Þjóðviljinn - 25.07.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1958, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. júU 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Er framkvæind frj álsíþróttaiiióte að fæla áhorfendxir frá mótunum? Þeir sem fylgzt hafa með frjálsíþróttamótum í sumar munu hafa veitt bví athygli hve keppni í frjálsíþróttum gengur illa. Af einhverjum á- stæðum er þeim raðað svo nið- ur að oft er aðeins ein grein i gangi í einu eða jafnvel eng- in. Þessi dauðu augnablik eru vel til þess fallin að fæla alia áhorfendur frá því að koma til þess að horfa á það sem er að gerast. Mörg afrek fljálsíþróttamanna eru það góð að margir mundu hafa gaman af því að horfa á þá í keppni. Það virðist sem það vanti alla tækni í því að i-aða þessu þannig niður að alltaf sé eitthvað að gerast og að koma því svo fyíir að þessi „göt" komi ekki á framkvæmd- ina. Ef við athugum nú síðasta keppnisdaginn í frjálsum í- þróttum sem var siðari dagur Reykjavíkur-meistaramótsins, þá er þar fyrst til að taka að keppnin hófst 13 mín. eftir auglýstan tíma. Er slíkt algjör óþarfi þar sem allir vita um byrjunartímann, og keppt á helgidegi. hvort hér er um að Tæða stjórnleysi starfsmanna pg að þeir komi ekki til leiks eða að það sé óMýðni kepp- enda er ekki vitað, en það er sama hvort er, það er ekki nein afsökun. Áhorfendum er boðað að mótið hefjist á ákveðnum tima og þeir hafa greitt að- gangseyri, og hafa því kröfu á því að við þetta sé staðið! Koma til leiks eftir 10—13 mínútur Það liðu 13 mínútur frá því byrjað var að kalla í 100 m hlauparana til þess að láta þá hlaupa, þangað til að þeir sá- ust færa sig úr ¦skjólfötum til landarískir ræð- arar hefna sín í Moskva Þrátt fyrir allt kalda stríðið & hinum pólitiska vettvangi miilli .austurs og vesturs, og ¦mitt í því, skeður það, sem aldrei hefur skeð fyrr, að kapp- ræðarar frá Bandaríkjunum eru um þessar mundir í Sovét- ríkjunum í róðrarkeppni við sovétræðara. Þeir áttust fyrst við fyrir tveim vikum í Henley- róðrarmótinu í London og fóru þá ieikar þannig að Trud frá Leningrad vann með einni báts lengd, lið frá Washingtonhá- skólanum. Þaðan fóru Bandaríkjamenn- irnir í heimsókn til Sovét og kepptu við Trud aftur á kapp- róðrarmóti rétt fyrir utan Moskva og fóru leikar þannig 'að Bandaríkjamennirnir unnu og var tími þejrra 6:18,5 ea tími Rússanna 6:24,2. Framhald á 2. isíðu þess að hefja hlaupið. Á meðan var lítið og ekkert að gerast annarsstaðar. Það var mönnum mikil ráðgáta hvað tafði hlaup- arana, og það var ekki auð- skilið hversvegna þetta hlé þ.urfti að vera. Tíu minútur liðu frá því byrjað var að kalla i 1500. m hlauparana þar til þeir sáust fara.úr til þess að hefja hlaup- ið og á þeim tíma var aðeins kringlukastið í gangi. Var verið að gefa hvíldir? Þetta mót var með þeim hætti að það var stigamót þar sem um það var keppt milli félaganna hvert fengi flest stig og það sem flest hiyti fékk svo sæmdarheitið „Bezta frjáls- íþróttafélag Reykjavikur". Þetta er enginn smávegis titill, enda einskis látið ófreistað að ná honum. Það virðist allt í einu ekki stórkostlegt þó ár- angurinn sé ekki sem beztur aðeins ef viðkomandi er í sæti sem gefur stig. Og það virðist þr'authugsað og- vandlega at-1 hugað að láta þá menn sem eru fjölhæfir keppa í sem flestum greinum, ef smávon væri að ná útá það nokkrum stigum. Samkvæmt leikskránni eru menn skráðir í allt að 8' greinum fyrir utan boðgrein- ar-! Þessir vísu menn virðast ekki sjá annað en stigin og það sem þeim viðkemur. Þeir virðast ekki koma auga á það að þetta er að misnota mennina og það á tvennan hátt: Þeir láta þá taka nærri sér í mörgum grein- um sama daginn, og sennilega mun afsökuniu sú að þeir séu í það góðri æfingu að þeir þoli þetta vel, og vel má svo vera. f annan stað virðast þeir ekki koma auga á það að þeir sem keppa í mörgum greinum á svona móti standa í veginum fyrir öðrum, þeir, eða þeir sem því ráða verða óbeint til þess að halda öðrum íþróttamönn- iira, ef til vill ungum efnivið utan við keppnina, utan við | möguleikann að komast. að,1 vera með. * Takmarka þátttöku við ákveðuin fjölda gi-eina Flestöll stigamótin hafa verið hálfgerð misnotkun á mönnum og nærri alltaf hafa menn ver- ið óánægðir með þetta fyrir- komulag, en af einhverjum á- stæðum ekki viljað hætta við það. Ef frjálsíþróttamenn tækju upp þann sið að binda þátt- töku manna þannig, að þeir mættu taka þátt í t. d. 3 keppn- isgreinum og svo boðhlaupum, mundi svipur mótsins verða allt annar. Hinir góðu mundu einbeita sér betur, nýir menn mundu komast að, og ef til vill fá aukinn áhuga, þeir kæmu með i það að afla félagi sínu stiga sem þeir hafa ef til vill ekki ger.t svo fnikið af áð- ur, þeir fengju aukið sjálfs- traust og mundu í flestum til- fellum leggja meira að sér að æfa undir slíka keppni þar sem þeir vita að með þeim er reikn- að. Margt fleira mætti benda á í sambandi við framkvæmd mót- anna. sem virðist hafa misst alla þá tækni, sem um eitt skeið var orðin töluvert mikil enda komu þá fleiri til að horfa á úrvalsmenn þeirra tíma, þó afrek þeirra séu ekkert betri en þau sem í dag má sjá. Frjálsíþróttamenn eiga það líka skilið. að mót þeirra séu sett vel- á svið, þeir æfa allra manna bezt, os hvað það snert- ir leggja mest að sér og árang- ur þeirra er líka það bezta sem við höfum upp á að bjðóa. Þetta er mál sem forráðamenn. frjáls- íþrótta verða að taka föstum tökum og finna aðra skipan á málunum ef beir ætla að halda vináttu við fólkið, og aðdáun þess. Frjálsar íþróttir hafa ekki efni á þvi að virða það vinfengi að vettugi, það hefur engin íþróttagrein. Fyrir dyrum stendur nú aðal- mót ársins i frjálsum íþróttum, s.s. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum, sem fei farm núna um helgina. í þetta sinn er það einnig mótið sem ef til vill verður það sem sker að mestu úr um það hvaða menn fara til Stokkhólms til þátttöku í Evrrópumeistaramótinu sem þar fer fram um 20. ágúst. Verður gaman að fylgjast me<5 þvi hvernig að því verður staðið, að framkvæma það. Hvort forráðamenn mótsins ins geri eins og gert var fyrir nokkuð mörgum árum að þeir tali við blaðamenn um það sem á að gerast, augiýsi það eins og á að gera, en frá því hefur ver- ið horfið um nokkurra ára skeið nema þá með stuttum og ómerkilegum klausum sama dag og það á að fara fram. Það er byrjunin á því að ná til fólksins. Áframhaldið er svo úti á velli, að mótið fari þannig fram að fólkið sem haft var samband við fyrir milligöngti blaðanna skemmti sér, í stað þess að láta sér leiðast. Að það standi sem sagt var, og með því forðast að það verði fyrir vonbrigðum. Við sjáum hvað setur. TSB^- Bbiií) ÍK fÞRÓTTIit Wmtiom mmuum ** ¦** • «.^-^*A i 3 Þjéðverjar hlaupa 106 má 10.2 Á meistai-akeppnjnni í Vest- ur-Þýzkalandi sem fram fó'r um helgina, náðist góður árangur í ýmsum greinum. Þeir.Heins Fútterer og Arm- in Harry hlupu 100.m á 10.2 í . undanrásum, en í úrslitvim vann Manfried Gei*mar á 10.2 en hafði.í undanrásum .10.4, Arm- in Harry fékk 10.2 í úrslitunum en var sýnimun á eftir Germar. Af öðrum úrslitum má nefna: 400 m hl. Karl Kaufmann 46.9; 800 m hl. Paul Schmith 1.49.4; Hástökk Theodor Pell 2.02; 400 m grindahl. Helmut Janz 52.3; Langstökk Manfred Molzberger 7.72; Kúluvarp Hermann Lingn- au 17.12; 4x100 m ASV, Köln. 'ás' 2—4 herbergja íbúð óskast til leigu. Upplýsingar í síma 17500. AÐALFUNDUR Flugfélags íslands h. i. verður haldinn í Kaupþingssalnum '} Reykjavk, föstudaginn 25. júlí og hefst kl. 2 e. h. D A G S K R Á : j 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar fyrir fundinn verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4. Stjórnin. TfiTRA—eigendur Cylindrar og stimplar í TATRA nýkomnir. — SKODA—verkstæðið við Kringlumýrarveg, ámi 32881. rr ¦"^'"^"i'Ttj Þjóðviljinn óskar eftir l útsölumönnum til að sjá um dreifingu og innheimtu fyrir blaðið á eftirtöldum stöðum: Patreksíirði * Bíldudal ^ \'] Bolungavík ~ }-'^f Húsavík Rauíarhöín ^ Eskifirði Góð ómakslaun greidd. Upplýsingar í skrifstofu blaðsw ins, Skólavörðustíg 19, sími 17-500. Þjóðviljinn Nú geta allir eignazt listaverk i BiBpBIIlÍPlfplpl;;^ Málverkaprentanir Helgafells munu eiga mikinn þátt ,í þjóðar- I úppeldinu á náestu árum. Látið ungling- ana alast upp í náinní. sambúð við meistara Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson, Scheving og aðra stórbrotna myndlistarmenn okkar. -— 1 Látið börnin strax læra að kynnast mynd- list, drekka áhrif henn- ar í sig eins og móður málið. Málverkaprentair okkar njóta sín til fulls í litlum herbergjum. Gefið krökk- unum myndirnar jafnótt og þær koma. Nú eru til myndir eftir Ásgrím, Kjarval, Jón Stefánsson, Schev^ ing, Þorvald, Svavar, Þórarinn Þorláksson og Engii- berts. Helgaf ell, Unuhúsi Veghúsasljg 7 — (Sími 16837) \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.