Þjóðviljinn - 14.08.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 fcannig brennur mosaeldur. Hann brennur hægt — en: „eftir er hraunstork- an ber sem nýrunnin vseri. — Myndin til hægrt. „Þania eyðist S eldi sá litii gróður sem myndazt hefur í hrauninu frá því það rann fyrir öldum". — Þarna sjáið þið reykinn af eldi þeim er varnar- liðið hefur kynt á Reykjanesi undanfarið bera við f jöllin, en þegar lengra dregur munu reykjabólstrarnir í prentuninni sennilega renna saman við him- ininn. — Neðri myndin tekin frá Grindavík. — Ljósm Sig Guðm. mosael y-y :¦¦•¦¦ iiy'víivyy. ¦'¦¦¦¦'¦:-¦'¦ '¦: ¦¦' ¦ '¦•¦' ¦¦¦-¦¦¦¦¦ ¦¦ :•'-¦¦:¦;'¦ : ¦':'¦ ¦ ' V. '¦:¦' „Þarna eyöist í eldi sá litli igróður sem myndazt hefur í hrauninu frá því þaö rann fyrir öldum, og eftir er hraunstorkan ber sem nýrunnin væri". Þannig lýsir fréttaritari út- Varpsins í Grindavík hinn 5. , þ.m. eldi þeim sem brunnið hefur daga og nætur á Réykjanesi . 1 fyrstu fréttinni vajr sagt að eldurinn á Reykjanesi hefði kviknað fyrir þremur vikum, en Þjóðviljinn hefur fengið upplýsingar um að hann hafi brunnið þar í 2 mánuði, að vísu hægfara í ' fyrstu, en smátt og smátt færzt í aukana, unz hann var kominn á það stig er fréttaritari útvarpsins lýsir þannig: i,. . . . haldi eldurinn á- fram að breiðast út með sama hraða næstu daga og verði ekkert aðhafzt til að ksefa hann er vá fyrir dyr- um, t.d. hljóti r'búar Staðí arhverfis að flýja heimili sín . . . er eldurinn magn- aðri en svo að Grindviík- ingar megni að ráða við hann". Eldur þessi hefur kviknað 1 grennd Þórðarfellsins, — við skotæfingar hernámsliðs- ins í hrauninu á Reykjanes- inu, milli aðalkanabælisins á Keflavíkurflugvelli og útibús þess skammt fyrir ofan Grindavík. Látum fréttaritara útvarps- ins i Grindavlk hafa orðið áfram:, „Reykur hylur nú alla fjallasýn til vesturs fyrir Grindvíkingum og leggur mökkinn, þykkan og dökk- an til hafs". Þjóðviljinn getur staðfest ^að lýsing fréttaritara út- varpsins va,r rétt. Reykinn frá eldi þeim er þarna brann eyddi þeim gróðri er tekið hafði aidir að mynda á þess- um hrjóstruga hluta íslands lagði á haf út, en römm brunastækjan eitraði loftið hlémegin við eldana. Island hefur nú verið her- setið land á nítjánda ár — því fáir munu þeir vera sem vilja draga frá þann tíma sem hinum bandaríisku dát- um var fyrirskipað að hafa fataskipti og klæðast eins og venjulegir borgarar. Komið er á 8. ár, síðan flokksforingjar þriggja flokka, mennirhiir sem sóru þess dýr- an eið að aldrei skyldi vera her á Islandi á friðartímum, kölluðu þingmenn flokka sinna saman og létu þá gjalda jáyrði við því á laumufundi umboðslausra ein- stalklinga, að svíkja þjóð s)ha undir erlenda hersetu. Það eru 7 ár og réttir þrír mánuðir liðnir frá því núver- andi utanríkisráðherra ls- lands stóð syfjaður og auð- mjúkur þarna úti á Reykja- nesinu og bauð hernámsliðið velkomið til landsins — því var smyglað inní landið að næturlagi meðan þjóðin svaf. Þjóðinni var sagt að banda- ríska hernámsliðið væri hing- að kvatt til að vernda hana f rá yfirvofandi bráðum háska. Sá háski hefur enn ekki birzt þjóðinni á sjö ár- um. En vart hefur liðið það verndarár, að verndin hafi ekki birzt í meiri eða minni gróðurbrennum á Reykjanesi, .eyðingu telenzks lands, fót- umtroðins af erlendum hæl- um, tættu af erlendum sprengjum. Þessar afrekamyndir birti Hvíti fálkinn með stríðsæf- ingafrétt 8. þ.m.. Hetjurnar á mynd nr. 1 eru að skjóta af 4,2 þumlunga sprengjuvörpu. Á mynd nr. 2 er majór Morr- is og aðstoðarmaður hans. Piltarnir tveir með. vélbyss- una á mynd nr. 3 hafa fengið skipun um að skjóta. Og hetj- an á 4. myndinni er áð gægj- ast yfir hraunbrún til að at- huga hvort óhætt muni" að skjóta. Garpar í hraiini í síðasta tölublaði Hvíta fálkans, blaðs bandaríska her- námsliðsins á Keflavíkurflug- velli, er varið miklu rúmi til 'þess að lýsa skothríðardáðum og hæfni þess við eldkveiking- ar á Reykjanesi síðustu vik- urnar. Fyrst er lýst hvernig liðið hafi verið hvatt á vettvang Framhald á 11. síðu Það er verndin. Og verndin birtist í, fleiru. Meðal annars því að börn og unglingar hafa verið að slasa sig á sprengjum sem her- námsliðið hefur látið eftír sig, jafnvel við f jölfarna vegi. Það er ekki lengra síðan en 28. apríl s.l. að þrír dreng- ir i Saudgerði slösuðust af sprengjum er þeir fundu við veginn rétt hjá Sandgerði, en hernámsliðið hafði þá iðkað skothniðarfíflalæti sín þar. Enda þótt hernámsliðið hefði þráfaldlega stundað æfingar sínar á þessu svæði kom í ljós að það var gert í algeru heimildarleysi, og íbúar i" grenndinni kært athæfið — án árangurs! Drengirnir voru þrír. Fjög- urra ára drengur blindaðist og meiddist meira í andliti. Átta ára drengur missti vísifingur annarrar handar- innar, auk annarra meiðsla á hendinni. Sá þriðji, sjö ára, slapp bezt, brenndist og skrámað- ist lí framan. Limlestingar á felenzkum börnum, — það er líka vernd- in. „En þetta er aðeins mosa- eldur". Já þetta er aðeins mosaeldur. En til hvers er verið að þessu skothríðar- brölti á Suðurnesjum? Eld- fretir þessara erlendu dáta miklast engum Islendingi lengur. Islendingar brosa vorkunnlátt þegar þeir sjá þessi einkennisklæddu erlendu grey sperra sig með byssu- hólkana sína. Allir vita að ekki verður barizt með slík- um tækjum — ef til stríðs kæmi, enda mun nú vart fyr- irfinnast sá fullvita íslend- ingur að honum sé ekki ljóst að þessi skothríðarfíflalæti hernámsliðsins eru fyrst og fremst tii þess gerð að drepa tímann fyrir þessum iðju- lausu vesalingum, sem banda- ijiskir heimsvaldasinnar hafa dæmt til útlegðar fjarri föð- urlandi sínu pg fólki. „Þetta gr aðeins mosaeld- ur", — og þeir segja að hann hafi verið slökktur. Þegar þetta er ritað hefur Þjéðvilj- inn ekki haft tækifæri til að ganga úr skugga um hvort rétt sé. Og þó þetta sé „að- eins mosaeldur" er það . hið eðlilegasta viðbragð að hverj- um þeim sem verðskuldar að vera kallaður Islendmgur renni í skap við að sjá ís- lenzku landi eytt í eldi. En þótt þessir einkennis- búnu sperrtu hernámsliðar, sem hafa ekki reynzt meiri fábjánar en svo að hafa tal- izt tækir í her hins hálfvita- auðuga bandaríska stórveldis •— hafi kveikt þessa elda. eigi sökina af að hafa kveikt þessa elda, er þó sök þeirra manna sem kölluðu hernáms- liðið hingað meiri og þyngri. Þeir eru hinir eiginlegu brennuvargar. Undanfarið hefur jörðin undir fótum hins erlenda hernámsliðs á Reykjanesi logað. En þótt rétt kunni að reynast að sá eldur hafi nú verið slöklrtiir heldur enn áfram að brenna sá eldur smánar og afsiðunar sem nær tvr.^ííia áratuga herseta hefur leitt yfir þjóðina. ^rið eigum nú uppkomið fólk sem vanizt hefur því allt frá- vö"gir að horfa á erlent herlið |í landi s'nu. Mosa«ldnr fer sér hægt. Og sá afsiðunar- eldur sem brennur með hersetiuni þjóð fer kannskí ekki ætöð með miklum trný, en hann brennur án afláts. Ábyrgðina af þeim bruna bera ekki aðeins mennirn- ir sem kölluðu hernámslið- ið hingað og hinir mennirn- ir sem svikið hafa til þessa það heit sitt að láta herlnn hverfa úr landi, heklur einnig þeir sem ekkert haf- ast að til þess að erlendur her fari af Islandi — og eigí aldrei afturkvæmt. Hvað gerir þú, lesandi góður, situr þú máski af- skiptalaus, eða ætlar þú að láta herinn fara? J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.