Þjóðviljinn - 16.08.1958, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1958, Blaðsíða 8
Semenisverksmiðjan læi orku Irá Sogluu næsfu 1 Afglöp og fyrirhyggjuleysi valda því að þetta stór- fyrirtæki stendur strax uppi rafmagnslaust Á fundi sínum í gær ákvað stjórn Sogsvirkjunarinnar að láta Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi í té raf- orku frá og meS deginum í dag" fram á miðvikudags- morgun. Endanleg afstaöa til beiðni Sementsverksmiðj- unnar um sölu á raforku frá Sogi veröur hinsvegar ekki tekin fyrr en bæjarstjórn Reykjavíkur hefur fjallað um málið í næstu viku. Frá þessu er skýrt í tilkynn- ingu s-em stjórn Sogsvirkjunar- innar hefur sent frá eér og birt er orðrétt á öðrum stað hér í blaðinu. Þar er skýrt frá því, að Sogsvirkjunarstjórninni hafi verið tjáð að Sementsverk- emiðja ríkisins verði að stöðva framleiðslu á sementi innan sólarhrings vegna skorts á raf- magni frá Andakílsárvirkjun- inni, nema verksmiðjan fái nú þegar raforku frá Sogsvirkjun- ínni. Ennfremur sé lítið til af sementi í landinu og bygging- arframkvæmdir muni því að mestu stöðvast bráðlega ef verksmiðjan verði að hætta sementsframleiðslu. I tilkynningu Sogsvirkjunar- innar segir að stjórnin muni Dani skorar á Eyjólf í kappsund úr Drangey Nýlega hafa borizt fréttir af þeim Eyjólfi Jónssyni og fé- lögum hans sem halda sig í Dover. Segir Eyjólfur að þeir fliafi það gott. Hann segir að ihann æfi á hverjum degi og syndi 5—10 km daglega, þar sem sundmennirnir koma að landi þegar þeir koma frá Frakklandi, eða við svokallað- an Shakespeare-höfða við Dov- er. Eyjólfur segir ennfremur að þarna séu samankomnir sund- imenn frá 20 þjóðum og æfa lundir Ermasunds-sund. Meðal sundmannanna eru 5 Norður- landabúar, tveir Danir, tveir Svíar og svo hann. Annar Svíinn er orðinn nokkuð við aldur eða 55 ára gamall. Segjr Eyjólfur að vel fari á með þeim og haldi þeir sig imikið saman. Annar Daninn, Gunnar Poulsen að nafni, hef- ur synt yfir Eyrarsund og Kattegat. Er hann bringusunds- maður eins og Eyjólfur. Hann /vill koma hingað eftir tvö ár og viil að þeir tveir hefji kappsund úr Drangey. Öllum líður þeim félögum vel, segir Eyjólfur að lokum. Búlg@giin fœr anncso s Nikolaj Búlganín, fyrrverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna sem varð formaður stjórnar sovézka ríkisbankans þegar ihann lét af því embætti í marz s.l., hefur nú fengið annað starf. Tilkynnt var í Moskvu i gær að Búlganín hefði verið skip- aður formaður efnahagsmála- nefndar rikisins í Stavropol- ihéraði í Suður-Rússlandi, um 1200 km frá Moskvu. ekki taka endanlega afstöðu til beiðni Sementsverksmiðjunnar um sölu raforku fyrr en eftir að bæjarstjórn Reykjavíkur hefur fjallað um málið á fundi. sínum n.k. fimmtudag, 21 ágúst, en til þess að firra vandræðum samþykki stjórnin að láta Sem- entsverksmið junni í té raforku frá Sogsvirkjuninni dagana 16.- 20. ágúst, enda verði straum- urinn tekinn af kl. 9 árdegis n. k. fimmtudag, 21. ágúst. Þjóðviljanum er kunnugt um, að í stjórn Sogsvirkjun- arinnar kom fram h»rð og rökstudd gagnrýni á það furðulega f yrirhyggjuleysi og þá óþolandi ráðsmennsku forráðamanna Sementsverk- smiðjunnar að staðsetja hana á stað þar sem nauð- synlegt rafmagn skortir tíl rekstursins og koma svo til Sjogsvirkjunarinnar þegar verksmiðjan er fullbyggð og tilbúinn tíl reksturs að öðru leyti en því að rafmagnið er ekki fyrir hendi! — Þessi vinnubrögð eru líka alveg einstök þegar þess er gætt að 10 ár eru liðin síðan lög um sementsverksmiðju og stjórn hennar voru sam- þykkt. Það verður því ekki sagt að tima hafí skort tíl undirbúnings og rannsókna í sambandi við byggingu verksmiðjunnar og rekstur. En hér hefur það einu sinni enn komið á daginn hve dýrt það er að haga ekki fram- kvæmðum og búskap þjóðar- innar eftir fyrirfram gerð- um og vönduðiun áætlunum. ÍRAR — 4 gegn 1 1 gærkvöldi kepptu Irar og KR-dngar á Laugardalsvellin- um. Leikar fóru á þann veg að Irar unnu með 4 mörkum gegn 1. I hálfleik stóðu leikar 1:1. Leikurinn var jafn lengi fram- an af en er líða tók á seinni hálfleik náðu Irarnir undirtök- unum. KR-ingar gerðu fyrsta markið í leiknum og var þar að verki Örn Steinsen. Irarnir halda því heim ó- sigraðir, hafa sett 9 mörk og fengið á sig 4 í þremur leikj- um. Farin aftiir á miðiíi Fréttaritari Þjóðviijans á Siglufirði símaði i gærkvöldi að skipin sem legið hafa þar inni síðan nm helgi hefðu farið út í gær. Eru þau dreifð vest- an frá Grímseyjarsundi og austur eftir síldarmiðunum. Veður var sæmilegt í gær en kulaði með kvöldinu, Afglöp eins og þau sem stjórnendur Sementsverk- smiðjunnar hafa gert sig seka um eru þess eðfis að þeiin mönnum væri sæmst að segja af sér störfum tafarlaust. l»að er greinilegt að þessir menn eru ekki færir um að stjórna stóru rikisfyrirtæki eins og Sementsverksmiðj- unni. Nánar verður rætt um þetta hneyklismál í blaðinu næstu daea. Allar skákirna nema eín í bið 1 sjöundu umferð skákmóts- ins í Portoros í Júgóslavíu sem tefld var í gær fóru allar skák- irnar nema ein í bið. Skák Matanovic og de Greiff iauk með jafntefli. Friðrik er því enn i efsta sæti ásmat Petrosjan með 4% vinning. Hl69ViyiNN Laugardagur 16. ágúst 1958 — 23. árgangur — 182. tölublað. GróðurhÉs í Árnessfslu Unniðað hafnar- bófumá'Húsavík Frá fréttaritara Þjóðviljans. Húsavík. Nokkuð hefur verið unnið við endurbætur á höfninni hér á Húsavík í sumar. 1 fyrra- haust var um 10 metra langt steinker steypt hér á staðnum og í vor var byrjað að ganga frá því á sinum stað í höfn- inni. Er þvf] verki nú lokið og vinna við gerð nýs kers hafin. Verður þetta nýja hafnarker álíka stórt og hið fyrra. Verkstjóri við hafnargerðina hér er Sveinn Júlíusson. mun nú vera um 30 vallar- dagsláttur, en |ar af eru líklega um 20 dagsláttur í Árnessýslu og er þó jarð-. hitinn þar í sveitum ekki hag- nýttur nema að mjög litlu leytí. Framhald á 6. síðu. Garðyrkjubændaíélagið í sýslunni sér um sérstaka deild á sýningunni á Selíossi .Garð'yrkja stendur óvíða hér á landi með meiri blóma en í Árnessýslu. Þar í sýslunni eru nú milli 60 og 65. garðyrkjustcðvar cg munu alls um 500 manns e;ga lífs- afkomu sína undir þessari framleiðslugrein sð mestu eða öllu leyti. Framangreindar upplýsingar er m.a. að finna í garðyrkju- deild landbúnaðarsýningarinn- ar, sem opnuð verður á Selfossi síðdegis í ¦ dag. Það er Garð- yrkjubændafélag Árnessýslu, sem stendur fyrir garðyrkju- sýningu þessari, en um fram- kvæmiiir við hana hafa séð Ingimar Sigurðsson í Fagra- hvammi, Páll Mikkelsen í Hveragerði og E. B. Malmquist á Stóra-Fljóti. i ¦ % Mutar gróðurMsanna í Ámessýslu Fyrsta garðyrkjustöðin í Ár- nessýslu var sett á stofn í Hveragerði áríð 1929 af Sig- urði Sigurðssyni, fyrrv. búnað- armálastjóra. Nú eru í sýslunni sem fyrr segir um 60—65 garð- garðyrkjustöðvar, þar af lang- flestar eða 33 á jarðhitasvæð- inu í eða við Hveragerði og í Biskupstungum 17. Hinar stöðv- amar eru dreifðar víðsvegar um sýsluna, svo sem í Hruna- mannahreppi, Grafningi, Laug- ardal og víðar. Stærð stöðvanna er frá 400 til 5000 ferm. Græn- meti, svo sem tómatar, gúrkur, gulrætur o. fl., mun vera rækt- að í % hlutum gróðurhúsa og vermireita í sýslunni, en blóm í % hluta. Þess má geta, að flatarmál gróðurhúsanna á öllu Iandinu gur til að leysa Kýpurmálið Brezka stjórnin tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að gera ráðstafanir til að hrindai. í framkvæmd tillögum um breytingu á stjórnarháttum á Kýp.ur. 1 tillögunum er gert ráð fyrir áð Grikkir og Tyrkir á eynni kjósi þing hvorir í sínu lagi og verði þau brezka land- stjóranum til ráðuneytis. Um leið verði ákveðið að engar frekari breytingar verði á stjórnarháttum eyjarskeggja næstu sjö árin. Talsmaður Makariosar erki- biskups sagði í Aþenu í gær að þessar tillögur Breta væru með öllu óaðgengilegar. Stjórnlagadómstóll Vestur-Þýzklands í Karlsruhe hefur orðið við tilmælum Bonnstjórnarinnar mu að banna þjóðaratkyæða- greiðslu um fyrirætlanir hennar að búa vesturþýzka herinn kjarnavopnum. En baráttunni ' gegn þeim fyrirætlunum er haldið áfram. — Á myndinni sjást stúdentar í Munchen með spjöld þar sem lýst er yfir andstöðti gegn þeún fyrirætlúnum. Hlé á þingi SÞ fram yfir helgi ^ Aukaþing SÞ ræddi í gær þriðja daginn í röð um ástand- ið í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Að loknum þeim fundi var þinginu frestáð þar til á imánudag. Utanríkisráðherra Japans; Fujiyama, var meðal ræðu- manna í gær. Hann sagði það vera meginverkefni SÞ að búa svo um hnútana að herlið Bandaríkjanna og Bretlands verði flutt burt úr Líbanón og Jórdan við fyrsta tækifæri. Bandaríska sendiráðið í Amman, höfuðborg Jórdans, hefur ráðlagt öllum bandarísk- um þegnum að fara úr landinu ef þeir eiga þess nokkurn kost. Sósíalistar í Mm§hjm*íU Skrifstofa Sósíalistafélags Reykjavíkur, Tjarnargötu 20, er opin alla virlta daga klukkan 10—12 árdegis og 5—7 síðdegis, nema á laugr ardögum kl. 10—12 árdegjis. FÉLAGAB! Hafið sam- band við skrifstofuna, sím- inn ef 17510. Sósíalistaf élag Reykjayíknr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.