Þjóðviljinn - 24.08.1958, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.08.1958, Blaðsíða 8
H^rciScin íékk Gunnar f^rlraiœli m að afhenda djúpborinn? Eru usérfrœS'mgar frá sfofnun Vesturlanda" þyngri á mefunum en hagsmunir Rvikinga? Fátt hefur valdið meiri undrun Reykvíkinga undan- farið en skyndileg afhending djúpborsins austur í Hvera- geröi, þegar nýbyrjað var á hinni þráðu leit að heitu vatni í Reykjavík. Nú er komið á daginn að eftir komu manna frá „stofn- un Vesturlanda er fjallar um vinnslu þungs vatns" hefur álit sérfræöinganna hér oröið reikult eins og segulnál i grennd við járnklump. Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag kom brottflutningur djúpborsins til umræðu og lagði þá Guðmundur Vigfússon fram eftirfarandi tillögu; „Þar sem bæjarstjórnin lítiir svo á, að brýna nauð- syn beri til að hráða sem alíra mest leit að auknu heitu vatni til virkjunar á vegum Hitaveitu Eeykjavflt- ur, og þar sem bæjarstjórn- in Ifcelur ennfremur einsýnt að Iangsamlega hagkvæmast sé að afla þessa aukna vatnsmagns í sjálfa bæjar- Iandinu að svo miklu leyti sem þess er kostur, þá get- ur bæjarstjórnin ekki fall- izt á þá ákvörðun bæjarráðs, er tekin var á fundi þess 29. júlí s.I. að láta djúpbor Reykjavunirbæjar og ríkis- ins af hendi um fjögurra mánaða skeið til notkunar á vegum annarra aðila. Fyrir því felur bæjar- stjórnin borgarstjóra að gera þegar ráðstafanir til að endurheimta djúpborinn til Keykjavíkur svo fljótt sem auðið er, enda verði honum beitt til borana eftir heitu vatni hér innan bæjar eða annarsstaðar á vegum Reykjavíkurbæjar í sam- ræmi við fyrri ákvarðanir og þann umráðarétt bæjaríns, sem tryggður er í sameign- arsamningnum um djúpbor- inn." Þau óvæntu og furðulegu tíðindi gerðust fyrir skömmu eftir að borgarstjórinn hafði haldið óteljandi ræður um þau „aldahvörf" sem yrðu í sögu Hitaveitu. Reykjavíkur þegar þessi mikilvirki bor tæki til starfa í bæjarlandinu, að hann er sendur austur í Hveragerði, skömmu eftir að byrjað var að nota hann hér, -— enda þótt Reykjavíkurbær hefði samning um fullan umráðarétt yfir born- um fyrsta starfsárið. Brott- sendingu borsins ákváðu þau Auður Auðuns, Þorvaldur Garðar, Magnús ellefti og Geir Hallgrimsson á fundi bæjar- ráðs 29. f.m., en Guðmundur ¦ Vigfússon greiddi einn atkvæði móti afhendingu hans. Hlutfallslega færri með hverju ári 1 framsöguræðu fyrir til- lögu sinni á sfðasta bæjar- stjórnarfundi minnti Guðmund- ur Vigfússon: á .að > á' undan- förnum árum hefði þéim bæjar- foúum er nytu hitaveitu hlut- fallslega farið fækkandi. Ástæð- an væri m.a sú, að ekki hefðu verið gerðar nægar tilraunir itil að afla heits vatns. Reykjavík átti réttinn Það var fastmælum bundið í samningi Reykjavíkur við rikið, mælti hann, að Reykja- vík skyldi ráða bornum fyrsta starfsárið. Fyrstu boranir í bæjarlandinu með gufubornum báru góðan árangur. Nú eru i tiltækir 20 sék. lítrar af heitu vatni tií virkjunar, og er það að vérulegu leyti árangur af notkun gufuborsins. 1 Klambra- túni fengust 5—6 sekl. af ó- .^.^aiiss* Guðmundur Vigfússon. venjulega heitu vatni. Einmitt eftir þann árangur er borinn skyndilega sendur austur fyrir fjall! Teygjanlegt ákvæði Reynt er að rökstyðja þessa afhendingu með því í fyrsta lagi að bærinn eigi að fá heitt vatn og gufu frá Hengilsvæð- inu „ef það er hin heppileg- asta lausn á útvegun varma til aukningar hitaveitunni". Þetta er nokkuð teygjanlegt orðalag, og hætt við að lengi megi deila um hvað sé „hin heppilegasta" lausn Ekki á það minnzt 1 öðru lagi er reynt að rétt- læta þetta með því að undir- búning undir framhaldsboran- ir skorti. Það var ekki á slíkt minnzt á s.l. vetri og vori að allt væri ekki í fyllsta lagi með að hefja boranir. Þá var e'kki á það minnzt að nota þyrfti aðra bora á undan. Miklu hagkvæmara Það sem ég óttast, sagði Guðmundur, er að reynt verði að halda gufubornum fyrir austan lengur en nú hefur ver- ið samið um. Það verður vafa- laust auðvelt að sýna fram áj naúðsýn þess þégár þar að' kemur. .' '. i i Vitanlega getur verið gott að fá jarðhita austur í Hvera- gerði, en ástæðan til þess að fyrst þarf að ganga úr skugga um hvort ekki fæst jarðhiti í bæjarlandinu, liggur í aug- um uppi. Hún er einfaldlega sú að því nær sem hilinn er Keykjav'k, því hagkvæmara, ]tví minni kostnaður við leiðsl- ur, og langhagkvæmast að fá hitann í bæjarlandinu sjálfu. Þess vegna var það rangt af Reykjavík að afsala sér bornum meðan þetta var að mestu ó- kannað og Reykjavík átti ótví- ræðan rétt til djúpborsins Hj ðaveituhörmungin Ihaldsmönnum til ánægju minnti Guðmundur þá á lof- orð bláu bókarinnar í hita- veitumálum við tvennar bæjar- stjórnarkosningarnar. Einnig drap hann á að hitaveitan í Hlíðarnar hefði verið hafin í maí 1956 — og þá verið á- ætlað að henni yrði Iokið í nóv.—des. 1956. — Hvenær því verki lýkur þorir víst enginn að segja um! Svo mikið er víst að enn i dag hefur ekki eitt einasta hús í Hlíðunum verið tengt við hitaveituna og er þó komið á þriðja ár síðan framkvæmdir hófust. Á sama tíma hafa sjóðir Hitaveitunnar verið tæmdir í þágu bæjarsjóðs — m.a. byggt fyrir þá bæjarstjórnarhúsið að Skúlatúni 2, — og Hitaveitan gerð að skuldunaut bæjarins — skuldaði honum yfir 8 millj- ónir um síðustu áramót. Eitt brýnasta verkefnið Það er eitt af brýnustu verk- efnum bæjarstjórnarinnar, sagði Guðmundur, að nýta bet- ur hitaveituna og afla meira vatns. Það er brýn nauðsyn fyrir Reykvíkinga og þjóðhags- lega rétt Framhald á 5. síðu. MðPvmiMii Sunnudagur 24. ágúst 1958 — 23. árgangur 189. tölublað. Ungt fólk fremur langflest afbrot í Bandaríkiuiiuni Það er ástæða til þess að gengið sé rösklegar til verkg en verið hefur í baráttunni gegn afbrotum unglinga. Þaö þarf að skipuleggja þessi mál betur og þaö er þörf íieiri sérmenntaðra manna segir í skýrslu, sem Samein- uöu þjóðirnar hafa nýlega birt um afbrot unglinga í Norður-Ameríku. I formála að ekýrslunni er bent á, að á tuttugustu öldinni hafi áhugi fyrir vandamálum æskunnar aukizt til muna, en að þær varúðarráðstafanir, sem gerðar séu til þess 'að koma í veg fyrir lögbrot æskumanna, beri oft merki innbyrðis ósam- komulags og skorti sameiginleg- an heildarsvip. Skýrsluna, sem er samtals 134 blaðsíður, samdi að mestu dr. Paul W. Tappan, sem er prófessor í félagsfræði og lög- fræði við New York háskóla. Skýrslan er'raunverulega aukin og endurbætt útgáfa af skýrslu um rannsóknir, sem gerðar voru 1952 samkvæmt beiðni Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna. Aður hafa verið gefnar út skýrslur á vegum S.Þ. um afbrot í Evr- ópu, Suður-Ameriku, Asíu og hinum fjarlægu Austurlöndum. Ný útgáfa af skýrslunni frá Suður-Ameríku er í undirbún- ingi. Afbrot unglinga í Bandaríkj- unum og Kanada er efni þeirrar skýrslu, sem hér um ræðir. Þar er slegið föstu, að mikill hluti alvarlegra afbrota í Bandaríkj- unum séu framin af ungum mönnum. Árið 1956 voru 66,4% allra bílþjófnaða og 53,9% allra innbrota framin af unglingum innan 18 ára. I Kanada voru 70,3% allra afbrota, sem gerð voru í auðgunar skyni árið 1955, framin af piltum og étúlkum innan 18 ára að aldri. Átta árum áður (1947) var hundraðstalan þó ekki nema 58,8. Bæði í Bandaríkjunum og Kanada eru gerðar ýmsar var* úðarráðstafanir, áður en ungl« ingum er varþað í fangelsi eða þeim komið fyrir á hælum. Al- gengastar eru aðvaranir, skil- yrðisbundnir dómar og umsjá barnarvendarnefnda. I Banda- ríkjunum hallast menn meira að „óopinberri meðferð án í- hlutunar dómsvaldsins" en gert er í Kanada. Árið 1955 fengu aðeins 2,5% allra, eem komu fýrir dómstólana í Kanada vegna unglingaafbrota, sýknun- ardóm. Tilsvarandi hlutfallstala í Bandaríkjunum það ár var 49%. 1 skýrslunni er þess getið, að bæði í Bandaríkjunum sem og í Kanada séu menn farnir að hallast meir og meir að því, að leyfa unglingum á betrunar- hælum að klæðast venjulegum fötum í stað einkennisfatnaðar. Hvað Bandaríkin snertir, seg- ir í skýrslunni, hefur verið forðazt að gera of almennar reglur um meðferð unglinga og afbrota þeirra af ótta við að of mikið vald í þessum efnum safnaðist fyrir á einum stað, og að áhrifa einstakra fylkja myndi þá gæta minna en ella, Þessi stefna hefur leitt til þess, að það skortir tilfinnanlega Framhald á 7. síðu. ús. kr. árleaiir víShaldskostnaiur á einum bil lögreglusfjóraembœtfisins i Keflavik - en bilar þess eru 10 talsins Embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli mun hafa til umráða fleiri bila en dæmi eru til um hliðstæð embætti, enda er bílakostnaður þess ærinn. Metið mun þó eiga annar fulltrúi lögreglustjórans, Guðjón Valgeirsson, en viðhaldskostnaður á bíl þeim sem hann hefur til umráða, J-3, kvað hafa farið yfir 100 þús. kr. árlega tvö síðustu árin! Það er vitanlega ekki hægt að ætlast til þess að starfs- menn embættisins er á að hafa eftirlit með ,,verndurunum" snúist við það á tveim jafn- fljótum, enda virðist embættið vera sæmilega búið bílum. Bil- arnir kváðu vera notaðir á eftirfarandi hátt: . J-l, einkabifreið Bj'örns^ Ingv- arsspnar lögréglus||6i^;tiol*&tí eingöngu í.tt^Að^'fl^Qa^*; aghw úr og'lí,- vinriu,- fð^ógléyn^in] skemmtif érðum' úm heigar, rjúpnaskytteríisferðum á virk- um dögum og sumarleyfisferð- um, og mun bifreið þessi vera í einni slíkri ferð nú austur á landi. J-2 er einkabifreið 1. full- trúa og notast í þágu þess full- trúa á sama hátt og J-l í þágu 1 ögregl u st j órans. J-3 er einkabifreið 2. full- trúa og notast eins og tvær f rama ntaldar. bifreiðir , J-Í02, J-103 og J-1Ó4 efu til afnöta " fyrir lögregluna á Keflavfkuxflugvelli. - ¦ S J-5 éf staðSétt á Hornafirði 'Ql afnota"'fýrir lögregiuþjóri er ánnást gæzlu við hernámSbæl- ið þar. J-6 er staðsett á Þórshöfn fyrir lögregluþjóninn sem gæt- ir hernámsbælisins þar. J-8 er staðsett á Keflavi'k- urflugvelli til afnota fyrir toll- gæzluna — og einkaafnota fyrir tollverði. J-104 er staðsett í Hvalfirði fyrir lögregluþjón sem ekkert kvað hafa að gera. Métið í útgerðarkostnaði mun vera við J-3, einkabifreið 2. fulltrúa, Guðjóns Valgeirsson- ar, en viðhaldskostnaður á þeim bíl kvað hafa farið yfir 100 þús. kr. hvort árið 1956 og 1957 — og ótrúlegt þykir að það verði lægra i ár. Guð- jón þessi býr hér í Reykjavík og „skreppur" daglega milli svefnstaðar og vinnustaðar auk þess sem harin- nbtár þtíreiðíí ina með sama- haytti". pg '" 're'grast jóririri," " t.'d.-'-'fivaðí^ilögín reglubíll" þessi hafa "verið að snúast á bök'kum laxveiðiár í Borgarfirði nú nýverið. Máski hafa verndararnir breytt sér í laxalíki!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.