Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 17. ágúst 1958 ÞlÓÐVlLIINN ÚtKefandl: Samelnlngarflokkar alWBu — Sósíallstaflokkurtnn. — Rltstiórari MaimÚB KJartansBon (4b.), Slguröur Guömundsson. — Fréfctarltstjórl: Jón BJarnason. - RlaBamenn: Asmundur Sigurjónsson, OuÖmundur Vigfússon, Ivar H Jónsson. Magnús Torfi ólaísson, Sigurjón Jóhannsson. SigurÖur V. FHfibJóísson. — Auglýslngastjóri: Ouðgelr Magnússon. — Ritstjórn. af- areiðsla. augiýslngar. prentsmiðja: Skóla>örðusííg 19. — Sími: 17-500 (Ö Unur). — Askrlftarverö kr. 30 á món. í Reykjavík og nógrennl; kr. 27 ann- arsstaöai. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóövlljana. Virkjunarmálin "f gær var lagður homsteinn að stærsta raforkuverinu sem nú er í byggingu hér á landi, virkjuninni við Efra- Sog. Méð því er fagnað merk- um áfanga í raforkumálunum, því að með tilkomu Efra-foss stöðvarinnar verður raforku- framkvæmdum í Sogi lokið og þá virkjuð þar 73 þúsund kílówött samtals. Til fullvirkj- unar Sogsins vantar þá þriðju vélasamstæðuna í Irafossstöð sem á að framleiða 15.500 kw og fjórðu vélasamstæðuna í Ljósafossstöð sem framleiða á 7500 kw, en ráðgert er að í Soginu fullvirkjuðu verði stöðvaraflið sem næst 96 þús. kw og því ætlað að vinna árlega 480 milljónir kílówatta- stunda. Otöðin við Efra-Sog er fyrsta ^ stöðin sem verður full- virkjuð þegar á fyrsta virkj- unarstigi. I henni verða tvær vélasamstæður, sem framleiða 27 þús. kw samtals. Verður vatníð í aflstöðinni tekið um jarðgöng beint úr Þingvalla- vatni, undan suðvestur bakk- anum. skammt ofan við út- rennslisósinn. í sjálfan ósinn verður sett stífla til að halda því vatni sem nota á í afl- stöðinni, en hleypa því vatni framhiá sem ekki á að nota. Er stífluhæðin miðuð við það, að geta haldið hæsta vatns- borði, sem verið hefur í Þing- vallavatni, sem er 103 metr- ar. JarðgHngin eru 380 metrar á lengd en innanmál þeirra 50 fermetrar. Verða þau fóðr- uð innan með steinsteypu. Kemur syðri endi ganganna út í þró til stillingar á vatns- þrvstingi, sem sett er í miðja Dráttarhlíð, norðan Úlfljóts- vatns. Stendur og stöðvarhús- ið ejálft á norðurbakka Úlf- ljótsvatns. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er nú áætlaður um 200 milljónir króna. Vert er að vekja á því at- hygli, að þessi virkjun í Efra-Sogi ,sem nú hefur verið lagður hornsteinn að, hefði þurft að komast langtum fyrr í gagnið en raun verður á. Vegna þess hve seint var ráð- izt í framkvæmdir vofir nú rafmagnsskortur yfir almenn- ingi og iðnfyrirtækjum á orkuveitusvæði Sogsins þegar á næsta ári. Þetta var fyrir löngu fyrirsjáanlegt og ræki- iesra á það hent í tíma af sósíalistum, sem strax við lok Irafossvirkjunarinnar hófu baráttu fvrir því að áfram vrði haldið og bá þegar ráð- izt í virkjun Efra-Sogs. Var það allra hluta vegna sjálf- sagt og hagkvæmt. Þessu fékkst þó ekki framgengt fyrir tregðu og skilningsleysi íhalds aDanna, bæði innan ríkis- stiómar og bæiarstjómar Reykjavikur. Og eftir að á- kvörðun fékkst loks tekin um virkjunina og undirbúningi var lokið reyndist ríkisstjórn Ólafs Thors þess á engan hátt megnug að tryggja það fé sem þurfti til framkvæmd- anna. Tafði þetta máttleysi stjórnar Ólafs Thors lengi fyrir framkvæmdum og leyst- ist málið ekki fyrr en það komst í hendur núverandi rík- isstjómar sem tókst að tryggja nauðsynlegt fjármagn til virkjunarínnar. ótt þessi síðasta virkjun í Soginu sé merkur áfangi í raforkumálum okkar og leysi brýnasta vandann i bili þegar liún er komin í notkun, er sannarlega engu lokamarki náð. Það vatnsafl landsins sem talið er yel virkjanlegt nemur 3 milljónum hestafla en af því hafa aðeins verið virkjuð 110 þús. hestöfl. Langsamlega stærsti hluti hins ónotaða en virkjanlega vatnsafls er í Þjórsá, Hvítá í Árnessýslu og Jökulsá á Fjöllum, eða samtals um 2.4 millj. hestafla. Er nú unnið að rannsóknum á virkjunar- skilyrðum í þessum ám og víðar um land þar sem virkj- unarskilyrði eru ákjósanleg eða talin koma til greina. J hinu ónotaða vatnsafli eig- um við íslendingar dýrmæt auðæfi sem eiga að auðvelda þjóðinni lífsharáttuna og upp- byggingarstarfið á komandi tímum sé rétt á. haldið. Með hagnýtingu þess skapast auk- in og bætt skilyrði til þess að byggja upp nýjar atvinnu- greinar og gera atvinnuvegina fjölbreyttari og traustari. En þess þarf jafnan að gæta að allar slíkar framkvæmdir séu í höndum og eign Islendinga sjálfra og engra annarra. Og fyrsta skilyrðið til þess að við séum menn til þess að ráð- ast í stærri virkjunarfram- kvæmdir og uppbyggingu iðn- aðar í sambandi við þær er öflug vemd fiskimiðanna við Island og stórkostleg efling íslenzks sjávarútvegs. Fisk- veiðamar á íslandsmiðum em sú auðlind sem þjóðin verðu” að ausa af til þess að geta af eigin rammleik lyft því Grett- istaki sem stórvirkjanir og uppbygging nýrra atvinnu- greina í iðnaði er fyrir jafn^ fámenna þjóð og Islendinga. hvað sem.um framtíðina má segja í þessum efnum þoiir það nú enga bið að á- kveða næsta virkjunarstað. Sérfræðingar fjalla nú um nauðsynlegar rannsóknir og undirbúning þeirra fram- kvæmda. Langmestar . líkur munu til að Þjórsá eða Hvítá verði fyrir valinu. Raforku- þörfin og þróun atvinnulífs- ins hér í þéttbýlasta hluta landsins knýr á um ákvarðan- Fréttabréf frá Portoros Portoros, 8. ágúst. Fyrsta umferð átti að hefj- ast klukkan fimm á þriðju- dag, en blaðaljósmyndarar komu í veg fyrir það. Þeir linntu ekki látum fyrr en klukkan hótaði að slá sex, þá höfðu þeir vaðið um í rúman klukkutíma með tvö þúsund kerta perur til að styrkja í mönnum augun. Keppendur voru greinilega Friðrik' vankaðir fyrst eftir myndaat- ið, Enda komu fyrstu leik- irnir óvenju dræmt. Sumir hertu á sér í miðtaflinu, en á fimm borðum varð tíma- hrakið svo geigvænlegt að keppendur hættu að skrifa ieikina. Friðrik hafði hvítt gegn Szabo og lék enska leikinn eins og oft áður. Kom út Tarrasch-vörn og valdi Szabo sænska afbrigðið, sem stefn- ir að því að kæfa hvítan strax í byrjun. Hefur Szabo sjálf- sagt búizt við að Friðrik þekkti afbrigðið illa og var sú raunin. Vísarnir á klukku Friðriks fóru langar leiðir, en á með- an högguðust vísar Ungverj- ans varla. Friðrik hafði not- að tímann vel. Þegar i ell- efta leik kom hann með at- hyglisverða nýung. Er það á- lit meistaranna hér að um sé að ræða verulega endur- bót á afbrigðinu, en fréttir af leiknum hafa þegar verið sendar til Svíþjóðar. Þessi nýung Friðriks kom sem vænta mátti flatt upp á Szabo og Friðrik jók yfir- burði sína jafnt og þétt. Eftir tuttugu leiki er staða Ungverjans orðin voniítil, nema hvað tími Friðriks er orðinn mjög naumur. Friðrik getur unnið skiptamun en velur aðra leið, sem er að vísu ágæt, en ekki nægilega örugg í tímahraki. I 28. leik tekur hann loks skiptamun- inn, en fórnar honum aftur skömmu seinna. ir og framkvæmdir. Fram- kvæmd stórrar virkjunar tek- ur jafnan nokkurn tíma þótt öll áherzla sé lögð á að hraða verkinu. Næsta virkjun hér suðvestanlands þarf að verða komin í gagnið eigi síðar en 1966—67. Þetta þýðir að það má ekki dragast lengur en til næsta árs að ákvarða það ■vatnsfall sem næst verður beizlað til meiriháttar raf- orkuframleiðslu í þágu lands- manna. Szabo er nú greinilega bú- inn að missa alla trú á stöðu sinni og reynir allt hvað hann getur til að trufla Friðrik í tímahrakinu, en finnur ekki beztu vörnina. Þegar skákin fór í bið er Szabo með tapað tafl. Gafst hann upp tveim dögum síðar án þess að tefla áfram. Tal tefldi enska leikinn við Kolumbíumanninn de Greff og vann auðveldlega í tæpum þrjátíu leikjum. Það einkennir sovétmeist- arann hve lítið hann virðist reyna á sig. Mig rekur ekki minni til þess að hafa nokkru sinni séð hann í tímahraki. Aftur á móti komast and- stæðingar hans nær alltaf í timrþröng. Fischer tefldi með hvítu gegn Neikirk. Mátti undra barnið þakka fyrir jafntefli eftir 16 leiki. Búlgarinn hafði dustað rykið af æfagömlu af- brigði, sem Bandaríkjamað- urinn hefur ekki haft tíma til að læra á sinni stuttu ævi. Jafritefliskóngamir Panno og Pachman sömdu um við- eigandi úrslit eftir 26 friðsæla leiki í katalónsku tafli. Bent Larsen hafði hvítt gegn dr. Filip, fékk hann snemma betra tafl, en varð ekki ágengt í miðtaflinu og bauð jafntefli eftir 32 leiki. Ungversku flóttamennirnir Benkö og Fúster tefldu Sikil- eyjartafl. Jafnaði Fuster snemma taflið og hafði ágæta stöðu þegar hann lék af sér drottningunni í tímaþröng og tapaði. Averbach lék enska leik- inn gegn Cardoso frá Filips- eyjum. Hafði hann lengst af betra tafl og miklar vinnings- líkur þegar skákin fór í bið. I einföldu aúðunnu biskups- tafli lék hann hrapalega af sér og Cardoso náði jafntefli. Vakti þetta geysimikla furðu, þar eð Averbach hefur skrif- að geysiþykkar bækur um slik endatöfl. Það er heldur ekki á hverjum degi, sem unglingar frá Asíu slysa jafn- tefli á rússneska stórmeist- ara.einsog Freysteinn komst að orði. Skák þeirra Sanguinetti og Matanovic var all söguleg framan af. Tefldu þeir af- forigði af spönskum leik og virtist Matanovic kunna það mjög vel. Fékk hann snemma gott tafl, en Sanguinetti sneri á hann í miðtaflinu og vann peð. Þegar skákin fór í bið hafði Sanguinetti litla vinn- ingsmöguleika og skákinni lauk með jafntefli. Einna athyglisverðustu skákina í umferðinni tefldu Bronstein og Gligoric, Sáisch- afbrigði af kóngsindverja. ■ Ellefti leikur Bronsteins var nijög athyglisverður og senni- lega nýung. Hugmyndina hef ég séð áður hjá Braga Þor- bergssyni, en veit ekki til þess að hún hafi verið notuð áður í kappskák. Gligoric fékk snemma erfiða stöðu og síðan gjörtapað tafl, en tíma- þröngin varð svo mikil að hvorugur vissi leikja sinna tal. Léku þeir tveimur leikj- um meira en þeir þurftu. Lék Bronstein af sér í bæði skiþt- in og varð að sætta sig við jafntefli. ★ Önnur umferð var ekki eins skemmtileg og sú fyrsta, Tímahrakið minna og jafn- teflin fleiri. Friðrik tefldi Sikileyjarvörn gegn Pachman. Valdi sá síðarnefndi óárenni- legt afbrigði, sem Guðmund- ur Ágústsson teflir alltaf þegar hann getur. Eyddj. Friðrik miklum tima í að jafna taflið og samdi jafn- tefli eftir að sama staðan hafði komið upp tvisvar. Petrosjan tefldi kóngs-- indverja við de Greiff. Hafði Kólumbíumaðurinn lengi skárri stöðu, en samdi jafn- tefli eftir 30 leiki. Tal tefldi Sikileyjarvörn gegn Szabo, sem var greini- lega miður sín eftir skákina, við Friðrik. Fékk Tal snemma betra tafl og vann örugglega. Matanovic og Panno tefldu einnig Sikileyjartafl. Panno hafði fundið nýjan leik í þekktri stöðu, tefldi hann mið- taflið mjög vel og átti tveim peðum meira þegar skákin fór í bið, en Matanovic virð- ist vera snillingur í slæmum stöðum. Hann lét péðin sín standa í dauðanum og óð með kóng hrók - og riddara upp borðið og hótaði að máta Panno, en hann bjargaði sér á þráskák. ] Szabo Dr. Filip tefldi Rétibyrj- un við Sanguinetti. Átti sá síðamefndi unnið tafl, en lék því miður í jafntefli í tíma- hraki. Larsen hafði svart gegn Cardoso og tefldi afbrigði af Sikileyjarvörn sem nær eng- inn þorir að tefla nema hann. Reyndi hann um of að flækja taflið og komst í taphættu, en náði jafntefli. Þeir Gligorie og Averbac, Neikrich og Bronstein sömdu jafntefli eftir um það bil 20 leiki án þess að til tíðinda drægi. Benkö tefldi Sikileyjarvöm gegn Rosetto, hafði hann lengi betri stöðu, en tefldi of ákaft til vinnings og komst í taphættu, en bjargaði sér snilldarlega. 1 þessári umferð var Bobby Fischer mun heppnari en í þeirri fyrstu. Var staða hans gjörtöpuð þegar Fúster tók að leika af sér í timahraki. Fyrst missti hann vinningsmöguleikana í peðs- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.