Þjóðviljinn - 12.08.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1958, Blaðsíða 6
d) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. ágúst 1958 mómnuiNN ÚtKefandl: Bamelnlngarfloklcur alÞýöu — Sósíallstaflokkurlnn. — RitstJórar: MaKnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — ^laðamenn: Asmundur SigurJónsson, Guðmundur Vigfússon, tvar H. Jónsson. Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. FHgbJófsson. — Auglýstngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóla .örðustig 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askrittarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann- arsstaðai - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvilJans. Bætt kjör fiskimanna 1 itt aí því sem á tímabili setti ískyggilegastan svip á efnahagsmál okkar íslendinga var sú staðreynd að sífellt færri menn fengust til að stunda fiskveiðar. Svo var kom- íð að óhugsandi var að manna íiskiskipaflotann á annan hátt en flytja inn á annað þúsund færeyska sjómenn og fá þeim þau störf sem íslenzkir fiski- r.enn höfðu áður haft með nöndum. Greinilegt var að þessi próun var okkur bæði óhag- -cvæm og stórlega hættuleg. Erlent vinnuafl á fiskiskipaflot- ann Þýddi óeðlilegar gjaldeyr- csgreiðslur úr landinu ,auk þess sem það stöðvaði viðkomuna í okkar eigin fiskimannastétt og neir en það. Þróunin var ekki aðeins sú að ungir og vaskir /nenn forðuðust að sinna sjó- .nannsstörfum heldur gengu gamlir sjómenn unnvö’”"’~ í . and og leituðu sér annarra auðveldari og betur launaðra í tarfa. ¥%að sem lá að baki þessari * óheillavænlegu þróun var ' vímælalaust skilningsleysi og ’anmat þáverandi stjómar- valda á þýðingu fiskveiðanna og sjómannsstarfsins í íslenzk- am þjóðarbúskap. Allt var stillt inn á hermangið og braskið en framleiðsluaatvinnuvegirnir . átnir grotna niður. Enginn tog- ari var ke.yptur til landsins síð- .istu átta árin sem Ólafur Thors var sjávarútvegsmálaráð- 'ierra en hins vegar 5000 bílar! Þess var heldur ekki gætt að halda við vélbátaflotanum og pví síður að auka hann eins og okkur var þó lífsnauðsyn. En það var ekki aðeins viðhald og aukning fiskiskipaflotans sem "ar vanrækt í tíð stjórnar Ól- afs Thors. í hvert skipti sem riskimenn þurftu að fá kjör sín eiðrétt kostaði það verkfall, jómenn náðu aldrei því sem oeim raunverulega bar og' kjör þeirra fóru versnandi. Þetta rrámunalega skeytingarleysi um afkomu fiskimanna og eflingu riskiskipastólsins olli þvi að jómenn streymdu í land af rlotanum meðan Ólafur Thors hafði á hendi yfirstjórn sjávar- útvegsmálanna og að fiskveiðar jkkar voru að komast í stór- kostlega hættu. Síðan Ólafur Thors fór frá og Lúðvík Jósepsson tók við ítjóm sjávarúvegsmálanna hef- ur orðið stórkostleg breyting í pessu efni. Nú er unnið að því ?tf dugnaði og framsýni að efla riskiskipastólinn og hefja ís- enzkan sjávarútveg aftur til •egs og virðingar í atvinnulífi ojóðarinnar. f ráðherratíð Lúð- íks Jósepssonar hefur fiskverð "il sjómanna á þorskveiðum verið hækkað þrisvar án þess að til nokkurrar stöðvunar hafi komið. Nemur sú kauphækkun sem fiskimenn hafa fengið vegna hækkunar á þorskverði um 20%. Auk þess hafa á þessu sama tímabili verið samþykkt útsvars- og skattfríðindi sjó- mönnum til handa sem jafn- gilda um 10% í kaupi. Á síld- veiðum er þó kauphækkunin ennþá meiri. Þannig hækkaði bræðslusíldarverðið 1957 um 19% og 1958 um 16%, en öll sú hækkun kemur fram sem bein kauphækkun til sjómanna. Hliðstæð hækkun hefur og orðið á vei-ði síldar sem veidd er og unnin hér suðvestan- lands. ¥»etta hefur haft það í för með sér að tnú eru allir út- lendingar farnir af fiskiskipa- flota okkar, en þó er honum öllum haldið úti, á síldveiðum, við þorskveiðar, togveiðar o. s. frv. Landsmenn eru sjálfir teknir til starfa við sinn und- irstöðuatvinnuveg. Og það er ekki aðeins hækkað fiskverð og kjarabætur í formi útsvars- og skattfríðinda sem hér hefur hjálpað til. Á þessu tímabili hefur lágmarkskauptrygging sjómanna hækkað úr 2145 kr. í grunn á mánuði í 2656 kr. eða um 24%. Þessi leiðrétting á kjörum fiskimanna hefur einnig fengizt viðurkennd án verkfalls og geta menn borið það saman við það sem tíðkað- ist meðan íhaldið fór með þessi mál í ríkisstjórninni. A llir sem um búskap þjóðar- •^*- innar hugsa af alvöru og ábyrgðartilfinningu vita og við- urkenna að einn þýðingai’mesti þáttur hans er nð okkur takizt að knýja fram aukna fram- leiðslu á sjávarafla. Þetta tekzt því aðeins að við höfum skiln- ing á því að auka okkar fiski- skipastól og skapa fiskimönn- um okkar beztu lífskjör sem þjóðin hefur upp á að bjóða. Við þurfúm að fá fleiri sjó- menn á fiskiskipaflotann, fleira fólk til að stunda Þau störf sem eru undirstaða lífskjaranna og þeirra framkvæmda sem við teljum óhjákvæmilegar í land- ¥ þessa átt hefur verið stefnt síðan óheillastjórn Ólafs Thors var létt af íslenzkum sjávarútvegi og málefni hans, og þá ekki sízt sjómanna sjálfra, sætt annarri meðferð og betri skilningi en áður var. Engjnn sér eftir þeim fjármun- um sem varið hefur verið til að tryggja þessa þróun enda er hún og framhald hennar bein- línis skilyi-ði fyrir sjálfstæðum íslenzkum þjóðarbúskap og grundvöllur að þeirri einu var- anlegu lausn sem til er á efna- hagsvandamálum íslendinga. Islenzka sementið er n Þegar bygging sementsverk- smiðjunnar var ákveðin var gert ráð fyrir því að hún myndi framleiða 75.000 lestir á ári, en þar sem ái’snotkun okkar af sementi hefur verið um 90.000 lestir og telja má full- víst að hún fari vaxandi, v,ar við því búizt að við myndum enn þurfa að flytja inn nokkurt magn. Fullnægir þörfum okkar Það lítur nú út fyrir að verk- smiðjan muni fullnægja öllum þörfum okkar fyrir sement, a. m. k. í bili. Hinn miklí ofn, sem breytir hráefnum, skelja- sandinum og líparítinu, í sementsgjall, var byggður með það fyrir augum að hann gæti framleitt 250 lestir af gjalli á sólarhring, þ. e. 75.000 lestir á ári, miðað við 300 daga starf- rækslu. (I sementsverksmiðj- unni er að visu ekki, fremur en í öði'um iðjuverum, tekið tillit til helgidaga þjóðkirkjunnar, eða annarra almennra frídaga, en gera verður ráð fyrir að slökkva verði í honum við og við meðan endurbætur fara fram — og auðvitað geta alltaf komið fyrir einhver óhöpp). Fyrir tæpum tveim mánuðum var kveikt rnidir ofninum og síðan l’.efur liann verið í gangi stanzlaust. Það hefur komið í ljós að afköst liancs eru meiri en gert var ráð fyrir, hafa enn sem komið er orðið mest 305 les'Jv á sólarhring, en vonir standa til að það geti orðið a.m. k. 320 lestir. Með 300 sólarhr. s'hrfrækslu á ári myndi ofninn því geta skilað af sér 90.000— 100.000 lestum af sementsgjalli. Nú þegar hefur ofninn fram- leitt um 15.000 lestir af gjalli og verksmiðjan á því nægar birgðir handa mölunarkvörn- unum á næstunni. Mölun og sekkjun Kvarnirnar geta hins vegar vel tekið á móti öllu því sem ofninn brennir. Þær eru tvær og getur hvor þeirra nialað 20 lestir af sementi á klukku- stund, eða báðar um 500 lestir á sólarhring. Fyrst um sinn verður aðeins önnur þeirra í notkun, eða á meðan verk- smiðjan framleiðir aðeiri's eina tegund sements, Portlands- sement, en hafin verður*fram- leiðsla tveggja annarra tegunda þegar líður á haustið. Rafmagnsskortur hefur háð verksmiðjunni nokkuð, en nú er verið að ráða bót á því: Raftaugin sem flytur verk- smiðjunni rafmagn frá Soginu mun komin alla leið um það leyti sem þetta birtist, og verð- ur þá ekki lengur þörf á að stöðva sementskvörnina, en hún hefur undanfarið verið tek- in úr sambandi um hádegis- bilið, þegar rafmagnsnotkunin er mest. Sekkjun sementsins ættiheld- Ur ekki að draga úr afköstún- um, því að sekkjunarvélin géti' ur skilað frá sér allt að 2.000 50 kílóa pokum eða 100 lestum á klukkustund. Það verður því Einhvern næstu daga kemur fyrsta íslenzka sementið á markað hér í Reykjavík. Það verður ílutt með skipi frá Akranesi og selt hér frá skips- hlið heint til notenda, og áður en langt um líður mun ekki noíað annað sement en íslenzkt hér á landi. Á laugardaginn var fyrsta sementið afgreitt á bíla á Akranesi og var fréttamönnum þá sýnd verksmiðjan. Það sem hér verður sagt er byggt á fráscgn dr. Jóns Vestdals, framkvæmdastjóra Sem- entsverksmiðju ríkisins. hægt að auka mjög afköst verk- smiðjun-ar áður en bæta þarf við rýrri sekkjunarvél. Skortur á hráefnum mun h.-tdur ekki standa verksmiðj- unni fyrir þfifum. Skeljasand- urinn sem dælt er upp úr botni Faxaflóa er ótakmarkaður að heita má. Á því takmarkaða sem gerðar hafa verið með það í rannsóknarstoíu verk- smiðjunnar benda til að það fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru, Erlendis eru til ákveðnar reglur . um gerð og eiginleika hinna ýmsu sementstegunda, en þær reglur eru nokkuð sér- í rannsóknarstofu verksmiðjunnar. Verið er að reyna burðarþol steypukubbs úr íslenzku sementi. Þriggja daga kubbur reyndist þola 232 kg þrýsting á fersenti- metra, eða mun meira en ráð er fyrir gert í normum þeim sem farið er eftir. svæði (10 ferkm) sem , athug- að hefur verið er áætlað að slíkt magn skeljasands eigi að endast verksmiðjunni í hálfa þriðju öld, en skeljasandurinn er auk þess alltaf að myndast og fyllist jafnóðum í skarðið. Þegar, hefur verið dælt upp 212.500 lestum, sem samsvara 150.000 lestum af sementsgjalli, þar eð um fjórðungur sandsins gengur úr við bræðsluna. Verk- smiðjan á því nú þegar skelja- sand til meira en ársfram- Íeiðslu, og hæeur vandi að bæta við birgðirnar þegar á þær fer að ganga. Góð framleiðsla Bygging ' verksmiðjunnar virðist því hafa tekizt gjftu- samlega. En hitt er engu að síður mikilvægt að framleiðsla henriar mun sízt standa að baki innfluttu sementi. Full reynsla er að vísu enn ekki fengin fyrir því, og mun ekki fást fyrr en sernentið hefur verið notað í.mannvirki, en allar tilraunir stakar í hverju landi,- Hér á landi hafa hins vefiar ekki ver- ið til neinar slíkar reglur. Það var því.ák.veðið að hér .skyldi farið eftir þýzkum reglum.sem munu vera þær nýjustu. Á fag- máli eru þesar reglur kallaðar normur,- og þær þýzku sem liér em notaðar nefnast DIN (Deutsché Industrie Normen) 1164. Normur þessar segja fyrir um efnasamsetningu sements- ins, sveigjanleika þess, burðar- þol og aðra eieinleika. Með sér- stökum pröfunum má ganga úr skugga um hvort se'nientið stenzt þær kröfúr sem gerðar eru, og eins og áður segii’ hafa þær prófanir sýnt að serhentið fuilnægir áðurnefndum norm- um. Það er þó rétt að takalíram, að Portlandssementið íslenzka er að einu leyti dálílið frá- brug'ðið þ.ví sementi serri sagt er fyrir um í DIN 1164. í hin- urrr þýzku normum er geít ráð fyrir að ekki meg'i 'vei-a meira en 3%, af brenn.isteinssamband- inu S03 i s.ementinu. Þetta efnasamband kemur í sementið aðallega úr gipsi sem blandað er saman við sementsgjallið til að binditími ste.vpunnar lengist, svo að hún byrji ekki að bind- iast fyi’r en eftir hálftíma, en gipsið eykur jafnframt loka- styrkleika steypunnar. Nú er það svo að í því hrá- efni sem notað er á Akranesi eru brennisteinssambönd og í gjallinu er því allt að 1,5% af S03. Þegar gipsinu hefur verið blahdað saman við gjall- ið, er S03-innihaldið því orðið um 4%, eða einum liundraðs- hluta meira en gert er ráð fyrir í hinum þýzku normum. For- ráðamenn verksmiðjunnar full- yrða þó að þetta hafi engin á- hrif á gæði sementsins. Þegar fréttamenn skoðuðu verksmiðjuna á laugardaginn fengu þeir tækifæri til ;að fylgjast með prófun á styrk- leika hins islenzka Portlands- sements. f þar til gerðum á- höldum er prófað hvort steypa úr sementinu hafi þann sveigj- anleika og það burðarþol sem Sagt er fyrir um í normunum. Stóðst prófið Steypukubbar sem prófaðir Voru þennan dag voru þriggja daga gamlir. Sveigjuprófunin leiddi í ljós að kubbarnir þoldu 53,8 kg þrýsting á fersenti- metr.a. Þýz.ku normurnar gera ráð fyrir að steypan eigi að þola 50 kg þrýsting eftir 28 daga, en sem flestum mun kunnugt fer steypa harðnandi a. m. k. fyrsta mánuðinn. Sem- entið stóðst því þessa prófun með ágætum. Sömu sögu var að segja af burðarþolinu. Steypan reyndist þola 232 kg þrýsting á fersenti- metra, en í normunum er gert ráð fyrir að 28 daga steypa þoli 225 kg þrýsting á fersenti- metra. Reynist hið íslenzka sement eins vel í notkun og það hefur reynzt í prófunum á rannsókn- arstofu, er óhætt að segja að það sé fyllilega sambærilegt við það sement sem hingað hef- ur verið flutt, og taki því jafn- vel fram. Tvær aðrar tegundir Eíns og fyrr segir mun síðar á árinu verða hafin framleiðsla á tveim öðrum tegundum sem- ents: íljótharðnandi Portlands- sementi og svonefndu Puzzol- an-sementi, Rómverjar munu fyrstir hafa orðið til að framleiða sement, og það var einmitt hið svo- nefnda • Puzzolan-sement. Þeir framleiddu það með þeim hætti Þriðjudagur 12. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 í komið á markaðinn í þessari stóru byggingu sem enn er í smíðum og því þaklaus eru hráefnin geymd. Hinir rniklu bingir eru úr sementsgjalli, en svo nefnast skeljasandurinn og líparítið eftir aö þau hafa veriö brædd í ofninum. Nú þegar hefur ofninn framleitt rúmlega 15.000 lestir af sementsgjalli. (S. J. tók allar myndir?iar). að þeir möluðu saman kalk og hraungrýti úr eldfjallinu Vesú- víusi. Mörg mannvirki sem steypt voru úr þessu sementi fyrir 20 öldum standa enn í dag, brýr og vatnsleiðslur. Tilraunir hafa leitt í ljós að framleiða má sement sem svip- ar til bess sem Rómverjar bjuggu til með því að blanda ýmsum steinefnum saman við sementsgjallið. Slíkt sement er kallað Puzzolan-sement. Það hefur sína kosti og galla. Það er lengur að storkna en Portlar.dssement, en hitnar hins vegar síður op steypu úr því hættir því síður við að springa. Ar.nar kostur er sá að það þolir betur saltmengað loft og saltvatn. Það ætti því t.d. að vera betur fallið til múr- húðunar. Nothæft úrgangsefni Aðstæður til framleiðslu á Puzzolan-sementi eru góðar hér, þar sem svo vel vildi til að móbergið sem dælt er upp frá sjáv.arbotni ásamt skeljasand- inum reyndist hafa þá eigin- leika sem þarf til slikrar fram- leiðslu. U. þ. b. fimmtungur þess efnis sem dælt er upp frá sjávarbotninum er móberg. Það hefði farið til spiliis, ef ekki hefði komið í ljós að nota mátti það til framleiðslu á Puzzolan-sementi, ■ ! Framleiðsla kalk- áburðar Móbergið má skilja frá skelja sandinum með fieytingu. Þann- ig er hægt að framleiða 95% hreint kalk, sem liefur korna- stærðina 0,5 mm. Þetta hreina kalk er notað til að blanda í sementshráefnin eftir þörfum, en auk þess má þurrka það svo að nota megi það sem á- burð. Gert er ráð fvrir að verk smiðjan muni geta framleitt 20.000 lestir af kaikáburði á ári, en sú framleiðsla er ekki hafin enn. Vélar til hennar eru komnar til landsins og þegar hefur verið byggt yíir þsei’, en ekki farið að setja þær upp. Það verður gert við fyrsta tækifæri. Framleiðsia kalkáburðarins verður ekki ómerkur þáttur í starfsemi sementsverksmiðjunn- ar, Kaikáburður er notaður á of súran jarðveg, en slíkur jarðvegur er víða hér á landi. Hann getur verið það af nátt- úrlegum orsökum, eins og t. d. d. í mýrlendi, en ofnotkun til- búins áburðar, eins og ammón- íumnírats, sem framleitt er liér í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, getur einnig átt þátt í því. Mun þegar komið í ljós í sumum héruðum að brýn þörf er fyrir að vega upp sýrumagn- ið í ammóníumnítratinu með kalki. Erlendis er gert ráð fyrir að 500 kíló af kalki þurfi á móti hverjum 350 kílóum af ammóníumnítrati ef jarðvegur- inn á að halda óbreyttu sýru- stigi, en misbrestur mun hafa verið á því að bændur hafi gætt að þessu sem skyldi. Því hefur sjálfsagt vaidið m. a. að áburðarkalkið sem hér hefur verið á boðstólum hefur verið dýrt, kostað 600—800 kr. lestin. Ekki mun enn ákveðið hvað kalkið frá sementsverk- smiðjunni á að kosta, en þó ó- hætt að fullyrða að það muni verða mun ódýrara en hið að- flutta. Stafar það að sjálfsögðu m. a. af því að áburðarkalkið er að nokkru leyti aukaafurð sem til fellur við vinnslu sem- entsins. Margt ógert Af því sem hér hefur verið sagt ætti að vera Ijóst að enn er nokkuð langt í land áður en sementsverksmiðjan er að fullu tekin til starfa. Enn er eftir að fullgera verksmiðju- húsin og ganga frá ýmsu. Þá er einnig eftir að koma föstu skipulagi á dreifingu Sements- ins. Það hefur verið ákveðið að verksmiðjan annist sjálf dreif- inguna á Akranesi og í Reykja- vik, en annars staðar verði sementið afgreitt á sama hátt og hingað til. í Reykjavík verður dreifing- unni hagað þannig fyrst úm sinn, að skip mun fiytja sem- entið að bryggju í Reykjavík- urhöfn og verður það afgreitt frá skipshlið á hverjum morgni, bæði iítið magn og rnikið. Danskt skip, Dacia, hefur verið leigt til þessara flutnirra í sumar, Það getur flutt 400 lestir, eða rúmlega sólarhrings afköst verksmiðjunnar. Verðið á Akranesi og frá skipshlið í Reykjavík verður 735 krónur lestin (eða 25 krónum lægra en verðið á aðfluttu sementi er nú), en 20 sekkir fara í lest- ina. Skip og geymslubús Verksmiðjan mun a? sjáif- sögðu síðar eignast sk;p til þessara flutninga, Talið hsfur verið líklegt að bezt borgi sig að nota pramma til þeirrs, en ekkert verður ákveðið um skipakaup fyrr en reynsia er fengin. Þá er í ráði að verksmiðjan komi sér upp miklu geymslu- húsi í Reykjavík, bæði fvrir sekkjað sement og ósekkiað Vonir standa tb að hægt verði að koma því upp á næsta ári. Ekkert ryk Það verður ekki komizt hjá því að minnast áð lokum á rykið sem margir töldu að myndi leggja frá verksmiðj- unni. Forráðamenn verksnrðj- unnar fullyrða að ótti manna, og þá fyrst og fremst þorpsbúa sjálfra, við ryk frá verksmiðj- unni sé með öllu ástæðuiaus. enda sé það komið í liós n.ú eftir að verksmiðjan er til starfa. Á;S. Sekkjunarvélin getur fyllt 2.000 50-kg poka á klukku- stund, og þeir tveir menn sem sjá henni fyrir tómum pokum verða því aö hafa sig alla viö. Þegar fréttaménn skoöuöu verksmiöjuna á: laugardaginn voru afköst vél- arinnar aö vísu ekki ,,nema“ 1.400 sekkir á klukku- stund, — eða einn poki á hálfri þriöju hverri sekúndu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.