Þjóðviljinn - 07.08.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.08.1958, Blaðsíða 12
SamiS um skuldir félagsins og lei&réttir óreiSureikningar fyrri ára Með breytingum á samþykktum Útgeröarfélags Akur- ' á Alþingi 1957. óskað hafði eyringa hefur bæjarstjórn Akureyrarkaupstaöar veriö J verið eftir þessari breytingu af EMðmnumii Fimmtudagur 7. ágúst 1958 — 23. árgangur — 174. tölublað. tryggö íhlutun um rekstur félagsins í samræmi við hlutafjáreign sína. Samiö hefur verið um allar skuldir Útgeröarfélagsins og leiöréttar stórfelldar misfellur sem veriö hafa á reikningum félagsins undanfarin ár. Fréttaritari Þjóðviljans á Ak- ureyri símar eftirfarandi fregn af aðalfundi félagsins: Aðaifundur Útgerðarfélags Akurevrar h.f. var haldinn sl. þriðjudagskvöld. Formaður félagsins, Helgi Pálsson flutti skýrslu stjóm- arinhr.r. Skýrði hann frá því að vonir stæðu til að nú hefði tekizt að leysa þau miklu greiðsluvandræði er steðjað hafa að félaginu og hefðu fyr- ir löngu stöðvað reksturinn, ef bæjarfélagið hefði ekki hlau'p- ið undir bagga. Nú hefði tek- izt, með aðstóð og ábyrgð bæj- arins, að semja um allar skuld- ir félagsins, bæði lausar skuld- ir og veðskuldir. Af lausaskuld- um gáfu kröfuhafar yfirleitt eftir 33%, og féllust á að-' fá afganginn greiddan á tíu ár- um, nema Landsbankinn, sem ekkert gaf eftir, en á að fá sitt greitt á 20 árum. Heildarafli fjögurra togara félagsins var á árinu 1957 13303 tonn, og var það nærri 5000 tonnum minna en árið áð- ur. 1 hinu nýja hraðfrystihúsi félagsins sem tók til starfa 16. ágúst í fyrra, var til ára- móta unnið úr 2500 tonnum af fiski. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur framleiðsla frysti- hússins numið 90 þúsund köss- um, og er það mun meira en reiknað hafði verið með. Áætl- anir höfðu yfirleitt verið miðað- ar við 120 þúsund kassa vinnslu á ári. Formaður kvað stjórn félags- ins gera sér glæstar vonir um að Hraðfrystihúsið muni verða til þess að byggja upp betri rekstrargrundvöll fyrir félagið, en benti á að það hefði verið byggt nokkrum árum of seint. Beinar launagreiðslur Út- gerðarfélagsins árið 1957 til sjómanna og verkafólks námu 17 milljónum króna. Stórkostlegur halli varð á rekstri félagsins á árinu, eða 9.343.000 kr., þegar eignir höfðu verið afskrifaðar eðlilega. iBókfært tap á árinu er þó miklu meira, eða um 16.9 millj- ónir. En 7.5 milljónir af því er vegna leiðréttinga á eldri reikn- ingum, sem hafa verið mjög skakkt færðir, birgðir oftaldar gífurlega o.fl. Eignir félagsins um síðustu áramót voru bókfærðar á 42.1 milljón kr., en skuldir 66.7 milljónir . » Samþykkt var á aðalfundi með miklum meirihluta atkvæða að breyta samþykktum félags- ins á þá leið að framvegis fari umboðsmaður Akureyrarkaup- staðar með atkvæði á fundum félagsins í fullu samræmi við hlutafjáreign bæjarins. Er breyting þessi gerð í sam- ræmi við breytinguna á hluta- félagslögunum, sem gerð var hálfu bæjarins, þar sem bæjar- félagið er nú komið í ábyrgð fyrir meginhluta allra skulda félagsins og telur sér því nauð- syn að geta ráðið miklu um rekstur þess. Bærinn á nú tæp 60% hlutafjárins. 1 stjórn félagsins voru kosn- ir af einum lista sem bæjar- stjóri bar fram í umboði bæj- arráðs Helgi Pálsson, Albert Sölvason, Tryggvi Helgason, Jakob Frimannsson og Kristján Kristjánsson. Endurskoðendur voru kosnir Þórir Daníelsson og Ragnar Steinbergsson. Mlkil veiði Úlafs- víkurbáta s. I. viku Ólafsvík, Frá fréttaritara Þjóðviljans. Mikil síldveiði hefúr verið hér síðastliðna v'.tu og' hafa að- komubátar cg heimabátar lagt hér upp afia. Reynt hefur verið að vinna úr þeim afla sem bátarnir hafa komið með og hefur hann verið frystur og saltaður og afgangur- inn farið í bræðslu. Síðustu dag- ana urðu þó aðkomubátar að leita annað með bræðsíusíld, þvi þró verksmiðjunnar er full og hefur verksmiðjan ekki haft við að bræða. Á laugardag var þó lítill afli hjá þátunum og segja sjómenn að kolkrabbi sé kominn í síldina og sþiili veiði fljótlega. Björguðu frá bruna Ólafsvík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Aðfaranótt sunnudagsins 3. ágúst var' fólk úr Reykjavík, sem var á ferð fi-amlijá Ytri-Bug í Fróðárhreppi vart við að eldur var í útihúsum við veginn. Logaði þar í skúr sem í var dísilvél fyrir súgþurrkun. Þarna eru sambyggð fjós og hlaða. í fjósinu voru 4 kýr og kálfur og tókst fólkinu að ná þeim út. Síð- an vakti það upp á bænum og fór bílstjórinn til Ólafsvíkur og gerði aðvart um brunann. Er hann kom aftur inneftir var komið fólk sem verið hafði á dlansleik suður í Staðjnrsve.it. Var nú ausið vatni á hlöðuna þar til dæla kom frá Ólafsvík, tókst þar með að verja hlöðu og fjós fyrir bruna. Þótti vel hafa tekizt að bjarga kúnum, eins og á horfði ef enginn hefði verið þar á ferð Ungur piltnr ferst af sprengingu Dauðaslys varð s.l. mánu dagskvökl \ið Svínavatn í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Verið var að vinna að stíflu á Laxá og notað dýnamit við sprengingar. Mun ekki hafa verið byrgt fyrir grjótflug með neti, en notað mikið magn af dýnamitsprengjum og varð grjótflug því mikið. Einn verkamannanna, Gunn- ar Hjálmsson, varð fyrir steini og beið bana. Gunnar Hjálmsson var frá Hvammi í Miklaholtshreppi, átján ára — fyrirvinna móður sinnar. Veðiir nú hatnandi nyrðra * HeildaE'söItunm nú oiSIn rúm 229 þús. Siglufirði í gærkvöldi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Skipin sem hafa legið hér undanfarið fóru flest út í dag og kvöld. Veörið er nú stilltara en veriö hefur undanfarið, — þó hvergi nærri ákjóssnlegt veiöiveöur ennþá. Ekki hefur frétzt. um veiði ennþá hjá skipunum, en bátar sem farið hafa um miðin hér úti fyrir hafa víða lóðað fisk, e'n ekki er vitað hvort þar er um síld að ræða. Síldarleitarflugvélin flaug út í dag en varð að hætta leit sökum þess hve lágskýjað var. Eitt skip kastaði á Kálfs- hamarsvík i kvöld, en fékk enga veiði. Reknetabátur sem lagði net sín vestur af Skalla í nóttt fékk 60 tunnur og lagði þá síld upp á Skagaströnd. 229 þús. tunnur Heildarsöltunin á landinu er nú orðin rúmlega 229 þús. tunnur og skiptast þannig á 19 staði frá Súgandafirði til Reyð- arfjarðar: Kvöldferð £F.R. hana til skrifstofu ÆFR, opið kl. 6—7, sfmi 17-513. I kvöld klpkkan 8 e.h. verður lagt af stað í næstu kvöldferð ÆFR, en þær eru orðnar mjög vinsælar. Áð venju verður á- kvörðunarstaður ekki ákveðinn fyrr en lagt verður af stað. Fólk er minnt á að hafa með sér nesti en Fylkingin leggur til kaffi. Þátttaka er öllum heimil, jafnt Fylkingarfélögum sem öðrum, og skal tilkynna Haustveður í ágúst Fréttaritari Þjóðviljans á ísa- firði símar að s.l. sunnudag hafi verið úrheilisrigning á ísafirði og snjóað í fjöll. Á mánudagnn hafi verið þurrt veður en skýjað og á þriðjudaginn rigning og kuldastormur. Haustveður þetta náði einnig suður eftir landinu. Þannig snió- aði á sunnudag og aðfaranótt s.l. mánudags í fjöll á Snæfells- nesi og einnig í Skarðshéiðina, og Hekla var einnig hvít niður fyrir miðjar hlíðar. Ný heimsmet á mílu og 400 m gr. Ástralski hlauparinn Herb Elliot setti í gær nýtt heimsmet í einnar enskrar mílu hlaupi. Hann hljóp vegalengdina á 3 mín. 54.5 sek., og bætti met landa síns, Landys, um rúmlega 3 sekúndur Þetta gerðist á íþróttamóti í Dýflinni, og hlupu fjórir aðrir uindir 4 mínútum, þar af tveir. undir gamla heims- metinu. Bandaríkjamaðurinn Glenn Davisi.setti í Búdapest í gær nýtt heimsmet í 400 metra grinda- hlaupi, 49,2 sek. Fyrra metið átti hann- sjálfur. S ú ya n da f i ö r ð u r 547 tn. Bolungavík 684 — Í4af jörður 85 — Diúpavík 251 — Skagaströnd 2385 — Siglufjörður 110887 — Ólafsfjörður 10816 — Dalvik 15349 — Hrísey 2603 — Hjalteyri 3934 — Grímsey 627 — Húsavík 8474 — Raufarhöfn 54851 — Þórshöfn 2402 — Vopnafjörður 6504 — Seyðisfjörður 3647 — Neskaupstaður 2219 — Eskif jörður 2691 — Reyðarfjörður 215 — Samtals 229.135 — Macmillan, forsætisráðlierra Bretlands, og Hugh Foot, land- stjóri Breta á Kýpur, koma í dag til Aþenu til viðræðna við Karamanlis forsætisráðherra um Kýpurmálið. Atvinna ú meiri en verið hefnr um fjölda ára Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Meiri atvinna liefur verið á Akureyri í vor og sumar <en áður hefur verið urn langi skeið. Er það til dæuiis urn það, að nú er aiineiint UIUlili eftirvinna í byggingavinmi, eit slíkt hefur ekki tíðkast hér áður. Engar stórbyggingáf eru reistar hér í surnar, en. inikill f jöldi íbúðarliúsa. Meslt eru það eins og tvegg.ia íbúða hus, en auk þes er hafin bygging tvegg.ia raðhúsa og- Byggingufé- lag verkamanna Akureyrar- katipstaðar hefar í byggmgu 2 fjiigurra íbúða hús. Um 50 erlendir skátar komnir til skátamóts í Þjórsárdal Mólið verðus setl í dag og eru þáttak- endur alls hátt á annað hundrað Félagamót Skátafélags Reykjavíkur hefst í dag í Þjórs- árdal. Þátttakendur veröa hátt á annaö hundraö, þar af um 50 skátar frá Bandaríkjunum, Englandi og Þýzka- landi. Flestir innlendu þátttakend-1 skátum á Suðurlandi sem geta anna eru frá Reykjavík, en auk komið því við boðið að heim- þess nok'krir frá Keflavík og Akranesl. Mótsstjóri er Páll H. Pálsson en tjaldbúðarstjóri Ágúst Þorsteinsson. Á mótinu matreiða skátarnir sjálfir allan mat og æfa ýmsar skátaíþróttir, auk þess munu þeir fara í gönguferðir um ná- grennið. — N.k. laugardag verður þeim sækja tjaldbúðir .skátanna, en úm kvöldið verður varðeldur í Skriðufellsskógi. Á sunnudags- morgun verður haidin útiguðs- þjónusta sem jafnframt verður minningarguðsþjónusta um Helga Tómasson skátahöfð- ingja. Eftir hádegi verða sýn- ingar á ýmsum skátaíþróttum Framhald á 9. síðu. Betri staða Friðriks í bið- skák við Szabo í 1. umferð skákmótsins í Portoros i fyrradag tefldi Frið- rik Ólafsson við ungverska stórmeistarann L. Szabo og hafði hvítt. Skákin var 'ekki útkljáð, en samkvæmt skeyti frá Ingvari Ásmundssyni í gær- dag,- var staða Friðriks talin betri er skákin fór í bið. Önnur úrslit í '1. umferð urðu þau, að Tal vann de Greiff og Benkö vann Feurter, en jafntefli gerðu Fisher og Neik- irch, Larsen og Filip Panno og Paehmann. Biðskákir urðu hjá Bronstein og Gligoric, Averbach og Cardoso, Sanguinetto og Matanovic, Petrosjan og Shemin. 1 annairi umferð teflir Frið- rik við Pachmann og héfur svart.'"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.