Þjóðviljinn - 23.08.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1958, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. ágúst 1958 — ÞJÖÐVILJINN Hans Scherfig: Fulltrúmn sem hvarf litið. Og þú skammast þín sem sé ekki fyrir að' fara á sveitina. Það er svei mér gott að foreldrar þínir eru ekki á lífi. Þau myndu verða miður sín af smán. — Jens Jensen fær marga til að hætta við þessar smán- arlegu fyrirætlanir. En sumt fólk lætur sér ekki segj- ast. Það er fjandanum þrjózkara, kynnir sér lögin og þekkir þau betur en yfirvöldin. Og kannski skrifar það amtyfirvöldunum og kvartar yfir því aö því sé synjað um aðstoö. En Jens Jensen hefur vinnu handa því. Því að það er þó varla hrætt við að vinna? Það sækir þó ekki um styrk vegna þess að það er þægilegra en að vinna? — Gerið þið svo vel. Hér er vinna handa þér. Þú getur höggvið grjót. Það er nóg af grjóti við ströndina. Og ef til vill áttar fólk sig þá á því, að það borgar sig ekki að troða hreppsnefndinni um tær. Andrés í Mýrinni hefur verið erfiðastur viðfangs. Það er erfitt að koma tauti við hann. Hann er þrjózkur og kannski er hann eitthvað ruglaður í kollinum. Honum hefur verið bent á að höggva grjct. Og hann hefur líka setið við ströndina og höggvið grjót og reynt að komast upp í rúmmetra á dag. En það dugar ekki. Og nú kemur hann og afhendir verkfærin og segist ekki þola þessa vinnu. Hann vill bókstaflega ekki þiggja þá vinnu sem honum er boðin. En hreppurinn hefur ekki hugsað sér að styrkja slíka menn. Ef þessi hái herra vill ekki vinna, getur hann látið það ógert. En hann ætti að fara varlega, Því að til er nokkuð sem heitir Nauðung- ai'v i nnustof nun. Það er dóttirin sem hugsar um heimilið fyrir Jens Jensen. Og hún er dugleg og vinnusöm. Þau tala ekki mikið saman. Þetta er kyrrlát fjöl- skylda. Jens Jensen situr með pípuna á kvöldin og færir inn í bækur og kladda. Og Karen fer snemma að hátta eða situr og segir ekki neitt. Ef nýi leigj- andinn hcfur verið að leita að ró og kyrrð á þessum slóðum, þá er að minnsta kosti ekki hávaða og ófrið að finna í húsi Jens Jensens. Það var öðru vísi meðan kona hans var á lífi. Þá gekk þetta ekki svona friðsamlega fyxir sig. Þá var eilíft rifrildi og stríð, svo að heyrast mátti langt að. En svo dó hún, guðisélof. Það var áreiðanlega það bezta sem fyrir hana gat komið. Hann var ekki góður við konuna sína, Kona bi’unngrafarans getur sagt fi'á merkilegum og óhugnanlegum atriðum í sambandi við hjónaband Jens Jensens. Hún var næsta gi’annkona og heyrði megnið af því, sem þar átti sér stað. Og ástæðan til þess að Jens Jensen er núna svo innhverfur og alvörugefinn er sjálfsagt sú, að hann hefur ekki of góða samvizku. XXVI Það er hrím á ökrunum á morgnana, En dagarnir ei'u bjartir og heiöir og það veröur funheitt þegar sólin er búin að skína dálitla stund. Hei’bert Johnson lokar bláa hliðinu vandlega á eft- ir sér, þegar hann fer út. Hann stendur um stund og horfir yfir mýrina. Hann andar djúpt. Hann fyllir lung- un af sterku, góðu lofti. Það er honum hollt. Hann hefur engum sagt hvað hann hafi haft fyrir stafni í Ameríku. En hver og einn getur séð að hann hefur ekki verið bóndi eða neitt þess háttar. Öllu held- ur hefur hann lifað og hi’ærzt innanum þerripappír og blek og ryk og spjaldskrár. Þaö hleypur héri yfir mýrina. Herra Johnson horfir á eftir honum unz hann hverfur. En hérinn þarf ekki að óttast hann. Hann er enginn veiðimaður. Hann skýt- ur ekkert kvikt. Honum kemur ekki til hugar að ganga á veiðirétt eins eða neins. Martin Hagaholm getur verið rólegur. Herbert Johnson er engimi veiðiþjófur. Hann á sjálfsagt ekki eftir að valda neinum deilum. Hann lítur svo friðsamlega út. Sé ha.nn glæpamaður, er að minnsta kosti ekki hægt að sjá það á honum. Réftur íslendinga... Framhald af 4. síðu 1051 vættum. Ýsuafli þeirra og kolaafli hefur aukizt hlutfalls- lega enn meira eftir friðunina. Sumpart byggist þessi aukna veiði á því, að friðunin hefur aukið fiskimagnið utan friðun- arlínunnar, og sumpart af því, að lögð hefur verið meiri stund á miðin utan friðunarsvæðisins, þar sem veiðarnar munu hins- vegar halda áfram að aukast, rná reikna með bví, að hér eftir dragi úr árangri friðunarinnar frá 1952, eins og þegar eru far- in að sjást rverki um. Áreið- anlega mun hin aukna friðun alveg eins nú og 1952 verða einnig til hags þeim, seni veiða utan friðunarlínunnar. Þess vegna er það mikill misskiln- ingur, að hin aukna friðun þýði eingöngu skerðingu fyrir aðrar þjóðir. Ýmsir þeir útlendu aðilar, sem eru ósanngjarnastir í mál- flutningi gegn útfærslu friðun- arlinunnar, setja dæmið upp þannig, að hér séu annarvegar hagsmunir 200 þúsund íslend- inga, Færeyinga og Grænlend- inga, en hinsvegar hagsmunir 200 millj. manna í Bretlandi og á meginlandi Vestur-Evrópu. Þessi samanburður er vitanlega alveg út í hött, þar sem t. d. íslendingar og Færeyingar eiga alla sína afkornu undir fisk- veiðum, en það myndi sára- litlu eða engu breyta um heild- arhag Breta, Vestur-Þjóðverja og annarra viðkomandi þjóða, þótt þær misstu alveg af veið unum á íslandsmiðum, sem hér er þó síður en svo til að dreifa. Annarsvegar er hér um að ræða lífshagsmuni íslendinga, en hinsvegar óverulega hags- muni þeirra, sem mótmæit hafa útfærslunni. Þessvegna væri það í ósam- ræmi við allan rétt og siðgæði, ef þessar þjóðir beittu íslend- inga harðrétti vegna útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Niðurlagsorð. Hér hefur aðeins verið stikl- að á nokkrum meginatriðum varðandi útfærslu ísignzku fiskveiðilandhelginnar og þá gagnrýni, er hún hefur sætt. Af þessu stutta yfirliti, má þó eftirfarandi vera l.ióst: 1. íslendingar hafa aðeins fylgt hefðbundum venjum, er þeir færðu fiskveiðilandhelgina út einhliða, þar sem svo að segja ö’l ríki hafa ákveðið landhelgi sína á þann hátt. 2. íslendingar hafa ekki far- ið út fyrir þau takmörk, sem réttinum til einhliða útfærslu er markaður samkvæmt þeim venjum, er skapazt hafa, og vísast þar bæði til þess að mörg ríkin hafa tólf mílna landhelgi o® til álits þjóðréttar- nefndarinnar. 3. Ef hinn svonefndi sögulegi réttur væri lagður til grund- vaBíy, gætu íslendingar gert tilkall til en’/ meiri útfærslu fiskveiðilandhelginnar. 4. Fyrri reynsla af afleiðing- um rányrkju á fslándsmiðum og fyrirsjáanleg aukning verð- ur þar, gerðj það óhjákvæmi- legt, að ekki yrði lengur dreg- ið að færa út fiskveiðilandhelg- ina. 5. Hagsmunir fslands annars- vegar og annarra þjóða hins- vegar, eru alveg ósambærilegir, hvað snertir veiðar á íslands- miðum, íslendingar eiga afkomu sina alveg undir því, að fisk- stofninn gangi þar ekki til þurrðar, en aðrar þjóðir skipt- ir það sáralitlu máli, hvað þeirra eigin veiðar snertir. 6. Aukin friðun fiskstofnsins er ekki aðeins hagsmunamál íslendinga, heldur einnig þeirra þjóða, er fiska utan friðunar- svæðisins, ef ekki verður þar um ofveiði að ræða. Vegna allra þessara raka og margra fleiri, sem hniga í sömu átt, vænta fslendingar þess fastlega, að við nánari at- hugun skiiji nágrannaþjóðir þeirra aðstöðu þeirra og viður- EM-mótið Framhald af 1. síðu: hann varð að láta sér nægja 4.20. Svavar Markússon varð sjötti í sínum riðli í undanúrslitum í 1.500 metra hlaupi. Jungwirth vann þann riðil á 3.49.0. Chromik vann 3000 m hindr. Pólverjinn Chromik vann sem vænta máttj 3000 m hindrunar- hlaupið á 8.38.2. Langstökk kvenna vann þýzk stúlka á 6.14, kringiukast kvenna sovézk með 52,32 og' 80 m grindahlaup kvenna sigurvegárinn í fimmtar- þrautinni, Bistrova, á 10.9. Bíi sfolið 1 fyrrinótt var brotizt inn í bílageymslu Sölufélags garð- yrkjumanna við JReykjanes- braut 6 og stolið þaðan bíl. Billinn fannst t gærdag ó- skenundur í Kringlumýrinni. Steiuhrlngir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. TTÚloíunariirlngir, TIL liggui leiðÍD - (7 kenni augljósan rétt þeirra. Síðast en ekki sízt má svo benda á það, að ísland hefur veruleg viðskipti við þau ríki, sem enn hafa ekki viljað viður- kenna úffærsluna. Þannig keyptu íslendingar t. d. vörur í Bretlandi á síðastl. ári fyrir 3V2 millj. sterlingspunda og í Vestur-Þýzkalandi fyrir 2V2 millj. sterlingspunda. Ef þessi lönd ykju kaup á íslenzkum fiskafurðum, myndu íslending- ar geta enn aukið verulega kaup á iðnaðarvöru þeirra. Það væri í anda þeirrar verkaskipt- ingai', sem þarf að koma á milli þjóða heims og þá ekki sízt milii þjóða á Atlantshafs- svæðinu, að sú deila, sem risið hefur út af útfærslu fiskveiði- landhelgi íslands, vei'ði jöfnuð á framangreindan hátt. Æíingar hafnar í Þjóðleikhúsinu Nýlega hófust æfingar 1 Þjóðleikhúsinu á hinu nýja leikriti Kristjáns Albertssonar, sem heitir nú ekki lengur „Hönd dauðans“ heldur „Haust“. Höfundurinn hefur í sumar unnið að breytingum á leikritinu og er það nú all- mikið breytt frá því sem það er í hinni prentuðu útgáfu, sem út kom í fyrrahaust. Stærstu hlutverkin leika þau Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson og Valur Gíslason. Leikstjóri er Einar Pálsson. Gert er ráð fyrir, að leikritið verði frumsýnt um 20. sept- ember. 35,8 stiga frost mælt á Suður- pólnum Veðurathuganastofnunin i Argentínu tilkynnti fyrir nokkrum dögum að argentínsk- ir vísindamenn á Suðurskauts- landinu hafi mælt 85,8 gráðu frost i stöðvum sínum þar. Mesta frost sem áður hafði veríð mæ’t var 84 gráður, og ínældist það í sovézku vísinda- stöðinni Vostok á Suðurskauts- landinu. Kuldabylgja gengur yfir Arg- entínu um þessar mundir og hefur verið margra stiga frost í snmum héruðum landsins undanfarið. Leiklistarskóli ÞjóðleikMssins 1 haust verða nýir nemendur teknir inn í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, en hann er tveggja veti’a skóli og ekkt teknir nýir nemendur nema annaðhvort ár. Inntökupröf fara fram síðustu vikuna í september og á nemandi þá að flytja 5 mínútna atriði úr tveim hlutverkum og lesa upp ljóð. Þetta er samkeppnispróf og eru í mesta lagi lú nem- endur teknir inn í skólann. Það sem kennt er í skólanum er taltækni, framsögn, leikur. látbragðslist, andlitsförðun, skylmingar, leiklistarsaga, sál- fræði og listdans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.