Þjóðviljinn - 25.07.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.07.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. júli 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 m ' Flestum mún í fersku minni febrúaratburðirnir í Tékkó- slóvakíu 1948 þegar hægri sinnuð öfl í borgaraflokkun- , um gerðu tilraun til að rjúfa þá þjóðlegu einingu sem tókst að mynda eftir að landið hafði verið frelsað undan oki naz- ista. Ríkisstjómin undir for- ustu Klements Gittwalds, að- alritara Kommúnistaflokksins, vann að margháttuðum fram- förum og félagslegum umbót- um. 1 henni áttu sæti aulc fulltrúa kommúnista og sósíal- demókrata fulltrúar þessara hægri flokka: Þjóðlega sósíal- istaflokksins, flokks borgara- stéttarinnar í Bæheimi og Mæri, Þjóðflokksins, sem studdur var af kaþólsku kirkjunni og Lýðræðisflokks Slóvakíu, flokks borgarastétt- arinnar í austurhluta Tékkó- slóvakíu. Ennfremur áttu sæti í 'stjórninni tveir utan- flokkamenn, Jan Masaryk, utanrikisráðherra og Lúðvík Svoboda, landvarnaráðherra. Stjóm þessi hafði ákveðna róttæka stefnuskrá og gekk samstarfið greiðlega í fyrstu. En smátt og smátt urðu hægri flokkamir tregari til samstarfs og reyndu að hregða fæti fyrir hinar rót- tækari framkvæmdir, þótt þeir hefðu áður á þær fallizt. Hörðnuðu átökin mjög i upp- liafi ársins 1948, en þau at- riði eem einkum ollu ágrein- ingi voru: NÝ stjórnarskrá, sem ákveðið hafði verið að ganga frá fyrir kosningar sem fram áttu að fara á ár- inu, ný lög um almannatrygg- ingar, skipting stórjarða, end- urbætur á skattakerfinu o. fl. ' en öll þessi atriði voru bund- in fastmælum í stjómarsamn- ingnum. Einnig varð ágrein- ingur um krr'fur alþýðusam- takanna um bætt lífskjör. Andstæðingar þess að stjórnarsamningurinn yrði haldinn og efndur fyrir kosn- ingar voru ! miklum minni- hluta í ríkisstiórninni. Þeir héldu þó afstöðu sinni til streitu. Grinu þeir til þess ráðs að r.iúfa stjórnarsam- vinnuna í stað þess að halda gerða samninga og notuðu sem átyllu að innanríkisráð- herrann Václav Nosek, hefði ráðið nokkra kommúnista í lögregluliðið, en Kommúnista- flokkurinn var þá þegar lang- stærsti flokkur landsins. — ’ Kröfðust hægri menn þess að þingræðinu yrði vikið til 1 hliðar og skipuð „sérfræðinga- stjórn“. Eins og vænta mátti neit- T rtðu vinstri flokkarair að fallast á þessar kröfur og 1 sátu ráðherrar kommúnista og sósíaldemókrata um kyrrt ‘ í stjórninni, en þeir tveir • flokkar höfðu fengið hreinan meirihluta með þjóðinni við siðustu kosningar og skip- •-uðu meírihluta ráðuneytisins. * Jafnframt vom haldnir geysi- f jölmennir almennir fundir og 'kröfugöngur þar sem kraf- izt var efnda á stjómarsamn- 'ingnum, en vanefndir og upp- hlaup hægri manna hafði vak- Ið mikla reiði meðal almenn- ings og haft í för með sér fjöldaúnsagnir úr flokkum þeirra. Jafnframt hafði Komm únistaflokkurinn vaxið geysi- lega. Næstu mánuði á undan þessum atburðum höfðu geng- ið í hann að meðaltali um 50. Frá 11. þingi Kommúmstaflokks Tékkóslóvaluu, sem lialdið var í Prag, 18. til 21. júní síðastl. Guðmundur Vigfússon: Efnnhagsþróunin í Tébkóslóvflbíu 000 á mánuði og taldi hann um hálfa aðra milljón meðlima og var fjölmennari en allir aðr- ir flokkar til samans. Ofan á allt annað komst upp um við- tækt samsæri nokkurra for- 'kólfa hægri flokkanna, sem haft höfðu leynisambönd við landflótta kvislinga, sem dæmdir höfðu verið fyrir landráð. Höfðu þessir hægri menn jafnframt verið i makki við fulltrúa bandariska auð- valdsins þar eystra. ★ Úrslit stjómarkreppunnar urðu þveröfug við fyrirætlan- ir afturhaldsins. Markmið þess var að hrekja Komm- únistaflokkinn út úr ríkis- Klement Gottvald, aðalritari Kommúnistaflokksins 1929—1953 stjóminni í samræmi við samskonar þróun í Vestur- Evrópu sem fram fór að til- stilli auðvalds Bandaríkjanna og aðstoðarmanna þess í við- komandi löndum. Hin öfluga alþýðuhreyfing í Tékkóslóvak- íu skyldi sett til hliðar, áhrif hennar á þjóðlíf og stjórnar- athafnir þurrkuð út. Þetta fór allt á annan veg en ætlað var. Verkalýður landsins, og þá ekki sízt verkalýðurinn í. höfuðborginni Prag, svaraði afturhaldinu ekHi aðeins með stórkostlegum útifundum og kröfugöngum heldur og með allsherjarvérkfaili til þess að leggja áherzlu á þær kröfur sínar að stjórnarstefnan yrði framkvæmd undanbragðalaúst og að áhrif hans minnkuðu ekki heldur ykjust innan rík- isstjórnarinnar. Þessum átökum lyktaði á þá leið, að rikisstjórnin var endurskipulögð á mjög breið- um grundvelli. Benes forseti fól Klement Gottwald, aðalrit- ara Kommúnistaflokksins, endurskipulagningu stjómar- innar, en hann var einnig forsætisráðherra samsteypu- stjórnarinnar sem hægri mennirnir vildu feiga. Var nú ráðherrunum 12 sem sagt höfðu af sér veitt lausn frá störfum en nýir menn skipað- ir í þeirra stað. Fengu vinstri flokkamir, kommúnistar og sósíaldemókratar, talsvert meiri itök í hinni nýju stjórn en beirri gömlu, en allir hægri flokkarnir stóðu einnig að fítiórninni, það er að segja þeir hlutar þeirra sem standa vildu við hinn upphaflega stjórnarsamning. í þessu nýja ráðuneyti sem Gottwald myndaði fengu 'sæti ellefu ráðherrar úr Kommún- istaflokknum, þrir sósialdemó- kratar, tveir frá Þjóðflokkn- um og Þjóðlega sósíalista- flokknum hvorum um eig, einn , frá Lýðræðisflokki Slóvakíu, ' einn frá Freisisflokknum, • tveir ráðherrar tilnefndir af miðstjórn Alþýðusambandsins, annar kommúnisti, hinn sósjV aldemókrati, og tveir utan- flokka eins og áður, þeir Jan Masaryk, utanríkisráðherra og Lúðvík Svoboda, landvama- ráðherra. Klement Gottwald lagði stefnuekrá undurskipulögðu stjórnarinnar fyrir þingið 10. marz og bað um traust þess. Allir viðstaddir þingmenn, 230 talsins af 300, sem sæti áttu á þingi, greiddu stjórninni at- kvæði. Af stuðningsmönnum stjórnarinnar vom 144 komm- únifítar, 39 sósíaldemókratar og 47 úr öðmm flokkum. Þessi átök í Tékkóslóvakíu og úrslit þeirra urðu á sín- um tíma tilefni mikilla blaða- skrifa og æsinga víða um heim. Þessar æsingar náðu einnig hingað til Islands eins og margir muna. Tilefni þeirra var heift hinna banda- rísku afturhaldsafla, sem gerðu sér vonir um að hægt myndi að hrifsa völdin með auðveldum hætti úr höndum alþýðunnar í Tékkóslóvakíu. Þetta tilræði mistókst og þess vegna ærðist afturhaldið og lét öllum illum látum. Alþýðan í Tékkóslóvakíu og flokkar hennar kunnu tökin sem dugðu til að hrinda áhlaup- inu og tryggja framgang þeirrar stefnu sem samið hafði verið um og bæta átti aðstöðu hennar og lífskjör. Undir fomstu þeirrar þjóð- fylkingar verkalýðsins og framfaraaflanna, sem hlaut eldskírn sína í hinum örlaga- ríku febrúarátökum 1948, hef- ur tékkóslóvakiska lýðveld- ið sótt fram síðan á öllum sviðum þjóðlífsins. Sterkasta aflið í þjóðfylkingunni er óum- deilanlega Kommúnistaflokk- urinn, er fyrir allmörgum ár- um hefur sameinazt vinstri armi sósíaldemókrataflokks- ins og hefur því tvímæla- laust nú verulegan meiri- hluta þjóðarinnar á bak við sig. Er fyrrveranöi leiðtogi sósíaldemókratanua. Zdenek Fierlinger, nú forseti tékk- neska þingsins o°- varafor- sætisráðherra i rf’össtjórn- inni, og hann á eirm;g sæti í miðstjórn og t framúvæmda- nefnd Kommúnistarrvkksins. Einnig eiga sæti í miðstjórn- inni f'—r-'nm-xíí '•—pormað- ur .s^síalö^mókratafiokksins, og fleiri fvrrverandi forustu- menn þess flokks. Aðrir stjórnmriiaflokkar landsins standa einnig að þjóðfylkingunni, en grimdvöll- ur samkomulags þe;rra og samvinnu hefur ve’-'ó frá upphafi og er enn r* bvggja unp eósialiskt þjóðfé'ag í Tékkóslóvakíu. Um em allir flokkarnir sammála. Var, lögð áherzla á s’m- stöðu allra stiómm-’af'okka landsins á 11. þinsri Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu, er haldið var í, Prag 18.-21. júni s.l. en þar fluttu fulltrúar allra samstarfsflokkanna ám- aðaróskir og kveðjur til Kommúnistaflokksins, fóm miklum viðurkenningarorðum um foruetuhæfni hans og dugnað í uppbyggingarstarf- . inu og létu hið bezta. af sam- vinnunni innan þjóðfylkingar- innar og um stjóm landsins. s r s r- ■ Hvaða árangri hefur þá þjóðfylkingin, undir forustu Antonín Novotny, forseti Tékkóslóvakíu, aðalri’tari Kommúnistaflokksi ns Kommúnistaflokksins, náð við uppbyggingu sósialisks þjóð- félags í Tékkóslóvakíu á þessum tíu árum? Hér verður ekki leitast við að svara þeirri spurningu tæmandi, en drepið skal á nokkur atriði til fróðleiks og þá fyret og fremst stuðst við þær upplýsingar er fram komu á flokksþinginu í Prag, eink- um í ítarlegri yfirlitsræðu Antoníns Novotnys, forseta Tékkóslóvakíu og aðalritara Kommúnistaflokksins. Nú, 10 ámm eftir febrúar- atburðina 1948, er efnahags- líf landsins að langmegtu leyti komið á sósíalískan grundvöll. Iðnaðurinn hefur verið þjóðnýttur, sömuleiðis bankastarfsemi og verzlun. Smásöluverzlunin er þó yfir- Framhald á ?, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.