Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1T. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Það er nú kannski að bera í bakkafullan lækinn að segja nokkur orð um landhelgismál- ið. Margt hefur þó gerzt varðandi það mál undanfarna mánuði, sem er okkur leik- mönnum allstrembin latína. Hin keílaða sveit Það mun ekki hafa farið fram hjá þeim, sem fylgzt hafa með landhelgismálunum undanfarin ár, að í röðum Sjálfstæðismanna hafa nokkr- ir prýðilega ritfærir menn haslað sér völl. Þeir hinir sömu hafa ekki verið myrkir í máli eða bljúgir í kröfum. En nú bregður svo undarlega við, að frá þessum köpp- tim heyrist ei lengur stuna né hósti. Þeir hafa gjörsamlega lagt niður rófuna. Fulltrúar íiskræningja Blaðakostur stærsta stjórn- málaflokksins hefur að manni virðist í æ ríkara mæli verið notaður til þess að birta hin- ar fáránlegustu fundarsam- þykktir erlendra hagsmuna- hópa varðandi fyrirhugaða stækkun landhelginnar. viða er seilzt til snapa, en sérstöku ástfóstri virðist blaðakostur Sjálfstæðisflokks- ins hafa tekið við málflutn- ing Vesturþjóðverja og Breta, sem allra þjóða mest hafa skafið íslandsmið, allt frá grynnstu leitum til dýpstu ála. Óþarft er að taka það fram, að allur málflutningur þessara þjóða er mjög fjar- stæðukenndur, rákavana þvættingur. Mikið um villandi skýrslugerðir og beinlínis rangar. Allt er látið á þrykk út ganga, athugasemdalaust með öllu. Ást Moggans á. þýzku nazistunum virðist algjör (enda mesta menningarríki veraldar, sbr. Mbl. 15. júní 1958). Dýrlingarnir urðu fyrstir þjóða til þess að segja okkur verzlunarstríð á hendur, ætla kannski að liefna þess, er Bretum mis- tókst með löndunarbanninu fræga? Öll verzlunarstrið eru dauðadæmd á þessari öld og svo mun enn fara. Eftir þingslitin hefur verið þeytzt um landið þvert og endilangt um hábjargræðistím- ann, til þess að reyna að kljúfa fylkinguna og rugla dómgreind almennings. Sem betur fer held ég að þeim hafi orðið heldur lítið á- gengt, en söm er þeirra gerð. Tilraun hefur verið gerð til þess að telja fólki trú um að hér ættust við austrið og vestrið, sem er hið herfileg- asta málefnafals. Nærtækt dæmi um þessi fundahöld er Bjarkarlunds- fundurinn 12. júlí sl. Þar var þessi samþykkt gerð í landhelgismálinu: „Fjórðungsþing Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum haldið í Bjarkarlundi 12. júlí 1958 tel- ur, að útfærsla fiskveiðitak- markanna í 12 sjómilur sé spor í rétta átt, enda þótt það fullnægi ekki þörfum Vestfirðinga, sem eiga megin- hluta bátafiskimiða sinna ut- an þeirra takmarka. Þingið álítur að deilur þær, sem orðið hafa innan ríkis- stjórnarinnar, um framkvæmd þessa mikla hagsmunamáls alþjóðar séu mjög skaðlegar fyrir málstað Islands. Það er skoðun þingsins, að engin annarleg sjónarmið megi koma til greina við framkvæmd málsins og að forðast beri að til átaka eða. vinslita komi við frjálsar þjóðir um lausn þess, án þess að lífshagsmunir íslendinga séu fyrir borð bornir“. „1 sérhverri afsökun ásökun var, sem eitri á kaleikinn bætt,“ sannast þar. rétti og þegar hún var stækk- uð úr þrem í fjórar mílur 1952. Áður en ég rökstyð þessa fullyrðingu mína verð ég að geta yfirlitsgreinar Davíðs fiskimálastjóra í 13. hefti ,,ÆGIS“ þ.á. I þeirri grein matar hann okkur les- endurna á þeirri vizku, að aldrei hafi nein stjórnarráð- stöfun á Islandi hlotið jafn- vandaðan undirbúning og reglugerðin frá 19. marz 1952, um að fjögurra mílna landhelgi skyldi gilda fyrir allt landið. Það, sem við feng- um að vita um þennan vand- aða undirbúning var þetta: Það var beðið eftir því Steindór Árnason: að samkomulag næðist um Iandhelgina og ákvað hún að vísa málinu aftur til Sam- einuðu þjóðanna. Þótt svona illa tækist til á Genfarráð- stefnunni, þá varð hún síð- ur en svo gagnsla.us með öllu. Málin voru rædd og skýrð. Reglur um grunnlínur, sem mjög eru likar okkar, náðu samþykki. Bandaríkin sýndu þá fáheyrðu ósvífni að bera tvisvar fram sömu tillöguna, um sex mílna landhelgi, en hún var kolfelld í bæði skipt- in. Þessi málflutningur þeirra tafði mjög og truflaði störf ráðstefnunnar. Frá mínum bæjardyrum séð eru þeir í fylgi hafði á ráðstefnu þeirri, er Allslierjarþingið fól að á- kveða hið mikilvæga hlut- verk; ÞAÐ ER TÓLF MlLUR FRA GRUNNLlNUM. Landhelgi Rússa Rússar hafa um tvo ára- tugi haft hjá sér 12 mílna landhelgi. Við þessa þjóð hafa Bretar gert samning um að mega fiska á vissum svæð- um innan landhelginnar og þar með viðurkennt rétt Rússa til þess rð ráðstafa þessum hluta hafsins. Og ekki trúi ég bví að Bretar hafi lagzt svo lágt að semja um að mega fiska á þeim háf- svæðum sem séu sameign. allra. Rússar hafa fyrstir, stórþjóða viðurkennt okkar tólf mílna landhelgi. Það er mikill styrkur málstað Is- lendinga, og vinur er sá er í raun reynist. Reglugerðin, sem kemur til íramkvæmda 1. sept. Ekkert get ég um það sagt hvar þessi tillaga hefur verið samin, en óhætt er að full- yrða að ekki er hún Vestfirð- ingsleg. I sambandí við þessa sam- þykkt er nauðsynlegt að taka þetta fram: Megi ekki koma til átaka eða vinslita vegna 12 mílna landhelginnar, þá verða aldrei nein spor í rétta átt stigin í því máli. Deilan innan ríkisstjórnarinnar skipt- ir ekki miklu máli, þar sem ekki kom til stjórnarslita. Hins vegar ræður meirihlut- inn í lýðfrjálsu landi. Framsóknarflokkurinn kom til hjálpar í þessu máli af mikilli festu og raunsæi. Hef- ur vafalítið notið þar hins djúpskyggna formanns síns. Þetta ber þjóðinni að virða og þakka. Standi þjóðin ein- huga með stjórnarmeirihlut-' anum einangrast minnihlut- inn gjörsamlega og verður áhrifalaus með öllu. Það þýð- ir ekkert „haltu mér slepptu mér“ í landhelgismálinu. þótt nokkrar vaklandi sálir minnsta stjórnarflokksins svíki samningsbundna stjórn- arráðstöfun, þá mun það aldrei auka hróður sjálfstæð- ismanna. að hafa þá dánu- menn að leiðarljósi. Hálmstrá Moggans 12. ágúst Þá er ein rökvilla þeirra undanhaldsmanna sú, að við getum ekki varið tólf mílna landhelgina. Það er hægt að gleðja þá angurgapa sem þessu trúa á því, að það eru engir teljandi örðugleikar á því að gæta hennar. Og á hinu leitinu er það einkamál hverrar þjóðar hversu vel hún gætir sinna landamæra. Eng- in þjóð getur haft svo sterka löggæzlu hvorki á landi, í lofti eða á sjó, að ekki geti komið til lögbrota. Morgunblaðið var að spyrja að því um daginn hvað væri að gerast í landhelgismálinu. Það er hægt að upplýsá það. ' Þann fyrsta september verð- urlandhelgin stækkuð um átta mílur, með nákvæmlega sama hvernig Norðmönnum reiddi af með sínar fjórar mílur. Síðan var haldið dauðahaldi í þeirra fjögurra mílna spotta og ekki þumlung þar fram yfir. Þetta var undirbúningur- inn. Þetta var reisnin. Hafi eitthvað annað verið gert, þá er það myrkri hulið, — bak- tjaldamakk. Sannleikurinn er sagna beztur, hversu beizkur sem hann kann að vera. Einu atriði sleppir Davíð gersamlega í yfirlitsgrein sinni, og af því að það er aðalatriði málsins, þá verður ekki hjá því komizt að hressa svolítið upp á minní fiski- málastjórans. Hinn mikli úrskurður Stærsti viðburður allra tíma í landhelgismálum heimsins er án efa úrskurð- ur alþjóðadómstólsins í Haag, þegar hann kvað upp þann dóm að engar reglur væru í gildi í veröldinni um víðáttu landhelginnar. Þessi úrskurð- ur er ennþá í fullu gildi og hefur hlotið staðfestingu Alls- lierjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Fljótlega eftir að þessi dómur var upp kveðinn í Haag kom mikið rót á þessi^ mál viða um heim. Margar þjóðir kepptust við að helga sér sem mest af landgrunn- inu, aðrar létu sér nægja sjóinn, og það sem i honum er, mismunandi langt út frá ströndinni og er óþarfi að rekja þá sögu. Málið tekið fyrir á Allsherjarþinginu Landhelgismálið var nú tekið á dagskrá Allsherjar- þingsins, en lítið var um sam- komulag, vegna hatramrar andstöðu nýlendukúgara og yfirgangsseggja. Allsherjarþingið 1956, tók þá ákvörðun að sérstök al- þjóðaráðstefna tæ'ki málið til meðferðar. 86 þjóðir tóku þátt í þeirri ráðstefnu sem haldin var í Genf og hóf störf 24. febrúar s.l. Þessi ráð- stefna lauk störfum án þess fjandaflokki miðjum í þessu máli. Það eru orðnar nægi- lega margar bandarískar und- irlægjur hér, á landi voru ís- landi, til þess, að þeir áliti sér fært áð sýna þjóðinni sitt rétta innræti. Tólf mílna landhelgi Það allra markverðasta, sem upplýstist á Genfarráð- stefnunni, var að 12 mílna landhelgi átti langmestu fylgi að fagna, og hlaut við at- kvæðagreiðslu meir en helm- ing atkvæða þótt hún næði ekki tilskyldum 2/3 atkvæða, sem samþykktir ráðstefnunn- ar þurfa að fá til þess að hljóta alþjóðlega staðfest- ingu. Þriggja og fjögurra mílna landhelgi átti svo til engu fylgi að fagna og eru því úr sögunni. Eg hefi áður minnzt á endalok 6 milna tillögunn- ar. Og meðan sá háttur er á hafður í veröldinni, að hver þjóð ákveði sjálf sína land- helgi, auðvitað innan sann- gjarnra landfræðilegra tak- marka, þá getur enginn hlut- ur verið réttlátari en að á- kveða landhelgina í samræmi við þá tillögu, sem laugmest Ég get verið fáorður um reglugerðina sjálfa. Þó’ er einni grein þar ofaukið með öllu: þriðju greininni. Við þurfum ekki og eigum ekki að tilkynna öðrum þjóðum hvernig við hagnýtum okkar land eða okkar sjó. Eftir að landhelgin hefur verið stækk- uð er þetta atriði tvímæla- laust íslenzkt innanríkismál. Látum hendur standa fram úr ermum Vegna hótana Breta og Vesturþjóðverja um að beita vopnavaldi verður nú þegar að kalla saman þing. Það þarf að kanna liðið, því hver sem, ekki er með íslenzka mál- staðnum, hann er á móti hon- um. Hlutleysi kemur ekki til mála. Við höfum réttinn okk- ar megin. Það er af sú tíð þegar hnefarétturinn réði einn. Þeir sem brjóta reglu- gerðina, sem tekur gildi 1. september verða sóttir að al- þjóðalögum. þótt okkur „skorti sakarafl við sonar- bana“ þá koma engir samn- ingar. til greina. Við höfum þegar beðið nógu lengi: Eng- in rök mæla með því að bíða þar til íslandsmið eru gjör- samlega uppurin. Matreiðslumenn fá lífeyrissjóð Hinn 15. ágúst var undirrit- j sjóðurinn taka til starfa eigi að samkomulag milli h.f. Eim- skipafélag Islands, Skipaút- gerðar ríkisins, Sambands ísl. samvinnufélaga, skipadeildar, Jökla h.f. og Eimskipafélags Reykjavíkur annarsvegar og Félags matreiðslumanna hins- vegar, þar sem gildandi kaup og kjarasamningar aðila um kaup og kjör matreiðslumanna og búrmanna á skipum útgerð- anna eru framlengdir til 1. des. 1959 með þeim breytingum að sett eru ákvæði um að mat- reiðslumenn og búrmenn skuli halda kaupi í veikinda og slysa- tilfellum tiltekinn tíma en áður voru enginn ákvæði um það efni í samningum. Einnig var samið um að teknar skuli upp viðræður um lífeyrissjóð fyrir þessa menn og skuli lífeyris- siðar en 1. jan. 1959. Einnig var samkomulag um að útgerðimar greiði 25% af yfirfærslugjaldi af gjaldeyri skipverja samkv. 31. gr. lnga 33/1958, en matreiðslum^nn og búrmenn greiði 30% sjálf- ir. Samkomulag þetta var gert án þess að til uppsagnar á samningum kæmi til, og er það í annað skipti sem þessir aðilar semja án uppsagnar á samn- ingum, síðast sömdu þessir að- ilar á þann hátt 30. ágúst í fyrra. I samninganefnd Félags mat- reiðslumanna áttu sæti þeir Böðvar Steinþórsson sem var formaður nefndarinnar, Karl Finnbogason og Ámi Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.