Þjóðviljinn - 26.07.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1958, Blaðsíða 4
4) — MÖÐVILJINN — Laugardagur 26. júlí 1958 í Þióðviuinn Útsrefandl: Samelnlngarnoklcur all>ýðu - Sósíallstaflokkurlnn. — Hltstjórar: Magixús Kjartansson (áb.), Sigurður Ouðmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Biaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfásson, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. Sigurður V. ^rí^sþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- «re*ð3la. augi^singar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). — Askrift&rverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðai. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðviljans. Fisksala og vöruinnflutningur Itjað gerist nú æ tíðara að blöð Sjálfstæðisflokksins viki að því í skrifum sínum nm efnahagsmál og milliilikja- viðskipti að óhagstætt sé fyrir Islendinga að flytja inn iðn- aðarvörur frá Austur-Evrópu- aöndum. Er síðast vikið að þessu í forustugrein Morgun- blaðsins í gær og því haldið fram að bannað sé að flytja inn margar ágætar iðnaðar- vörur frá Norðurlöndum, Eng- landi, Þýzkalandi og Banda- ríkjunum en viðskiptin flutt austur fyrir. Kveður Morgun- blaðið þessar vörur ýmsar hafa reynzt miður vel og vanti mikið á að þessar iðn- aöarvörur að austan séu eins ,,notadrjúgar“ og sambærileg- ar vörur sem áður voru flutt- ar frá vestrinu. V Htanlega er það ekkert ó- ' venjulegt að varningur sé misjafn að gæðum. Þessi vara kann að þykja betri frá þessu landi og önnur frá hinu og fer það nokkuð eftir smekk manna og neyzluvenju. En sá almenni dómur sem Morgun- blaðið fellir um iðnaðarvörur frá sósíaililsku löndunum nær engri átt og er ekki í sam- ræmi við reynsluna eða raun- veruleikann. Einstakar vöru- tegundir þaðan kunna að standa að baki sambærilegum vörum frá einhverju iðnþró- uðu landi í Vestur Evrópu eða Bandaríkjunum. En þetta er alveg gagnkvæmt. Enginn vafi er þó á því að framleiðslu iðnaðarvara og gæðum þeirra fleygir nú mjög fram í öllum sód alísku löndunum. Og sum þeirra, eins og t. d. Tékkó- slóvakía og Austur-Þýzkaland standa fyllilega jafnfætis hin- um gömiu iðnaðarlöndum V- Evrópu á þessu sviði. I7n 'það sem Morgunblaðið * J þarf sérstaklega að skilja er að íslendingar komast ekki iijá því fremur en aðrir að kaupa vörur af þeim þjóðum ;sem fást til að kaupa okkar framleiðsluvörur. Ekki er annað vitað en þeir markaðir fyrir fiskframleiðslu okkar sem tiltækilegir eru í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum séu notaðir til hins ýtrasta. Þjóðin flytur inn vörur frá þessum löndum fyrir þann gjaldeyri sem útflutningurinn til þeirra gefur í aðra hönd. Okkur hefur hins vegar tekizt að vinna mjög mikilsverða markaði fyrir fiskframleiðslu okkar í löndum Austur-Ev- rópu og flytjum inn þaðan i staðinn þær vörur sem við þurfum á að halda og viðkom- aJidi þjóðir hafa á boðstólum. Þessi vöruskipti eru óhjá- kvæmileg og eðlileg. Það er sannarlega ekki við því að búast að við getum flutt inn allar vörur frá þeim löndum sem, ekki taka við nema til- tölulega litlu magni af þeirri útflutningsvöru sem íslend- ingar framleiða. ¥jótt Sjálfstæðisflokkurinn * láti blöð sín hefja rógs- herferð gegn viðskiptunum við sósíalísku löndin hefur þjóðin almennt fullan skiln- ing á mikilvægi þeirra og gildi. Þessi viðskipti gerðu okkur fært að sigra í land- helgisdeilunni við Breta. Lönd- unarbannið í Bretlandi hefði vissulega haft önnur og al- varlegri áhrif á efnahagsl’f íslands en raun varð á hefð- um við ekki á ný unnið þann mikilsverða markað fyrir ís- lenzkan fisk í Sovétríkjunum sem Bjarni Benediktsson eyði- lagði með ofstækisfullri fram- komu sinni meðan kalda stríð- ið stóð sem hæst. Þá er hætt við að brezku ofbeldismenn- irnir hefðu hrósað sigri og getað svelt okkur til hlýðni. Og því skyldi sízt gleymt að þegar vestur-evrópskar „vina- þjóðir“ ókkar undirbúa nú nýjar hefndar- og ofbeldisað- gerðir út af stækkun fisk- veiðilandhelginnar í 12 mílur fara þær ekki dult með að sá þröskuldur sé erfiðastur að ís- land hafi tryggt sér fastan og öruggan markað fyrir verulegan hluta fiskfram- leiðslu sinnar í Sovétríkjunum og öðrum sósíalískum löndum. Þessir sérkennilegu ,,vinir“ okkar játa hreinskilnislega að þessi staðreynd geri þeim ó- trúlega erfitt fyrir um kúg- unaraðgerðir gegn Islending- um. ¥*á er líka vert að hafa það * í huga hve mikilsverð trygging er í því fólgin fyrir íslenzkan sjávarútveg og ís- lenzkt efnahagslíf yfirieitt að hafa unnið markað fyrir veru- legan hluta fiskframleiðslunn- ar í löndum er tekið hafa upp skipulagðan þjóðarbúskap og eru laus við kreppuhættuna. I þesu er fólgin einhver bezta trygging sem íslenzkur sjáv- arútvegur og fiskframleiðsla getur fengið. Við höfum reynsluna af afleiðingum kreppunnar í kringum 1930, þegar saltfiskmarkaðurinn hrundi og atvinnuleysið gekk í garð. Sú reynsla er áreiðan- lega nógu mörgum minnisstæð^ til þess að þjóðin skilji og meti mikilvægi þess að hafa hagstæða og vaxandi markaði í þeim löndum sem búa við kreppulausan þjóðarbúskap. ITitt er svo annað mál og “ óskilt almennum þjóðar- hagsmunum, að Sjálfstæðis- flokksforkólfarnir og Morgun- blaðið hafa sínar ástæður til að sakna þess að allur inn- flutningur Islendinga . komi ekki frá þeim löndum þar sem auðvelt er að fela umboðslaun og gróða af viðskiptunum og Jeinen gerist aðili að Sameiningarlýðveldi Araba. Frá vinstri: A1 Badr krónprins í Jemen, Nasser forseti Sameiniugarlýðveldisius og Kuwatli, i'jrrverandi forseti Sýrlands. Dregnir sparkandi og hrínandi að sainnimraborði rTlólf þúsund bandarískir land- gönguliðar búnir kjarnorku vopnum sitja í Líbanon og 2000 manna brezkt fallhlífalið hefst við í Jórdan, en hverju breytir það í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs? Engu Vestur- veldunum í hag. írak er gengið Vesturveldunum úr greipum, sigur stjórnarbyltingarinnar þar er alger, engir nema fá- mennur lífvörður Feisals kon- ungs veittu viðnám. Vestur- veldin vonuðu að herinn væri klofinn og borgarastyrjöld myndi hefjast, herflutningamir til * Líbanons og Jórdans áttu að gera þeim fært að skerast í leikinn og vinna aftur aðal- virki sitt í löndum araba. Nú er sá draumur búinn og við- brögð Sameiningarlýðveldis araba og Sovétríkjanna virðast ætla að duga til að Vesturveld- in hætti ekki á að beita Tyrk- landi og Jórdan fyrir sig í árás á írak. ¥ jóst er að ofboð en ekki j'fir- vegun hefur ráðið gerðum þeirra Eisenhowers og Mac- millans, tækifærið til að ráð- ast á írak kom ekki, og nú vita þeir ekki hvað til bragðs á að taka. Líbanon og Jórdan eru í sjálfu sér lítils virði fyrir Vesturveldin, þar ér engin olía, og allar helztu oliuleiðslurnar til Miðjarðarhafs Jiggja um Sýrland. Ekki nægir hersetan í þessum tveim löndum heldur til iað afla Vesturveldunum úr- slitavalds í málum nágranna- ríkjanna, þvert á móti hafa skjóta honum undan. Undan þessu er Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn raun- verulega að kvarta fyrir hönd heildsala sinna og flokksgæð- inga sem una því illa að þurfa að stunda heiðarleg viðskipti. En þeir einkahagsmunir eru óviðkomandi almennum þjóð- arhagsmunum Islendinga og mega ekki sitja í fyrirrúmi. Þetta þyrfti Morgunblaðið að reyna að skilja áður en það heídur áfram frekari skrifum um þessi mál. innrásirnar magnað andúð araba á Vesturveldunum, herlið þeirra í smáríkjumim tveimur er svipað á sig komið og sauð- kindur á flæðiskeri. Furstinn í Kuwait, mesta olíuríki við Persaflóa, sem eitt sér fyrir helmingnum af olíunotkun Breta, beið ekki boðanna að leita fundar Nassers og láta í Ijós von um góða sambúð við nýju húsbændurna í nágranna- Erlená tiðiudf ríkinu írak, Svona rættust vonir Breta um að vopnaskak þeirra og Bandaríkjamanna mjmdi stappa stálinu í þjóð- höfðingja furstadæmanna. — Stjóm Saudi Arabíu hefur neit- að Bandaríkjamönnum um leyfi til að fljúga yfir landið með olíu til Jórdans. Reiðinnar í garð Vesturveldanna gætir um öll lönd sem múhameðstrúar- menn byggja. Súdan og Mar- okkó eru þau múhameðstrúar- ríki í Afriku sem vinveittust hafa verið Vesturveldunum. Nú. hafa þjóðþing beggja samþykkt í einu hljóði ályktanir, þar sem árásirnar á Líbanon og Jórdan eru fordæmdar og þess krafizt að herlið Breta og Bandaríkja- manna verði í brott þegar í stað. Reyni Bretar áð búast um í Jórdan til langdvalar híýt- ur að koma til árekstra milli þeirra og þess stóra hluta þjóð- arinnar, sem sameinast vill öðrum arabaþjóðum. Jórdan er gerviríki sem Bretar bjuggu til handa einum gæðingi sínum og úr því sem komið er verður Hussein konungi ekki lengi, sætt á brezkum byssustingjum. 1 Líbánon veit bandaríski inn- a-ásarherinn ekki hvað hann á af sér að gerá... Chamoun for- séti vonaðist til að bandarísku hermennirnir yrðu látnir gera það sem her Líbanons neitaði að gera, brjóta uppreisnina á bak aftur. Bandaríkjastjóm er það þvert um geð, að minnsta kosti rétt fyrir kosningar, ,að láta bandaríska herinn standa í blóðugum bardögum til að skakka leikinn í innanlands- átökum í kotríki fyrjr botni Miðjarðarhafs. Robert Murphy, trúnaðarmaður Dullesar utan- ríkisráðherra, gengur á milli stjórnmálamanna í Beirut mjúk ur í máli og háll í samningum eins og þegar hann átti við þá Darlan, Giraud og de Gaulle í Norður-Afríku á stríðsárunum. Þeir Dulles virðast gera sér von um að takast megi að rétt- læta hemaðaraðgerðimar með þvi að heppnazt hafi að sam- eina stjómmálaforingja í Líb- anon um forsetaefni í stað Chamouns. Vissast mun fyrir Eisenhower að fjölga aðstoðar- utanríkisráðherrum og efla landgönguliðið, ef það á ,hér eftir að vera í verkahring þessara aðila að leysa stjómar- kreppur sem upp kunna að koma einhversstaðar í heimin- um, Tpian Vesturveldanna í lönd- unum fyrir botni Miðjarð- arhafs hefur á einni viku kom- ið þeim í ógöngur, og nú em þau farin að kíta um hverju þeirra þetta sé að kenna. De Gauíle er stó-rmóðgaður yfir að Frakkar, sem eitt sinn réðu yfir Sýrlandi og Líbanon, skuli ekki hafa verið hafðir með í ráðum þegar bandamenn þeirra í London og Washington á- kváðu að beita hervaldi við botn Miðjarðarhafs. Bandarísk blöð og embættismenn í utan- ríkisráðuheytinu í Washington senda brezku stjórninni hnútur fyrir að taka upp bandarísku tillöguna um fund æðstu manna í Öryggisráðinu í þeii-ri mynd að Krústjoff gat fallizt á hana. Macmillan er sakaður um að tefla aðstöðu Vesturveldanna í voða í kapphlaupi við Verka- mannaflokkinn um hylli al- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.