Þjóðviljinn - 24.08.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1958, Blaðsíða 1
Sunnudagur 24. ágúst 1958 — 23. árgangur 189. tölublað. LúSvík Jósepsson sjávarútvegsniálaráðherra, í viðtali við Þjóðviljann í gær: Tólf mílna fiskveiðilandhelgin tek- ur gildi fyrsta september 1958 Engar undanþágur fyrir erlend veiSiskip korna fil greina Ákvörðimin um 12 mílna fiskveiðilandhelgi ís- lands verður íramkvæmd mánudaginn 1. september 1958. Undanþágur til erlendra fiskiskipa koma þar ekki til greina. Með1 þessum afdráttarlausu yfirlýsingum lauk Lúð- vík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra viðtali viö Þjóð- viljann í gær, og svaraði ýmsum þeim áleitnu sögu- sögnum um undanslátt í málinu er legið hafa í loftinu undanfarna daga. 'if Enginn beðinn um hernaðarhjálp — Hvað segir þú um sögu- sagnirnar um landhelgismálið sem berast eins og skæða- drífa frá útlöndum þessa dag- ana? — Þær sögusagnir munu flestar komnar frá erlendum blaðamönnum og er þar margt skrýtið á ferðinni, segir ráð- herrann. Eitt er það að við Islendingar ættum að hafa leit- að til Rússa ura aðstoð til að halda uppi gæzlu nýju fisk- veiðilandhelginnar, og ættum jafnvel von á flota þaðan. Allt slíkt er auðvitað til- hæfulaust með öllu. Okkur hefur ekkj komið til hugar að leita til neinnar þjóðar eftir hernaðarlegrí hjálp. AHar sögur um sérstakar viðræður vjð Rússa í sam- bandi við landheighia eru staðleysa. ^ Frestur kemur ekki til mála — Sögusagnir um hugsan- lega frestun á framkvæmdum 1. ' september eru sérstaklega áleitnar. íslendingar unnu Ira í bridge Á Evrópumeistaramótinu í bridge í Osló sigruðu Islending- ar Ira í fyrradag með 64 gegn 40. ítalir unnu Dani, Austur- ríkismenn unnu Spánverja, Egyptar Þjóðverja, Frakkar unnu Svía, en jafntefli varð hjá Hollendingum og Finnum. 1 sjöundu umferð unnu Frakkar Belgíumenn, Svíar Egypta, Danir Spánverja, Finn- ár fra, Italir Engl.endinga og j'af ntef li varð hjá Austurríkis- mönnum og ísiéridingum.' . 1 kyennafiokki vann Noregur Þýzkaland, Svíþjóð Finnland, Frakkland vann England, Dan- mörk vann Belgíu og Austur- ríki vann írland. íslenzka Bveitin eat hjá. — Já, það hafa alltaf öðru hverju komið fram þær sögu- sagnir að í ráði væri að fresta framkvæmd ákvörðunar- innar um 12 mílna fiskveiði- landhelgi. Enginn fótur er fyrir þeim sögusögnuni. Það hefur ekki hvarlað að Islendinguin að fresta frariikvæmd ákvörðunar- innar. Ákvæðin um 12 mílna fiskveiðilandhelgi eru þegar orðin okkur lög og þeím verð- ur framfylgt eins og reglur standa til. it Enqir „samningar" í París — Flestar þessar sögusagn- ir í seinni tíð eru f einhverjum tengslum við viðræðurnar í París. — Það er með öllu rangt, sem haldið hefur verið fram, að íslenzk stjórnarvöld taki þátt í nokkrum „samningum" í Par*.s eða annarsstaðar um landhelgismálið. Stjórnin hefur meira að segja íýst því yfir mjög eindregið, að hún semur ekki um málið. Hitt er svo vitað mál að ýms- ir aðilar í Atlanzhafsbandalag- inu og meðal þeirra Vestur- Eyrópuþjóða er staðið hafa gegn stækkun fiskveiðiland- helgi við Island, hafa hvað eftir p.nnað ha.fið umræður um það mál, og er auðvitað ekki á valdi Islendinga að meina þeim það, hvorki innan Atianzhafsbandr.lagsins eða annars staðar að-ræða málið. En frá íslandj er engin sendinefnd í París og í ís- lenzku r kisstjórniimi hefur það ekki komið til mála að ssmja IBH neinar breytingar á þeirri ákvörðun sem gerð hefur verið. ýr ,¦ Samningar, við ein-. ' 'stökvlönd ófær ieið — Enh er verið að ympra á því að ákvörðunin um 12 mílna landhelgi hafi verið tek- in án nægilegs undirbúnings. — Já, allmikið hefur verið reynt að halda því fram nú eíð- ustu vikurnar að afstaða okk- ar íslendinga væri einstreng- ingsleg, að við höfum neitað samningum við aðrar þjóðir og átalið að við skulum telja Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra ókkur hafa rétt til að ákveða fiskveiðilandhelgina einir og einhliða. Það er því rétt að leggja áherzlu á að einhliða yfirlýs- ing okkar iun stærð fiskveiði- landhelginnar er gerð af okkar hálfu á nákvæmlega sama hátt og nær allar þjóðir hafa gert, þegar um breytingar á laiul- helgi þeirra hefur verið að ræða. Þegar Norðmenn breyttu sinni landhelgi síðast, gerðu þeir það með slíkri einhliða tilkynningu, en höfðu ekki samninga um málið. Og þegar við Islendingar breyttum okk- ar fiskveiðilndhelgi 1952, gerð- um við nákvæmlega hið sama. Við sömdum ekki, en tilkynnt- um oklcar ákvörðun. Þannig hefur þetta verið gert undan- farna áratugi af mörgum þjóð- um. Enda er hitt nær ófram- kvæmanlegt fyrir þjóð, sem breyta vill landhelgi sinni að semja við hverja einstaka þjóð, sem ákvörðunin kynni að snerta að einhverju leyti. Við hefðum þá t.d. orðið að hef ja sérsamn- inga við öll strandrlkj Vestur- og Norður-Evrópu, frá Portú- gal og Spáni til Sovétríkjanna, en þau hafa mjög ólík sjónar- mið innbyrðis á þessu máli. Sjá allir að sú leið er óhugs- andi. ji? ísland leitaði eftir alþjóðareglum — En alþjóðlegir samningar? — Eina hugsanlega leiðin til beinna samninga um stærð landhelginnar, áður en Islend- ingar tóku ákvörðun sína, hefði verið á alþjóðavettvangi, þar sem allar þjóðir heims hafa aðstöðu til að standa að alls- herjarsamþykkt um landhelgis- mál. En ekki er hægt að saka Island um að sú leið var ekki farin, þvi eftir slíku samltomu- lagi höfum við Islendingar leit- að í mörg ár. Árið 1949 lögðum við gagn- gert til, að alþjóðalaganefnd Sameinuðu þjóðanna yrði falið að gera tillögur um stærð land- helginnar. Þær þjóðir, sem nú standa fast á mótí ákvörðun okkar voru andvígar þeirri til- lögu. PytS miður varð alþjóða- laganefndin ekki sammála um eina tillögu um stærð land- helginnar. Síðar lögðum við til að þing Sameinuðu þjóðanna tæki af- stöðu til málsins. Það fékkst ekki samþykkt. I stað þess var boðað til Genfarráðstefnunn- ar. Við höfðum margtekið fram Framhalri á 2. síðu Grets Andersen í varfyrstyfir Danska sundkonan Grete Andersen, sem búsett er í Bandaríkjunum sigraði í sund- keppninni yfir Ermasund. Hún var réttar ellefu klukkustundir á leiðinni og hefur engin kona synt yfir sundið á jafnskömm- um tíma. Hinsvegar tókst henni ekki að hnekkja metinu sem Egyptinn Hássan Abdel Rehim setti fyrir átta árum en það er 10 klst. oe 50 mín. Slæm skilyrði voru til sundsins, dimmviðri og allmiklir straum- ar á móti síðari hluta leiðar- innar. Annar að landi varð Haldun Ismen frá Tyrklandi og þriðji Brojan Das frá Pakistan. 22 keppendur komust alla leið yfir sundið en 11 gáfust upp. Verðlaunin sem Gréta fær- eru 500 sterlingspund og bika»- sem metinn er á 1000 sterling&.- pund. Samkomulag í ' deilu V. R. í fyrradag tókust samningaif í kjaradeilu Verzlunarmannafé- lags Keykjavíkur og atvinnu- rekenda. Aðalefni Iiinna nýjw samninga er 5,5% grunnkaupsh hækkun, en auk þess hafa ver» ið gerðar ýmsar smávægilegax breytingar á almennum ákvæð« um eldri kjarasamninga. Samkomulag þetta náðist milli samninganefndar VR og atvinnurekenda fyrir milligöngui sáttasemjara og verður borið undir almennan félagsfund verzlunarmanna annað kvöld í VR-húsinu við Vonarstræti. —» Fundurinn hefst kl. 8.30. Friðrik á betri stöðu en Fisher 1 11 umferð á skákmótinu í Portoros, sem tefld var á föstu- daginn varð biðskák hjá Friðrik Ólafssyni og Fisher og hefur1 Friðrik betra tafl. Úrslit í hin- um skákunum urðu þessi: Aver- bach vann Sanguinetti, Tal vanm Benk'5, Petrosjan vann Rbsetto,. Pachmann vann Cardoso og Sherwin vann Furter. Jafnteflil gerðu Panno og Bronstein, de Greiff og Neikirk, Matanovic og Filip, Szabo og Gligoric. Staðaní eftir 11. umferð er þá þessi: 1. Petrosjan 8V2 v. i\ 2. Tal 8 v. P Frakkar ætla að sprengja Kjarnaspreiigjii Jbraöiega Hætta ekki við að íramleiða kiarnavopn nema komið verði á algjöru banni Blaöið France Soir í París, sem er óháð, skýröi frá því í gær að Frakkar muni sprengja fyrstu kjarna- sprengju sína í næsta mánuöi eöa í byrjun október. Þessi sprengja verðtir sprengd eínhvérsstaðar á Sahara-eyði- mörkinni. . ..... Blaðið greindi einnig frá því að Frakkar væru einnig búnir að afla sér góðra upplýsingá um gerð vetnissprengjunnar. Talsmaður franska utanrík- isráðunéytisins sagði í fyrra- dag að Frakkar my'ndu" því að- e.ins hætta' *við að koma sér upp kjarnavopnabirgðum að eyðilagðar yrðu þær birgðir kjarnavopna, sem fyrir eru í heinlinum og smíði kjarna- vopna yrði bönnuð. 14 3. Averbach 7 y. \ 4. Friðrik 6 v. Ogbiða 5—7. Benkö 6 v. Matanovic 6 v. fí Pachmann 6 v. *j 8—9. Gligoric 6 v. Panno 6 v. 1 10. Fisher 5V2 v. og bið„ —12. Bronstein ö1/^ v. 5 Szabo 5V2 v. 13. Larsen 5 v. i| —15. Filip 5 v. 3 Sanguinetti 5 v. M 16. Neikirk 4y» v. n : 17. Sherwin 4 v. I 18. Carados 4 v. * 1 19. Rosettö 3 . v. v* * 1 "20, déGreiff. l'/2 v. 21. Fiirter • 1 v. " ! f í gær var 12. umferðin teflij og lék Friðrik þá svörtu gegní jBronstein. I dag verða tefldan biðskákir, en í 13. umferðinnÍL teflir Friðrik við Averbach og} hefur hvítt. , ;., .'*:,-%l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.