Þjóðviljinn - 24.08.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1958, Blaðsíða 3
Sunnudag’ur 24. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 Fimleikaflokkur Ánnanns hlaut rajög góða dóma í Noregi Nýlega er kominn heim úr sýningarför til Noregs kven- flokkur úr Glímufélaginu Ár- manni, er sótti fimleikamót í Þrándheimi dagana 5.—10. júlí s.l. undir stjórn frú Guðrúnar Nielsen. Mótið var liátíðlega sett sunnudaginn 6. júlí. Þátttak- endur rúmlega 400 talsins bæði karlar og konur, gengu fylktu liði neðan frá borginni og upp á iþróttasvæðið í Lerkendal, þar sem allar sýningar fóru fram. Var það bæði tilkomumikil og fögur sjón. Fremst fór lúðra- sveit og mikil fánaborg, þá komu hinir erlendu gestir frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Islandi og síðan flokkar frá ihinum ýmsu fimleikafélögum í Noregi. Grasvöllurinn á Lerk- endal var brátt þéttskipaður íþróttafólkinu, er fylkti sér í skipulagðar raðir. Formaður fimleikafélags Þrándheims, Arne Wold, bauð alla velkomna á þetta 16. lands- fimleikamót Noregs, en þau eru haldin 4. hvert ár, og verður hið næsta í Bergen. Kveðja var flutt frá íþróttasambandi Nor- egs, bæði til gesta og fimleika- félags Þrándheims er átti 100 ára afmæli. Gerði það Nils Ar- vidsen. Forseti mótsins, Bryn- julf Gard, las kveðju sem borizt hafði frá Ólafi konungi 5.,. og setti hann þar með mótið. Síð- an voru fánar Norðurlandanna 5 hátíðlega dregnir að hún og þjóðsöngvar landanna leiknir og tóku allir viðstaddir undir. Islenzki flokkurinn sýndi þennan fyrsta dag mótsins við mikla hrifningu eins og kemur fram í blaðaummælum hér á eftir, en var síðar beðinn um að sýna aftur og fór sú sýning fram síðasta daginn. Sýningar stóðu yfir í 4 daga og voru bæði fjölbreyttar og skemmtilegar. Það sem eink- lim vakti athygli Islendinganna voru hinir fjölmennu hópar karla og kvenna, bæði hús- ihæður og öldungar og gamlir liðsmenn sem Norðmenn kalla „veteraner". Er þar enginn undir 40 ára aldri. Var unun að sjá konurnar er auðsjáanlega nutu þess að fá að hroyfn sig eftir hljómfallinu og tóku þær undir og sungu fullum hálsi, og karlarnir, sá elzti um 70 ára, léku listir sín- ar áhorfendum til mikillar. á- nægju og sérlega var mikið hlegið og klappað, er þeir fóru í regnhlifaboðhlaup á trékloss- um. Fyrirkomulág og stjórn þessa mikla móts var til mikillar fyr- irmyndar. Allur aðbúnaður og viðurværi, eins og bezt verður á kosið, gestrisni- og viðmótið eins og búast mátti við af frændum okkar Norðmönnum. Öllum hin- um erlendu gestum bauð bæj- arstjórn Þrándheims til mann- fagnaðar og veizlu uppí Skiða- hótel að mótinu loknu. 1 sambandi við mót þetta var haldin hin árlegá meistaramóts- keppni Norðmanna í fimleikum var hún bæði lærdómsrík og skemmtileg fyrir íslenzku þátt- takendurna. Að fimleikamótinu loknu í Þrándheimi, sóttu flestir ís- lenzku þátttakendurnir fimleika námskeið í Horten við Osló- fjörð, sem stóð yfir dagana 12. —20. júlí. Var það haldið af fimleikasambandi Norðurlanda og sóttu það mörg hundruð fimleikamanna frá öllum Norð- urlöndunum. Námskeið þetta fór hið bezta fram og var hið lærdómsrikasta. Ilér birtast nokkur blaðaum- mæli um þátttöku Ármanns- flokksins í mótinu Arbeider-Avisa, Þrándheimi, 7. júlí. Niðurlag frásagnar af setningu fimleikamótsins á Lerkendal: ,,Allt öðru máli gegndi um íslenzka kvennaflokkinn, sem stjórnað var í hátalara og stóð fyrir yndislegri sýningu. Svo kalt var í veðri, að hinar þekki- legu stúlkur hefðu getað fengið bláan lit búninganna á læri og fótleggi, en á íslandi eru menn vanir sitthverju. Islenzku skip- unarorðin hljómuðu einkenni- lega í eyrum — sambland af hliðarbeygjum og Snorra. Það var orðið svo áliðið dagsins, að fólk vár farið að tinast heim til kjötpottanna. Þá hafði það séð stórfenglega og litríka sýningu, sem verðug var Ármannsstúlkurnar sýna æfingar með hringjum. jafn miklu íþróttamóti og vand- virknislegri stjórn þ«ss.“ Frásögninni fylgja tvær stór- ar myndir og er önnur frá sýn- ingu Ármannsstúlknanna. Und- ir henni stendur: „Svipmynd frá sýningu íslenzka kvenna- flokksins í Lerkendal. Það voru stúlkur sem kunnu sitt fag.“ Arbeiderbladet, Osló, 7. júlí. „Orvalsflokkunum frá Dan- mtörku, Finnlandi, Islandi og Svíþjóð var ef til vill fagnað við gönguna inn á völlinn, en annars var ágætt samband milli þátttakenda og áhorfenda.“ „Ellefu íslenzkar stúlkur gengu síðan fylktu liði inn á sýningarsvæðið. Mjög fríður hópur í stílhreinum búningum og hafði á efnisskránni alveg gullfallegar leikfimi-æfingar, sem sýndu. að fimleikar standa á liáu stigi á Sögueyjunni." Dagbladet, Osló, 7. júlí. Or lýsingu Odd Bye-Nielsen á setningu mótsins: „Venju samkvæmt var flokki frá islandi boðið líka að þessu sinni og hann er sá bezti, sem vér höfum séð frá þeim slóðum. Einkum voru akrobatísku æf- ingarnar glæsilegar og heildar- áhrif sýningarinnar á allan hátt afbragðs góð.“ Aftenposten, Osló, 7. júlí í lýsingu Paal Clasen á setningu fimleikamótsins er eftirfarandi kafli með breyttu letri: „Síðan komu inn á völlinn ellefu úrvals fimleikakonur frá íslandi undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Sýndu þær fyrst af- bragðsgóðar liringjaæfingar, sem unun var á að horfa. Það var dans, ballett og leikfimi fyrsta flokks. Þær sýndu því næst leikfimi-æfingar og pýra- mídastöður, sem tókust vel, og luku sýningunni með fallegum æfingum á slá. Þetta var góður flokkur sem ánægjulegt var að kynnast.“ Adresseavisen, Þrándheimi, 7. júlí: „Ellefu yndislegar þokka- g'yðjur frá Islandi dönsuðu sig bókstaflega sagt inn í hjörtu j Þrándheimsbúa á sýningunni í; Lerkendal í gær. I hinum fal- legu bláu búningum og hvitum pilsum svifu þær eftir grasfliöt- j inni og yfir æfingum þeirra með hringjum var slikur yndisþokki að áhorfendur klöppuðu óspart lof í lófa. Ef á það er litið, að fimleikar eru ekki svo skipu- lögð íþróttagrein á íslandi sem hæfilegt má teljast, getum við sagt að Guðrún Nielsen, sem stjórnaði hópnum, hafi lyftl nemendum sínum upp í eins- konar úrvalsflokk. Stjórnandi danska kvennaflokksins, sem sýnir í kvöld, dvaldist á Islandi fyrir nokkrum árum og hún lýsti mikilli undrun sinni á framförunum sem þar hefðu orðið að undanförnu. „Stúlkurnar liöfðu hina mjóu þverslá einnig ágætlega á valdi sínu. Þær sýndu hreinar stöður og yfir örygginu varð ekkt kvartað. Þegar á allt er litið, voru þær verðugir undanfarar finnska karlaflokksins, sem seinna Jét til eín taka, og vér bjóðum íslenzku konurnar hjartanlega velkomnar hingað aftur.“ Fullyrða má að stúlkurnar í Ármannsflokknum hafa orðið sér, kennaranum frú Guðrúnu Nielsen og íslenzku þjcðinni allri til hins mesta sóma með þátttöku sinni í þessu mikla fimleikamóti. Kappleikur á þriðjudaginn Á þriðjudaginn keppa á Laugardalsvellinum unglinga- landslið og landsliðið frá 1948 sem sigraði Finna hér heima. Unglingalandsliðið verður þann- ig skipað: Björgvin Hermanns- son Val, Guðjón Jónsson Fram, Þorsteinn Friðþjófsson Val, Ragnar Jóhannsson Fram, Rún- ar Guðmannssón Fram, Elías Hergeirsson Val, Grétar Sig- urðsson Fram, Örn Steinsen KR, Þórólfur Beck KR, Ellert Schram KR og Matthías Hjart- arson Val. Varamenn: Karl Karlsson Fram, Theódór Karls- son iBH, Baldur Scheving Fram og Björgvin Danielsson Val. -—• Dómari verður Magnús Pétursson. T u n n u r Olíufélagið h. f. hefur til sölu á hagstæðu verði \ lekar olíutunnur Í Tunnur þessar mætti nota í ræsi — sem öskutunn- i ur, stauramót og fleira. j Væntanlegir kaupendur tali við verkstjóra vorn á 1 Reykjavíkurflugvelli. Sími 2 43-90. ti 1 te/k/i/ngar- at/gfj/singan staf/rsb/t/ Te/Z'n/stofan T/guff /faf/farstrætl fS> .(^4540/ Hanttefur A F/narssoi? K.S.Í. fSLANDSMÓTIÐ 1. deild. K.R.R. Dómari: Þorlákur Þórðarson. — Línuverðir: Frimann Gunn- . laugsson og Skúli Magnússon. Tekst Keflav.ílc að sigra Val — Engan má vauta á þennan leik. MÓTAKEFNDIN. í kvöld klukkan 8 leika 1 Valur — Keflavík á Melavellinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.