Þjóðviljinn - 27.08.1958, Side 4

Þjóðviljinn - 27.08.1958, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 27. ágúst 1958 Kvikmyndir gerðar eftir rússneskra nítjándu aldar »gum höfunda Kvikmyndagerðarmenn hafa .löngum litið skáldverk hinna klassísku rússnesku höfunda nítjándu aldarinnar hýru auga og sótt þangað efnivið eða söguþráð í fjölmargar myndir sínar. Einkum hafa skáldsögur Púskins, Gogols, Tolstojs og Dostoéfskís þótt girnilegar til kvikmyndunar, jafnt utan Rússiands og Sov- étrikjanna sem innan, og ekki hvað sízt nú á síðustu ái’um. Atriði úr kvikmynd Pyi'éffs, „Kúbank.ósökkunum“. Verk Dostoéfskis virðast sér- lega eftirsótt kvikmyndaefni um þessar mundir. * Misjafnar að gæðuni Framangreindar kvikmynd- ir hafa þó þótt ærið misjafn- ar að gæðum og flestum hef- ur verið hallmælt fyrir lít- inn sem engan skyldieika við skáldverkin, sem áttu að vera til fyrirmyndar, eða beina rangtúlkun þeirra. Sjaldan hefur fé verið sparað til að gera þessar kvikmyndir sem beztar úr gai’ði á ytra borð- inu og ieikendur að jafnaði ekki valdir af verri endanum. Heiðarlegar og snjallar und- antekningar finnast þó -að sjálfsögðu og eiga þar rúss- neskir kvikmyndatökumenn stærstan hlut, enda ættu þeir að hafa á margan hátt bezta aðstöðu til að túlka vei'k hinna frægu landa sinna á léreftinu, Af fyrri tima sov- ézkum myndum, sem margir munu minnast vegna list- rænna tilþrifa, má nefna ,,Eftirlitsmanninn“ eftir skáld- sögu Gogols og „Pétur fyrsta“, sem byggð er á sam- nefndri sögu Tolstojs. ★ Ný sovézk mynd Eín af nýjustu sovézku kvikmyndunum er „Fábján- inn“, gerð eftir samnefndri sögu Dostoéfskís. Þessi saga hefur margsinnis verið kvik- mynduð og a.m.k. ein mynd- gerðin sýnd hér á landi. Sú mynd var frönsk, fullgerð ár- ið 1945 og sýnd í Laugaráss- bíói í fyrra eða hittifyrra. Aðalhlutverkið í henni lék hjnn frægi, franski kvik- myndaleikari Gérard Philipe, en fullyrða má að með þessu hlutverki bafi hann, 23 ára gamall, vakið fyrst á sér verulega athygli fyrir ágætan leik; var það upphaf frægð- arferils hans. Þeir sem séð hafa kafla úr fyrsta hluta hinnar nýju sov- ézku kvikmyndar, „Fábjánan- um“, fullyrða að þar verði afbragðsmynd á ferðinni, en gert er ráð fyrir að hún vei’ði í þrem hlutum, eins og „Lygn streymir Don“. Leikstjórinn heitir Ivan A. Pyréff og hef- Úr myndinni „Stríð og frið- ur“; Natasja (Audrey Hep- burn) við dánarbeð Andreis (Mel Ferrer). Ðostoéfskí ur til þessa einkum verið kunnur fyrir kvikmyndir af léttara taginu, söngva- og óperettumyndir o.þ.u.l. Hann hóf fyrst störf sem sjálfstæð- ur kvikmyndaleikstjóri á ár- inu 1928, þá innan við þrí- tugt, og hefur síðan sent frá sér fjöidan allan af mynd- um. Af einstökum kvikmynd- um eftir hann mun „Óðurinn til Síberíu“ vera kunnust hér á landi, en af öðrum myndum hans rná helzt geta „Kúban- kósakkanna" frá 1950. ★ Bandarískar—franskar Utan Sovétríkjanna hafa mörg verk rússneskra hö£- unda verið tekin til meðferð- ar í kvikmyndum og með ail- misjöfnum árangri, eins og fyrr segir. Hér skal aðeins drepið á fáeinar myndir sem nýlega hefur verið lokið við eða unnið er að í Bandaríkj- unum eða Vestur-Evrópu. Rétt er að nefna fyrst bandarísk-ítölsku kvikmynd- ina, sem gerð var eftir hinu rnikla skáldverki Tolstojs „Stríði og friði". Þessarar myndar var að einhverju getið hér í þættinum á sl. vetri, er Tjarnai'bíó tók hana til sýn- ingar. Óneitanlega er þetta mikil mynd, en alls ekki heil- steypt verk og veldur því vonbrigðum, þrátt fyrir ágæta frammistöðu leikend- anna, sér í lagi Heni'y Foxida og hjónanna Audrey Hepburn og Mel Ferrer. Bandaríkjamenn hafa ný- lega kvikmyndað eina af söguin Dostoéfskís, „Bræð- urna Karamasoff“, og fer hin fræga þýzk-svissneska lejk- kona María Schell með aðal- hlutverkið en helzti mótleik- ari hennar er sköllótta kvennagullið Yul Brynner. Mynd þessi hefur hlotið mjög misjafna dóma, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, og þykir yfirleitt eiga fátt skylt við sögu Dostoéfskís. Við aðra af sögum Dosto- éfskís, „Fjárhættuspilarann“, sem áður hgfur margsinnis vei-ið kvikmynduð, hefur hinn ágæti franski leikstjóri Claude Autant-Lara glímt, f aðalhlutverkunum eru Lise- loíte Pulver og Gérai'd Phil- ipe. Ef að líkum lætur er hér um að ræða eftii-tektarvei'ða kvikmynd, því að Autant- Lara er tvímælalaust einn af snjöllustu kvikmyndagerðar- mönnum heims. Frakkar hafa einnig kvik- inyndað „Glæp og refsingu" eftir Dostoéfski, en saga þessi hefur komið út í íslenzkri þýðingu, sem kunnugt er, og eftir henni hafa áður verið gerðar margar kvikmyndir. Leikstjói'inn, Georges Lamp- in, hefur staðfært söguna svo, að í kvikmyndinni gerist hún í Frakklandi á vorum dögum. Þetta þykir mislukkuð kvik- mynd, þrátt fyrir mjög góð- an leik Robert Hossein, Jean Gabin, Benxard Blair og Mai'- inu Vlady í aðalhlutverkun- um. „Bjai'tar nætur“, enn ein saga eftir Dostoéfskí, hefur verið kvikmynduð af ítölum og Frökkum í sameiningu. í aðalhlutvei'kum karla ei'u Frakkinn Jean Marais og ít- alnn Marcello Mastroianni, en aðalkvenhlutverkið leikur Maria Schell. ★ „Alþjóðlegar myndir“ Kvikmyndagerðarmenn frá þrem löndum, Ítalíu, Frakk- landi og Vestur-Þýzkalandi, hafa nýlega lokið við töku myndar eftir „PoIíkutska“, einni af sögum Tolstojs. Leik- stjórinn er ítalskur, Carmine Gallone, sem til þessa hefur vei'ið kunnastur fvrir gerð óperukvikmynda. Af nokkr- um mynda hans frá síðustu árum má nefna „Rigoletto" (46), „La Traviata" (48), „II Trovatore" (48), „Dóttir Jean Marais og Clara Clami í „Björtum nóttum“. Mata Hari“. (54) og þriðju myndina um Don Camillo. Allar þessar myndir hafa ver- ið sýndar hér á landi. — Þess má geta, að hinn snjalli ítalski leikarinn Folco Lulli leikur titilhlutverkið í „Poli- kutska“. Þrjár þjóðir eiga líka hlut að gerð kvikmyndar eftir skáldsögu Tolstojs „Uppris- unni“, en hún hefur áður verið kvikmynduð a.m.k, sex sinnum. Sagt er að saga Tolstojs sé óþekkjanleg í kvikmyndinni, en stjómandi hennar er þýzkui', Rolf Han- sen, og aðalleikendurnir Mariam Bru og Horst Buch- holz. Kvartað yíir aígreiðsluháttum á sementi — ,Stór- ir'' viðskiptavinir látnir sitja íyrir öðrum — Ó- viðunandi íramkoma íorráðamanna opinbers íyr- irtækis. t GÆR kom rriaður að máli við Bæ.iarpóstinn, sárgramur yfir þeim hætti, sem Sements- verksmiðjan hefði á afgreiðslu semerrts til viðskip'tavina sinna. Hann kvaðst hafa fai'ið á afgreiðslu Sementsverk- smiðjunnar i Hafnarhúsinu fyrir síðustu helgí og pantað sér sement. Greiddi hann tpöntun sína og fékk afhentan miða, sem hann skyldi sýna við skipshlið, er hann sækti sementið. Var miðinn númer- aður. Fá allir, sem kaupa sement, slík afgreiðslunúmer og á að afhenda sementið eítir þeim í réttri röð. Var mann- inum sagt, að röðin myndi ekki koma að honum fyrr en eftir mánaðamót, en hann var xneð miða nr. 350. í gæi'morg- , un átti hann svo leið hjá, þar sem verið var að afhenda sem- entið frá skipshlið. Heyrði hann þá, að viðskiptavinur kom með miða nr. 140 og spurðist fyrir um, hvenær hann myndi fá afgreiðslu. Var honum sagt, að röðin kæmi ekki að honunr fyrr en síðar um daginn, og fór hann við svo búið. Á eftir honum kom annar viðskiptavinur og bað um. afgreiðslu. Hafði sá af- greiðslunúmer, sem var yfir 500. Sagðist maðurinn hafa átt þess von, að honum yrði vísað frá þegar í stað, og sagt að koma ekki fyrr en eftir mán- aðamót, en svo undarlega brá við, að hann var tekinn fram fyi’ir alla, sem á undan honum voru, og afgreiddur strax með síiaa pöntun. Af tilviljun var sölustjóri Semeritsvelrksmiðj- unnar staddur þarna, og kvaðst sögumaður hafa spurt hann hverju þessi afgreiðslu- háttur sætti. Svaraði hann því til, að þetta væri gert sam- kvæmt fyrirmælum ski'ifstof- unnai'. Hér hefði verið um að ræða fastan viðskiptavin (S.Í.S.) og þeir væru látnir sitja fyrir öðrum og afgreiddir með sínar pantánir án tillits til þess, hvar þeir væru í núnx- eraröðinni. ÞETTA fyrirkomulag á sem- entsafgi'eiðslunni sagði mað- urinn að væri algerlega óvióunandi. Fyrst á annað borð væri úthlutað afgi'eiðslu- númerum, ætti að afhenda eft- ir þeim í réttri röð, án alls manngreinarálits. Við því væri ekkert að segja, þótt menn. þyrftu að bíða eitthvað eftir afgreiðslu, ef vei'ksmiðj- an annaði ekki eftirspurninniV fvrst í stað. En biðin gæti orð- ið nokkuð löng hjá smærri viðskiptamönn'um verksmiðj- unnar, ef hinir stærri væi-u látnir hafa foi'gangsrétt og þeirra „stóru“ pantanir af- greiddar jafnóðum og þær berast, en hinar látnar sitja á hakanum. BÆJARPÓSTURINN er því sammála, að þessir afgreiðslu- hættir Sementsverksmiðjunnar eru algei'lega óverjandi, og hann þekkir þess hvergi dæmi, að líkt sé að íarið hjá verzlun- um, sem nota afgreiðslunúmer, enda væri þá alveg eins hrein- legt að sleppa alveg númerun- unx og afgreiða bara eftir maniu virðingum og kunningsskap. Þetta fyrirbrigði, að mismuna viðskiptanxönnum eftir kunn- ingsskap og hve ,,stórir“ þeir eru, er að visu alls ekki nýtt í íslenzku verzlunar- og við- skiptalífi, en það er ákaflega ó- geðfellt og hvimleitt, og opinber fyrirtæki, eins og Sementsverk- smiðjan, nxega ekki láta slíkt henda sig. Ættu forráðamenn hennar að sjá að sér í tíma og taka upp heilbrigðari verziun- arhætti en hér hefur verið sagt frá, annað sæmir ekki. II 1 * Steinhringlr, Hélsmen, 14 og 18 kt.. gull. Trúlofunarhrlnglr. Iþrottir Framh. af 9. síðu Hástökk: Dahl, Svíþjóð ............... 2,12 Lansky, Tékk................. 2,10 Pettei'sson, Svíþjóð ........ 2,10 Kas.ikaroff Sovét............ 2,0S Púll, Þýzkal................. 2,0S Stepanoff, Sovét............. 2,06 Spjótkast: Sidlo, Póll................. 80,18 Danielsen, Nor.............. 78,27 Kolcsar, Ungverjal.......... 75,25 Macquiet, Frakld............ 75,18 Kuisrna, Finnl.............. 74,90 Kusnetsoff, Sovét........... 73,89 800 m hlaup kvenna: Erniolaéva, Sóvét.......... 2,06,3 Leathei’, Engl............. 2,06,6 Levitskaja Sovét........... 2,06,6 Dösei’, Þýzkal............. 2,08,2 Mukhanova, Sovét........... 2,08,4 Schiller, Þýzkal........... 2,10,2 4x100 m boðhlaup kvenna: Sovétríkin .................. 45,3 England ..................... 46,0 Pólland ................... 46,0 Holland...................... 46,2 Ítalía ...................... 46,3 Þýzkaland ................... 46,4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.