Þjóðviljinn - 21.08.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.08.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. ágúst 1958 Oku Ampolo læknir Þann 29. júlí sá ég grein í Þjóðviljanum með fyrirsögn- inni: Ný myndlist i Afríku. Greinin, ásamt myndum virt- ist girnileg til fróðleiks, enda óvenjulegt að sjá eitthvað um list Afrikusvertingja í ísl. dag- blaði. Eg starði á mynd mannsins sem er að fullgera listaverk sitt, Það snart mig eitthvað í svip hans, eitthvað sem mér íannst ég þekkja, Eg las nafn hans og undrun mín var mikil, þar var komin mynd af Oku Ampofo lækni. Þessj ungi, gáfaði og fjör- mikli svertingi verður okkur tómahljóðum, sem komu úr höfðinu á honum. Þrátt fyrir tómahljóðín bjö i höfði 'hans heili og hann ekki af lakari tegund. Oku Ampofo unni þjóð sinni af hita og einlægni og hugðist helga henni alla sina krafta og eftir myndinni í Þjóðviljanum að dæma virðist hann hafa gert það á fleiru en einu sviði. Það er einkennilegt og und- arlega fjarrænt að rifja upp brot af minningum sem til- heyra þessum útlenda kunn- ingjahópi okkar og Oku gerði mislitan. Upphaflega kynntumst við á Smala- stúlka, mynd eftir Mugg. Sýning Muggs Oku Ampofo vinnur að listaverki. hjónunum jafnan hugstæður. Enn er minningin fersk og lif- andi þegar hann kom fyrir 'æplega 10 árum í fyrsta sinn á heimili okkar, er þá var í Stokkhólmi. Svartur eins og nóttin stóð hann í hópi nokkra kunningja okkar er saman komnir voru í stofunni og tenn- urnar i honum virtust fleiri og hvítari en í nokkru hinna. Góðvinur okkar íslenzkur, er eitt sinn sá hann hjá okkur gat •ekki orða bundizt ýfir þessum „halanegra“ og gat ég skilið hann, því i fyrstu vorum við ekki saklaus af því að góna á Oku Ampofo eins og naut á nývirki. Árið 1939 siðsumars kom 'Oku til Stokkhólms, og hafði þ>á nýlokið prófi í læknisfræði í Lundúnum. Langaði hann að sjá Norðurlönd áður en hann héldi heim til Gullstrandar Vestur-Afriku, en þaðan var hann ættaður. Tilviljun réði að hann dvaldi á sama sumar- skóla og við höfðum verið og með kunningjum okkar þaðan kom hann á okkar heimili. Þessi lágvaxni og þó fremur grannholda svertingjapiltur var svo kátur og skemmtilegur að af bar. Sungið gat hann og kúnstir allskonar gerði hann, fjölhæfni hans átti sér ekki takmörk. Eg veit ekki hvort skal kalla hljóð eða hljóma frá írumstæðum svertingjahljóð- færurn, eftir þeim líkti hann án þess .að hafa hljóðfæri, en barði í staðinn á sinum eigin skrokk og hlógum við dátt að sumarskólanum og seinna meir er við fórum þaðan, áttum við margar gleðistundir saman í stofunni hjá okkur. Enda þótt Framliald á 10. síðu. <*/- Fáir menn hafa orðið jafn mörgum harmdauði og Guð- mundur Thorsteinsson. Hann lézt rétt liðlega þrítugur árið 1921. Samtíðarmenn Guð- mundar hafa hlúð að minningu • --‘-xy -< >r-n {V* ic W lSf I4 hans af slíkri alúð, að hann stendur okkur sem aldrei lit- um hann augum næsta lifandi fyrir hugskotssjónum. Hinn töfrandi persónuleiki hans er einn sá fágætasti í íslenzkri listsögu, og segja má að hin óskrifaða ævisaga hans sé á við dýrar bókmenntir. Aftur hefur gengið öllu verr að fá yfirsýn yfir verk hans.*' Myndirnar eru velflestar í einkaeign og veit sennilega enginn með vissu hversu margar þær eru. Því ber að fagna, að nú skuli komið hing- að til lands eitt bezta safnið af verkum hans í eins manns eigu, — gjöf til okkar frá einum ágætis manni, Risebye prófessor. Guðmundur var draumlynd sál. Flestar myndir sínar dró hann upp með ævintýrið efst í huga. Hann var einn þeirra sjaldgæfu manna sem aldrei glata hinu barnslega í fari sínu andspænis púkaskap heimsins. Sem að líkum læt- ur var maðurinn með öllu laus við þá fýlu sem þjáir margan listamanninn sem vinnur fyrir íslandssöguna og komandi kynslóðir. Öfáar myndir hans voru gerðar í því augnamiði einu að gleðja lítil börn sem áttu afmæli. Hið innra með honum var falinn eldur sem ekki vantaði nema herzlumuninn að yrði að miklu báli. En hann skorti skapfestu til þess að nýta þá hæfileika sem hann hlaut f vöggugjöf. Hann var jafnan kvalinn af efasemdum um hæfni sína, — gat ekki runnið beint af augum án þess að brjóta heilann um hvort hanrt væri einn hinna útvöldu eða ekki. Myndir Guðmundar eru æðí misjafnar að gæðum. Þó þarf ekki nema eina mynd eins og „Sjöundi dagur í paradís“ tiL þess að taka af allan vafa um að þar var mikill lista- maður á ferð. Myndir hans munu lengi í hávegum hafðar vegna hinnar barnslegu sköp- unargleði er á bak við þær bjó og þeirrar hjartahlýju er frá þeim leggur. Kjartan Guðjónsson. Útsala verður í dag og ruestu daga. Allskonar vefnaðarr ara á boðstóhim. Verzlun ING2BJAHGAR J0HNS0N, Lækjargata 4. Stækkun íiskveiðilögsögunnar — Vígbúnaour Breta — Bretar illa settir — Stöndum íast a réttinum. ÍNNAN FÁRRA daga tekur stækkun fiskveiðilögsögu Is- lands gildi. Útfærsla hennar, úr fjórum sjómílum í tólf, hefur verið alllengi á döfinni og verið meira rædd bæði innan lands og utan en flest önnur mál, er okkur íslend- inga varðar. Stækkun fisk- veiðilögsögunnar er tvímæla- laust stærsta hagmunamál okkar Islendinga nú í dag, og þjóðin öll mun fagna því mjög, þegar það verður loks farsællega til lykta leitt 1. sepember n.k. EG BÝST VIÐ, að mörgum muni þykja það fullmikil bjartsýni hjá mér að full- yrða, að málið verði þil lykta leitt 1. september, svo mjög sem Bretar og aðrar „bræðra- þjóðir“ okkar í Atlanzhafs- bandalaginu keppast nú við að lýsa yfir, að þær muni ekki virða hin nýju fisveiði- takmörk. Flytja brezk blöð enda ýtarlegar frásagnir af hervæðingu brezka flotans, sem senda skal á Islandsmið til þess að berja á Islending- um, ef þeir reyna að koma lögum og rétti yfir brezka veiðiþjófa eftir 1. september. Herma þær fréttir jafnvel, að ekki verði einungis neytt allr- ar nútíma vígtækni heldur og ýmissa fornra bardagaaðferða svo sem að skvetta sjóðandi vatni á andstæðinginn. Segja gárungarnir, að nú sé safnað keitu sem ákafnst um allt Bretaveldi, til þess að steypa yfir höfuð Pétri sjóliðsfor- ingja, ef hann skyldi ráða til uppgöngu á brezka togara með menn sína! EG TRÚI ÞVl hins vegar ekki að óre.vndu, að Breta muni beita flota sínum gegn ís- lenzku varðskipunum, sem verja munu nýju 12 roílna landhelgina eftir 1. septem- ber. Saga þeirra sýnir að vísu, að þeir hafa löngum verið manna ásælnastir á auð- æfi og lendur þjóða, er voi*u minn; máttar, og þeir eru einnig kunnir að því, að vera sérhverjum fastheldnari á þann ránsfeng, er þeir hafa einu sinni klófest og skirrast ekki við að beita hvers kon- ar bolabrögðum til að halda honum. Þarf því engan að undra, þótt þjóti i þeim skjá, þegar á að hiiidra þá í rán- yrkju á Islandsmiðum, en af þeirri iðju hafa togara- eigendur þeiiTa haft drjúgar tekjur, þótt hagsmunir brezku þjóðarinnar í heild séu hverf- andi litlir í þessu máli sam- anborið við hagsmuni íslenzku þjóðarinnar. Bretar hafa hins vegar lengi stært sig af því að vera „verndarar" smáþjóð- anna, þótt sú „vernd ‘ liafi raunar oft verið allgörótt. Og þeir standa svo illa að vigi, að íslendingar eru bandamenn þeirra í Atlanz- hafsbandalaginu og hafa þeir á þeim vettvangi lofað að vernda okkur fyrir hvers konar ágengni og árásum „vondra" þjóða. Þeir munu þess vegna standa fyrir aug- liti heimsins sem níðingar og svikarar, ef þeir ráðast á okkur með flota sínum og neyta aflsmunar til þess að kúga af okkur .réttinn. Og léti Atlanzhafsbandalagið slíka árás viðgangast, félli af því frelsisverndargriman og hags- muna- og yfirdrottnunarklíka Breta og Bandaríkjanna stæði afhjúpuð eftir. Færi þá vænt- anlega að hrikta í máttar- stoðum bandáiagsins. Ætlá ég að Bretar muni lmgsa sig tvisvar um áður en þeir hætta á slikt. DIGURMÆLI OG hótanir Breta nú miða fyrst og fremst að því að hræða Islendinga til þess að hverfa frá stæklc- un landhelginnar 1. sept- ember og ganga til samninga um hana á vegum Atlanz- hafsbandalagsins. Munu þeir fúsir til þess að þægja okkur nokkru, ef við afsöl- um rétti okkar í staðinn. Lík- an leik léku þeir, er við stækk- uðum landhelgina úr þrem mít- um í fjórar, en gáfust upp, þegar við stóðum nógu fast- ir fyrir. Á sama hátt munum við nú vinna sigur í þessu máli, ef við stöndum nógu fast á réttinum og látum hvorki und(an hótunum né gylliboðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.