Þjóðviljinn - 14.08.1958, Page 4

Þjóðviljinn - 14.08.1958, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Firruntudagur 14. ágúst 1958 Þegar Brynjólfur Sveinsson íekk í hendur skinnbók þá sem hann síðar sendi Friðriki konr ungi þriðja, ogi .nefndi Eddu Sæntundi multiscii, kom fram úr rökkri gleyijiskunnar sá dýr- gripur heiðinnar, gerrnEjnskrgf ' menningar, sem skærast skín. Væri ekki Konungsbók Eddu myndi vitneskja um goðakvæði, hetjukvæði og spekikvæði heið- inna forfeðra okkar næsta rýr. Kvæðin sem skráð eru á þessa skertu og skrautlausu skinn- bók auka fullri alin við hæð germanskra þjóða, þegar mæla skal menningarsögulega reisn þjóðflokkanna sem Evrópu byggja. Eddukvæðin standa á bók- fellinu ber og skilrikjaiaus, á- þekk manni án sannanlegs rík- isfangs, en örlög þeirra í með- förum fræðimanna hafa ein- mitt af þeim sökum orðið þver- öfug við aðbúð umkomuleys- ingjanna, sem þjóðríki 20. ald- ar reyna að koma hvert á ann- að. Óvissan um höfunda og aldur kvæðanna hefur orðið til þess að sumir fræðimenn hafa fyrr og síðar freistazt til að reyna að helga sinni þjóð sem mest í þeim, og þá ekki alltaf verið vandir að röksemdum. Framyfir miðja 19. öld ríkti.,, rómantíkin, fræðimenn töldu kvæðin á Konungsbók ort aftur í grárri forneskju. Þá kom til sögunnar_ danskur maður, Ed- win Jessen, og tætti svo ræki- lega sundur röksemdafærslu .þeirra sem töldu kvæðin um 1400 ára gömul, að þar stendur ekki síðan steinn yfir steini. Jessen þóttu kvæðin þeygi góð- ur skáldskapur og sá ekki eftir þeim við íslendinga 12. aldar. Síðan hafa ýmsir fræðimenn leitazt við að færa aldur kvæð- anna nokkrum öldum aftar, en þó ekki alla leið til þjóðflutn- ingatímans, og fá þeim ákveðin heimkynni. Guðbrandur Vig- fússon og Norðmaðurinn Soph- us Bugge töldu flest kvæðin ort í Norðmannabyggðum fyrir vestan haf. Finnur Jónsson fékk flestum þeii’ra heimkynni í Noregi, riokkrum á Grænlandi og tveim^á íslandi. Þjóðverjinn Andreas Heusler taldi hin elztu ort eftir glötuðum skáldskap Saxa og Gota en hin yngri á íslandi, sum í þeim hópi taldi hann verk fræðaþula en önnur til orðin við áhrif frá dönsum riddaratímans, komnum sunnan úr álfu. Hér skal ekki farið út i það að rekja nánar mismun- andi s^koðanir fræðimanna á aldri og uppruna Eddukvæða, heldur tilfærð • álykunarorð prófessors Jóns Helgasohar í sögu bundins máls í Noregi og á íslandi (Nordisk Kultur VIII B): „Skýr og greið svör við .spurningunni um aldur og upp- runa hvers kvæðis um sig eru •ekki tiltæk og verða aldrei. Eina óyggjandi staðreyndin er að kvæðin hafa geymzt í ís- lenzkum handritum og hin þýð- ingarmestu þeirra eru frá 13. öld. Sönnunarskyídan hvílir á þeim sem vilja leita uppruna þeirra á löngu liðnum öldum og íjarlægum stöðum.“ Nú er hafin enn ein eddur deila, en í þetta skipti er ekki deilt um hvar kvæðin voru ort, heldur hvar þau voru rituð. Fræðimenn eru á einu máli um að Konungsbók sé rituð á ís- landi á síðari hluta 13. ,aldar eftir öðru handriti frá önd- vtr rtðlle ar w v tpt .tr Æ-vna Itjrf -.jm- ar 'iH-d luwta rctfv vríð vÉ gpH J'fl tttðlv mka i'.vðUr. Sva W' mm y fyfoup rnn ttr W áfe* y fyvni éa ofer fcw* UvvjpyjÆ wtts t/fio. itogtea. vt| bup. mm. H»gr vgg* p oto Um pm tm. tm ?■ Qítji W" 5»íðtti ttú^í acaipnia kynð£ HviOa VntlbA fvt 4 taýa gímlí, Mtnbotr tijwnar v i ÍB * » k * ka?#ttf m; tm m. 3uuW ei. | tv\t cmí«t fia þicm* c| t rn vaic r.|-i.&}>■# 6$tö kym'.eöc {>;% tóttrvfeiím** ð.k.ive.b'k.fwt), MÍícSi jmjt fy**t te | • 2xt t vnú bðtba J , tyr.c btfctvnw $ 'barmUvð þjt mitr v (rjfft nrrr>t ff* Síða úr Konungsbók Eddu, þar sem skráð er síðari kviðan af Ilelga Hundingsbaua. Myndin er tekin úr Handritaspjalli prófessors Jóns Helgasonar, sem Mál og meiming gaf út fyrir skömmu. Hér er hún nokkuð smsekkuð. bók sé nú orðin úr greininni i „.Mal og,.minne. ... Rannsóknaráðferð Seips ec sú aftrhann leiíar uppi í hand- ritum, sem komin eru frá ís- landi og rituð þar að allra dómi, orð, orðmyndir og stafa- gerðir, .sem hann telur einkenn- andi fyrir norska málþróun og ritmennsku á öndverðri ritöld, en frábrugðin því sem lenzka var á íslandi. Allt af þessu tagi sem Seip finnur í íslenzkum handritum telur hann óyggj- andi san.nanir um að ritaramir hafi haft fyrir sér norskar bækur eða afrit þeirra. Hann. ieitar alls engra annarra skýr- inga á því, hvernig það sem hann telur vera norsk málein- kenni hefur getað komizt inn í íslenzk handrit. Seip tekur meira að segja orðmjmdir úr íslenzkum handritum og dæm- ir þær norskar, enda þótt engin dæmí þessara mynda séu til . i rituðu máli sem víst er að„ fest var á . biað í Noregi. Hann telur jafn- vel orðmvndir í íslenzkum handritum vitnisburð um þ2ð. hvernig Norðmenn hafi ritað svo snemma ritaidar, að engin norsk handrit hafa geymzt frá þeim tíma. Þegar Seip telur sig hafa sannað að íslenzkt hand- rit eigi sér norska fyrirrennara, safnar hann þaðan „norskum máleinkennum", sem sum koma hvergi fyrir í ritum sem efiaust eru norsk, og gerir þau að mælikvarða á næsta íslenzkt handrit sem hann' tekur íyrir. verðri öldinni. Norskur mál- fræðingur og fornletursfræð- ingur, próf, Didrik Arup Seip, rektor Oslóarháskóla, staðhæfir nú að hægt sé að sýna fram á það að kvæðin hafi fyrst verið rituð í Noregi. Hann dregur þá ályktun af orðum, orðmyndum og stafagerð í Konungsbók, að hún sé rituð eftir bók sem rit- uð hafj verið eftír bók ritaðri við Víkina í Noregi, nánar til tekið í Túnsbergi, á 12. öld. Seip setti þessa skoðun fyrst fram í grein í tímaritinu Mál og minne 1952. Sú grein var endurprentuð nokkuð breytt i ritgerðasafni sem gefið var út á sjötugsafmæli hans, Nye s'.udier i norsk sprákhistorie, Oslo 1954. Þessi grein er liður í samfelldri viðieitni Seips að sýna fram á að forn handrit af fslandi séu afrit eða afrit afrita bóka, sem skráðar hafi verið í héraðinu umhverfis Vík- ina í Noregi. Nye studier er mestan part safn greina af því tagi. Seip byrjaði á því að ætt- færa til Noregs þýðingar helg- ar í íslenzkum handritum, bar næst niður í þýðjngum rita veraldlegs efnis og gerði þeim sömu skil og tók síðan Kon- ungsbók tak. Þegar hann taldi sig hafa gengjð úr skugga um að forrit hennar mætti einnig rekja til Noregs, varð Króks- fjarðarbók Sturlungu fyrir val- inu og viti menn, Seip varð ekki skotaskuld úr því að finna norskan ættlið í langfeðgatali hennar. Seip nýtur í fræðimannahópi álits fyrir rannsóknir á norskri málsögu og stafagerð á fornum handri.tum. Kenning hans um norskan uppruna þýðinga helgra í íslenzkum handritum þótti ekki stórtíðindum sæta. Bæði er ekki nema eðlilegt að íslendingar öfluðu sér slíkra rita frá Noregi í stað þess að fara að þýða þau á eigin spýt- ur, og svo skiptir það tiltölu- lega litlu; máli fyrir bókmennta- söguna, hvoru megin hryggjar þau liggja. En þegar Konungs- bók Eddu og Króksfjarðarbók voru látnar sæta sömu með- ferð, fóru menn að reka upp stór augu. Bæði lærðum og leikum þótti rektorinn í Osló- færast æði mikið í fang á gam- als aldri og biðu þess með nokkurri eftirvæntingu, hvaða íslenzku fornriti hann myndi næst ger.a sig líklegan til að kippa austur yfir hafið. Seip virðist þó ekki ætla að reyna að víkka hið norska landnám sitt í íslenzkum forn- bókmenntum í bili. í þess stað hefur hann valið þann kost að reyna að festa tökin á því sem hann hefur áður helgað Vík- inni. í Forskningsnytt, tímariti þar sem norskir fræðimenn skýra frá hvað þeir eru með á prjónunum, var tilkynnt í sum- ar að Seip myndi bráðlega birta ýtarlegri rökstuðning en áður fyrir norsku ættemi Kon- ungsbókar. Af frásögnum norskra blaða virðist að heil Þar finnur hanri svo nýja ,,nor- vagisma", og' þeim er beitt til að úrskurða norskan uppruna næsta rits, og svona koll a£ kolli. Þýzki prófessorinn Hans Kuhn varð einna fyrstur fræði- manna til að taka kenningu . Diilrili Arup Seip Seips til athugunar. í grein i tímaritinu Acta Philologica Scandinavica 1954 lætur hann í ljós efa um að Seip geri sér ljóst hvað af staðhæfingum hans leíði. „Sé það rétt að eddukvæðjn hafi fyrst verið rituð í Noregi, er heildarmynd- in sem við höfum gert okkur af menningarþróuninni á Noröur- löndum á fyrstu öldum kristn- innar alröng, þá verður það einstæða afrek sem þetta safn ber vott um, og við höfum þð talið skiljanlegt unnið á ís- landi, að hreinni ráðgátu, og íslendingar verða að láta af hendi við Noi’ðmenn mikinn hluta af þeim hróðri sem rit- mennska þeirra til forna hefur aflað þeim“. Þegar Seip hyggst raska grundvallaratriðum norrænnar bókmennta- og menningarsögu, telur Kuhn ekki hægt að láta kenningar hans lengur ópróf- aðar. Kuhn hefur tekið sig til og athugað nokkur hin elztu rit sem enginn vafi getur leikið á að frumrituð eru á íslandi, Konungsbók Grágásar, Reyk- holtsmáldaga, Skrá um skipti á Spákonuarfi og Skipan Sæ- mundar Ormssonar. Við þenn- an samanburð kom í ljós að í lögum íslenzka þjóðveldisins og hinum íslenzku fornbréfum koma víða fyrir orð þau og orðmyndir, sem Seip telur bei’a vott um norskan uppruna þeirra handrita sem hann hefur athugað. Tíu atriði sem Seip taldj sanna að eddukvæðin væru frumrituð í Noregi fann Kuhn í Grágás og mörg álíka þétt þar og í edduhandritinu. Væri kenning Seips rétt ættu samkvæmt þessu íslenzku lögin og íslenzk fornbréf að vera rituð eftir norskum frumritum, en hver maður sér að slíkt er fjarstæða. En hvernig stendur þá á „norvagismunum“ í ís- lenzkum handritum? Kuhn ger- ir þá grein fyrir þeim, að á 12. og 13. öld hafi norskt og ís- lenzkt ritmál ekki verið jafn greinilega aðskilin og vai-ð eftir 1300. Samgöngur voru miklar milli, Noregs og íslands og telja má víst að ritlist hafi að einhverju leyti borizt til íslands frá Noregi. Ekkert er eðlilegra en að íslenzkir menp, sem lærðu að skrifa í Noregi eða afrituðu norskar bækur, héidu norskum rithætti í ýmsu sem þeir frumrituðu. Búast má við að hljóðbreytinga sem urðu í Noregi hafi einnig gætt utn tíma á íslandi, þótt þær fest- ust ekki þar í málinu. Málið var í upphafi eitt og hið sama í báðum löndum og þróaðist. lengi að nokkru leyti samhliða beggja vegna íslandshafs. Eitt. af dæmunum sem Kuhn nefnir er brottfall h á undan I, r og n. Þegar slíkt kemur fyrir í Kon- ungsbók telur Seip það sanna að eddukvæðin hafi verið frum- rituð í Noregi. í Grágás fann Kuhn á annað hundrað hiið- stæð dæmi og önnur í jslenzk- um .fornbréfum fram tR 1245.- Þetta e'r að,. hans dómi gott. dæmi um hljóðbreytingu, sem festist í- málinu í Noregi en; laut í lægra haldi á íslandi, þótt hennar gætti þar um tíma. Þessa hefði Seip átt að gæta áður en hann greip til sinnar róttæku skýringar á norskum máleinkennum í íslenzkum handritum, segir Kuhn. Og ekki lætur hann við þetta sitja, heldur ber Seip í brýn ýmsar rökvillur. Sumt af því sem Norðmaðurinn telur „norvag- isma“ er ekkert annað en pennaglöp að dómi Þjóðverj- ans. Seip telur Konungsbólc ritaða eftir íslenzku afriti frá því um 1200, en það eftir norsku frumriti, sem hlýtur þá að hafa verið frá 12. öld. E£ nú málbreytingar, gem koma Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.