Þjóðviljinn - 25.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.07.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. júli 1958 — ÞJÓÐVILJINN C7 z H a n s 5 c pi j. 1 B 1 o ulltrúinn sem hvarf igsþróunin í Tékkóslóvakíu — Því miður er víst enginn vafi á þvi Þér hljótið aö þekkja rithönd hans. Og það er hægt að bera hana sam- áh við önnur bréf. Hver setti líka að hafa áhuga á að skrifa falsbréf? Það er bara svo furðulegt að ekki skuli vera tilgreind nein gild ástæða. Það er ómögulegt að íinna neitt tiíefni til þessa verknaðar. — — Já, en haldið þér að um nokkurn vafa geti verið að ræða? Þér hljótið að skilja að' ég er búin að ganga frá öllu. Eg er búin að setja tilkynningu i blaðið — stutta og látlausa, alveg eins og hann hefði viljað. Og ég hef þurft að standa í svo mörgu. Eg verð að hugsa um sorgina — sorgarbúninginn, sjáið þér til. Þér vitiö 'hvað alltaf er mikið tilstand í sambandi við dauðsfall. — Það var alveg eins þegar tengdafaðir minn dó------- Gegnum dyrnar sá lögreglumaðurinn inn í borðstof- ¦una. Hún var mjög löng og dálítið homskökk. Glugg- •jnn var í horni og það lagði ekki mjkla birtu inn úr húsagarðinum. Þar voru dökkar þiliur og 'eikarskápur. Á matborðinu stóð saumavél. Og þar var breitt úr svörtum fatnaði. Yfir einn stirðlega stólinn héngu nokkrir kjólar. Frúin fylgdi augnaráði hans. — Ó, •bér verðið að fyrirgefa allt þetta drasl. Eg var einmitt að sauma þegar þér hringduð. Eg er bjíin að spretta krögum og líningum af nokkrum kjólum. Það á að send^. þá' í litun. Eg vonast eftir sendlinum á hverri stundu. Eg hélt það væri hann sem var að koma. Það á að lita þá svarta.------- En segið mér, haldið þér að nokkur vaf i geti verið á því að það hafi verið maðurinn minn, sem-------að það sé hann sem er dáinn? — Hún þreif í handlegg lögreglumannsins. — — Þér verðið að segja mér það! Þér verðið að vera hreinskilinn!-------Er hugsanlegt að hann sé alls ekki tíáinn? Að hann sé kannski á flakki einhvers staðar 'og sé búinn að missa minnið? Eða eitthvað enn ann- að'? Og að það sé annar maður sem hafi látizt þama úti á almenningnum? — Eða getur það verið að hann hafi ekki framið siálfsmorð? Að einhver annar-------- Að hann hafi verið myrtur? VII Lögreglumaðurinn reyndi með lempni að losa tak heruiar. — Nei, nei, frú. Það.er alls ekki álit mitt. Eg álít a,ðeins að enn sé margt óupplýst. Við getum ekki fund- iö neitt tilefni, enga skýrihgu. Þess vegna verðið þér að segja mér alit. Þér megið ekki leyna mig neinú. Þér verðið að vera rólegar og bera traust til okkar. Það sem þér trúið lögreglunni fyrir, fer ekki iengra. — — Já, en Iivað viljið þér að ég segi yður? — —Þér megið ekki verða reið þótt ég gangi hreint til verks. Þér verðið að svara mér hreinskilnislega. — Eruð þér alveg vissar um að maðurinn yðar hafi ekki------- hafi ekki átt neina vinkonu utan heimilisihs? Hafið þér aidrei haft grun um það? — Frú Amsted leit á hann með vanþóknun. — Á ég í raun og veru að sætta mig við þess konar spurningar? Á ég að liða þær? Hér á mínu heimiii? —. Á hans heimiii! — — Þér megið ekki taka þetta þannig, frú. Eg er neydd- ur til að spyrja svona. Eg verð að-fá að vita allt. Það er öllum í hag að málið upplýsist. Oe; það má"ekki gleyma bréfinu til ráðuneytisins. Bréfinu sem kom rétt áður en maður yðar fór af skrifstofunni og virð- ist hafa komið honum í nokkra geðshræringu. — — Eg get aðeins sagt yður að maðurinn minn lifði aðeins fyrir mig. Mig og Leif..— Heimilið. — Það var allt hans líf! — . — Og þér hafið enga hugmynd um, hver skrifað iief- ur þetta bréf sem sent var á skrifstofuna? — — Nei, alls enga. Það er alveg óskiljanlegt. Hann hefur aldrei leynt mig neinu. Það kom aldrei neitt fyrir sem hann sagði mér ekki frá. — — En það virðist þó auglióst að eitthvað samband hefur verið milli þessa dularfulla bréfs og hins ömur- lega tiltækis manns yðar. Það væri mjög mikils virði ef við kæmumst á snoðir um innihald bréfsins eða hver hefðl skrifaíT bað. Grunar yður alls ekki neitt? Getið bér ekld ífe yður détta neitt í húg? — Framhald af 5. síðu. leitt í höndum samvinnufé- laga og bæjarfélaga. Á undangengnum 10 árum hefur orðið mj'g hröð upp- bygging í iðnaðinum. Einnig hefur samgöngum og íbúða- b>-ggingum fleygt fram. Fram- leiðsla landbúnaðarafurða hef- ur aukizt og lífskjor alþýð- unnar batntð til muna.. Magn iðnaðarframleiðslunn- ar, sem 1948 var um það bil jafnt þvi sem var fyrir styrj- öldína, hefur þrefaldazt á þessum árum. Er það örari þróun en nokkru sinni hefur þekkzt i kapítalísku landi. í heiztu iðnaðarþróuðu auð- valdslöndunum hefur hin ár- lega aukning iðnaðarins að undanförnu verið 4-6%, en í Tékkóslóvakíu 12%. Hvað snertir magn iðnaðarfram- leiðslu á hvern einstakling er Tékkóslóvakía meðal fremstu landa í heimi. Hröðust hefur iðnvæðingin verið í Slóvakíu. Þar hefur iðnaðarframleiðsla sexfaldazt frá því 1937. Á síðustu tíu árum hefur aukningin verið 15% til jafnaðar á ári. í þessu gaínja landbúnaðarlandi er iðnaðurinn nú orðinn lanjrstærsti atvinnuvegurinn. Sérstök ¦ áherzla hefur verið lögð á að efla þungaiðnaðinn. Miðað við 194^ hefur fram- leiðsla á framleiðslutækjum aukizt um 200^, kolafram- leiðsla 82^. rafmagn 136<"<, hrájárn 117%! stál 97%, framleiðsla á vélum margfald- ast 4—6 sinnum, framleiðsla efnaiðnaðarins 3—7 sinnum. 1,7 milljón hektara lands hef'ur verið skiét milli jarð- næðislausra ^andbúnaðar- verkamanna, snlábænda og miðlungsbænda. _ Auk þess hafa verið sett úpp stór rík- isfeú. Mikill meírihluti smá- bænda og miðlungsbænda hef- ur tekið upi> samyrkjurekstur á sam\dnnufélagagrundA'elli og hefur af háífu hins opin- bera mjög veríð lyft undir þá þróun með þéttriðnu neti af vélastt'-'ðvum. Einkum hefur þessi þróun verið ör síðan 1956. Er landbúnaður Tékka eins og stendur rekinn að tveim þriðju 'hlutum á sam- virkum grundvelli, ýmist i formi samrínnubúa eða rikis- búa. Fyrrnefnda formið er þó algengara og velja bændur það í vaxandi mæli fram yfir ein'staklíngsrekturinn. Á síðustu tiu árum nara fjárfesting alls 215 milljörð- um tékkneskra króna, þar af í iðnaði 92 mill.iarðar, í land- bímaði 24 milljarðar og 47 milliarðar í íbúðabyggingar, heilbrigðismál, menntamál og alþýðutryggingar. Rétt er að hafa í huga, að þessi fjár- festing byggist ekki á eriend- um lánum. Þvert á móti hafa Té'kkar lánað öðrum þjóðum, sem ver voru á vegi staddar, stórar f járupphæðir. Byltingin í atvinnulífinu hefur stóraukið bióoartekj- urnar. Árið 1948 voru bióðar- tek.iurhar um það brl iafhhá- ar og fyrir stríð (97%). Síð- an hafa þær aukizt. ran ca. ¦8% á-ári og hafa tvöMiJast á .tímabiliiiu 1949—1957. Þéssí tvöföldun þjóðarteknanna or- sakaðist bæði af því að tala vinnandi fólks hækkaði og af- köst jukust. Á þessum árum óx tala vinnandi fólks í 6.2 milljónir og afköst í iðnaðin- um í 116%. Hinar stórauknu þjóðar- tekjur hafa einnig haft í för með sér bætt lífskjör alþýð- unnar. En í borgaralega lýð- veídinu voru kj"r hennar næsta rýr, þrátt fyrir all- mikla iðnvæðingu landsins og öfluga og reynda verkalýðs- hre\-fingu. Á þeím árum fór tékkneskur verkalýður heldur ekki varhluta af viðkynning- unni við vofu auðvtldsskipu- lagsins, atvinnuleysið. Komst tala atvinnulausra á kreppu- árunum allt upp í 900 þúsund manns, og urðu oft hörð og mannskæð átök milli atvinnu- leysingjanna og lögreglu og hervalds rikisins, er þeir báru fram kröfiVr ' sinar um at- vinnu og bætt lífskjör. Hin sósialiska þróun í efna- hagslífinu og vaxandi þjóðar- tekjur hafa aukið persónu- neyzluna um 69% á árunum 1948-1957 og félagsleg hlunn- indi jmiskonar um 280%. Meðaltekjur fara hækkandi með hveriu ári, en verðlag hefur lækkað jafnt og þétt eftir að gjaideyrismálum landsíns var komið á traust- an grundvöll. Kaupmáttur verkamannalauna hefur aukizt um meira. en 80^ frá 1937. Tekjur samvínnubúa og ein- stakra. bænda fara os stöð- ugt vaxandi. Framfarir á sviði menníngarmála og fé- lagsmála eru sérstaklega á- berandi í sveitunum. Vinnutíminn hefur verið stvttur í 46 stuntíir á viku h.iá fullorðnum o^ 36 stundir hjá ungiingum. Vegna bættr- ar a.fkomu og aukins heil- brígðiseftirlits hefur meðal- aldur karia hækkað frá þvi f yrir stríð um 14 ár og kvenna um 16 ár. Ibúatala landsins, var 1948 12.265.000 en 1957 13.410.000. Tékkar eru sð vcnum ^tolt- ir af þeirrí hröðu iðnvæðingu. stórauknu þjóðartekjum rjr. ¦bættu lífskjörum sem þróu'1 tmdanfarinna ára hefur færi þióðinni. Og þeir fara ekk' dult með þá skoðun sína að þetta séu ávextir 'sósíalism- ans, talandi vottur íim yfir- burði hins nýja skipulags. Þe«s vesma eru líka allar k- ætlanir þeirra um f ramkvæmd- ir á næstu árum miðaðar við að hraða sem mest hinni sós- íalísku uppbvggingu. Á það var l"gð mikil áherzla á 11. flokksþinginu í ræðum og á- Iv'ktunum. og um. þá istefnu •ríkir fullkomin eining inn- an þjöðfylkingarinnar. Sú staðre\Tid að verkafólk í Tékkóslóvakíu býr nú þegar við einhver beztu lifskjör sem þekkiast í Evrópu gefur glæsi- leg fyrirheit um þá framtíð sem bíður þióðarinnar í því iðnvædda þjóðfélagi sósíal- iskra. skipulagshátta, sem nú er jstefnt að hröðum skrefum með atfylgi yfirgnæfandi meirihhtta þjóðarmnar og und'*r traustri forustu verka- lýðsftettarinnar, Kommúnista- flokksms og þjóðfylkingarinn- ar. SMI'AUídtRB RIKISINS Skialirei vestur um laiid til Ákureyr- ar hinn 30. þ. m. Tekið á móti flutningi til Húnaflóa- og Skagaf jarðarhafna svo og Ólafsfjarðar í dag. Farseðl- ar seldir á þriðjudag. SK0DA Varahlutir í model 1947—1952 ný- komnir.. . I>emparar Framfjaðrir Afturfjaðrir ¦Vatnskassar Startafkr Dynamóar Handbremsuvírar Felgur og M&RGT FLEIRA SKGDA-verkstæðið við Kringlumýrax-veg Simi 32881 KAUPUM alis konar hreiE:tr tuskur 4 Baldursgotu 30 SAMODAR- KORT Slysavarnafélags Islanda kaupa flestir. Fást hjá slysa- vamadeildum um land allt. í Reykjavík í hann- yrðaverzluninrii Banka- strætl 6, Verzlun Gunnþor- unnar Halldórsdóttur, Bóka- verzluninni Sögo, Lang- holtsvegl og í &krf£stoíu félagsins, Gróíin 1. Afgreidd f síma 1-4S-97. Heitið á Slysavaroafélagíð. Þbo bregzt ekkl Laugsveg 2. Símí 11980. Heimasimi 34980. Nú er timi íil a6 mynda barniö. Trúlof un arhringir, Stemhringjr, Hálsraen, 14 og 18 kt. gull. Ferðashrif- stofa Fáls Arasonar, Hafnarstræti 8, sími 1741. Ferð um helgina í Land- mannalaugar, laugairðag klukkan 2. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.