Þjóðviljinn - 21.08.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.08.1958, Blaðsíða 7
I. Svo kom vorið. Það kemur með páskunum, upprisuhátíð- inni. Sólin skín, það situr ungt fólk á tröppunum fyrir framan Dramaten, lokar augunum og snýr veturfölum andlitunum móti hinu daufa skini sólarinn- ar. Vakit opnuðust á vötnum. Snjóskaflarnir méðfram vegum hjöðnuðu, nýi snjórinn sem hafði breiðst yfir allt fyrr í vikunni, hann var horfinn, eftir voru leifar af eldri snjó, dröfn- óttar, auðir blettir milli.. Þegar birti á morgnana fóru fuglamir að trúa á lífið og kærleikann og sungu í görðunum áður en þeir fóru að tína orma á auðu blettunum milli skaflanna þar sera fór að örla fyrir grænu. II. Það forlag sem gefur út bæk- vr Laxness hefur bækistöð í götu sem er kennd við höfund TTriðþjófssögu, þeirrar sem Matthías Jochumsson þýddi, Tegnérsgatan. Því stjórnar Her- man Stolpe sem hingað kom gestur á bókasýninguna sænsku í vor. Hann er líflegur maður og hefur fengizt mikið við að .skrifa í blöð og tímarit, einnig skrifað bækur, þar á ■ meðal skrítið ævintýri bæði fyrir börn og fullorðna, það fjallar um nokkur dýr og í því felst likingasaga um háttsemi nokk- urra þjóða í stórpólitík styrj- aldaráranna. Stolpe samdi það í samvinnu við s.on sinn fimm ára gamlan. Hann er hispurs- laus maður og viðræðugóður og virðist gefið að koma auga á spaugilegar hliðar á málum sem kynnu að ógna öðrum með alvöruþunganum, Einn daginn gengum við um miðbik Stokk- hóims og hann benti mér á merka staði, ég er búinn að gleyma þeim nema bláa turn- inum í Tegnersgötu því þar bjó Strindberg hin síðustu ár sín og gott ef turninn er ekki enn þá blár. Auk þess rámar mig eitthvað í hann hafi bent mér á ■ staðinn þar sem Alex nokkur Eersson greifi var dreginn úr gylltum karossuvagni sínum og slitinn i tætlur af múg sem sá í honum tákn harðstjórnarinn- ar, en þessi sami maður naut fyrir noíkrum árum talsverðr- ar lýðhylli á Islandi vegna þess að honum hafði tekizt að kom- ast uppí til Frakkadrottningar- ■innar, Maríu Antoinettu, það var þegar bókin eftir Stefan Zvveig var þýdd af Magnúsi Magnússyni sem var kenndur við rit sitt Storm. Forlagið sem Stolpe stjórnar er eign sænsku samvinnuhreyf- ingarinnar og á þess vegum er mikið menningarstarf. Væri það ekki líka svívirðilegt ef samvinnuhreyfing væri notuð til þess að hella yfir neytendur og félagsmenn sína argvitugu reyfararusli með ísmeygiiegum borgunarskilmálum? Við skul- um vona að það viðgangist hvergi að slíkur félagsskapur stofnaður til aukinnar menn- ingar andans jafnframt því að bæta efnislega afkomu fólks- ins misnoti aðstöðu sína og veitist aftan að sínu fólki þannig. III. Sænska óperan er ein sú t>ezta í Evrópu. Þeir eijja l‘ka ágætan ballett. Eg sá lokaæf- Fimmtudagur 21. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ingu á ballettinum Minótárus eftir frú Ákeson, hann er byggður á efni eftir skáldið Erik Lindegren sem er i einna mest- um metum meðal yngri manna. Þetta er nýstáflegur ballett í módernistisku sniði. Sitthvað er skemmtilega hugsað en mér finnst þetta of einhæft og skorta hugmyndaauðgi. Miklu meira þótti mér varið í ballett eftir aðra sænska konu, Bix-git Culberg, sem ég sá nokkru síðar á Kgl. leikhúsinu í Kaup- mannhöfn: Mánahreininn. Það var mjög fínlegur póetískur hreinleiki og yndisþokki yfir honum. Frú Culberg nýtur mik- ils álits í sinni grein. Eg frétti til að túlka finlegar sveiflur sálarinnar. Því miður hef ég ekki séð ballettinn Fröken Julíu, ég hef heyrt hann mikið lofað- an, mikið væri gaman að geta fengið að sjá þann ballett í Þjóðleikhúsinu. Þau sögðu mér að það væru aðeins tvö aðalhlutverk, og þyrfti ekki langþjálfaðan og frægan dans- flokk með aðaldönsurunum tveim, heldur mætti nota áhuga- saman hóp, þótt hann hefði ekki mikla skólun. IV. Einn daginn heyri ég rödd í sima sem ég þóttist þekkja að heiman, rödd sem allir Reykvík- THOR VILHÍÁLMSSON: vera nýr Strindberg? Þessi ungi höfundur var haldinn nístandi dauðageig, í flestu sem hann skrifar er hrópandi ang- ist, Eg vissi engan ungan höfund á Norðurlöndum líklegri til að verða mikill höfundur. Iiann skrifáði nokkrar ;skáldsög;ur, smásögur og leikrit og talsvert af greinum, þar birtust óvenju- legjr hæfileikar, svo er hann allt í einu hættur, rúmlega þrítugur stytti hann sér 'aldur. Nýlega hefur komið út safn greina hans og bréfa sem er fróðlegt fyrir þá sem höfðu rnætur á þessum höfundi. Af eldri höfundunum er líklega merkilegust nýjasta skáldsaga Tlior Vilhjálmsson í Sviþjóð af visitasíuferð eins frægasta listflutningsmiðlara Bandaríkjanna, Sol Hurok, hann varð frægur sem umboðs- maður hins mikla Sjaljapin á Vesturlöndum. Nýlega var hann að leita að hæfileikafólki í listum fyrir Amerikumarkað- inn: Jú takk, ég vil gjarnan fá frú Culberg ásamt tveim döns- urum sem fluttu ballettverk hennar sem er byggt á Fröken Juliu eftir Strindberg sagði Hurok. Þetta er ungt fólk: Gerd Anderson, systir leikkonunn- ar Bibi Anderson sem er fræg úr kvikmyndum Ingmars Berg- man, og Willy Sandberg. Geysi- legt erfiði er óhjákvæmilegt til að ná árangri i danslist, Þetta fólk er sivinnandi. Það var skemmtilegt að tala við þau vegna hinnar lifandi forvitni þeirra á allskonar plönum hugsunarinnar og þess heii- brigða mats sem þau höfðti, Þar vottaði ekki fýrir þeim fasbrellum sem verður stund- um vart við meðal þeirra sem ala aldur sirm í listsýningar- höllum. Þetta fólk témur sig þrotlaust til að ná valdi á líkama sínum og hreyfingtim svo að það nái sem lehgst í ' þvi að fága og efla það tæki' ingar þekkja. Þeir hringja í 04 þá svarar þessi rödd. Að vísu er orðið mjög erfitt að heyra hvað klukkan er þegar maður hringir í þetta númer. Nú heyri ég þessa rödd úti í Stokkhólmi, það var mjög gott að heyra. Þetta er frú Halldóra Briern, á heimili hennar kem- •••••••••••••••••••••• Fjórða grein •••••••••••••••••••••• ur margt ungt fólk íslenzkt sem er að nema í Stokkhólmi. Þar er lesið úr nýjum bókum að heiman, rætt um þær og sungin íslenzk lög. En hvað það er gott að hitta íslenzka æsku sem hinn einhæfi djöful- gangur rokk og ról hefur ekki þrælkað. V. Hvaða höfunda heyrði maður aðallega talað um þessa daga? Margir töluðu fjálglega um Lars Ahlin og nýjustu bók hans; Natt i Marknadsfaltet. Það er gríðarlega mikiLl doðrantur og fullnægir þeirri kröfu sem á- hrifakellingar í enskum tesel- sköpum gerðu í eina tíð til skáldsögu að hún væri meira en fjögur hundruð síður. Mér þykir Ahlin vera of orðmargur: þegar hann ætti að þjappa saman og virkja orðaflauminn þá hættir honum til að glenna frásögnina út og teygja úr því sem hann hefði átt að draga saman. Annars er þetta mai-g- slungin bók og að ýmsu leyti merkjleg, hann hefði bara átt að láta þær ensku eiga sig. Nú eru nokkur ár síðan sá dó sem áreiðanlega var efnilegastur höfundur þarna; Stig Dager- man. Hann vann kannski of skjótan sigur. Hann var korn- ungur þegar allir voru famir að tala um hann og gagnrýn- endurnír sögðu: skyldi þetta Eyvind Johnson: Moinen över Metapontion, sérkennileg bók sem er látin gerast á ýmsum ólikum tímurn, þættimir víxl- ast með myndir úr fornum tíma sem fleyga frásögn af sam- tíðinni samkvæmt því sjónar- miði höfundarins að manneskj- urnar séu nokkuð líkar í kjarna sínum þótt ártalið breytist og ýmsir þættir um- hverfisins. Eyvind Johnson hef- ur áður túlkað liðinn tima þannig að hann lifir sannfær- andi fyrir okkur, líkt og við værum flutt með skynfærum okkar á aðra öld og gætum rétt út höndina og séð sólargeisla sem seitlaði niður um rof í laufþak á ákveðnum degi alm- anaksins árið 403 fyrir Krist skína á hönd okkar. Hann sviftir sagnfræðilegar persón- ur fjarlægðargloriunni og rifjar það upp að þeir sem eru skrifaðir fyrir stórum stundum í sögunni lifa eins og aðrir ævi með mörgum smáum stundum, hann beinir kastljós- Eyvind Johnson inu að þeim óvörum og sýnir manneskjurnar í sínum hvers- dagsleika með það sem á þeim þrifst. Ásamt Lagerkvist og Martin- son ber Eyvind Johnson hæst af hinum eldri höfundum. En úr yngstu kynslóðinni, hinum svonefndu femtitalistum? Tvö nöfn: Per Westberg og Ame Sand. Westberg skrifaði stóra bók: Halva Kungariket. Faðir nokkur ssgir við son sinn: nú ertu búinn að lesa svo býsna mikið. Nú skaitu fara strákur og afia þér lífsreynslu. Og strákur fer af stað og segir svo frá því sem ber fyrir hann þar til hann hefur í bókarlokin öðlast einhver drög að reynslu- mynztrum, einskonar heims- mynd. Og það er nú eitthvað það bezta sem maður getur öðlazt, segir einhver gamall grúskari við hann á baðstrand- arhóteli: svona e'nhverskonar mynztur sem atburðir heimsins myr.da í hugsun þinni. Horfðu og hlustaðu og vertu ekki á- hyggjufullur þó að þú sjáir ekki í svipinn samhengi með ýmiskonar reynslu þinni.Kann- ski öðlast þú það skvndilega. Það er mikið þing Og þessi ungi maður segir vsl frá og það eru margskonar skrítiieg- heit í þessari bók. Enn undarlegri er bókin eftii' Arne Sand: Ljugarstriden, Lygalaupakritur. Það sem stendur á þeirri bók á alit að vera einskonar negativ af sann- ~ leikanum, ranghverfa. Hún er eins og leynilögreglusaga þar sem lausnin er ekki á öftustu síðunni eins og í glæpasögun- um sumarkvölda sem lesnar eru í íslenzka útvarpið af ung- um heimdellingum þegar sjálf- stæðismaður er menntamála- ráðherra en ungum framsókn- armönnum á dýrðardögum hinnar vinstri stjórnar. Svarið ér falið í bókinni sjálfri, þú verður að lesa bókina vand- lega. Eg veit að menn hafa lesið þessa bók án þess að gruna þetta og þó haft ánægju af henni. í ljóðlist virðist einhver ný- rómantismi vera að gera vart við sig og kemur fram hjá skáldum eins og Lars Forsell og Bo Setteling sem nú eru skrifaðir hvor fyrir sinni stefn- unni. Annars ber einna mest á áhrifum skáldanna Eriks Linde- gren og Gunnars Ekelöf sem eru af því tagi sem hér myndi vera kölluð atómskáld af þeim mönnum sem afgreiða skáld- skap án þess að kynna sér hann. Það ber líka mikið á á- hrifunT frá finnskum skáldum sem yrkja á sænsku en þar ríkir Edith Södergran sem drottning, þessi fínlega líðandi kona sem orti: Skýjaborgir mínar hafa bráðnað sem snjór, allir minir draumar hafa runnið sem vatn, af öllu sem ég elsk- aði á ég aðeins eftir einn blá- an himin og nokkrar fölar stjörnur. Vindurinn bærist hljóður inn á milli trjánr.a. Tómleikinn hjaðnar. Vatnið er þögult. Gamla grenitréð vakir og hugsar. Um hvíta skýið sem það kyssti í draumi. Eg ætti að nefna Diktonius og Gunnar Björling úr þvi að ég er farnn að minnast á sænska ljóðlist í Finnlandi. Bengt Ekerot benti mér á þann sem er þó líklega einna mei’ki- legastur þeirra sem yrkja á sænsku í Finnlándi: það er Rabbe Enckél. Ljóðlist hans er tær og hann beitir orðunum af sérstakri nákvæmni op yfir list hans er birta sem minnir á hellenzka list.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.