Þjóðviljinn - 27.08.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Gerir íhaldið sauðskepnuna
að heilögu dýri í Reykjavílc?
Vísar íiá að ranrtsaka hve mikið tjón
sauðíé vinni á garðlöndum bæjarbúa
íhaldiö og Magnús ellefti vísuöu frá tillögu Alfreðs
Gíslasonar á síðasta bæjarstjórnarfundi um aö rann-
sakað yrði hve miklu tjóni sauöfé ylli á garölöndum bæj-
arbúa.
Þessi samþykkt íhaldsins og
Magnúsar ellefta, ætti, ef vel
væri á haldið, að geta orðið
upphafssporið á þeirri braut
að gera sauðskepnuna að jafn
heilögu dýri hér í bæ og kýrin
er á Indlandi.
Allmargt Reykvíkinga er að
basla við fjárbúskap hér í bæn-
um og sýnir ótrúlegustu hug-
kvæmni í þeim efnum og geta
vegfarendur átt von á þvli að
frá ótrúlegustu húsum í bæn-
um heyrist rollujarmur út úr
skúrgarmi eða kassa.
Lán í óláni
Rollueigendur munu flestir
komast fyrr eða síðar að því
að Reykjaneshraunið jafnast
ekki að beitargæðum á við
Þingeyjarsýslur eða Borgar-
fjarðardali. En lán er það í
óláni að allmargir aðrir Reyk-
víkingar hafa komið sér upp
matjurtagörðum og skrúðgörð-
uni, og þar getur blessuð sauð-
skepnan oft fengið væna tuggu
fyrir lítið og breytt henni í
gómsætan bita fyrir eiganda
sinn. Garðaeigendurnir una
þessum heimsóknum hinsvegar
illa, og telja tjón sitt mikið.
Hafa þeir gefið margar lýs-
ingar af því, sem ekki skulu
raktaí1 hér.
Rauðhólar —
RoUukofaþorp
Alfreð Gíslason gerði mál
þetta að umræðuefni á síðasta
bæjarstjórnarfundi, en þannig
er mál með vexti að til kvað
yera nokkuð hér ' bæ sem heit-
ir Fjáreigendafélag Reykjavík-
ur. Hefur félag þetta sótt um
og ámálgað mjög að fá sér-
réttindasvæði í bæjarlandinu
undir fjárhús.
Ihaldið mun lengi verða
frægt lí sögu Reykjavíkurbæj-
ar fyrir. meðferðina á Rauð-
hólum. Nú kvað hafa hvarflað
að því að bætá fyrir gamlar
syndif og þá hafa hugsazt að
slíkt yrði bezt gert með því
, að úthluta Rauðhólum undir
fjárhúskofaþorp rollueigenda í
i bænum.
annarri skoðun en íhaldið, og
kvaðst telja að sl'lkt gæti ekki
komið til mála. Ræddi hann
mál þetta mjög hógværlega og
flutti síðan svohljóðandi til-
lögu:
„Bæjarstjórnin felur bæjar-
ráði að láta athuga hve mikil
brögð. séu að skemmdum á
garðlóndum bæjarbiía vegna
ágengni sauðf jár, og hvort ekki
sé ástæða til að banna með
öllu sauðf járhald í landi bæjar-
ins."
Rann btóðitf'tif skyldunnar
Naumast verður því haldið
fram með rökum að þessi til-
laga Alfreðs um að rannsaka
tjónið, sé ósanngjörn, en íhald-
inu og Magnúsi ellefta rann
blóðið til skyldunnar þegar
sauðskepnan var nefnd, og
sameinuðust um að vísa tillög-
unni frá — til bæjarráðs.
Fulltrúar Alþýðubandalags-
ins greiddu tillögunni atkvæði,
— en fulltrúi Framsóknar var
milli tveggja elda: sanngirn-
innar annarsvegar og þeirra
atkvæða hinsvegar, sem vera
kann að Framsókn fái frá
reykvískum rollueigendum og
sat hann því hjá.
Kaupf élag Rauðasands
minnist 50 ára starf s
Sunnudaginn 24. ágúst minntist Kaupfélag Rauða-
sands 50 ára afmælis samvinnusamtaka í Rauðasands-
hreppi og jafnframt 25 ára afmælis félagsins sjálfs.
Peter Hallberg
Framhald af 12. síðu.
einurð. En þegar stórveldi ræð-
ir um að beita fallbyssum og
sprengjum gegn Islendingum,
vopnlausum, er þá ekki tími
til kominn fyrir okkur að
kveðja okkur hljóðs?
Auglýsið í
ianum
úsmæðrakennaraskóli Islands
samastað í Háál 9
Var óstarfandi vegna húsnæðisskorts
Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið, að Húsmæðra-
kennaraskóli íslands taki á ný til starfa í haust. Hefur
skólanum verið fengið til afnota húsið nr. 9 viö Háu-
hlíð í Reykjavík.
Tjónið sé rannsakað
Alfreð Gíslason er þarna á
]
agaReppíiiniii
renna
Nú eru aðeins 3 vikur þar
til fresturinn til að fcoma
nótnahandritum í Danslaga-
keppni S.K.T. rennur út, en
þáð ér 15. þessa mánaðar.
Danslagahöfundar eru hvatt-
ir til að kynna sér ýtarlega
reglur keppninnar og þá ó-
venju miklu verðlaunamögu-
leika sem nú ér um að ræða
óg þar er getið um. Reglurnar
fást •: í. Bokabúð Æskunnar í
Reykjavík. — Pósthólf keppn-
innar er nr. 88, Reykjavík.
Húsið er eign ríkisins og
stendur á góðum stað í bænum.
Skólinn hefur ekki sökum
húsnæðisskorts starfað s.l. 2
ár, það er eitt kennslutímabil.
Bier nú þegar á, að húsmæðra-
kennara vanti við húsmæðra-
skóla landsins, en jafnframt
vex þörf fyrir húsmæðrakenn-
ara við skóla gagnfræðastigs-
ins, eftir því sem kennslueld-
hús koma upp við framhalds-
skóla í bæjum og kauptúnum.
Húsmæðrakennaraskólinn tók
til starfa haustið 1942 og fékk
þá húsnæði í Háskóla Islands.
Þar starfaði skólinn til vors-
ins 1956, en þá var húsnæðið
tekið til afnota fyrir háskól-
ann. Frk. Helga Sigurðardótt-
ir hefur verið skólastjóri frá
upphafi.
Námstími í skólanum er þrjú
missiri samfleytt, tveir vetur
og eitt sumar. Sumannánuð-
ina er dvalizt í Húsmæðraskóla
Suðurlands að Laugarvatni, og
er þá m.a. kennd garðyrkja.
Nýir nemendur eru teknir
í skólann annaðhvort haust.
Skólastjóri og forráðamenn
skólans telja, að húsið nr. 9
við Háuhlíð verði mjög hent-
ugt starfsemi skólans, þegar
nauðsynlegar breytingar hafa
verið gerðar á því. Má benda
á, að kennsla getur að mestu
farið fram á einni hæð.
Stúlkur, sem hug hafa á að
ÚfhreiBíS
Pföövsljann
hefja nám í skólanum í haust,
eru hvattar til að senda sem
allra fyrst skriflegar umsókn-
ir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, til
Helgu Sigurðardóttur, Drápu-
hlíð 42, Reykjavík. Nánari
upplýsingar um skólann eru
gefnar í síma 33442.
Fjölmennt samkvæmi hófst
um miðjan dag í félagsheimil-
inu Fagrahvammi í Örlygshöfn.
Sótti þá samkomu ungir og
gamlir víðsvegar úr hreppnum
auk nokkurra aðkominna boðs-
gesta. Reynir Ivarsson, for-
maður kaupfélagsins, setti sam.
komuna og minntist m.a. lát-
inna félaga. Ivar ívarsson,
Kirkjuhvammi, flutti minni
samvinnufélaganna, er hér
koma við sögu, rakti ítarlega
feril þeirra og gat þeirra
manna, sem mest hafa mótað
félagsstörfin frá upphafi. Að-
alfrumkvöðull að samtökunum
var séra Þorvaldur Jakobsson
T. Sauðlauksdal, en fyrsti fram-
kvæmdastjóri Ólafur Thorla-
cíus í Saurbæ.
Aðrir ræðumenn á samkom-
unni voru Össur Guðbjartsson,
formaður Sláturfélagsins Ör-
lygur, er flutti kveðju félagsins
— Halldór Júlíusson, fyrrver-
andi formaður Kaupfélagsins
um margra ára skeið — Þórð-
ur Jónsson, Hvallátrum — Sig-
urvin Einarsson, alþingismaðvir
— og Baldvin Þ. Kristjánsson,
framkvæmdastj'óri, sem var
fulltrúi Sambands íslenzkra
samvinnufélaga við þessi há-
tíðahöld, og flutti kveðjur
sambandsins og árnaðaróskir.
þessó — Almennur söngur var
milli ræðuhaldanna, og ann-
aðist prestfrú Guðrún Jóns-
dóttir, Sauðlauksdal, undir-
leik. Er staðið var upp frá
borðum, voru sýndar kvik-
myndir, en dans stiginn um
kvöldið, og samkoman þá opin
almenningi.
Mannfagnaður þessi þótti
takast hið bezta.
Eini núlifandi félagsmaður
samvinnufélaganna frá upphafi,
búsettur í hreppnum, er frú
Kristín Magnúsdóttir, Vestur-
botni. Voru henni sendar sér-
stakar þakkir og kveðjur, en
sjálf gat hún ekki mætt vegna
ellilasleika.
Stjórn Kaupfélags Rauða-
sands skipa nú: Reynir Ivars-
son, bóndi Móbergi, formaður,
Frú Valborg Pétursdóttir,
Hvalskeri, og Þórir Stefáns-
son, bóndi, sama stað.
Kaupfélagsstjóri frá 1944
hefur verið Ivar Ivarsson,
bóndi, Kirkjuhvammi, og voru
honum færðar þakkir fyrir
samvizkusamlega og vel unnin
störf L þágu samtakanna.
Nýtt frímerki
september
ÍHfJ'
27.
27.
Hinn
september n.k.
gefur Póst- og
simamála-
stjórnin út ný
frímerki með
mynd af hesti.
Verðgildi frí-
merkjanna yerður kr. 2,25 og 10
aurar í óákveðnu upplagi. Teikn-
ari er Halldór Pétursson og
prentun gerð hjá fyrirtækinu
Thomas de la Rue & Co., Ltd.,
London.
Monbrigði Alþfðuílokksins
Aðalfrétt á forsíðu Alþýðu-
blaðsins s.I. sunnudag var um
setningu nýrrar reglugerðar
um Húsnæðismálastofnun rík-
isins. Eins og vænta mátti, var
Alþýðublaðið með skæting út
í ráðherra þann, sem setja átti
reglugerðina, Hannibal Valdi-
marsson. Er sá skæthigur
ekki svaraverður nú frekar en
endranær. Hins vegar er þörf
að leiðrétta ýmsar missagnir
Alþýðublaðsins um málið:
Nokkru eftir setningu nýju
laganna urn Húsnæðismála-
stofnun ríkisins, sem gera ráð
fyrir reglugerð á grundvelli
þeirra laga, fór félagsmála-
ráðuneytið fram á það við hina
nýkjörnu húsnæðismálastjórn,
að hún gerði drög að reglugerð
um Húsnæðismálastofnunina
eða léti a. m. k. ráðuneytinu í
té tillögur sínar um efni þeirr-
a'r reglugerðar. Fór svo, að
húsnæð'ismálastjórn varð ekki
sammála um tillögur sínar til
ráðuneytisins, og voru raunar
tvehn drög að reglugerð send
ráðuneytinu. Ráðherra reyndi
lengi að koma á einingu um
'málið, en samkomulag fékkst
ekki, og af þeim ástæðum starf-
aði húnæðismálastjórn reglu-
gerðarlaust. Þegar þrautreynt
var, að ekki næðist samkomu-
lag um reglugerðina, skar ráð-
herra sjálfur úr ágreiningsat-
riðunum- og setti reglugerðina,
en Húsnæðismálastofnunin
heyrir undir félagsmálaráðu-
neytið.
Hver voru ágreiningsafriðin?
Engin önnur en þau, hverj-
um bæri að ráða starfsfólk
til stofnunarinnar. I lögunum
segir. aðeins, að ráðherra eigi
að ráða framkvæmdastjóra, en
ekkert orð um það, hver eigi
að ráða annað starfsfólk. Einn
hluti húsnæðismálastjórnarinn-
ar vildi láta framkvæmda-
stjórann ráða anhað starfsfólk,
enda bæri hann ábyrgð á dag-
•legum framkvæmdastörfum
innan stofnunarinnar, og væri
það í samræmi við hliðstæður
annars staðar úr opinberu lífi.
Hinn hluti húsnæðismálastjórn-
arinnar vildi, að húsnæðis-
málastjórn, sjálf réði annað
starfsfólk í þágu stofnunarinn-
ar. . •
Hvernig skar svo ráðherra úr
þessum ágreiningi?
Þár sem engin ákvæði voru i
lögunum sjálfum um það hver
ráða skyldi starfsfólk annað en
framkvæmdastjórann, varð ráð-
herra einfaldlega að fara eftir
ákvæðum almennra laga um
réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins nr. 38 frá 1954,
en þar segir svo í 2. gr. (Um
veitingu starfa):
„Það fer eítir ákvæðum laga
um hvertja starfsigrein(, hver
veita skuli, setja í eða ráða í
stóííur. Nú er eigi um það
maaft í lögum, og skal þá svo
meta sem sá ráðherra, er s'iarf-
inBi lýtur, geri þá ráðs tifun, en
geti þó veitt forstjóra viðkom-
andi starfsgreinar heimild til
að gera það, ef ráðstafa skal
hinum vandaminni og ábyrgð-
arminni stoðum í gi-ein hans."
Á grundvelli þessa almenna
ákvæðis setti ráðherra reglu-
gerðina með þeim ákvæðum,
að hann sjálfur ákvæði jtölu
starfsfólksins en framkvæmda-
sljórinn réði það.
Ráðherra hefur því farið hér
alveg rétt að og lögum sam-
kvæmt, en Alþýðuflokkurinn
hefur fengið verk í bitlinga-
hjartað sitt, þvi að kannski
hefur hann misst af tækifæri
til að ráða í nokkrar stöður,
enda er allt fullsetið í Trygg-
ingarstofnun ríkisins.