Þjóðviljinn - 14.08.1958, Page 7

Þjóðviljinn - 14.08.1958, Page 7
Firruntudagur 14. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 I»anníg brennur mosaeldur. Hann brennur bægt — en: „eftir er hraunstork- an ber sem nýrunnin væri. — Myndin til hægri. „Þama eyðist 5 eldi sá litli gróður sem myndazt hefur í hrauninu frá því |>að rann fyrir öldum“. — Þarna sjáið þið reykinn af eldi þeim er vamar- liðið hefur kynt á Reykjanesi undanfarið bera \úð fjöllin, en þegar lengra dregur munu reykjabólstrarnir í prentuninni sennilega renna sanian við him- ininn. — Neðri myndin teldn frá Grinda\ik. — Ljósm Sig Guðm. )} mosaeldur '€< „Þarna eyðist í eldi sá UtU gróður sem myndazt hefur í hrauninu frá pví pað rann fyrir öldum, og eftir er hraunstorkan ber sem nýrunnin vœri“. Þannig lýsir fréttaritari út- varpsins í Grindavík himi 5. þ.m. eldi þeim sem brunnið hefur daga og nætur á Reykjanesi . í fyrstu fréttinni var sagt að eldurinn á Reykjanesi hefði kviknað fyrir þremur vikum, en Þjóðviljinn hefur fengið upplýsingar um að hann hafi brunnið þar í' 2 mánuði, að vísu hægfara í 1 fyrstu, en smátt og smátt færzt í aukana, unz hann var kominn á það stig er fréttaritari útvarpsins lýsir þannig: „. . . . haldj eldurinn á- fram að breiðast út með sama hraða næstu daga og verði ekkert aðhafzt til að kæfa hanu er vá fyrir dyr- um, t.d. hljóti 'búar Staðí arhverfis að flýja heimili sín . . . er eldurinn magn- aðri en svo að Grindvík- ingar megni að ráða við hann“. Eldur þessi hefur kviknað I grennd Þórðarfellsins, •—• við skotæfingar hernámsliðs- ins í hrauninu á Reykjanes- inu, millj. aðalkanabælisins á Keflavíkurflugvelli og. útibús þess skammt fyrir ofan Grindavik. Látum fréttaritara útvarps- ins í Grindavlk hafa orðið áfram: „Reykur hylur nú alla fjallasýn til vesturs fyrir Grindvíkingum og leggur mökkinn, þykkan og dökk- an til hafs“. Þjóðviljinn getur staðfest að lýsing fréttaritara út- varpsins va,r rétt. Reykinn frá eldi þeim er þarna brann eyddi þeim gróðri er tekið hafði aldir að mynda á þess- um hrjóstruga hluta Islantds lagði á haf út, en römm brunastækjan eitraði loftið hlémegin við eldana. Island hefur nú verið her- setið land á nítjánda ár — því fáir munu þeir vera sem vilja draga frá þann tíma sem hinum bandaríisku dát- um var fyrirskipað að hafa fataskipti og klæðast eins og venjulegir borgarar. Komið er á 8. ár, síðan flokksforingjar þriggja flokka, mennimiir sem sóru þess dýr- an eið að aldrei skyldi vera her á íslandi á friðartímum, kölluðu þingmenn flokka sinna saman og létu þá gjalda jáyrði við því á laumufundi umboðslausra ein- staklinga, að svíkja þjóð sma undir erlenda hersetu. Það eru 7 ár og réttir þrír mánuðir liðnir frá því núver- andi utanríkisráðherra Is- lands stóð syfjaður og auð- mjúkur þama úti á Reykja- nesinu og bauð hernámsliðið velkomið til landsins — því var smyglað inní landið að næturlagi meðan þjóðin svaf. Þjóðinni var sagt að banda- riska hemámsliðið væri hing- að kvatt til að vernda hana frá yfirvofandi bráðum háska. Sá háski hefur enn ekkj birzt þjóðinni á sjö ár- um. En vart hefu,r liðið það vemdarár, að verndin hafi ekki birzt í meiri eða minni gróðurbrennum á Reykjanesi, .eyðingu islenzks lands, fót- timtroðins af erlendum hæl- um, tættu af erlendum sprengjum. Þessar afrekamyndir birti Hvítj fálkinn með stríðsæf- ingafrétt 8. þ.m.. Hetjurnar á mynd nr. 1 eru að skjóta af 4,2 þumlunga sprengjuvörpu. Á mynd nr. 2 er majór Morr- is og aðstoðarmaður hans. Piltamir tveir með vélbyss- una á mynd nr. 3 hafa fengið skipun um að slcjóta. Og hetj- an á 4. myndinni er að gægj- ast yfir hráunbrún til að at- huga hvort óhætt muni að skjóta. Garpar í hrauni I síðasta tölublaði Hvíta fálkans, blaðs bandaríska her- námsliðsins á Keflavíkurflug- velli, er varið miklu rúmi til þess að lýsa skothríðardáðum og hæfni þess við eldkveiking- ar á Reykjanesi síðustu vik- urnar. Fyrst er lýst hvernig liðið hafi verið hvatt á vettvang Framhald á 11. síðu Það er vemdin. Og verndin birtist L fleiru. Meðal annars því að börn og unglingar hafa verið að slasa sig á sprengjum sem her- námsliðið hefur látið eftir sig, jafnvel við fjölfarna vegi. Það er ekki lengra síðan en 28. apríl s.l. að þrír dreng- ir í Sandgerði slösuðust af sprengjum er þeir fundu við veginn rétt hjá Sandgerði, en hernámsliðið hafði þá iðkað skothrliðarfiflalæti sín þar. Enda þótt hemámsliðið hefði þráfaldlega stundað æfingar sínar á þessu svæði kom í ljós að það var gert í algeru heimildarleysi, og íbúar i' grenndinni kært athæfið — án árangurs! Drengimir voru þrír. Fjög- urra ára drengur blindaðist og meiddist meira í andliti. Átta ára drengur missti vísifingur annarrar handar- innar, auk annarra meiðsla á hendinni. Sá þriðji, sjö ára, slapp bezt, brenndist og skrámað- ist lí framan. Limlestingar á íslenzkum börnum, — það er líka vernd- in. „En þetta er aðeins mosa- eldur“. Já þetta er aðeins mosaeldur. En til hvers er verið að þessu skothríðar- brölti á Suðumesjum ? Eld- fretir þessara erlendu dáta miklast engum Islendingi lengur. Islendingar brosa vorkunnlátt þegar þeir sjá þessi einkennisklæddu erlendu grey sperra sig með byssu- hól'kana sina. Allir vita að ekki verður barizt með slík- um tækjum — ef til stríðs kæmi, enda mun nú vart fyr- irfinnast sá fullvita Islend- ingur að honum sé ekki ljóst að þessi skothríðarfiflalæti hemámsliðsins eru fyrst og fremst tii þess gerð að drepa tímann fyrir þessum iðju- lausu vesalingum, sem banda- iliskir heimsvaldasinnar hafa dæmt til útlegðar fjarri föð- urlandi sínu og fólki. „Þetta er aðeins mosaeld- ur“, — og þeir segja að hann hafi verið slökktur. Þegar þetta er ritað hefur Þjóðvilj- inn ekki haft tækifæri til að ganga úr skugga um livort rétt sé. Og þó þetta sé „að- eins mosaeldur“ er það . hið eðlilegasta viðbragð að hverj- um þeim sem verðskuldar að vera kallaður Islendmgur renni í skap við að sjá ís- lenzku landi eytt í eldi. En þótt þessir einkennis- búnu sperrtu hernámsliðar, sem hafa ekki reynzt meiri fábjánar en svo að hafa tal- izt tækir í her hins hálfvita- auðuga bandariska stórveldis — hafi kveikt þessa elda eigi sökina af að hafa kveikt þessa elda, er þó sök þeirra manna sem kölluðu hernáms- liðið hingað meiri og þyngri. Þeir eru hinir eiginlegit brennuvargar. Undanfarið hefur jörðin undir fótum hins erlenda hernámsliðs á Reykjanesi logað. En þótt rétt kunnl að reynast að sá eldur hafi nú verið slöídttur heldur enn áfram að brenna sá eldur smánar og afsiðunar sein nær tve.^gia áratuga herseta hefur leitt yfir þjóðina. Við eiguni nú uppkomið fólk sem vanizt hefur því alit frá vövgir að horfa á erlent herlið ií landi s’nu. Mosaeldur fer sér hægt. Og sá afsiðunar- eldur sem brennu*- með hersetinni þjóð fer kannski ekki ætíð með miklum mý, en hann brennur án afláts. Ábyrgðina af þeim bruna bera ekki aðeins mennirn- ir sem kölluðu hernámslið- ið liingað og hinir mennirn- ir sem svikið hafa til þessa það heit sitt að láta herinn hverfa úr landi, heklur einnig þeir sem ekkert haf- ast að til þess að erlendur her fari af Islandi — og eigi aldrei afturkvæmt. Hvað gerir þú, lesandi góður, situr þú máski af- skiptalaus, eða ætlar l>ú að láta herinn fara? J. B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.