Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.07.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Viðtal við Pál HjarsiasoiK Ég vissi lítil deili á þeim hjónum Páli Bjarnasyni og Guðrúnu Halldóru Jónsdóttur, þegar ég skundaði til fundar við þau upp á Garð fyrir nokkrum dögum. En hér kem- ur dálítill fróðleikur um þau. Hann er alinn upp á koti í, Bandaríkjunum og stundaði almenna daglaunavinnu, en tókst þó að afla sér nokkurr- ar menntunar og gerðist kenn- ari um skeið. Árið 1906 flutt- ist hann til Kanada og gerðist þar landnemi í Saskatchewan og fékkst þar við landbúnáð bifreiða- og fasteignasölu og fleiri viðskipti, og þar kvænt- ist hann 1912 Guðrúnu konu sinni. Þar fengu þau að lok- um að kenna á kreppunni og fluttu 1933 til Vancouver i British Columbia. Baráttudjdrít fólk Þau hjón fara ekki dult með það, að þau eru róttæk í skoð- unum. Páll segir, að aðferðir Bandaríkjamanna í Spánsk- Ameríska stríðinu 1898 hafi fyrst stjakað við skoðunum sínum í þjóðfélagsmálum, ,,þá sá ég, hvað undir bjó; ný- lenduræninginn gægðist þar fram undan kufli Bandarísku stjórnarinnar, og svo var það heinísstyrjöidin 1914—1918. Þá fyrst fóru þeir að telja mig andstæðing Vestursins, og settu riddaralögreglu til þess að vakta mig. Þeir áttu að grafa upp eitthvað sak- næmt í farí mí.nu. En það fór aldrei lengra. — Þetta var árið 1920“. — Svo að þið hafið ekki orðið fyrir alvarlegu hnjaski a"kum stjórnmálaskoðana ? — Ekki við, því að enn er dálítið skoðanafrelsi í Kan- ada, en börnin okkar hafa orð- ið fvrir alls konar áreitni. Emil Bjarnason, sonur okkar, er einn af leiðtogum Verka- mannaflokksins í British Col- umbia. Hann er hagfræðingur. Þeir eru ýmist að senda hon- um hótunarbréf eða reyna að kaupa hann frá stuðningi við Flokkinn. — Er kommúm'stafiokkur leyfð- ur í Kanada? — Já, kommúnistaflokkur innan sviga. Róttækasti flokk- urinn þar heitir The Labour Progressive Party, stofnaður 1944 og er undir forystu Buck. Þegar borgarapressan nefnir hann réttu nafni setja þeír kommúnistaheitið innan sviga á eftir. — — En var enginn róttækur flokkur til áður í landinu ? — — Kommúnistaflokkur var stofnaður þar 1921, en 1931 var félagsskapurinn lögsóttur og 8 forv’stumennirnir tukt- húsaðir. Þá var Bennet for- sætisráðherra Kanada. Eftir það varð flokkurinn að fara huldu höfði; en 1944 var stofnaður flokkur róttækra vinstri manna og kommúnista. — Starfa önnur börn ykk- ar en Eími] á vegum Verka- mannaflokksins ? — — Valdimar, sonur okkar, er formaður félags rafvirkja í Ontario. Mona, dóttir okkar, er gift Nigel Morgan, for- manni flokksins í British Col- umbia, en þar er aðalfyigi okkar í Kanada. Hún vinnur mikið með manni sínum. Leynilögreglan telur sig þurfa vera á hælum hans stundum og tvisvar hefur verið skotið inn um gluggann hjá þeim, en engan sakað. Einnig eru þeir að vinna skemmdarverk hjá þeim og skrifa honum hótun- arbréf. Erling, sonur okkar, er lyfjafræðingur, Arlan lækn- ir í Vancouver, Lion lærði á tónlistarskóla, leikur á fiðlu, og gerðist kennari, en leiddist að nemendurnir vildu helzt spila gaul, svo að hann gerð- ist teiknari hjá stóru verk- takafélagi í Bandaríkjunum. Elisabet, dóttír okkar, er for- stjóri kvenfataverzlunar suð- ur í Kaliforníu. Þau eru öll gift. Bandarísk hjálenda — En aðalflokkar landsins eru íhaldsmenn og frjálslynd- í Bandarikjunum og Banda- ríkjamenn hafa miklar her- stöðvar í Kanada og ráða öllu á herstöðvunum. Hefur Verkamannaflokkur- inn ekki komið að manni? — — Jú, í kosningunum eftir stríð, en það var höfðað fals- mál á hendur honum og hon- um haldið í tukthúsi í sjö mánuði. Þá missti hann lieils- una og fór til Póllands. Það ■ var William Rose. Einnig höf- um við komið manni á fylkis- þing. — — Ykkar bíða þá ekki auð- unnir sigrar? — — E. t. v. Eftir styrjQldina hefur verið allgóður hagur hjá fóiki, þangað til á síðasta ári, en í góðærum vill því gleymast eða sjást yfir eðli kapítalismans. En allir hafa ekki sofnað á verðinum og fólkið áttar sig. Það getur ekkert bjargað stjórnarstefnu Vesturlanda þar hlýtur allt að fara forgörðum, sökum hins Hjónin Páll Bjarnason og Guðrún Halldóra tfónsdóttir ír? — — Það eru 5 stjórnmála- flokkar í landinu. Sósíaldemó- kratar. Þeir eru alls staðar eins og töpuðu helmingi fylg- is í kosningunum. Þá er Sós- íalkredit — hneigðir til fas- isma, en þurrkuðust út, La- bour Progressive og stóru flokkarnir tveir. Það er sami rassinn undir þeim báðum, i- haldsmönnum og frjálslynd- um, eins og bandarísku flokk- unum. Stefna þeirra er sú sama, einungis mismunandi auðhringar að baki.— — En af hverju stafaði kosningasigur íhaldsmanna? Hér er sagt, að þeir hafi borið sig brattari gegn Bandaríkj- unum en frjálslyndir ? — — Fólk var orðið leitt á þeim frjálshmdu og vildi skipta, en það er enginn mun- ur á afstöðu þeirra til Banda- ríkjanna. Kanada er eins kon- ar bandarísk hjálenda. Banda- riskir auðhringar eiga miklar eignir í Kanada. og ágreining- ur við þau er einungis leik- araskapur, settur fram til þess að blekkja. fólk. Hrfuð- stöðvar herstjómar beggja. landanna eru suður í Cólóradó sig að svelta út á ofstæk- ið? — — Ofstækið er minna en áður sökum kreppunnar sem nú herjar atvinnulífið og möguleikanna á verzlun við þessi lönd. Það er lífsspurs- mál fyrir Kanada að gera verzlunarsamninga við Kína og önnur sósíalistaríki. Einn- ig era núna meiri samskipti milli Ráðstjórnarríkjanna og Ameríku en áður, og það dregur úr ofstækinu. Menn í æðri stöðum fara nú orðið til Rússlands. Fiskimálaráðherr- ann í British Columbia fór þangað fyrir tveimur árum og lét vel af förinni, og taldi Rússa standa okkur' langt framar í fiskiðnaði. Þrír s.jón- varpsmenn reyndu að flækja hann og fá hann til þess að tala af sér, en hann horfði einungis á þá með há.ðsglotti. Einn aðalbankastjcri Kanada- banka. sagði nýlega eftir Rúss- landsför, að .menn væru vit-- lausir, ef þeir héldu að upp- reist yrði í Ráðstjórnarríkjun- um. Fólkið væri ánægt og byggi við batnandi hag. — — En í Bandaríkjunum ? — — Þar er m.a. Cyrus Eat- on, milljónari, sem heldur sín glæpsamlega auðvaldsskipu- lags. — Minnkandi ofstæki — En þótt flokkarnir séu Bandaríkjunum fylgispakir, þá getur sýndaráróður gengið í kjósendur, sé andstaða gegn bandarískum yfirgangi rik hjá þjóðinni. — — Það er t.öluverð andstaða gegn auðvaldsdrottnun Banda- rikjanna í Kanada, einnig meðal hinna auðugu. Það er mikið atvinnuleysi hjá okk- ur, um 800 þús manna eru skráðar atvinnulausar. Það er há tala af 16 milljóna þjóð. Okkur vantar markaði. Bændur geta ekki selt nema lítmn hluta af korninu; hitt hleðst upp og eyðileggst, en bændur lenda í framfærslu- skuldum. Við gætum selt okk- ar korn til Asíu, Kína og Al- þvðulýðveldanna, en Banda- ríkin banna það og stjórnar- völd Kanada hlýða; þau hlýða flestu sem kemur frá Washington. — — Er mikil lifandi óvild í garð Ráðstjórnarríkjanna í Kanada? Leggja menn það á einka friðarþing og hvetur menn til dáða gegn atómvopn- um. Hann býður vísindamönn- um á ráðstefnurnar alls stað- ar úr heiminum, einnig frá Ráðstjórnarríkjunum og ritar greinar í blöð. Hann vill stuðla að bættri sambúð. Þannig eru einstaka auðmenn. T.d. Corliss Lamont, tengdur Morganauðhringnum. Hann er prófessor við háskólann í. Col- umbia, ég held í heimspeki, og styður vinstrihreyfingu í Bandaríkjunum með ráðum og dáð. Sendið herinn burt — Hvernig þykir ykkur að vera komin til tslands ? Er land og fólk ekki öðruvísi en þið bjugguzt við? — Landið er stærra og sléttara, fjöllin færri og lægri, dalirnir víðfeðmari og lág- lendið meira en við héldum. — — Þið hafið þá orðið fyrir líkri reynslu og Danakonung- ar, sem komu hingað fyrst. Þeir ætluðu varla að tnia því að landið væri eins stórt og raun ber vitni og frjósamt. En fólkið ? — — Framfarir hafa orðið geýsilegar, en ég er ekki nógu kunnugur fjármálaástandinu. En ég er hræddur um að f jár- málin reynist erfið. — —- Era fjármál ekki alls staðar erfið viðfangs, er það nokkuð íslenzkt sérkenni ? —- Hvernig er það í Kanada, — atvinnuleysi og basl ? Enn þá hafa íslendingar nóg að starfa og sæmilega í sig. Það er ekki slök fjármálastjórn. — Hvað finnst þér? — —- Eg sé að menn búa hér vel, jafnvel betur en vestra, en ég þekki þetta ekki nógu veh Eg er óánægðastur með, að hór skuli vera her. Það er ekki- haígt að gera minna en heimta að hann hverfi af land- inu, livað sem yrði um fram- kvæmdir. — -— En værum við nokkru nær, þótt við kreföumst að herinn færi, ef hann sæti samt sem áður sem fastast. — •~j Þið losnið p Tn.k. aldrei við hermn ef þið krefjizt ekki að hann fari. en ef þið krefjizt þess ném; fp~t og lengi, þá fer hann e:nhvern tíma, og þ:ð verðið fB sentla herinn burt. Eg er hræddur við hersetu á Islandi, eins og nú er komið. Þéttbýlið er orðið svo mikið í nágrenni herstöðvanna, og það hljóta allir að sjá, að það er eng- in vernd í hersetu. Her'nn er ekki hér á landi ykltar vegna. Það var ykkar ólán að hleypa hernum inn í landið. Eg álít þá menn, sem tað samþykktu, Iandráðamenn. — — Eg rakst á það i bók þinni Fleyglar að þér er spurn hvernig við varðveitum ný- fengið fullveldi. I kvæðinu Hetjur vorar, — hérna er bókin — er.eitt erindið svona: En þá er að vita, livort drátt var 5 dag hið dýrmæta sjálfstæði geym- ir og lærir að samstarfa laud- inu í hag| í lengd eða reynslunni gleym- ir. Því fjármálablikan, sem blrsir nú við er byr.iuð að smálíkjast krossi, við seiðrödd, er lijalar unu sættir og g-ið, en svíkur með Júdasar ko si. — Herinn er hættulegast.ur íslenzku sjálfstæði og velsæmi. Eg er hræddur um að erfitt muni að koma hernum burt eins og nú er komið, og ] að verður erfiðara með hverju árinu sem líður. Það sem nú gerist hér, einnig í stórvelda- pólitíkinni, það gerir allt orf- iðara að koma hernum burtu. Auðvaldsríkin verða f\rir hverju skakkafallinu af öðru, —1 sannaðu til og herða þá tökin á því sem þau tclja sig hafa á valdi sínu. Einnig er ávallt erfiðara að uppræta það sem rótfestist. — — En hernaðarlegt mí'dl- vægi Islands fer stöðugt minnkandi með eldflaugatækni nútímans. — — Eg veit það ekki. Vestrið hefur ekki bombur enn þá, sem geta kastazt alla. le:ð frá Ameríku til Rússlands. Banda- ríkin eru að pukrast með eitt,- hvað hér og gera ísland að eldflaugastöð, ef þau fá að halda* herbækistöðvunum mik- Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.