Þjóðviljinn - 25.07.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1958, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 25. júlí 1958 f IH6BVIIJ1NN Út^efand!: Samelnlngarflokkur albýBu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sígurjónsson, Guðmundur Vigfásson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V. ^^ðþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- gre*ðsla. aug!*singar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Símt: 17-500 (5 lLnur) — Áskrlft©.rverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann- arsstaðai. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Hræsnisáróður TT'ngan undrar þótt Morgun- blaðið minnist þess að þessa daga eru tvö ár liðin síðan óhappastjórn Ólafs Thors hrökklaðist úr valda- sessi. Þetta er lí.ka gert í forustugrein blaðsins í gær. Þar er núverandi ríkisstjórn send kveðja í tilefni þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í tvö ár verið utan ríkisstjórn- ar. Ekki leynir það sér að þetta timabil hefur reynt á taugar og skapsmuni forkólf- anna í Sjáifstæðisflokknum telja þeir nú flest horfa til hins verra. Og vitanlega er það vegna þess að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki haft tækifæri til að móta stjórnar- stefnuna! Einkennilegar eru þær á- sakanir sem Morgunblaðið ber fram rikisstjórninni til dómsáfellis. Ekki út af fyr- 'ir sig vegna þess að ekki séu . æmar ástæður til að finna að störfum hennar og þó öllu fremur þvi sem hún ’hefur lát- ið ógert. En það sem gerir ásakanir Morgunblaðsins furðuiegar og máttlausar í senn er sú staðreynd, að sjálfur er Sjálfstæðisflokkur- inn andvígur þeim málefnum sem rí.kisstjórnin er ásökuð fyrir að hafa brugðizt. Morgunblaðið sendir ríkis- isstjóminni í fyrsta lagi tóninn út af hernámsmálun- um og bendir réttilega á að ekki hafi verið staðið við fyr- irheitið um brottför banda- ríska hersins. Er þetta og ai- kunnugt og þarf ekki um að deila. I þessu etórmáli hafa samstarfsflokkar Alþýðu- bandalagsins brugðizt og til bessa komið í veg fyrir fram- kvæmd þess. Og þeir hafa í því efni ekki aðeins brugðizt samstarfsflokki í ríkisstjórn heldur einnig sínum eigin um- bjóðendum sem þeir hétu há- tíðlega fyrir kosningarnar 1956 að losa þjóðina við her- námið í samræmi við sam- þykkt Alþingis frá 28. marz 1956. En hefur Morgunblaðið og flokkur þess siðferðilegan rétt til að setja sig i dómara- sæti í hernámsmálunum ? Tæp- iega verður það talið. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið fomstuflokkur hemámsafl- anna frá upphafi og enn í dag er það yfirlýst stefna flokksins að standa á verði xim hemám landsins. Hann er eini stjómmálaflokkur lands- ins sem hefur þá yfirlýstu stefnu að Island skuli um ófyrirsjáaniega framtíð látið Eandarikjunum í té sem her- stöð. Þá missa ásakanir Morgun- blaðsins ekki síður marks a.ð þvi er varðar efnahagsmál- in og samvinnu rikisstjómar- ar við verkalýðssamtökin. I stjórnartíð Sjálfstæðisflokks- ins var slíkt samráð við verkafólk og samtök þess al- gerlega óþekkt fyrrirbrigði. Og svo hefur forkólfum flokksins verið þessi samvinna rikis- stjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna um lausn efna- hagsmálanna ógeðþekk að þeir hafa ekki átt nógu sterk orð til að fordæma hans. Minnast menn áreiðanlega digurbarkalegra ummæla Ól- áfs Thors og Bjarna Bene- diktssonar um þá óvirðingu, sem Alþingi og alþingismönn- um væri sýnd með þvi að ræða efnahagámálin við forustu- menn verkalýðssamtakanna áður en þau væru flutt i full- búnu frumvarpsformi inn á Alþingi. Hefur Sjálfstæðis- flokkurinn sjaldan á seinni ámm sýnt svo greinilega hug- arfar sitt til verkaiýðssamtak- anna. Og svo þykist Morgun- blaðið hafa efni á að gagn- rýna að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við samtök verkafólks og ekki nægilegt tillit tekið til vilja þeirra. Já, öðram fórst en ekki þér, mætti í þessu efni mæla til hræsnara Morgunblaðsins. Tj’kki tekur betra við fyrir Li þá Morgunblaðsmenn að því er snertir verðlagsmálin. í þeim efnum var af hálfu ríkisstjórnarinnar gert mjög merkilegt og virðingarvert á- tak með framkvæmd stöðvun- arstefnunnar meðan farið var að ráðum Alþýðubandalags- ins og verkalýðssamtakanna. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi þeirri viðleitni fullan fjand'- skan og espaði bæði til verð- hækkana og kaupkrafna. Beitti hann sér einkum að<* því er hið síðar talda varðar meðal hálaunamanna og varð í sumum tilfellum óþarflega ágengt. Verðbólguþróun sú sem nú er hafin að tilstilli Framsóknar og Alþýðuflokks- ins er því sannarlega sizt á andstöðu við vilja forkólfa Sjálfstæðisflokksins, þótt hitt skuli ekki í efa dregið að þeir hefðu kosið þá þróun enn etór- felldari, t.d. með framkvæmd þeirrar allsherjar gengislækk- unar sem er hugsjón auðkýf- inga og verðbólgubraskara íhaldsins. T oks er svo ásökunin um að fyrirheitið um togarakaup- in hafi verið svikin. Ekki verður um það deilt enda hef- ur sú skammsýna afstaða Framsóknar og Alþýðuflokks- ins verið harðlega gagnrýnd af Aiþýðubandalaginu. En hefur Sjálfstæðisflokkurinn efni á hneyksluninni ? Var ekki formaður hans, Ölafur Thors, sjávarútvegsmálaráð- herra þau átta ár sem enginn togari var keyptur til lands- ins en í þess stað 5000 bílar? Og var það ekki undir forustu ,Bandaríkin munu aðeins uppskera skömm og skaða4 Kurr á Bandaríkjaþingi vegna íhlutunar- innar í Líbanon Bandaríkin munu baka sér óvináttu um langa framtíð með aðferðum sínum í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs, segir Richard Russell, einn af helztu áhrifamönnum i þingflokki demókrata í öldungadeildinni. Russell, sem er formaður her- málanefndar öldungadeildarinn- ar, sagði ræðu á þingi upp- gjafahermanna í Macon í Ge- orgiafylki, að sitt álit væri að landganga Bandaríkjahers í Líbanon myndi ekki hafa í för með sér kjarnorkustyrjöld, en sér myndi ekki koma á óvart þótt af þessu atferli hlýtist fjandskapur og úlfúð um langa framtíð. Röng stefna Russell sagði að í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs væri nú komið eins og komið væri, vegna þess að Bandaríkjamenn hefðu árum saman fylgt þar rangri stefnu. Rússar hafa sýnt raunsæi en við höfum^sýnt óraunsæi, sagði hann. is> Russell *spáði þvi að löng hernaðarátök myndu hljótast af tilraun af hálfu Bandaríkj- anna til éb brjóta Irak undir Hussein Jórdanskonung. Huss- ein gerir tilkall til yfirráða yfir Irak að Feisal frænda sín- um látnum. IBrezkt herlið hefur verið flutt til Jórdans að beiðni Husseins og Bandaríkjastjórn sendir honum fé og vopn í stórum stíl. ic Mikil óánægja New York Times skýrir frá því að ríieðal þingmanna á Bandaríkjaþingi ríki megn ó- ánægja með ákvörðun Eisen- howers að senda her til Líban- ons en margir þingmenn skirr- ist við að deila á forsetann op- inberlega, vegna þess að þeir vilji ekki láta líta svo út, sem þeir séu að veikja aðstöðu Bandaríkjahers og ríkisstjórn- arinnar út á við. þessa sama Ólafs Thors sem bátafloti landsmanna rýrnaði ár frá ári vegna framtaks- leysis hans og viljaleysis til að byggja upp heilbrigt ís- lenzkt atvinnulíf. Jú, svo sgnnarlega, og í þessu efni hafa orðið alger umskipti s) ð- an Ólafur hröklaðist úr valda- sessi og Lúðvík Jósepsson tók við stjórn sjávarútvegsmál- anna. Það er vissulega aumur mál- flutningur sem Morgun- hlaðið temur sér og vart yrði hann Sjálfstæðisflokknum til framdráttar hefðu samstarfs- flokkar Alþýðubandalagsins manndóm til að standa við fyrirheit stjórnarsáttmálans. Það er hart að vanefndir þeirra á mikilsverðum atriðum stjómarsáttmálans skuli þurfa að verða þeim mönnum ádeilu- efni og vopn á ríkisstjómina sem andvígir hafa verið allri stefnu hennar frá upphafi og jafnan hafa viljað veg hennar sem minnstan. Það er sannar- lega mál til komið að slíkum vinnubrögðum linni. Blaðið segir að sex af full- trúum_ demókrata i utanríkis- málanefnd öldungadeildarinnar telji hernaðaríhlutun Banda- ríkjanna í Líbanon mesta óráð. í þeim hóp eru Mansfield, Ful- bright, Humphrey og Morse. Mansfield, sem er annar æðsti embættismaður í þingflokki demókrata í öldungadeildinni, hefur gagnrýnt bandarísku í- hlutunina í Líbanon í þingræðu. Kurr er einnig í þingflokki repúblikana vegna hernaðarað- gerðanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hefur Cooper, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi, látið svo ummælt, að Bandaríkin muni ekkert hafa nema óvin- áttu upp úr því að reyna að streitast gegn þjóðernisstefnu araba. Friðarþliiglð mótmælir árásinni á Líbanon Á friðarþinginu sem haldið var í Stokkhólmi í síðustu viku var eftirfarandi samþykkt gerð með lófataki: „Þingið um afvopnnn og sam- komulag milli þjóða hefur fregnað að bandarískt herlið hafi gengið á land í Líbanon, sem er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þessi árásaraðgerð er þeim mun óafsakanlegri sem hún er gerð eftir að framkvæmdastjóri SÞ og eftirlitslið SÞ hafa lýst yfir að átökin í Líbanon séu algert innanlandsmál. Þingið mótmælir eindregið aðförum sem em brot á sátt- mála SÞ. Jafnframt varar það við að friðnum er stefnt í voða og sjálfstæði ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs ógnað, var- ar við samdrætti bandarískra, brezkra og tyrkneskra her- sveita og fyrirætlunum um að beita Bagdadbandálaginu til á- rásar gegn sjálfstæði Iraks. Þessar aðfarir ógna ekki að- eins þjóðunum við botn Mið- jarðarhafs, þær kalla yfir allan heiminn hættu á kjarnorku- styrjöld. Þingið heitir á allar þjóðir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þessa árás og íhlutun og til að binda endi á viðureign, sem stofna mun framtlð mannkyns- ins í voða fái hún að breiðast út“. ------------------------------* Heyskaparannir Tímans — Heyannir, íornt og gott orð — Orð, sem eru að hverfa úr talmáli — Orðfæðarstefna S. B. SKRIFAR; „Allir íslend- ingar þekkja orðið heyannir. Orðið er fornt og hefur þó dug- að vel til þessa. Nú hafa þeir Tímamenn hugsað sér að bæta orðið og heitir þá heyvinnan lieyskaparannir, í stuttri grein um heyöflun kemur þetta orð fyrir a. m. k. þrisvar sinnum. Heyskapur í einhverri mynd er nefndur á einum fimmtán stöð- um í greininni, og virðist greinarhöfundur ekki kunna önnur orð um þetta starf. Sennilega verður orðið heyskap- arannir séreign Tímans til sönnunar því hversu fer, þeg- ar blaðamejm þar ætla að skapa málið í sinni mynd“. Serinilega hefur blaðamaður- inn, sem skrifaði greinina ver- ið í tímahraki og í svipinn ekki komið fyrir sig orðinu hey- annir, en hins vegar rámað í orðið heyskap, og til þess að auðvelda sér samningu greiriarinnar freistast til að nota það allsstaðar, þar sem nefna þurfti heyvinnu af ein- hverju tægi. Heyskaparannir er , óiíkt stirðbusalegra orð en heyannir, -sem mér þykir jafn- an fallegt orð. Áreiðanlega kunna a.m.k. sumir blaðamenn Tímans góð skil á fjölbreyttara orðavali um heyvinnuna en fram kem- ur í nefndri grein, en aftur á móti er ég engan veginn viss um að allir íslendingar þekki orðið heyannir; mig grunar að yngri kynslóðin, t.d. kaupstaða- æskan mundi „gata“ á orðinu á prófi. Það er urri. þetta orð eins og mörg önnur forn og góð orð, að þau heyrast sjald- an orðið í talmáli og varla nokkurn tíma í máli útvarps- ins eða blaðanna, sem hafa ae greinilegri áhrif á orðaforða og málsmekk fólks. Einkum á þetta við um orð, sem merkja ýmis áhöld eða amboð, sem notuð voru við sveitastörfin áður fyrr, eða voru á annan hátt tengd lífinu í sveitinni. Eftir að þessi orð eru ein- göngu orðin til í bókmáli, er hætt við að merking þeirra týnist, og fóik hætti að kunna skil á þeim. í þessu sambandi má geta þess, að nýjungum í lestrarkennslu (og annarri kennslu reyndar lika) hefur fylgt eins konar orðaforða- stefna; byrjendabækurnar hafa verið á einhvers konar bama- máli, sömu orðin endurtekin í þaula, og reynt aS forðast erfið eða torskilin orð; orða- skipun oft óeðlileg: t.d. Una sá ól Lása; Ari tók bíl Óla, o.s.frv. Þetta kann að hafa Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.