Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 17. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Knattspyrnuráð Revkja- víkur á hálum ís Fvrir nokkni var að því vik- ið' hér, að frestanir á leikjum í Islandsmótinu í knattspyrnu væru til þess að skemma það og gera mótið lausara í fram- kvæmd. Það var einnig dregið í efa að Knattspyrnuráð iReykjavikur hefði heimild til að fresta leikjum að vild og ef það hefði leyfi Knattspyrnu- sambands íslands til þess, þá væri tími til kominn f.yrir sam- bandið að endurskoða þá heim- 31d, því að það er aðeis KSl sem hefur lokaorðið um þessi at-riði og ber því fulla bak- ábvrgð á því hvernig þetta er. Á það var bent, að það að féiag láni mann eða menn öðru félagi til keppnisferðalags, sé ekki næg ástæða til að fresta leík, eins og átti sér stað í júií. Það skiptir ekki máli hvaða félög um er að ræða, það er hinn eðlilegi gangur málanna sem gengur jafnt yfir alla, sem við verðum að finna og láta hann ráða eins og hægt er. sem bæði standa að framkvæmdj íslandsmótsins, koma sér í mesta bróðerni saman um þetta. Fyrst farið er inná frestanir geta aðrar ástæður en manna- lán komið til greina. Ástæðan til þess að Hafn- firðingar fara fram á frestun á leiknum er sú að þeir hafa lánað Knattspyrnusambandi Is- lands menn til þé-ss að leika á- kveðinn leik með það fyrir aug- um að undirbúa landsleik við Ira. Ekki verður á móti þvi borið, að menn þessir eru bein- línis að vinna í ,,þjóðar“-þágU eða þágu samtakanna beint. Svo illa vill til að menn meið- ast og verða ekki eða lítt leik- færir. Vafalaust munu þeir margir vera, sem telja að þarna hafi ekki verið síður ástæða til þess að fresta leik heldur en þó sama tala leikmanna sé lánuð félagi til ferðalags. í öðru tilfellinu voru ástæðurn- ar einkaástæður félagsins, en í hinu lán manns til Knatt- spyrnusambands íslands. en að þarna hafi KRR verið óheppið eða kannski óhyggið að kynna sér ekki ástæður. Þarna var þó liðið, sem það hafði ekki virt viðtals, er það frestaði leik þess, og nú var svo komið að það gat ekki teflt fram öllum þeim mönnum sem á hinum tilsetta tíma hefðu leikið með, og ástæðunnar hefur verið getið. Knattspyrnuráð Reykjavíkur var þó orðið beinn aðili að þessari óheppni Hafn- firðinga, en það virðist ekki hafa haft minnstu áhrif á af- stöðu þeirra til beiðninnar um frestunina. Þetta er dregið hér fram til þess að sýna fram á, að frest- anir á leikjum eins og hafa átt sér stað mörg undanfarin ár, eiga ekki rétt á sér. Þær eru tilviljanakenndar, og eins og KRR hefur að verki staðið, gef- ur það tilefni til þess að álíta að ekki sé látið sama yfir- alla ganga, en slíkt er óþarfi fyrir KRR og ættu ráðamenn sannar- lega að standa saman og forð- ast slíkan grun. Þeir ættu líka að nota sér að standa ekki einir að þessum frestunum ef þær eru að þeirra áliti óumflýjan- legar sem komið getur fyrir. Það er stjórn Knattspyrnusam- bands íslands sem á að hafa síðasta orðið í þeim efnum þeg- ar um landsmót er að ræða, og raunar furðulegt að stjórn KSÍ skuli ekki hafa þann hátt á, því að það er á hennar á- byrgð og hennar valdi. Óskað eftir frestun vegna meiðsla í pressuleik Iþróttasíðunni er kunnugt um, að farið var fram á frest- 'un á leiknum KR—Hafarfjörð- ur sem áður hafði verið frestað vegna. utanfarar Fram sem hafði að láni 2 KR-inga. Var frestunarbeiðnin byggð á því að menn 'höfðu meiðzt i pressuleiknum, þ.e. leiknum þar sem verið var að leita að lands- 3iði því sem leika átti við Ir- ana þrem dögum síðar. Væru sumir alveg frá og aðrir minna meiddir. Þetta var gert með skeyti. Svar kom samstundis og var neitandi. Það var Knatt- spymuráð Reykjavíkur sem evaraði. Nú vaknar spurningin: Hvað er lögleg eða eðlileg ástæða til þess að fresta leik? Það er, að því er virðist, skoðun KRR, að það sé eðlilegt að fresta leik fyrir þá sök að félag þarf alit í einu að fá lánaðan mann eða menn til utanfarar, og þetta er svo sjálfsagt að það þarf ekki einu sinni að ráðfæra sig við þriðja aðilann sem málið snertir þ.e. Hafnarfjörð sem hefur fyrir löngu undirbúið sig með að leika á þessum degi. Þessi tvö félög, Fram og KR Knattspyrnuráð Reykjavíkur lét ekki svo lítið að spyrjast fyrir um það, hversu alvarieg meiðslin voru, þeim virðist ekki hafa. komið það við, ráðið hafði tekið ákvörðun og henni varð ekki breytt, það liafði valdið. Það verður ekki annað sagt Þegar áhorfendur að lands-1 leik Islands og Irlands héldu) heim að loknum leik munu þeir lítið hafa vitað um dómara leiksins annað en það að hann heitir Leif Gulliksen og var frá; Noregi, og að hann dæmdi vel. j Hér verður bætt örlitlu við til að kynna þennan geðþekka og vinsæla dómara, þótt það komi raunar nokkuð seint. Hann er frá Horten í Noregi, er 45 ára gamall. Hann iðkaði knattspyrnu fram að síðasta stríði og lék með liðinu Örn í Horten sem er þekkt lið í Nor- egi. Hann hefur verið dómari lengi og vaxandi í því starfi, og í fyrra dæmdi hann úrslita- leik i bikarkeppninni sem þyk- ir mikil viðurkenning. Landsliðsnefnd neitað um frestun Gott dæmi um það hversu magnlaus stjórn Knattspyrnu- eambands Islands er gagnvart máli þessu, er neitun KRR við beiðni hennar að fresta leikn- um KR—Hafnarfjörður vegna Þessi leikur hans var fyrsti milliríkjaleikurinn sem hann dæmdi, og verður ekki annað sagt en að hann hafi sloppið mjög vel frá leiknum, var ró- legur en ákveðinn og var mjog vel á verði að sá sem braut hagnaðist ekki á brotinu. Stjórn Dómarafélags Reykja- víkur bauð honum til miðdeg- isverðar og Guðjón Einarsson, eini alþjóðadómarinn okkar, bauð þessum ,,kollega“ í skemmtiferð útúr bænum. I stuttu samtali við Iþrótta- siðuna kvaðst Gulliksen vera mjög ánægður með komuna hingað og þær góðu móttökur sem hann kvaðst hafa fengið hér. Fyrsti landsleikur Leif Gulliksen Dæmdi sinn fyrsta milliríkjaleik hér landsleiksins. 1 liðum þeim sem keppa. áttu voru fjórir menn, sem valdir voru til að leika við írana í landsieik 3 dögum síðar. Auk þe r; voru þar varamenn í landsliðinu. Landsliðsnefnd þótti þetta ekki rétt og bað KRR að fresta um- ræddum leik vegna þess hve stutt væri i landsleikinn, og á laugardag mun hafa verið á- kveðin æfing f.yrir liðið sem valið hafði verið. Munu marg- ir hafa orðið undrarili vegna þessarar ráðstöfunar KRR með tillit til landleiksins og því ver- ið á sama máli og landsliðsnefnd að frestá leiknum. Stjórnendur KRR voru nú ekki mikið, að taka tillit til þess hvað landliðs nefnd vildi í sambandi við und- irbúning landsliðsins. Þeir neituðu i krafti valds ( ?) síns, og stjórn KSl sat hjá, og að þvi er bezt verður vitað hafð- ist ekkert að, eða kom ■ þeim þetta ekkert við? Að öllu þessu athuguðu verð- ur ekki annað séð en að Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur sé á. hálum ís i þessum málum. Það virðist líka sem etjórn Knatt- spyrnusambands Islands eigi mjög erfitt með að fóta sig, og setja þá skipun á málin sem geta staðizt gagnrýni og sam- rýmist eðlilegum gangi og skipulagi íþróttahreyfingarinn- ar. „Hvergi vært fyrir „verndurunum'' " — Ömurlegt hlutskipti íslendinga — Einhuga verður að berjast. H. B. SKRIFAR: ,,Ég hef á undanförnum sumrum leitað á náðir fjallanna í sumarfrí- inu, leitað þreyttum taugum hvíldar frá véladyn atóm- aldár. Hæli mitt er fjallakot, þangað sem bifreiðar komast varla, og þar er engin vél í gangi. Dag einn í byrjun sumarfris lá ég að vanda úti á grænum bala í sólbaði, fá- klæddur vel og sneri botnin- um upp; var ég á góðum vegi með að komast i „andlegt samfélag við náttúruna“, eins og Þórbergur orðaði það, er ég heyri einn ferlegan hvin þarna uppi, — lít til lofts —, þar er komin ein af þessum uppfinningum andsk., þrýsti- loftsfluga frá „verndurun- um“, sem skilur eftir hvíta hringi og strik í himinblám- anum. Þetta er fyrsta ónæð- ið en ekki það síðasta í sum- ar, hvergi friður. En af því að sólin skín svo fallega dag hvern, er húmorinn ekki auð- tekinn frá mér, og ég geri vísu, Nú sjá allir, sem yrkja sjálfir, hvernig vísan varð til, en vegna þeirra, sem ekki yrkja, ætla ég að segja frá því, Þetta varð fótafæðing. Seinniparturinn kom fyrst: Þeir eru að shrifa skrattanum i skýin yfir bænúm. Svo var prjónað framanvið og þá leit gripurinn svona út: Bakar sól mig attanum úti á bala grænum. En þeir eru. að skrifa skrattamim í skýin yfir bæiium. Svona getur sólsumr.r varð-* veitt húmorinn, fleytt sál- inni óskemmdri gegnum eins ógeðslega upplifun, eins og það að vera hvergi vært fyr- ir ,,vei'ndurunum“. H. B.“ VISSULEGA er það ömurlegt fyrir Islendinga, að geta hvergi þverfótað i eigin landi fyrir erlendum hermönnum, eii slíkt hlutskipti völdu mis- vitrir forráðamenn þjóðinni á. óheillastund. Sagt var, að þessir dátar ættu að ,,vernda“ okkur, en sú ,,vernd“ hefur aldrei orðið annað en yfirvarp. Af dvöl „verndaranna“ hefur heldur ekkert gott leitt en hins veg- ar margt illt: Ýmis konar siðspillingu æskulýðsins, öf- ugþróun í atvinnu- og fjár- málalifi þjóðarinnar, allmörg slys á mönnum og aðra skaða, samanber t.d. brunann á Reykjanesi nú síðast. Allt eru þetta þó smámunir hjá þeim ófarnaði, sem hún myndi leiða j'fir okkur, ef til styrjaldar kæmi. Vonandi ber þjóðin, gæfu til þess að losa sig við ,,verndarana“ áður en meira illt hlýzt af veru þeirra hér, en það verður ekki gert nema með einhuga barátfu alþýðunnar í landinu. Sú bar- átta getur orðið löng og erfið, en sigurinn. mun vinnasl, ef óhvikult er barist. Dómari: Þorlákur Þórðarson. Hvor sigrar ? — Allir á völlinn MÖTANEFNÐIN Frá íþróttavellinum: í kvöldkl. 8.30 leika Fram — Vaíur á Melavellinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.