Þjóðviljinn - 21.08.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.08.1958, Síða 1
Andsfæðingar Sslands gera sér enn vonir um sundrungu í röðum okkar Óskhyggja i Borm: Meirihluti rikisstjórnar íslands vill málamiSlun, ,,kommúnista r" eru einir á móti Tveir sækja um embættiS Hinn 18. júlí s.l. var prófess- orsembætti í málfræði við heimspekideild háskólans aug- lýst laust til umsóknar. Um- só'knarfrestur rann út 18. þ .m. Um embættið sækja dr. Hreinn Benediktsson og dr. Sveinn Bergsveinsson, prófessor í Ber- lín. ★---------★--------★ Skattfrádráttur fiskimanna hefur liækkað' um 11.500 krónur Sjá 6. síðu. ★------★-----* Andstæðingar íslands í landhelgisdeilunni hafa ekki farið dult með að beir geri sér vonir um að tak- ast megi að sundra íslendingum, svo að auðveld- ara reynist að knýja fram þá ,,málamiðlun" sem þeir staglast á í tíma og ótíma. Þessi óskhyggja beirra kom greinilega fram í frétt sem sænska út- varpið flutti í gær. Hún hljóðaði þannig: „Meirihluti íslenzku ríkis- stjómarinnar hefur fallizt á tillögu tíl málamiðlunar í fisk- veiðilögsögudeilunni sem Spaak, f ramlí væmd astjó ri Atlanzbanda- lagsins, hefur lagt fram, en Jósepsson, hinn kommúnistíski sjávarútvegsmálaráðherra, er lienni andvígur. Þetta er haft eftir góffium heimildum í Bonn. Samkvæmt þessum lieimildum er málamiðlunartillaga Spaaks á }»á leið, að Island stækld ekki laudhelgi sína í 12 mílur, held- ur verði gerðar breytingar á fiskveiðum innan þessara tak- marka“. Síðan var sagt í sænska út- varpinu: ! „1 kvöld var að vísu sagt í stöðvum Atlanzbandalagsins í París að þar væri ekki vitað um neina málamiðlunartillögu frá Spaak framkvæmdastjóra, en talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins staðfesti, að sögn norsku fréttastofunnar NTB, að nokkur Atlanzbandalagsriki hefðu samband sín á milli í landhelgismálinu. Hann vissi þó ekki til þess að Bretland hefði snúið sér beint til Noregs. Búizt er við að viðræðurnar á vegum Atlanzbandalagsins í París um landhelgismálið kom- izt á úrslitastig annað ltvöld. Enn sem komið er heíur ekkert vitnazt um þessar viðræður, að sögn frönsku fréttastofunnar AFP. Dönsk sendinefnd með hátt- settan embættismann í fisk- veiðaráðuneytýiu í fararbroddi kom í idag til Parísar og talið er að koma hennar þangað sé í sambandi við viðræðurnar. Heyrzt hefur um að Danir hafi boðizt til að miðla málum, en engin staðfesting hefur fengizt á því“. „Algerlega tilhæfulaust“ — „enginn fiugufótur“ Þjóðviljinn bar þessa frétt undir Lúðvík Jósepsson sjávar- útvegsmálaráðherra í gær og bað um álit hans. Svar hans var afdráttarlaust: — Frétt þessi er með öllu tilhæfulaus. Ákvörðun fslend- 1 inga um að færa íiskveiðiland- lielgina út í 12 mílur verður ekki haggað. Ríkisútvarpið bar fréttina i gærkvöld undir Hennann Jón- asson forsætisráðherra og svar hans vár á sömu leið: — l>að er skemmst af að segja, að fyrir j'essari frétt er enginn fíugufótur. Danir fara af staffi Hinir ,,góðu heimildarmenn“ í Bonn hafa þannig látið blekkj- ast af óskhyggju sinni; hins vegar eru óyggjandi heimildir fyrir þeirri fregn að enn halda áfram viðræður í París um landhelgismálið. í dönsku nefndinni sem þang- að er komin i þeim yfirlýsta tilgangi að ræða landhelgismál- ið eru Dinesen, ráðuneytisstjóri greidd á þingi SÞ í dag Aukaþingí Sameinuðu þjóöanna um mál landanna fyrir botni Miöjarðarhafs fer nú aö ljúka, og er búizt viö að í dag verði greidd atkvæöi um ályktunartillögur þær sem bornar hafa veriö fram á þinginu. Tvær ályktunartillögur liggja þegar fyrir þinginu. Önnur er borin fram af Sovétrikjunum og þar er þess krafizt að Banda- ríkin og Bretland flytji þegar í stað burt heri sína frá Líbanon og Jórdan. Hin tillagan er hor- in fram af Noregi og sex ríkj- um öðrum og hafa vesturveld- in lýst yfir fylgi súm við hana. í henn; er í rauninni ekki tekin nein ákvörðun í málinu, heldur henni aðeins skotið á frest, Hammarskjöld fram- kvæmdastjóra er falið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að málið verði leyst í samræmi við stofnskrá SI> og leggja tillögur fyrir næsta reglulegt allsherjarþing sem á Framhald á 5. £Íðu. i danska fiskveiðiráðuneytinuA og Johan Djurhuus, skrifstofu- stjóri landsstjórnarinnar í' Fær- eyjum. Kaupmannahafnarblaðið In- formation skýrir frá þvi að „tilgangurinn með för þeirra hljóti að vera að athuga mögu-j leika á því að hægt verði að miðla málum í deilu Bretlands og Islands, sem hætta sé á að harðni mjög þegar Island stækki landhelgina í 12 mílur 1. september". Blaðið bætir við áð sam- kvæmt opinberum heimildum í Washington „ætli Bandaríkin að vera hlutlaus í deilunni“. Það segir ennfremur að landvarna- ráðuneytið bandaríska geti ekki fallizt á þá túlkun á herstöðva- samningum við Island, að Is- lendingar eigi samkvæmt hon- um kröfu á aðstoð Bandaríkj- anna til að verja landhelgi sína. Austur-Þýzkaland viffiurkennir Rikisstjórn Austur-Þýzkalands gaf í fyrradag út yfirlýsingu þess efnis að hún viðurkenndi 12 mílna landhelgi Islands og „hefði gefið öllum stofnunkim sínum fyrirmæli um að virða hana“. Bandaríski kjarnorkukafbáturinn Nautilus sem sigldi undir heimskautsísinn er nú á leið til heimahafnar. Myndin er tekin þegar hann kom til Portland í Englandi úr heimskautsferð sinni Verður aftur senf herlið ti§ að gæfa laga í LiffSe Rock? Útlit íyrir nýjar kynþáttaóeirSir þar f effir úrskurS áfrýjunardómsfóls Allar horfur þykja nú á því aö aftur muni skerast í odda milli stjórnarvaldanna í Washington og fylkis- stjórans í Arkansas, Faubus. Búast má viö aö nýjum kynþáttaóeirðum í Little Rock, höfuöborg fylkisins, þegar skólaáriö hefst, og sambandsstjórnin mun því e. t. v. neyöast til að senda þangaö herlið til aö halda uppi lög- um. I Orsök þess er sú að áfrýjun- þessum úrskurði á þeim grund- ardómstóll hefur nú hrundið úr- j velli að hann bryti í bága við skurði þeim sem héraðsdómar- | úrskurð Hæstaréttar Bandaríkj- inn i Little Roek, Harry Lemleý, j anna um sameiginlegan skó’a- kvað upp rétt eftir skólaslit í ; gang barna af ö'lum kynþátt- júní. Samkvæmt þeim úrskurði átti að hætta við sameiginlega skólagöngu hvitra barna og dökkra næstu 2—3 árin. Hann byggði úrskurð sinn á því að búast mætti við óviðunandi á- standi ef börn af báðum kyn- þáttum héldu áfram að sitja saman á skólabekk, Með sex atkvæðuin gegn elnu um. Áírýjunardómstóllinn féllst á það sjónarmið með sex at- kvæðum gegn einu. Formaður hans, Matthews, sagði: Oeirðir í vændum ,,Við erum þeirrar skoðunar að enn séum við ekki svo iiia stadd- ir hér í Bandaríkjunum að hægt sé að virða úrskurð hæstaréttar að vettugi, eða jafnvel beinlín- is ógilda hann, aðeins vegna þess Samtök svertingja áfrýjuðuað nokkrir borgarar gem eru honum andvígir, gangi í ber- högg víð lögin og brjóti þau“. Talið er vist að Faubus fylkis- sjóri, sem nýlega hefur tryggt sér setu í embættinu næstu fjög- ur árin, muni ekki sætta sig við þessi málalok. Hins veg- ar er úrskurður áfrýjunardóm- stólsins síðasta orð dómstólanna í málinu og Faubus og fylgis- menn hans verða þvi að rísa gegn landslögum. Sjö unglingar af svertingjaætt- um eiga að réttu lagi að sitja í gagnfræðaskólanum í Littlel Rock í vetur og litill vafi er ál að þeir muni neyía réttar sins. Verði þá valdi beitt til að komai í veg fyrir það, mun Eisenhow- er forseti varla eiga annars úr-» kosta en að senda herlið tií Little Rock. Það var gert á síð- asta hausti og vikum samanj fylgdu hermenn, vopnaðir byssu- stingjum, svertingjabörnunum i skólahúsið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.