Þjóðviljinn - 27.08.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 27.08.1958, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 27. ágúst 1958 Þióðviljinn ÚtBefandi: SameminBarflokkar alþýöu — Bósfallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús KJartansson (áb.). Slgurður Guðmundsson. - Fréttarltstjóri: Jón BJarnason. — Bluðamenn: Asmundur Sigurjónsson. Quðmundur Vlgíússon, . Ivar H Jónsson. Magnús Torfl Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson, Slgurður V. FHsþjófsson. _ AuglýsingastJðri: Guðgeir Magnússon. — Rltstjóm, af- greiðsla. auglýslngar, prentsmiðja: Skóla.örðustíg 19. — Sfml: 17-500 (5 línur). — Askrlftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 27 ann- arsstaðai. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvUJana. Afstaða Morgunblaðsins 'C'imm dagar eru nú eftir þar til landhelgi okkar vexður stækkuð í 12 mílur og tauga- stríðið gegn íslendingum er komið á úrslitastig. Einkanlega brezku blöðin eru full af fregn- um um landhelgismálið, og hingað er kominn herskari af brezkum blaðamönnum til þess að fylgjast nákvæmlega með öllu sem íslendingar segj.a og gera þessa síðustu daga. Við erum undir smásjá, og þau sjaldgæfu tíðindi gerast að bvert orð íslenzkra stjómmála- manna og blaða er vegið og metið og það sem hægt er að nota er birt á erlendum vett- vangi með tilheyrandi athuga- serndum — og oft og einatt rangsnúið, misskilið og afbak- að. Þau brezk blöð, sem tengd- ust eru útgerðarmönnum, nota hverja deilu sem hér kemur upp sem sönnun þess að ís- lendingar séu engan veginn á einu máli um stækkun land- helginnar og hverja aðfinnslu um framkvæmdaatriði túlka þau sem svo að andstaðan gegn stækkuninni fari vaxandi. U'yrir þessa menn hefur Morg- unblaðið að undanförnu ver- ið ótæmandi auðsuppspretta. Það blað hefur nú vikum sam- an verið barmafullt af ólund út af landheigismálinu. Rit- stjórinn hefur skýrt frá því hvernig hann hafi falið blaða- mönnum sinum að safna sam- an erlendum kviksögum, og síðan hafa hinar fáránlegustu fregnir útlendra blaða verið blásnar upp sem mikil speki, og því næst heimtaðar skýring- ar af íslenzku ríkisstjórninni. Allar skrifborðsbollaleggingar erlendra blaðamanna, einnig þeirra sem ekkert hafa vitað í sinn haus en beitt hugarflug- inu í staðinn, hafa orðið að stórmerkilegum tíðindum á síð- um Morgunblaðsins, og þegar aðalritstjórinn var búinn að safna nægilega mörgum ,,kvik- sögum“ fór hann að heimta samfellda skýrslu af ríkis- stjórninni á grundvelli þessa erlenda þvaðurs. T.að er t.d. mjög vinsæl kenn- ■*■ ing í sumum brezkum blöð- um að í rauninni vilji engir stækka landhelgina nema „kommúnistar“, þarna sé að- eins um að ræða samsæri „hins alþjóðlega kommúnisma" að undirlagi Rússa til þess að steypa Atlanzhafsbandalaginu í glötun. Þessar kenningar þykja mikill fengur í kviksögu- söfnum Bjarna Benediktssonar, og hann ýtir undir eins og hugkvæmnin frekast leyfif. Þannig reynir hann nú dag' eftir dag að búa til einhverja ógnarlega leyndardóma kring- um ferð Lúðvíks Jósepssonar viðskiptamálaráðherra til Sov- étríkjanna og vill umfram allt tengja það ferðalag við land- helgismálið, þótt Lúðvík hafi fyrir löngu skýrt frá erindi sínu. Birtir Bjarni enn sem fyrr allar finnanlegar erlendar kviksögur, og síðan verða skrif hans sjálfs tilefni í nýjar kviksögur, sem þvínæst eru endurbirtar og þannig koll af kolli. Fn allan þennan tíma hefur -*-J Morgunblaðið ekki birt eina einustu grein, að eig- in frumkvæði, til stuðnings málstað íslendinga í landhelg- ismálinu. Gildir einu hversu fáránleg ósannindi eru birt í erlendum blöðum um íslend- inga; Morgunblaðið birtir ó- sannindin en svarar þeim aldr- ei. Engin grein hefur verið samin af Morgunblaðsmönnum að undanförnu um sögulegan rétt íslendinga í landhelgis- málinu, þar hefur ekkert ver- ið sagt um efnahagslega lífs- nauðsyn fslendinga, ekkert hef- ur verið á það minnzt að að- gerðir fslendinga eru i fullu samræmi við alþjóðalög, þar þykir engum tíðindum sæta að allur þorri þeirra þjóða, sem stunda veiðar á fslandsmiðum, hefur þegar lýst yfir því fyrir- fram að 12 mílna landhelgin verði virt. íslenzk rök hljóta ekkert rúm á síðum Morgun- blaðsins, aðeins erlendar kvik- sögur; og þær hljóta þeim mun meira rúm sem þær eru fárán- legri. 1 uðvitað veita erlendir blaða- menn þessu nákvæma at- hygli, og þeir draga af því þá ályktun að Sjálfstæðisflokkur- inn sé andvígur stækkun land- helgjnnar. Að sjálfsögðu er þessi ályktun röng, Sjálfstæðis- flokksmenn um land allt styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu af heilum hug eins og aðrir landsmenn, og gagnrýni þeirra á afstöðu Morgunblaðsins fer vaxandi með degi hverjum. Framkoma Morgunblaðsins sýnir aðeins þröngsýnj, illgirni og pólitíska minnimáttarkennd Bjama Benediktssonar. Hann getur ekki þolað það að pólitískir andstæðingar hans leiði til sig- urs eitthvert afdrifaríkasta stórmál íslenzku þjóðarinnar, hann vonar með sjálfum sér að einhver mistök verði gerð, að íslendingar lendi í ógöng- um. Allur hinn neikvæði mál- flutningur hans gefur ömurlega mynd af pólitískri lítilmennsku, þar sem vanmáttug öfund verð- ur yfirsterkari hagsmunum og lífsnauðsyn íslenzku þjóðarinn- ar. A fstaða Morgunblaðsins mun hafa önnur áhrif en þau sem aðalritstjórinn ætlast til. Hún mun að vísu ýta undir kviksögur erlendis, en þær skipta ekki meginináli. Hins vegar mun hún vekja andúð fjölmargra íslendnga á þeim flokksleiðtogum, sem bregðast svo smámannlega við á úr- slitastund. Bréf til Únnu frá Málfríáf Eitiar§dóttur Þá kom ég þar sem er og var og verður og skein þar sól inn um gluggana allan daginn í nýja húsinu, en gamia hús- ið er brunarúst og þeir sem þekktu það og bjuggu í því vilja endurreisa þetta hús til þess að sjá dagana líða þar óræða fram í eilífðar djúp. En elzti bærinn hjúfrar sig að hlíðinni því líkast sem sé hann sprottinn út úr henni sjálfgerður, og einmitt þar sem bezt fer að hann standi. Og gaflinum hefur sprottið það lag, sem eitt hæfir slík- um gafli, og frá hlið að sjá hefur mænirinn hina réttu sveigju: hann er söðulbakað- ur, en þá er inn er komið, taka fyrst við jarðgöng eins og verið sé að smjúga í jörð, en síðar baðstofan, sköruð borðum, og einn gluggi á suð- urgafli, um þann glugga hef- ur oft skinið sól. Notalegur þefur er í baðstofu þessari, og samkvæmt kenningum pseudo-vitringa um undarlega hluti, getur verið að hin öldnu hjón sitji enn þama inni í einhverju hólfi tímans og séu að spinna spunann sinn enda- lausa á rokk sinn með rokk- hljóði eilífðarinnar, við niðinn í ánni og í gilinu handan við dalinn. Tal þeirra hnígur sjálft eins og hægur kliður meðan sól kemur á glugga og hverfur af glugga, meðan þröstur kvakar og hrafn gargar, en hvorki moldar- veggir né þekja megna að byrgja úti heiðríkjuna og kvöldbjarmann, hvaðeina sem úti er, kemur á vit manns inni, þangað kemur skin stjama af gnótt sinni, rennur í brjóst með draumi, og aldrei hverfa hin öldnu hjón af brík sinni í hinu sér- staka hólfi tímans. 1 framhýsinu ilmar af brenndum lurkum og brenndri fl'ögu, askan hvílir þar hvít- grá í rökkri, örþunnar, svif- léttar flögur af ösku breið- ast yfir allt, en lítið ljós kem- að ofan sem gráhjúpaður geisli. Krof hanga í ræfrinu, bógar og læri, því þetta er reykhús húsfreyjunnar á bæn- um. Eg þykist ekki vera þess umkomin að segja fyrir um neitt, hvað gera skuli, en þó langar mig til að beina þeirri spurn til þeirra sem ráð hafa í hendi sér, hvort ekki muni vera af því eftirsjá, að af- henda gamla bæinn á Úlfsfc"ð- um í Hálsasveit glatkistunni, því hann er þokkasælli en aðr- ir bæir sem ég hef séð, og sá ég þó nokkuð marga á lang- ferð minni um landið á dögun- um. Væri ekki vert að rétta við þennan hrömandi bæ, og reisa aftur þær burstir sem fallnar em, safna síðan þang- að gripum, sem til em á strjálingi á bæjunum í hér- aðinu, og ekki er enn búið að fleygja? Byggðasafn trúi ég að slíkt sé kallað, og mun vera til í Glaumbæ, á Keld- um og ugglaust víðar. Hvar sem komið er á þess- ari leið, lifir ljóð og saga, og þar er margt gott Ijóð innan um, en hvergi ber af jafn und- arlegt skin og við Hvalfjörð, því sú saga, sem þar varð að Ijóði, er ákaflega gömul og ættuð langt að sunnan og austan, en haldið er að hún hafi mengast ýmri hérvillu á leiðinni. Svo þegar kemur að Barnafossi, verður þar fyrir Ijcðið og börnin sem stikluðu á bogann fram, betur að heyra vatna glamm, og í Rauðsgili hitti ég ljóð, og fremur tvö en eitt, og með sínu mótinu hvort. Einnig í Reykholti, þar þyngdi í lofti þögult kvöld. Og hvílíkur grúi af sögum lifir þarna í hverjum stað, frá því ætla ég ekki að segja, og enn em sögur að gerast, þó enginn skrái þær, og skáld sitja á bæjunum og kallast bændur. Á Húsafelli lifir kyæðið um steininn þunga, sem Helgi Péturss hampaði í brjósthæð flötum, en það hef- ur enginn annar getað gert. Kristleifur Þorsteinss. kemur honum álíka hátt með þvi að reisa hann fyrst á rönd, en það er miklu betra tak. Síðan gengur hann með hann tvo liringi kringum kvíamar, legg- ur hann af sér stillt, lítur upp, brosir, kveinkar sér ekki. Kvíahella heitir þessi steinn, og sagður vera 360 pund að þyngd. Um hann orti Grímur Thomsen kvæðið Snorratak. Húsafell er í kvos milli fjalla, þar fyrir framan em: óbyggðir, og ekki líft nema jötnum og hrímþursum, draugum, álfum og útilegu- mönnum og kvað vera fullt af þessu á kreiki, en ekki veit ég sönnur á því. Heyrt hef ég einnig að niðri í gjá einni ekki alllangt frá bænum sjáist niður í hið vell- andi Helvíti, Iogar sjáist leika, hljóð heyrist, og að Snorri sjálfur hafi vitað af þessu uppgönguauga, og haft það til að sýna vantrúuðum, sem hin argvítuga villa upplýs- ingastefnan hafði náð tökum á. Bær þessi blómgast nú, svo sem flestir bæir gera, þar eru hús í smíðum, og kirkja, hún kallast hörgurinn. Óvígð er hún enn. Eg gat þess, að í sveit- inni lifðu ljóð og sögur og að þjóðsögur væm enn á sveimi að leita eér höfundar, og mega þær ekki týnast. Af þeim er í sveit þessari frægust sagan af þeim presti, sem mestur var héraðshöfðingi svo hann skyggir á alla eem eft- ir komu, og ekki þóttu ráð ráðin nema hann réði þeim, engin landamerki rétt ákveðin, nema hann gerði það, enginn hjúskapur rétt stofnaður nema af honum væri, hann var búhöldur svo af bar og af ráð- deild hans fara margar sögur. Kirkjuna, sem enn stendur, lét hann byggja, og er hún fegurst af þeim timbur- og bárujámskirkjum, sem ég hef séð, og er þó raunar hægt við að jafnast. Yfir kórnum er bútur af fastastjörnuhimni hinnar Ptolemæisku heims- myndar, og aldrei kemur skin af þeim stjömum, né færist ■dýpt í þann himin, og þarna á þessum stað, var honum af örlögunum ætlaður hinn hinzti samastaður, sem nokkru því sem ekki gagnar neitt framar. Það kom i hlut þessa hins ágæta prests og héraðshöfðingja, að setja fastastjörnuhimininn niður þar sem endalok hans verða ákvörðuð fullnuð þegar kirkja þessi verður rifin eða himinn- inn tekinn úr henni. Lík stóð uppi í kirkjunni þegar ég kom þar, og hafði hljótt um sig, og ekki fékkst úr því skorið af hverjum líkið var, og svona óska ég að far- ið verði með liki mínu, að það verði látið standa uppi ein- samalt og nafnlaust í þögn í auðri kirkju, og síðan brennt eða hulið. Altaristaflan er lik- lega eftirmynd áf eftirmynd af mynd eftir danskan mál- ara (Carl Bloch?), og varð kurr í dalnum, þegar mjTDdin kom, og vildu sumir láta táka hana, en það varð ekki. Letur er undir mjmdinni, og hljóðar svo: Kommer til mig alle sora arbeten och æren betungade og jag wii wedercwika Eder. Danska er þetta ekki, né sænska, né þýzka, en sýníst vera blendingur úr öllum þessum málum. Ártal er á myndinni, 1907. Efast nokkur... Framhald af 12. síðu. Teknar af Bandaríkjamanni 3 pakkalengjur (carton) af vindl- ingum og 2 pokar af sælgæti. Gert upptækt. ENGIN SÉKT, AÐEINS ÁMINNING. Teknar af Bandaríkjamanni 2 pakkalengjur (carton) af vindl- ingum, gert upptækt. MADUR- INN FÉKK ENGA SEKT. AÐ- EINS ÁMINNINGU. Þegar menn hafa í næði at- hugað samræmið í þessum gerð- um mannsins, ætti vonandi að fara að renna upp ljós fyrir þeim hversvegna ríkissjóður kostar 100 þús. kr. árlega til að flytja hann í og úr vinnu. Stundum kvað hann gera rík- inu þann sóma að verða heldur drukkinn á skemmtistöðum her- námsliðsins, svo það leiti jafn- vel til ísl. lögreglunnar til að fjarlægja fulltrúann. — Undir slíkum kringumstæðum kvað hann kalla sig lögreglustjórann á Keflavíkurflugvelli. Talsvert mun hafa verið gert að því í lögsagnarumdæmi lög— reglustjórans á Keflavíkurflug- velli að taka svonefndan her- mannagjaldeyri af fólki og gera upptækan með dómssátt eða dómi. Hinsvegar kváðu slíkir dómar ekki hafa staðizt fyrir hæstarétti. Hefur því sú spurn- ing vaknað hvort ekki þyj-fti eitthvert lágmark af dómum er stæðust til þess að menn gætu haldið dómaraembætti eða verið fulltrúar við slík embæ.tti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.