Þjóðviljinn - 01.08.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.08.1958, Blaðsíða 3
Föstuáagur 1. ágúst 1958 — ÞJÓÐVTLJINN — (3 % ÍÞRÓTTIR wrsTJOm ntiMAtta HtiGAsœ Knattspyrnumót íslands leikandi og virkur. Þeir voru lengur að átta sig á hlutunum og þvi fengu þeir samleikinn ekki til þess að fljóta Ijúflega frá manni til pianns, og þó hefði þarna verið tækifæri, á móti liði sem ekki var sterk- ara- en raun var. Keflvíkingar eiga Akranes vann Keflavík fremur slökum leik margt ólært 1 Af fyrri hálfleik og síðasta stundarfjórðungi þess síðari verður ekki annað sagt, en að lið Keflvíkinga hafi komið sterkara til ieiksins en búizt Lið Akraness: Helgi Daníeisson, Guðmund- ur Sigurðsson, Kristinn Gunn- laugsson, Sveinn Teitsson, Jón Leósson, Guðjón Finnbogason, Ingvar Elíasson, Ríkarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Helgi Björgvinsson og Þórður Jónsson. Lið Keflavíkur: Heimir Stígsson, Gunnar Al- bertsson, Garðar Pétursson, Garðar Færseth, Hafsteinn Guðmundsson, Sigurður Al- foertsson, Páll Jónsson, Hólm- steinn Friðfinnsson, Högni Gunnarsson, Emil Pálsson og Skúli Fjalldal. Dómari var Guðbjörn Jóns- son. lendir í Þórði og knötturinn fer 1 markið, 2 : 0. Þetta var of mikið eftir gangi leiksins. I þessum hálfleik sýndu Keflvíkingar við og við tilraunir til samieiks og tókst það oft nokkuð, og miðað við það, að Akranes var mótherj- inn var þetta ekki slæm byrj- un. Að visu léku Akurnesingar eins og fyrr segir, ekki með þeim hraða og krafti sem þeir hafa oft gert í leikjum. 1 síðari hálfleik náðu Akur- nesingar betri tökum á leikn- um, og á 8. min. skorar Þórð- ur Þórðarson eftir góða send- ingu frá Ríkarði. Fjórða mark- ið kom 2 mín. síðar. Var það Guðmundur Sigurðsson sem nær knettinum við éigin víta- téig, hleypur með hann nokkuð var við, og vafalaust eru þeir sterkari en þeir voru i fyrra. Leikmennirnir ráða yfir nokk- urri leikni og sumir góðri, og má þar nefna Pál Jónsson hægri útherjann, sem gerði margt mjög laglega. Skalli | þeirra er ekki góður nema Haf- steins, þar hefur hann engu gleymt, heldur ekki staðsetn- ingum, sem oft voru góðar. Fyrir þessa veilu misstu þeir af marki, en það skeði snemma í l fyrri hálfleik þegar Páll gaf meistaralega vel fyrir og beint á höfuð Högna sem stangaði knöttinn yfir í stað þess að skalla og stýra knettinum í markið sem var opið fyrir framan hann. Yfirleitt eru þeir 1 fljótir að hlaupa og rugiuðu | Akurnesinga oft með hraða :sínum.-Staðsetningar og hreyf- Þar kom að því að Keflvík- ingar byrjuðu að keppa í fyrstu deild, en eins og frá Jhefur verið sagt og mikið um rætt og ritað, stóðu þeir og Isfirðingar í málaferlum út af leikjum amiarrar deildarinnar í fyrra. Allt það mál hefur verið til mikilla leiðinda fyrir knatt- spyrnuna og íþróttahreyfinguna í heild, og vonandi kemtir slíkt ekki fyrir aftur. Dómar hafa gengið í málinu, og tekið lang- an thna, eins og venja er og sjáifsagt eru þeir margir sem ekki una þeim sem bezt, og það er eins og það liggi í loft- inu að þessu sé ekki öilu lokið Það var engu líkara en að Akurnesingár tækju leikinn ekki alvarlega til að byrja með, þvi þeir náðu ekki að hafa Jieina forustu um leikinn og lengi vel máttu þeir þakka fyr- ir að fá ekki á sig mark, því snemma í leiknum mátti ekki miklu muna eftir slæma út- spyrnu frá marki, sem Helgi átti sök á, og eftir stundar- fjórðungs leik sækja sunnan- menn hart að Skagamönnum og eiga þá skot í stöng. Leikur Akurnesinga var daufur og til- þrifalaus á þessu tímabili og raunar allan fyrri hálfleikinn. Akurnesingar skoruðu þó tvö mörk. Það fyrra kom á 29. min. og skoraði Helgi Björgvinsson það með föstu skoti sem mark- maður náði þó að góma en knötturinn fór innan á stöng og þaðan í netið. Hefði mark- maður slegið knöttinn með ann- arri hendi hefði hann bjargað í horn. Leikurinn hélt áfram að vera jafn tilviljunarkenndur. Nokkru fyrir leikhlé sendir Rík- arður knöttinn fram og ætlar Þórði Þórðar að elta hann sem liann og gerði með harðfylgi upp að endamörkum, tókst þar að leika á markmanninn og koma knettinum inn á línu en þar ætlar Hafsteinn að hreinsa «n er of seinn, Þórður Jónsson fyigdi fast eftir og spyrnan fram völlinn, sendir hann fram til Þórðar sem er kominn nokk- uð út til vinstri, Ríkarður eygir möguleikann og hleypur sem kólfi væri skotið fram hægra megin og þangað sendir Þórður honum knöttinn, Ríkarður er þá kominn einn innfyrir og skorar óverjandi. Þetta var hressilega að verið og bezta markið í leiknum. Fimmía mark Akur- nesinga kom rim miðjan hálf- leikinn og skoraði Þórður Jónsson það eftir að knötturinn hafði gengið upp hægra meg- in og Þórður komið óvænt inn á miðju og skoraði þaðan með föstu skoti með vinstri fæti út við stöng. Þegar liðinn var um það bil hálftími af síðari hálfleik skoraði Högni Gunnlaugsson fyrir Keflvíkinga og kom skotið innan á stöngina og fór þaðan í markið. Áttu þeir Keflvíking- ar nokkra sókn undir leikslok- in og jafnaðist leikurinn, en hvorugum tókst að skora. Akurnesingar léku lakar venju Heildarleikur Akranesliðsins var ekki nógu góður, og léku flestir leikmanna lakar en þeir eru vanir að gera. Sá sem slapp bezt frá leiknum var Helgi Björgvinsson. Vörnin var ekki nógu skipuleg og furðu mörg mistök urðu henni á, en Kefl- Vlkingar kunnu ekki að notfæra sér það. Það var ekki gott að átta sig á hvaða leikaðferð hún hafði eða ætlaði að hafa. Jón Leósson stöðvaði Iveflvíkinga oft laglega, en svo opnaði hann lika fyrir þá, sem þó varð ekk- ert úr. Guðjón Finnbogason var í fyrri hálfleik ónákvæmur i sendingum, en hann sótti sig í síðari hálfleik. Annars voru sendingar Skagamanna >lirleitt ónákvæmar, og gæti bent tli þess að þeir væru ekki í eins góðri æfingu og þeir eru van- ir. Hraði í leik þeirra var ekki mikill og hreyfanleiki ekki nógu anleiki liðsins er enn á byrjun- arstigi, og þó brá fyrir nokkr- um skilningi á samleik og til- hneigingum í þá átt. Það er mikill baráttuviiji í liðinu og kraftur, og þrátt fyr- ir mörkin sýndu þeir. aldrei neina uppgjöf í leik sínum. Þeir geta því, þrátt fyrir allt unað vel þessari fyrstu ferð sinni inn í leiki meistaraflokks í fyrstu deild. Markmaður liðs- ins er góður og nokkuð örugg- ur og varla hægt að saka hann um mörkin. Miðherjinn, Högni Gunnlaugsson, er mjög frisk- ur maður og efnilegur leik- maður. Liðið er nokkuð jafnt og hvergi í þvi verulega veikir hlekkir, miðað við lið sem er að koma úr annarri deild. Liðið er að miklu leyti skip- að ungum mönnum sem liafa þroskamöguleika, og með æf- ingu og aftur æfingu geta menn þessir bætt miklu við sig ef þeir taka þetta alvarlega. Vafa- laust verður róðurinn í fyrstu deild erfiður til að byrja með, en ráðið er að gefast aldren upp og reyna að herða róður- inn þótt á gefi og á móti blási. Guðbjörn dæmdi yfirleitt vel. Áhorfendur vom um 2000, og veður gott. Mikail Sostsénko látinn, 63 ára Hinn kunni sovézki rithöf- undur Mikael Sostsénko lézt í síðustu viku í Leníngrad, 63 ára gamall. Sostsénko gat sér á sínum tíma mikið orð fyrir ádeilusögur sínar, en sætti síðar harðri gagnrýni og var um skeið illa þokkaður af sov- ézkum ráðamönnum. Það mat breyttist aftur og hann varð einn af vinsælustu og víðlesn- ustu höfundum þar eystra. ÚtbreiðiS Þjóðviljann Fáein orð um Spóaþæiti Svavars Gests — Hugleið- ingar um útgáíu blaðagreina í bókaríormi. r ÉG SÁ í pistlum V.S.V. minnst á Spóaþætti Svavars Gests; var þar talið að sumir þætt- irnir hefðu móðgað ýmsa ágæta menn, sem sneitt var að. Það má auðvitað vel vera, meinn eru misjaflega hörunds- sárir fyrir slíku, og sumir hlægilega hörundssárir. Að loknum lestri pefndra þátta get ég þó varla séð, að neinn hafi ástæðu til að móðgast af neinu sem þar er sagt. Helzti galli þessara þátta finnst mér nefnilega sá, að skopið er ekki mógu yddað og beinskeytt til að vera verulega krassandi sem slíkt. Brandari sem ekki hittir í mark er alltaf betur ósagður, hvað þá prentaður, sú staðrevnd er póstinum sorglega ljcs af eigin raun. Auk þess skopast höfundurinn mest að sjálfum sér, og gerir það oft skemmtilega, en því ■------------------------<• Ekkert klósett haoda löfðum skopi fylgir sjaldan sú alvara, sem verður að brydda á undir skopinu, ef það á að vera eitt- hvað annað en meinlaust og saklaust grín. Hitt er annað mál, að þættir Svavars eru langt frá því að vera leiðin- legir aflestrar, og í heild er bókin hin ákjósanlegasti skemmtilestur, enda tekur höf. það fram sjálfur í formála, að bókmenntagildi þáttanna sé akkúrat ekkert. (Slíkt gætu raunar fleiri höfundar tekið . fram um bækur sínar), svo að það ber að líta á þá ein- göngu sem slíka. Sum;r þátt- anna eru ágætlega skrifaðir, aðrir miður, en sameigin]e°rt er þeim öllum, að það er létt yfir frásögninni. Af einstök- um þáttum eru mér minnis- stæðastir að loknum lestri: Hvað gerðir þú annars þegar þegar þú varst lítill? Já, þér eruð maðurinn með appelsín- ið, öðruvísi gætu þau aldrei fengið verðlaun og Velkomin til KEA, ég meina Akureivar. Þessir þættir eru prýðilegur skemmtilestur og ágæt til- breyting í okkar húmorsnauðu skrifum. Bretadrottning hefur nú út- nefnt fjórtán nýja „lífstíðarlá- varða“. Fólk það sem þennan titil ber fær að sitja í lávarða- deildinni til dauðadags, en titill- inn er ekki arfgengur. Fjórir hinna nýju fulltrúa í deildinni eru reyndar ekki lá- varðar, heldur lafðir, og er það í fyrsta sinn sem konur fá sæti í hinni virðulegu stofnun. Það hefur haft í för með sér ýmsar breytingar, og lávarða- deildin var reyndar ekki við því búin að taka á móti frún- um, — það var nefnilega ekk- ert kvennaklósett í húsakynn- um hennar. Úr þvi verður nú bætt. Ný tónverk eftir Bartok Un Mikill fjöldi tónverka eftir Bela Bartok sem áður voru ókunn hefur fundizt í Búda- pest. Samtals er hér um að ræða 80 tónverk og af þeim Bela Bartok eru um tuttugu mjög athyglis- að áliti Bartok-fræð- ingsins dr. Ben- ce Szabolcsi. — Meðal þeirra er píanósónataí g- moll, fiðlu- og píanósónata sem hafa ópus- númerið 5, pí- anókvartett, fantasía í a-moll, strokkvarett í F-dúr, tvær fiðlusónötur frá árinu 1895 og enn ein sem mun samin skömmu síðar. Bela Bartok, sonur tón- skáídsins, fann tónverkin og hefur hann afhent þau ung- verskum stjórnaivöldum. EN ÞAÐ voru nú ekki fyrst og fremst Spóaþættirnir sem ég ætlaði að tala um, en þar sem þeir voru upphaflega skrifaðir fyrir dagblað, datt mér í hug, hvort ekki væri vel til fallið að einhver útgefandi gæfi öðru hverju út valdar greinar íslenzkra blaðamanna í bókarformi, segjum t. d. eina bók á ári. Eða væri e. t. v. verkefni fyrir Blaðamanna- félagið að hafa forgöngu um slíka útgáfu? Margar blaða- greinar eru vel þess virði að geymast í bók og margir les- endur mundu taka þvi fegina hendi að fá snjöllum greinum þannig safnað saman í eina bók. Dagblöðunum glatar fólk svo að segja samdægurs, og þótt sumir reyni að halda til haga greinum, sem þeir hafa mætur á, þá vill það týmast og er á allan hátt aðgengi- legra heldur en ef greinamar væru samankomnar í eina bók. Eg hygg að margar ágætar og athyglisverðar blaðagrein- ar gjaldi þessa og gleymist miklu fyrr en þær ættu skil- ið, því það er sannast mála að þótt oft sé fundið að málfari blaðamahna, þá eru margir þeirra prýðilega ritfærir enda i þeirra hópi ýmsir liðtækustu. rithöfundar þjóðarinnar, Grein unum yrði auðvitað að safna 4n manngreinarálits eða pólitísks ofstækis. Þannig að greinar úr Morgunblaðinu og Þjóðviljanum, Frjálsri þjóð og Tímanum væru jafn vel þegnar í bókina hverju sinni og þetta þyrfti einmitt ekki að vera stór bók, heldur handhæg að grípa til hemnar og fletta upp í henni, þegar mann langar til að rifja upp hvað blöðin. hafa sagt um þetta eða hitt málið, sem efst vom á baugi fyrir einu ári eða nokkrunv mánuðum síðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.