Þjóðviljinn - 01.08.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.08.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 1. ágúst 1958 plÓOVHJINN Útffefandl: Sametnlngarflokfcur albýBu - Sóstallstaflokkurinn. - Rttstjórar: Maanús Kjartansson (áb.), Stgurður Guðmundsson. — Préttarltstjórt: Jón BJarnason. — ^laðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. J^ðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjóm, af- greaðsla, augi^singar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línurj. — Askriftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavik og nágrenni: kr. 27 ann- arsstaöai. ~ Lausasölyverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðvlljans. Þagað um stefnumálin t'ins og vikið var að hér í blaðinu á miðvikudaginn, tók Ólafur Thors sér ferð á hendur austur á Rangárvelli um síðustu helgi. Erindið var að koma á framfæri þeirri kröfu til þjóðarinnar að hún feli Sjálfstæðisflokknum yfir- .stjórn mála sinna í næstu kosningum. Morgunblaðið birti þennan boðskap foringjans með miklum hátíðabrag eins og vænta mátti, og urðu skammir Sigurðar Bjarnason- ar 'um ríkisstjórnina á ann- arri hliðstæðri samkomu vest- ur í kjördæmi hans að skipa ólíkt óvirðulegri sess til þess að gera hlut Ólafs sem mest- a.n. 'lirert er að veita því athygli, ^ að þrátt fyrir mannalæti Ólafs Thors austur í kjördæmi Ingólfs á Hellu, örlar hvergi í frásögn Morgunblaðsins á því að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi látið þess getið hvað fyrir flokknum vekti, kæmist hann í valdaaðstöðu. Er þetta næsta furðulegt og óvenjulegt þegar flokksforingi biður um aukið traust og um- boð til að taka að sér for- ustu 'í þjóðmálum. Flestir aðr- ir hefðu talið sjálfsagt að gera skilmerkilega g.-ein fyrir höfuðstefnu flokks síns og þeim úrræðum sem hann byggi yfir í helztu vandamál- um almennings og þjóðfélags- ins. TT'n Ólafur Thors er ekkert að hafa fyrir slíkum smá- munum. Hann tilkynnir aðeins söfnuði Sjálfstæðisflokksins í Rangárvallasýslu að flokkur- inn þurfi að fá svo voldugan meirihluta að engum tjái að mögla eða efast um „að það sem stjórn Sjálfstæðismanna þá segir, segi hún í umboði þjóðarinnar og að þennan þjóðarvilja er ekki hægt að virða að vettugi“. Þjóðin á sem sagt að afhenda Sjálf- stæðisflokknum lyklavöldin blindandi án þess að vita neitt um fyrirætlanir hans í helztri stórmálum. Völdin ein eru það sem máli skiptir að áliti Ólafs Thors, en ekki hitt á hverju almenningur ætti von eftir að flokkur auðkýfinganna og braskaranna hefði fengið þau I hendur. '17'afalaust metur Ólafur það • rétt að bezt er fyrir Sjáif- stæðisflokkinn að almenningur hafi sem minnsta hugmynd um fyrirætlanir hans. Þær eru varla svo félegar eða líkleg- ar til trausts og vinsælda, hafi hann þá yfirleitt gert sér nokkra grein fyrir stefnunni í einstökum atriðum. Þögn Ólafs um stefnumálin eru líka í algeru samræmj við fram- komu Sjálfstæðisflokksins á Alþingi síðan núverandi rík- isstjórn tók við völdum. Hann getur skammazt og rifizt um þær aðgerðir sem i er ráðizt, en aldrei hefur örlað á því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sjálfur gert sér grein fyrir því hvernig hann vildi leysa aðkallandi vandamál. Eina undantekningin er boðskapur Gunnars Thoroddsen um nauð- syn gengislækkunar er hann flutti í útvarpið í eldhúsum- ræðunum. Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson hafa hins vegar kosið að láta þögn og óvissu skýla málefnalegri nekt stjórnarandstöðunnar. ¥|ögnin um *■ isflokksins úrræði Sjálfstæð- gerir það að verkum að enginn hugsandi maður tekur gambur Ólafs Thors og kröfur um valdaað- stöðu alvarlega. Þær eru inn- antómur hávaði gjaldþrota flokksforingja, sem sjálfur skildi við þjóðarbúið á barmí efnahagslegrar glötunar og kann enn í dag engin ráð við neinum vanda. Alger undantekning Uppreisnin í írak varð vesturveldunum tilefni til að senda heri sína til Líbanons og Jórdans. Heimsfriðntun var stofnað í liættu vegna gróðahagsmuna oinihringanna sem óttuðust hina nýju valdliafa í Irak. Myndiii er tekin í Bagdad skömmu eítir að lýðveldissinnar höfðu fek- ið þar völd; manngrúinn er svo mildll á götunum að vagnar uppreisnarmaiuia sitja nær fastir. SÞ ber skylda fil að bægja frá hæffu á heimssfyrjöld Á þinginu um afvopnun og alþjóðlega samvinnu sem haldið var í Stokkhólmi og skýrt var frá í gær var sam- þykkt eftirfarandi áskorun til Sameinuöu þjóöanna: Hætta á heimsstyrjöld vofir yfir, og þjóðirnar við botn Mið- jarðarhafs sem verða nú fyrir árásum á og ógnunum við full- veldi sitt og öryggi, já reyndar allar þjóðir heims, leita því á náðir Sameinuðu þjóðanna, sem ber skylda til að vernda friðinn en sú skylda er sjálfur grund- völlurinn undir tilveru samtak- anna. Sameinuðu þjóðirnar höfðu fylgzt með ástandinu 1 Líbanon áður en ríkisstjómir Banda- rikjanna og Bretlands sendu heri sína til Líbanons, Jórdans og annarra landa við botn Mið- jarðarhafs. Öryggisráðið hafði sent eftirlitsmenn á vettvang, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna hafði sjálfur farið á staðinn, en eins og sjá má af skýrslu hans fann hann engar sannanir fyrir erlendri ihlutun í innanlandsmál Líbanons. Þann- igstóðu málin þegar ríkisstjóm- ir Bandaríkjanna og Bretlands hófu vaidbeitingu sína. Með því eru þær að grafa undan áhrifa- valdi Sameinuðu þjóðanna. Þær virða að vettugi óskir þjóðanna um frið. Þær reyna að neyða sínum vilja upp á löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, og brjóta þannig gegn alþjóðalögum, sem banna ihlutun í innanlandsmál ríkja, ógnanir og valdbeitingu og vopnaða íhlutun. Þegar Sameinuðu þjóðunum er ögrað á þann hátt, ber þeim skylda til að tryggja virðingu fyrir stofnskrá sinni, Þingið um afvopnun og al- þjóðlega samvinnu sem haJdið er í Stokkhólmi þessa örlaga- ríku daga, túlkar þær tilfinn- ingar sem vaknað hafa í brjóst- um manna um allan heim við ofbeldisárásir og hættu á heimsstyrjöld. Það beinir máli sínu til Sameinuðu þjóðanna. Það krefst. að Shlutunarherimir verði tafarlaust fluttir á brott úr löndunum við botn Miðjarð- arhafs, að allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna verði kvatt saman og horfið verði til þeirr- ar friðsamlegu málsmeðferðar sem stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna segir til um. Stokkhólmi 20. júlí 1958. Stjóraarmynd- un er rædd í í Fínnlandi Kekkonen forseti hóf í fyrraöag viðræður við foringja flokkanna um myndun nýrrar ríkisstjómar. Fyrst ræddi hann við Herttu Kuusinen, foringja Lýðræðis- bandalags kommúnista og vinstri sósíaldemokrata, sem er orðið stærsti þingflokkurinn, og síðán við foringja Bændaflokksins. Tjkki fer hjá þvi að það veki -*-J athygli hvernig Morgtin- blaðið hagar skrifum sínum og f réttaflutningi um landhelgis- málið. Á sama tíma og öll þjóð- in stendur einhuga um rétt Is- iands og ákvarðanir ríkisstjóm- arinnar um útfærslu fiskveiði- landheiginnar telur þetta mál- gagn stærsta stjórnmálaflokks iandsins heizta verkefni sitt að i-.alda uppi endurteknu nagi og r.öldri í garð ríkisstjórnarinnar. einmitt út af landhelgismálinu. Og ekki nóg með það. Þegar blaðið velur sér til birtingar ei-lendar greinar um málið eru baér undantekningaiítið tíndar. til sem mest afflytja málstað og rétt íslendinga. Sarria máli geguir þegar Morgunblaðið vel- ur yfirskrift' á fréttaskéyti er- lendis frá um málið. Tónninn er á sömu nótum og hjá þeim erlendum aðiium sem eru ís- lendingum óþarfastir. Brezkir og vesturþýzkir togaraeigendur mýndti varla óska eftir öðru orðalagí en því sem verður til í ritstjórnarskrifstofum Morg- unblaðsins. í^ví meíri ástæða er til að * vékja athygli á og víta þessa framkomu MorgunbJaðs- ins í skrifum þess ogr frétta- flutningi um landhelglsmálið sem hún er alger undantekn- ing.. Öll önnur blöð landsins sem um mál|ð fjalla, og þar á meðaj ýmis önnur blöíÍT Öjálf+. stæðisflokksins, hafa lýst ein-r; . dregnúm stuðningi við ísíenzka málstaðinn og þá etefnu sém ríkisstjórnin hefur markað. En það er eins og skriffinnum Morgunblaðsins sé ekki sjálf- rátt vegná afstöðu þeirra til ríkisstjórnarihnar. Óvildin i hénnar garð er svo yfirgnæf- andi í hugum Bjama Bene- diktssonar og félága hans að ekki er hikað við að láta Morgunblaðið verða sér til skammar í einu örlagaríkasta og stærsta lífshagsmunamáli þjóðarinnar. ll/Jorgunblaðið þarf að finna ■”■*• það, að þessi vinnubrögð eru fordaémd og fyrirlitin. Og sú vitneskja þarf eltki sízV að koma frá þeim flokksmönnum þess sem hafa heilbrigða og. þjóðholla afslöðu í landhelgis- málinu og „skilja nauðsyn þess að um það ríki - alger. þjóðar- eining,. • Brezkur verkalýður gegn kjarnvopnatilraunum Margar ályktunartillögur um bann við þeim bornar fram á næsta þingi hans. Mörg verkalýðssambörid Bretlands hafa boöaö að þau muni leggja ályktunartillögur fyrir næsta þing brezka alþýöusambandsins, sem haldið veröur í Bournemouth í september, um bann viö vetnissprengjunni og fund æðstu manna. Sambönd námumanna og verkamanna í bifreiðaiðnaðinum munu þannig bera fram tillögu um fund stjórharleiðtoga Bret- lands, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna þar sem gerður verði sáttmali um stöðvun frekari kjamatilrauna og framleiðslu kjsrnvopna, um afvopnuftarað- gerðir og ráðstafánir til að ttysgjá' heMsfriðinn. : ; ':1 - ályktunartillögu. frá sam- baaJdi verkamanna í efnaiðnaði verður ríkisstjórn Bretlands gagnrýnd fyrir að hafa sam- þykkt að bandarískar flugvélar fljvigi með kjamavopn yfir Bretíandi og heimilað Banda- rfkjamönnum að koma sér upp flugskeytastöðvum í Bretlandi. í tillögúnni verða einnig for- dæmdar fyrirætlánir um að búa vesturþýzka. herinn kjámavopn- um gegn vijja mikils riteiri* hluta þýzlm þjóðarinnar. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.