunnudagsmorgun, 27. júlí, frá B.S.I. I öllum þessum ferðum verða með ferðafólkinu reyndir farar- etjórar. Allar nánari upplÝsing- ar gefur Ferðaskrifstofa ríkis- ins. Hæg breytileg átt í dag I dag er spáð hægri breyti- legri átt um allt land, skýjað á köflum. Kl. 21 I gærkvöldi var hiti 7—13 stig, kaldast á Norðausturlandi, en hlýjast á Galtarvita. Kl. 21 var 13 stiga hiti í Reykjavík. Hæð var yfir Grænlandi en lægðir yfir Norðurlöndum. SíEdarfarmur fil Svíþjóðar Síðustu tvo sólarhringa voru saltaðar 2250 tunnur síldar á Dalví.k. 1 gær tók Dettifoss þar 2740 tunnur af síld til Svíþjóð- ar. Síldin Framhald af 12. síðu. saltaður á Djúpuvík, Skaga- strönd, Ólafsfirði og Eyjafjarí- arhöfnum. Fékk fullfermi á Kálfshamarsvík Seinni hluta dags í dag fengu 3 skip síld á Kálfshamarsvík; Von VE 200 tunnur, Garðar Rauðuú k fullfermi og gaf auk þess öðrum bát 200 tunnur sem hann gat ekki tekið sjálfur og Víkingur fékk 650 tunnur. Gott veður á vestur miðunum Veður er nú gott á vestur- miðunum og er mikill hluti flov- ans þar nú. Flestir Austfjarðe - bátanna munu hinsvegar vera fyrir austan ennþá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.