Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagnr 17. ágúst 1958 ÞJÓÐVILJINN — (7 Hans Scherfig: Og’ svo eru það leiguliðarnir. Þeir hafa á leigu hús sem Kaupmannahafnarbúar eiga. Fólk sem vill ekki láta eyðileggja útsýnið úr sumarbústöðunum sínum. Maöur á heimtingu á útsýni yfir raunverulega sveit og engi og akra i sumarleyfinu. Og það er tilgangslaust þótt leiguliði kvarti yfir því að það rigni gegnum strá- þakið og leirveggurinn sé súr og myglaður. Þessi gömlu, skökku hús eiga svo vel við landslagið. Þaó eru margs konar andstæður í smáu héraði. Marg- ar manngerðir. Mörg lítil þjóðfélög óháð hvert öðru. Margir einangraðir heimar innan sömu fermílu. Það er sjómannahverfi, þar sem sjómennirnir leigja Kaupmannahafnarbúum hús. Þeir eru ekki sérlega hrifnir af leigjendum sínum sem hlaupa um hálf- strípaðir í sundbuxum og baða sig og taka sólböð eins og þeir væru ekki með réttu ráði. En þannig er fólkið inni í boi’ginni. Og maður verður að lifa á því. Brimbrjóturinn er hulinn sandi. Sjómennirnir veiða ekki lengur. En það hefur verið reist bað-hótel og gistiheimili og hvíldarheimili. Og ofar í sveitinni er söguleg krá með bindiverki og stráþaki og gömlum lukt- um og málsháttum á bitunum og blýrúðum. — Sjáið gömlu krána! — stendur á auglýsingum og skiltum og örvum. Það er fjöldi listamanna sem mála merkustu fyrir- torigði héraðsins. Þaö eru góðir og viðurkenndir lista- menn sem aka um í bílum með málaratrönur og liti og leita að fyrirmyndum. Og vinnukonan heldur á litaspjaldinu og penslunum fyrir meistarann. Og þarna em trúaðir iðnaðarmenn sem hafa með sér félagsskap og' mynda sitt eigið þjóðfélag. Þeir liittast í trúboðshúsinu og syngja og drekka ósköpin öll af kaffi. Það er vel stætt fólk sem prúttar ekki um verð. Þarna eru búðir fyrir unga atvinnuleysingja. Það er líka dálítil sjálfstæð veröld, einöngruð frá hinum heimunum. Þeir eru þar aðeins á vetui’na. Þeir eru ekki vel séðir á sumrin vegna borgargestanna. At- vinnuleysingjamir eru ekki vel klæddir og fólk getur orðið hrætt ef það mætir illa búnum manni úti í skógi. • Bændurnir ei*u ekki séi’lega hrifnir af atvinnuleys- ingjunum heldur. Hvers vegna eiga þeir að slæpast hér? Þeir vinna ekki nema fáeina tíma á dag. Svo fá þeir kennslu og stunda íþróttir. Og fyrir þetta gefur ríkið þeim fæði og húsnæði, já meii’a að segja vasa- peninga í ofanálag! — En á búgöi’ðunum er skortur á vinnuaíli. Vinnu- manni eru boðnar 500 ki’ónur og fjórir frídagar á ári, en það er alls ekki víst að hann þiggi það. Nei — hann vill kanski heldur slæpast og fá styi’k! En svona getur þetta ekki gengið til lengdar. Og hvaðan á að fá peningana? — Það skortir ekki vandamálin sem herja á hugina. Það eru deilur og andstæður. Martin Hageholm þýtur eftir þjóðveginum. Hann þekkir allt fólkið í smáhýs- unum. Hann var einu sinni póstþjónn, og hann veit um heimilisástæður allra og hann hefur aldi’ei verið hræddur við a.ð miðla öðrum af fi’óðleik sínum. Eng- inn harmar það sérstaklega þótt illa gangi hjá ein- hverjum. Hér gerast engir stórviðburöir. En hugirnir hafa samt sem áður í mörgu að snúast. í þessa sveit kom einn daginn ókunnugur maður. Kynlegur og leyndardómsfullur maður. Hann kom hingað að haustlagi, þegar borgarbúamir voru löngu farnir. Hann hafði í hyggju að setjast þar að fyrir fullt og allt. Hann vakti mikla tortryggni. Engirui vissi neitt um hann. En allir gei’ðu ráð fyrir að eitthvað væri bogið við hann. Og það var ekki laust við það. XXII Hann kom á heiðum, fögrum haustdegi. ■Hann kom fótgangandi frá bfautarstöðíimi. Skegg- : teus xnaður með gteraugu og í ljósum ryfdJruMcá. Mc- ið í þorpinu glápti á eftir honum. Hann heilsaði kurt- eislega og tók ofan hattinn og enginn tók undir HUlcllVal kveðju hans. Fólk hoi’fði bara á eftir honum. Fólk var ekki hi’ifið að aðkomufólki í þessu plássi. Fólki þyk- ir ekki vænt um þá sem það þaií að lifa af. Hann hafði farið í verzlunina og keypt pakka af smávindlum. Og hann hafði boi’gað með stórum seðli, sem kaupmaöurinn gat ekki skipt. — Þér verðið að af- saka. En ég hef því miður ekki smærra. Og svo varð kaupmaöurinn að fara til bakarans og fá skipt. Þetta virtist vera maður sem átti mikla peninga. Það voru líka útlendir seðlar í veskinu hans. — En hvað allt er orðið breytt hér, — sagði hann. — En það enx líka 30 ár síðan ég kom hingað síöast. Eg hef verið svo lengi erlendis. í Ameríku. — Og svo haföi hann spui’t hvar Jens Jensen hjáleigu- bóndi ætti heima. — Jens Jensen —- já það er hérna beint framundan. Beint af augum eftir veginum. Það er þarna sem hæðirnar byi’ja. Langt hvítt hús með blárri girðingu. Það er póstkassi á húsinu. — Fólkiö skimaði á eftir honum úr húsunimx. — Hver er nú þetta sem er að flækjast hérna? — Kona brunn- grafarans kom alveg út úr húsi sínu, stóð á veginum og horfði á eftir honum. Biðskýli S.V.R. Tilboð óskast í byggingu biðskýlis við Kalkofnsveg. Uppdrættir ásamt útboðslýsingu verða afhentir í skrifstofu Strætisvagna Reykjavíkur, Traðarkots- sundi 6, 19. og 20. ágúst, kl. 10—12 f h. gegn 100 kr. skilatryggingu. Strætisva.gnar Reykjavíkur. Kennaratalið I undirbúningi er útgáfa 4. • heftis ritsins Kennaratal á ís- landi, en í því verða æviágrip kennara, sem eiga m,n,o,ó,p.r, og s, að uppstöfum. Allir þeir kennarar, sem eiga að vera í þessu bindi, eru vinsamlegaj beðnir að senda nú þegar ævi-| ágrip sin, viðbætur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Framhald af 1. siðu. muni gera vart við sig þegar henni lýkur í haust, í Belgíu hafa einnig safnazt fyrir mikl- ar birgðjr kola, um 5 miiljónir lesta. Erfiðleikar eru einnig í málmiðnaðinum, vélaiðnaðinum, byggingariðnaðinum og síðast en ekki sízt vefnaðariðnaðinum. Svipaða sögu er að segja frá nær ötlum öðrum löndum Vest- ur-Evrópu. Frakkland er þó und- antekning. Styrjöldin í Alsír hefur orðið til þess að iðnáð- arframleiðslan hefur farið mjög vaxandi, en Frakkar hafa við aðra örðugleika að glíma: stöð- uga verðbóigu og gjaldeyrisskort sem fyrr en varir getur komið franska rikinu í greiðsluþrot. ir að láta ekki dragast lengur að endui-senda þau með nauð- synlegum breytingum og leið- •réttingum. Bregðizt fljótt og vel við og flýtið fyrir því, að 4. bindi Kenn&ratalsins komist L, sem allra fyrst út. Keunaratal á Islandi, pósthólf 2, Hafnarfirði. : Kexiitflutnin^ur Kennaratalinu eiga að vera ævi ágrip allra lcennara 1 öllum j Framhald af 8. i'síðu. skólum landsins, hverju nafni,; sem þeir nefnast. Fólk er beðið að láta nefndinni í té upplýs- ingar um kennara, sem það tel- ur að eigi að vera í ritinu. — Þeir kennarar, sem hafa feng- ið send afrit af æviágripnm sín- um, eru alveg sérstaklega beðn- þykir gerð hans hafa tekizt mjög vel, — Aðaleigandi og framkvæmdastjóri Lorelei er Guðmundur Tómasson. Aðalbak- ari Guðmundur Stefánsson. 18—20 manns vinna nú í verk- smiðjunni. Enn á sjöttu milljón ajVinnuleysingja Atvinnuleysingjum í Banda- ríkjunum fækkaði nokkuð í júlí- mánuði samkvæmt bráðabirgða- skýrslum. í júní vorú þeir 5.437.000 eða fleiri en nokkru sinni í 17 ár, og júlítalan mun einnig verða á sjöttu milljón, eða svipuð því sem hún hefur verið frá því í ársbyrjun. Atvinnuleysið mun vaxa Hagfræðingar bandaríska al- þýðusambandsins AFL-CIO gera ráð fyrir að atv.nnuleysingjum muni enn fjölga og þeir muni verða a.m.k. 5.500.000 á næsta vetri. Þeir telja litið mark tak- andi á spádómum um að krepp- an muni senn úr sögunni. Norsk tillaga á aukaþingi SÞ? Talið er líklegt að norski fulltrúinn á aukaþingi SÞ muni leggja fram tillögu til lausn- ,ar vandamálum í löndunum við austanvert Miðjai’ðarhaf, þegar þingið kemur aftur sam- an á fund á morgun eftir tveggja daga hlé. Brezka út- varpið sagði í gær að vestur- veldin gerðu sér vonir um að þessi tillaga muni hljóta nauð- synlegan meirihluta atkvæða (2/3 hluta). Sérstakir da.gar eru Ihelgaðir hinum ýmsu þjóðum isem taka þátt í heimssýningunni í Brösseí. Nýlega var þar haldinn hátiðlegur dagur Tékkósló\-a*nu. Hi« fiWga tékkneska brúðuleikhús sýndi, tékkneska fiílhannoníuMjóui,sveitia hélt háSáðartóoleika og á Miklatorgi í Briissel kom i'ram slóvaJdski þjóðdansaftokkarinn Luenieo. MjmcKn er tekin á þeirrj sýningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.