Þjóðviljinn - 24.08.1958, Síða 5

Þjóðviljinn - 24.08.1958, Síða 5
Það er pryðis reitingur í net- nnum, fimmhundruð til jafn- aðar í trossu. Eftir því sem við komumst næst, vorum við í meðallagi greiðir, klukkutíma með tross- una, enda skottís ofast á Garðmum, en það var kjörorð dagsins og óspart hrópað ef grjót eða gler safnast fyrir í ganginum. Það var blæjalogn og jökull- inn ofar sendinni ströndinni leikinn gullnum ljóma. Siðasta trossan hefur verið afgreidd. Það er mikill afli á dekkinu, allir kassar fullir og steisinn í lestinni hálfur. Kallinn er hættur að bölva 'tjallanum, leikur við hvern sinn fingur í brúnni. Þetta hefur verið skínandi dagur. Strákamir eru fljótir í aðgerð- ina, stýrsi og annar meistari í lest, ég í lifur og gotu, Þetta er miðlungs fiskur, mest svili og góður til höndlun- ar. Við vorum vestan við Horna- fjörðinn, útaf Hálsunum. Bátarnir eru dreifir, enda ióðar víða og mjög góngulegt, bæðj fugl, síli og hvalur, Nú eru allir í aðgerð, enda komin nótt í fiskinn. Við lónum inn á breiða vík og sendna, látum falla og jnúkkinn umkringjr bátinn. Við gefum vík þessari nafnið Sæluvík, enda væsir ekki um mann hér í ládeyðunni. Og aðgerðin heldur áfram. Það er sífelldur erill hjá mér. Einn kallar gota, annar lifur, þriðji vill fá kveikt í sígarettu og þá allir um leið, þvi hvern- ig er hægt að kveikja sér í, slorugur og blautur um hend- urnar. Andskotans kvabb er þetta síknt og heilagt. Á ég að halda ykkur að pissa líka? Eg er orðinn argur. Þetta ætlar ekki að verða eins rólegt djobb og ég hélt. Loks þegar ég er búinn að kveikja í hjá þeim, poka gotuna og tæma lifrarkörfurnar eftir háskalegt príl uppá veltandi og' skröltandi lifrartunnum í ganginum, orðinn bullsveittur og argur úr hófi fram, vantar fisk að borðunum. Nei, nú drepa þeir mig alveg. Eg skelf á beinunum og fötin limast við mig. Stíufjaiirnar eru þrútnar og fastar í fölsum og ég verð að neyta afls. Djöfuls púl er þetta. Eg hleypi í mig illsku, rótast um eins og mannýgt naut, sé svart og rautt og svitinn bog- ar.af mér í frostinu. Þeir glotta, strákarnir, glotta uiðrí háismál stakkanna. En nú get ég líka pústað. Þeir standa í klof í fiski við borðin. Eg halla mér upp að fiski- kassa, nýt hvíldarinnar, reyki og horfi’ á ljós bændabýlanna undir jöklinum, skær í nótt- inni. Lifur! Ennþá eru helvitis körfurnar fullar, já svo sneisafullar, að þegar ég rogast með þær fram- áhá mér, gubbast upp úr þeim og múkkinn er spakur við bprðið. Allt í lagi með nokkra lifrar- brodda. Múkkinn er minn fugl. Það er hvítt af honum um- hverfis. bátinn. -— Sunnudagur 24. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Það er sígið á seinni hluta’ aðgerðarinnar. Eg poka síðustu goturnar og set sponnur á lifrartunnurnar. Múkkinn- lætur reka, kippir við og við á. Sjó á dekk! Vélstjórinn rífur sig úr blóð- ugum stakknum, snarast niður. Síðan kemur sjórinn og þil- farið er smúlað allt frá kluss- um aftur á Garð. Mann í lest! Þeir hafa fært sig inn með nóttinni, nálgast enn. Eg rekst á kallinn í brúnni. Hann er ekki í rónni, keðju- reykir og hefur illan bifur á Ijósagarðinum þarna úti, enda eru trossurnar okkar flestar þar. Fínt kropp í dag, seg'i ég. Þrjátíu skippund. Hann verður tregari á morg- un, segir hann. Lausar baujur, hnútar. Helvítis tjallinn. Við erum komnir í bauju. Menn þrífa verjur sínar, hatta og hanzka, ryðjast upp. Nú skal hann fá það sá guli. Bauj.an er innbyrt, færinu brugðið' á skifuna og vindan tekur að ískra og snúast. Morguninn er heiður og b!ár, hafið slétt og kyrrt og tjallinn á bak og burt. Við Sigurjón eigum Garð nn. Þegar stjórinn hefur verið innbyrtur, er lásað úr og'Sért- Aftur á móti er illur kurr í ta’stöðinni og ekki allt guði þóknanlegt, sem sagt er. Við leggjum á sama. Þetta voru sex hundruð, átta skippund, segir stýrsi og renn- ir hýru auga yfir kösina. Kokkuritm kemur. upp í ,lúg- arskappann, hréirin og þokká- legur i hvítri skyrtu, frá- hnepptri í hálsinn. Grautur! Eftir grautinn er lagt að næstu trossu. Baujurnar eru ískyggiléga ná- lægt hvor annarri. Nótt 6 ^eluvíb eítir Magnús Jóhannsson írá Haínarnesi. Það er annar meistari, sem kallar. Eg fer niður. Það er langt síðan ég hef ís- að fisk í skip, enda er ég hér eins og hver annar jólasveinn. Það er komið fast að mið- nætti þegar allir eru mættir í lúkamum. Kaffi! Þeir sötra það með grettum, stynja, dæsa, rymja. Þegar ekki er lengur dropi í kötinunni sígur á þá mók, augnalokin þyngjast, andar- drátturinn verður djúpur og lostafenginn. Hver á vakt? Eg. Hvenær á að ræsa? Sex. Hver andskotinn, það er bara töm, fimm tíma svefn. Stýrsi og vélstjórarnir tveir fara aftur í. Þeir búa í káet- unni, ásamt kokknum, sem löngu er horfinn af sjónarsvið- inu, kallinn í bestikkinu. Hinir skríðá inn í kojumar, vefja sig vattteppum, sofna. Síðan hefjast ferlegir hrúta- skurðir, sannkölluð hrotusón- ata með tilbrigðum. Annars er allt hljótt, utan taktbundin slög vaktbjöllunn- ar sem dinglar kólfi sínum eft- ir hreyfingum bátsins. Kyrrðin umlyktur mig, þrúg- ar meðvitundina, togar í augnalokin. Eg leggst framá borðið. Hver er á vakt? Eg hrekk upp með andfælum. Það er Jón Bjarnason, sem talar. Er enginn á vakt? Hann hefur óvenju dimma rödd af ekki stærri manni, reglulega síldarbassarödd. Eg hef víst gleymt mér, segi ég. Það skal ekki koma fyrir aftur. Hann vefur sig teppinu að nýju. Það er aðeins kortér af vakt- inni. Eg fer upp. Það er glaða tunglskin, geislabrot í bárum og ærsl í hnísum við skipshliðina. Hér er fjöldi báta. Eg þekki suma af ljósunum. Þau blika og kvika í nóttinni eins og stjömur. Bak við þessi ljós eru menn á vakt eins og ég. Lengra úti er samfelld hala- rófa ljósa, - Togarar. Við spjöllum saman stundar- korn, höfum horn í síðu tjall- ans, reykjum og blótum út i ■ stjörnubjarta nóttina, síðan fer hann inn í bestikk. Kannski heldur hann áfram .blótinu þar, horfandi út um kýraugað. Eg er einn. Það eru fimm mínútur eftir af vaktinni þegar ég kem nið- ur. Eg set fullan straum á kab- yssuna, helli uppá. Benni á næstu vakt. Hann liggur á bakinu með hendur sem teknar eru að þrútna, krosslagðar á brjóstinu og brosir annað veifið svo und- ur blítt í svefninum, að mér rennur næstum til rifja að vekja hann. Kannski er hann heima hjá konunni, enginn fiskur, engin net, engin vakt. Ræs! Brosið stirðnar á vörum hans, augun opnast. Hrumlaðir hnúar núa svefn- drukkin augu. Veðrið? Blíða, segi ég. Rjómablíða. Áttu kaffi? Kaffi geturðu fengið eins og þú torgar, segi ég. Það er sterkt, lútsterkt. Gott. Síðan fer hann framúr, ég í koju. Það er gott að rétta úr sér undir teppinu, reykja og hugsa, finna rólegar hreyfingar báts- ins, heyra slög bjöllunnar í framsiglunni og vita að maður má sofa í einum dúr til sex. ★ ★ * Ræs! Það kemur einhversstaðar ut- an úr fjarskanum, handan við tíma og rúm, sundrar draum- um manns. Ræs! Það er stýrsi. Þykk hönd hans með hnúfa- bollum og úlnliðaböndum eins og á feitlögnum drengsnáða, þuklar um rýra bringu og góð- látlegt, traustvekjandi andjit, gægjist inn í kojuna, Klukkan er sex. Þeir eru allir vaknaðii'. Sitja við borðið, sutra kaffi og' háma i sig þrumara Og franskbrauð, Andlit þeirra eru þrútin og gljá eftir svefninn og hend- urnar, sem höndla brauðin bgra menjar sjós og þorsks. Svo er slegið af. arnir dregnir aftur á Garð. Skottís! ■' Það ér kropp í fyrstu netun- um, bláum, nær samlitum sjón- um; enda er það liturinn hans í ár. í fyrra fúlsaði hann við öllu nema gulu. Hégómasöm skepna þorskur- inn, mér liggur við að segja pjöttuð. Kallinn fylgist með afla- brögðunum úr brúargluggan- um, gefur stuð áfram þegar við á og tjallinn er ekki orðaður, enda er flest blátt í þessari trossu. Framhald af 8. síðu. Hitaveitunefnd og sérfræðingaviðtöl Borgarstjóri hélt virðulega ræðu um allt sem gera mætti í Krýsuvík; að hann hefði rætt við sérfræðinga árið 1953, og komið á laggirnar hitaveitu- nefndinni alkunnu árið 1954. Enn einu sinni hélt hann ræðu um samninga er hann stæði í við Hafnfirðinga — og lauk þeim kafla með þeim frétt- næmu upplýsingum að: það er ekki hægt að hefja boranir í Krýsuvík án samþykkis þeirra sem liitaniun ráða! „Sérfræðingar frá stofnun Vesturlanda . . . “ Þá kom mjög virðulega flutt- ur kafli um að komið hefðu til þessa afskekta eylands „sérfræðingar frá stofnun Vest- urlanda er fjallar um vinnslu þungs vatns“ og þeir hefðu heimtað sannanir fyrir þvt; að hér væri til staðar næg ódýr orka til vinnslu þungs vatns, ,,og því var farið að bora í Hveragerði". — Þá veit mað- ur það. Hver sagði Gunnari fyrir verkum? Þrátt fyrir þessar athyglis- verðu upplýsingar mælti Guð- mundur Vigfússon á þessa leið: Enda þótt borgarstjórinn hafi nú haldið varnarræðu fyrir því að borinn var „lánaður" austur í , Hveragerði hef ég góðar heimildir fyrir því að borgar- stjórinn hafi verið mjög treg- ur til að aflienda hann. Mig Hnútur. Fátt er óhu'yi0rde«ra en neta- hnútur til sjós, kúlur og grjót í einum gönd!i, kannski fimmtán net í einum haug. Þá er gott að hafa sterkt bak, sterkar taugar. Sem betur fór. var þetta ó- veruleg flækja, fjögur net og ekkj illa flækt. Sá guli var fremur tregur, enda hafði tjallinn verið hér í nótt. Við drÖPum í okkur. Það á að færa. Þeir eru að fáann go'nnra. Við vöðum berserksgang í netum, kúlum og grjóti og það er mikið um skottís á Garðin- um. Svo eru þessar fjórar trossur komnar inn, sextíu net og spýtt í ann uppundir, lagt. Það er tekið að skygsia þeg- ar við látum falla á Sæluvík- inni og Ijós á bæjunum undir jöklinum, slegnum grænum blæ i kvöldinu. undrar þetta ekki. En mig vantar enn viðhlýtandi skýr- ingar á þvt; hversvegna borgar- stjórinn lét undan og afhenti borinn. t Tillögur sérfræði nganna Það hljómar fallega, þegar borgarstjórinn talar um sér- fræðinga, en snemma á þessu vori völdu einmitt sömu sér- fræðingarnir 4 staði er þeir gerðu tillögu um að borað vrði á. Það var því einmitt frá til- lögum þessara margnefndu sér- fræðinga sem hlaupið var með því að hætta við hálfnað verk og senda .gufuborinn austur í Hveragerði. Enn ánægjulegra Það er fróðlegt að hlusta á fyrirlestra um að borgar- stjórinn hafi rætt við sérfræð- inga árið 1953. Enn ánægju- legra væri þó að hann gæti bent á árangur við öflun heits vatns. Það er talað um að fyrir þungt vatn fáist mikill gjaldeyrir. En hvað myndi spar- ast mikill gjaldeyrir ef hægt væri að hita alla Reykjavík upp með jarðhita? Bæjarbúar eiga þá kröfu á hendur bæjarfulltrúum sínum að þeir haldi á þessu máli með hagsmuni Reykvl'kinga fvrir augum, en láti ekki af hönd- um þau tæki sem þeir hafa fengið til öflunar heits vatns. Eitthvað kúnstugt .... Alfréð Gíslason dró samau i stuttu máli gang málsins: Framhald á 7. síðu. Afliendmg djúpborsins

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.