Þjóðviljinn - 27.08.1958, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.08.1958, Síða 10
2) ÓSKASTUNDIN -- ÞJÓÐSAGA t Sveinninn sem undi ekki með álfum ÓSKASTUNDIN — (3 Norður í Þingeyjar- sýslu hvarf eitt sinn drengur á fjórða árinu. Var hann viku í burtu og fannst aftur undir há- um klettum er voru i nánd við bæinn. Sáust þá þrjú fingraför á kinn hans. En er hann var spurður hvar hann hefði dvalið sagðist hann hafa verið á bænum þarna sem þeim sýndist vera klettar einir. Sagði hann að þar hefði búið álfa- fólk sem hefði viljað hylla sig, en hann sagð- ist ekki hafa getað borð- að hjá því, því allur mat- Þekkið þið manninn? Framhald af 1. síðu. eygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult og fór vel. Manna var hann kurteis- astur, harðger í öllu, ráð- hollur og góðgjarn, mild- ur og stilltur vel, vinfast- ur og vinavandur. Hann var auðugur að fé. (Svar í næsta blaði.) MÁLSHÆTTIR Þjóð veit þá þrir vita. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Eins dauði er annars brauð. ur hefðj sér sýnst maðk- aður. Hefði það þá séð að eigi hefði orðið um sig bætt og hefði gömul kona leitt sig á brott og sagt að hann skyldi þess þó menjar bera að hann hefði með álfafólki dval- ið og slegið hann kinn- hest og gengið síðan burt. Ólst drengurinn upp og varð merkisbóndi. Eitt sinn reið hann fram hjá klettum þessum og kvað hann þá vísu þessa: Þessar klappir þekkti ég' fyr þegar ég var ungur; átti ég víða á þeim dyr, eru þar skápar fallegir. Þegar víð höfum náð öilum bréfunum upp úr pokanum, . skiptum við okkur ekki framar af páskanorninni. Við för- um inn í borðstofuna og brjótum upp páskabréfin okkar. Þau eru miklu skemmtilegri en önnur bréf. Páskabréf eru ekki skrifuð með bleki, þau eru máluð. Á miðja örk- ina er málaður galdra- karl eða galdrakerling með sófl, eldhússkörung og kýrhorn í höndunum. Bréfin eru mörg og hvert öðru ólík. Það er auðséð á sumum, að þau eru eftir krakka. Önnur bera það með sér, að fullorðnir hafa hjálpað til. Falleg eru þau ekki, en það gerir ekkert. Að- alatriðið er, að þau séu mörg. Þá getum við raup- að af því næst, þegar við förum til kirkju og hitt- um frændsystkin okkar frá Garðsvatni, • :■> li. Það er reyndar ekki rétt með farið að ekki sé skrifað neitt í páskabréf- in. Stundum eru þau meira að segja þéttskrif- uð. Þá eTu það ævinlega vísur, bara þetta gamla ,.páskarim“, sem við heyrum á hverju ári og kunnum utan að fyrir löngu. Við látum alltaf sem við séum ákaflega hissa, þegar kerlingin kemur með öll þessi bréf. En þetta er þó bara það, sem við bjuggumst við. Við höfum sjálf verið að mála páskabréf allan marzmánuð og sent bréf á hvern herragarð í sveitinni. Við vitum líka, að þaðan hafa verið send bréf, og að bréfin, sem páskanornin færir okk- ur eru frá Garðsvatni, Visteberg og fleiri herra- görðum. Þegar við höfum skoð- að öll páskabréfin, borið þau saman og gizkað á, hvaðan þau séu, mun- um við eftir galdranorn- inni og förum út til að gá að henni. En þegar við komum út á dyra- þrepin, er kerlingin horf- in og stólinn auður. Eld- skörungurinn og sóflinn eru líka horfnir og við látum sem við höldum aé1 nörhin háfi haldið á- fram til Bláfjalls, undir eins og hún var búin að skila bréfunum. Við hlægjum og segj- um, að hún sé hepp- in að vera farin, því að nú kemur Pétur með aðra byssuna hans pabba hlaðna. Pétur er Finni, og það rennur veiði- mannablóð í æðum hans. Pétur skýtu^ beint upp í loftið og við vitum að hann er að skjóta á páskanornir. Við höfum reyndar aldrei séð þær, en Pétur er Finni og veit lengra en nef hans nær. Hann veit, hvað hann er að gera. En hvað er þetta? Hvernig getur þetta átt sér stað? Eg hljóða hátt. verð dauðhrædd og hleyp í burtu. En nornin kemur hlaup- andi á eftir mér og hún þrífur fjöðrina úr kýr- horninu og ætlar að smyrja mig með galdra- smyrslum. Hún hleypur yfir pollana á hlaðinu og gusurnar ganga um hana. Það er ekki nóg með að ég sé hrædd, held- ur er þetta svo óskiljan- legt, að heypokinn skuli geta hreyft sig. Þegar ég sá kerlinguna standa upp af stólnum, fannst mér verða endaskipti á heim- inum. Og hugsanirnar hringsnúast í höfðinu á mér á meðan ég hleyp. Það eru skelfilegar hugs- anir. Ef heypoki getur allt í einu orðið bráðlif- andi, er alveg eins lík- legt, að dauðir menn rísi upp úr gröfunum. Þá getur líka vel verið, að tröll og forynjur séu til. Og þá er ekkert svo ljótt og ægilegt, að það geti ekki verið satt. Eg hleyp hljóðandi upp dyraþrepin. Eg treysti því, að mér sé óhætt hjá fullorðna fólkinu. Anna, Jóhann og Gerða hlaupa framhjá mér. Þau eru jafn hrædd og ég. (Þjóðsögur J. A.) Getið þið hjálpað litla Eskimóanum? LL'li Eskimóinn á myndlnni á heima í einu af þessurn snjóhúsum. Hann skrapp út til að horfa á norðurljósin og nú þt kkir liann ekki snjóhúsið sitt. Ilann var svo viss um, að það væri svolítið öðruvísi en Iiin húsin, en nú finnst lioniun þau öll eins. Getur þú hjálpað honum? Þriðji dagur. --------★-------- Páskanornin eftir Selmu Lagerlöf 10) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 27. ágúst 1958 Eklíert gerir sig sjálft Framhald af 7. síðu. fljótt, að hér féll ýmislegt smáprent til, þótt engin prent- 6miðja gæti lifað og dafnað af því einu. Mér fannst stað- urinn setja niður við það að missa prentsmiðjuna. Ýmis Ijón voru auðvitað á veginum, en áhugi manna takmarkaður. Blaðið Akranes hafði eignazt furðu marga kaupendur og unnendur víðsvegar um land- ið. Þetta ágæta fólk hvatti mig eindregið til að halda út- gáfunni áfram, og einstaka þeirra sýndu það áþreifanlega með því að borga það marg- földu verði. Þannig fannst mér ég verða þessu góða fólki skuldbundinn og réðst því í að kaupa nýjar 1. flokks vél- ar, og fékk hingað ágætan fagmann, Einar Einarsson, sem enn er verkstjóri við hana. Hin nýja prentsmiðja t 'k hér aftur til starfa 15. meí 1947. Hafa ýmsar bækur v°rið prentaðar hér fyrir ut- pnbæjarmenn og prentsmiðjan hlotið lof fyrir snotran frá- Cang. U "ggst þú lialda áfram ú<gáfunni? Tímaritið Akranes á vax- sndi vinsældum að fagna, þótt enn vanti mig nokkru fleiri kaupendur til þess að það ge.ti greitt mér nokkur laun. Útgáfa þess gefur prent- smiðjunni nokkurt verkefni. Allmargir kaupendur vilja ó- mögulega missa það. Og þeir, og ýmsir aðrir, telja að bær- inn setti nokkuð niður ef það ■hætti að koma út. Af öllum þessum ástæðum mun ég reyna að halda því úti í lengstu lög, og næsta löður- mannlegt væri að hætta við það, eftir að hafa þraukað þorrann og góuna. Ég fæ við og við kaupendur sem vilja eignast það frá upphafi, og er svo heppinn að eiga nokkra tugi eintaka af því complett frá upphafi og geta þannig mætt óskum þeirra sem vilja eiga það allt og halda því saman. Það vill svo einkennilega til, að í dag hefi ég fengið tvö þakkarbréf frá Ameríku fyrir ritið. Einnig bréf frá Kaup- mannahöfn, þar sem ég er beðinn að senda eitt blað frá árinu 1956, til þe'ss að við- komandi geti látið binda ritið í heild í gott band. 15 fyrstu árg. kosta aðeins 500 krónur, en lesmálið svarar til um 6000 síðum í stóru bókarbroti. llefur þu stóran lesendahóp? Ég verð þess víða var að ritið er mikið lesið og að það líkar vel. .Margir hafa óskað eftir að það kæmi oftar út og flytti enn meira af því efni sem þar birtist yfirleitt. Margir vildu fá enn meira af Akranesþáttunum í hverju hefti, en maður verður einn- ig að hugsa um fjölbreytnina, sem mér þykir enn of lítil, en það eru ýms ljón á veginum um að auka hana mikið, m.a. vandkvæðin á því að greiða nógu vel fyrir efnið. Ef ritið kemur ekki út nákvæmlega á réttum tíma, epyrja margir hvort það fari ekki að koma. Sýnir það, að .ritið er auðfúsu- gestur. ...... Hefur þú nokkuð nýtt á prjón- unum ? Já, ég hefi mikinn hug á að gefa út æfisögu síra Frið- riks Friðrikssonar, sem sjálf- sagt verður 4—5 bindi. Einn- ig úrval úr ræðum og ritverk- um síra Þorsteins Briem, a.m.k. tvö bindi. En hin mikla hækkun á pappir og annar út- gáfukostnaður torveldar þetta ekki aðeins, heldur gerir það ómögulegt að ráðast í svo mikið stóivirki. Hefur þetta áreiðanlega stór lamandi á- hrif á alla viðleitni manna til útgáfu á þeim verkum sem venilegt menningargildi hafa því að ruslið kaupa og lesa oftast fleiri en hið sí- gilda. Heldur Jiú ekki að Jiessi miklu skrif þín um sögu Akraness verði einhverntíina vel þe.gin og hafi nokkurt gildi þótt ekki sé þau beint bús lag til lífsbjargar? Spyr ég loks Ól- laf. Það væri nú ef til vill sanni Hær að ég beindi þessari spurningu til þín. Þó skal ég- reyna að svara henni einnig með nokkrum orðum. Ekki liefði ég eytt tugum ára af blómaskeiði æfi minnar auk nokkurra fjármuna í þetta mikla verk, ef ég gengi þess dulinn, að hér væri ég aS vinna gagnlegt verk fyrir heill og framtíð Akranes* Framhald á 11. síðu. Mynd þessi er tekin í prentsmiðjunni, Einar Einársson er við setjaravélina.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.