Þjóðviljinn - 27.08.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.08.1958, Blaðsíða 12
Efast nokkiir iini dómgreind maraisins? Er furða þóií ríloð feðrgí feð&nra 100 þúsund króxmr árlega í ilutningskosinað ti! slíkza alreka? Margar sögur fara af afrekum mannsins er kvað fá 100 þúsund krónur árlega frá ríkinu í viðhaldskostnað á bíl sínum, Guðjóns Valgeirssonar, 2. fulltrúa lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli. ÆtJa mætti, að maður er svo miklu af almannafé er kostað til svo rnaður þessi komizt í vinnu, væri ofurmenni að viti og afköstum, enda fer mörgum sögum af afrekum hans í dóm- Um ójj réttarsáttum. Hér eru nokkur sýnishorn: Teikin voru al N. N. 12 stk. vatnsglös; glösin voru gerð upp- tæk, maðurinn fékk enga sekt, aðeins áminningu. Tekrcar voru af Bandaríkja- manni 3 dósir af bjór, gerðar upptækar, maðurinn fékk 100 kr. sekt í ríkissjóð. Teknr- voru af Bandaríkja- manni tveir kassar af súkkulaði — þeir'gerðir upptækir; maður- inn þurfti enga sekt að borga, fékk aðeins áminningu. Teknar voru af ísendingi 3 flöskur af bjór, og 1 pakki af vindlingum; varningurinn gerður upptækur, maðurinn þurfti enga sekt að borHa, fékk aðeins á- minnirigu hjá dómaranum, Tekínm af íslenzkri stúlku 1 dollar og 70 cent í hermanna- gjaldeyri; peningar þessir gerðir upptækir og stúlkan varð að borga 200 kr. sekt til ríkissjóðs. Tekin af íslendingi 70 cent, gerð upptæk. Kærði viðurkenndi að hafa haft í fórum sínum litlu áður $1,80, — hann fékk 100 kr. sekt í ríkissjóð. Teknir af ísl. stúlku 2 dollar- ar; gerðir upptækir, engin sekt, aðeins áminning. Tekin af Bandaríkjamanni 400 daga klukka, —: KLUKKUNNI SKILAB AFTUR. Teknir af Bandaríkjamanni 3 pakkar af vindlingum—: MÁLIÐ FELLT NIÐUR. Teknir af ísl. stúlku 4 pakkar vindlingar og 4 dósir bjór, — vamjngurinn gerður upptækur, 200 kr. sekt í ríkissjóð. Teknir af ísl. stúlku 1,25 doll- arar í hermanniagjaldeyri, — peningamir gerðir upptækir, hlaut áminningu. Teknir af ísl. stúlku 3,25 doll- arar í hermannagjaldeyri, gerðir upptækir; 100 kr. sekt í rikis- sjóð. Unglingarnir unnu öldungana með 5 gegn 3 xignjSts uias 'jruJBSunpio ! ^V-l QB n<?jn 'SfQl "buuij urnunSuiiSun JXtAj ippsq BjSæj í gærkvöldi er þeir reyndu með sér ií knattspyrnu á Laugar- dalsvellinum. Öldungarnir gerðu fyrsta markið, og það eina í fyrra hálfleik, en í seinni hálfleik nutu ungling- arnir úthaldsins og gerðu 5 mörk gegn 2. Leiknum lyktaði því með 5:3. Þetta var skemmti- legur Ieikur og oft brá fyrir góðri knattspyrnu. Þeir, sem skoruðu fyrir öldungana, voru Ölafur Hannesson, Óli B. Jóns- son og Altoert Guðmundsson, sem (keppti sem gestur. Um 1500 áhorfendur fylgdust með leiknum. Teknir af Islendingi 17,70 doll- arar í hermannagjaldeyri —: 400 kr. sekt til ríkissjóðs. Teknir af isl. stú:ku 5,05 doll- arar i hermannagjaldeyri, gerðir upptækir, 250 kr. sekt í ríkis- sjóð. Teknir af isl. stúlku 20 dollar- ar, gerðir upptækir, 400 kr. sekt til ríkissjóðs. Framhald á 6. síðu. SHðSVUJINIl Miðvikudagur 27. ágúst 1958 — 23. árgangur — 191. tölublað Miklar endurbætur &erðar a pósfhásinii í Reykjavík; Aðalafqreiðslusalurinn hefur tekið alqerum stakkaskiptum — opnaður aftur í dag ¦ -, Árdegis í dag verður aðalafgreiðslusalurinn í pósthúsí inu hér í Reykjavík opnaður að nýju eftir gagngerar breytingar og stækkun. Hefur salurinn tek;ö algerum stakkaskiptum frá því sem áður var og með hinu bætta húsrými skapast ýmsir möguleikar til endurbóta á skipu- lagningu og betri þjcnustu Póstsins við almenning. Um miðjan þennan mánuð varð alvarlegt, en dálítið óvenju- iegt bifreiðaslys á fjölfarinni leið ferðafólks 4 Vestur-Þýzka- iandi. Er hópferðabifreið kom að krappri beygju á veginum missti bifreiðarstjórinn allt vald á bifreiðinni og hún hrapaði niður 60 rnetrn háa brekku. Bifreiðin hafnaði á vegi fyrir neðan brekkuna eftir að hafa farið leið þá sem örin sýnir. Þrír létu lífið og margir særðust alvarlega. Pétur Hallberg kyniiir Svíum málstað Islendinga í GHST Sænska blaðið Göteborgs Handels- och Sjöfarts-Tidn- ing birti á föstudaginn var grein eftir Peter Hallberg, þar sem hann svarar grein Bertil A. Rinborg, sem skrif- aði fyrir nokkru í blaðið um landhelgismál fslendinga. Rinborg ræddi m.a. um þá lendingar hafa undirbúið lengi Pósthúsið var byggt fyrir 43 árum, þegar íbúar bæjar- ins voru aðeins 14 þúsund. Þegar fyrir tveim áratugum var farið að bera á miklum þrengslum, sem síðan hafa far- ið vaxandi og valdið miklum örðugleikum á greiðri af- greiðslu og nauðsynlegu ör- yggi. Fyrir allmörgum árum var því farið að leita að lóð undir nýtt pósthús á hentug- um stað, en ýmsar tálmanir hafa orðið á veginum. Þegar sýnt þótti að lóðarmálið myndi dragast á langinn og erfitt myndi reynast, eins og nú væri ástatt, að fá nægilegt fé til byggingar nýs pósthúss, var ákveðið að reyna að leysa úr hinum óþolandi þrengslum til Ábyrgð lýst á hendur Itölum Sovétstjórnin afhenti ítalska sendiherranum i Moskva orð- sendingu í gær, þar sem segir að ítalir beri þunga ábyrgð á í- hlutun Bandaríkjamanna og Breta í málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. ítalska stjórnin hefur ekki borið á móti þvi að Bretar og Bandaríkjamenn hafi notað flug- stöðvar á ítalíu til liðsflutninga til ríkja í austri, sem eru þeim hlynnt, og í orðsendingunni seg- ir að brezku og bandarísku her- flugvélarnar séu fjarri því að vera eins friðsamlegar og ítalska stjórnin láti í veðri vaka í svari við fyrri orðsendingu Sovét- stjórnarinnar. ákvörðun íslendinga að hindra erlenda fiskimenn í að veiða á „sinum gömlu fiskimiðum, sem þeir hefðu stundað frá því áður en Islendingar hófu fisk- veiðar svo nokkru næmi", og mun greinin öll hafa verið í þessum dúr. Um þetta segir Hallberg, að mörg óþurftarverk hafi veriS varin með elíkri skírskotun til hefðar ura lengri eða skemmri tíma. íslendingar hafi öldum saman verið þess van- megnugir að gæta þessara stórfelldu hagsmuna sinna. Þar með sé það hinsvegar ekki sagt að evo skuli vera æ fram- vegis, og livað hefðina snertir þá hafi engir fiskað þarna lengur en íslendingar sjálfir því það hafi þeir gert í meir en þúsund ár. Auðvitað vita íslendingar fullvel að Norðurlandaþjóðirn- ar hyggja ekki, eins og Bret- ar, á beitingu hervalds til að hindra framkvæmd á stækkún fiskveiðilandhelginnar, sem Is ¦ ">¦¦¦ iii ii -^. og af vandvirkni. En það fer ekki hjá því að þögnin eða af- skiptaleysið um þetta mál í sænskum blöðum hlýtur að vekja gremju og skoðast sem þögult samþykki á hótunum Breta. Við Svíar megum hugsa það sem okkur eýnist um á- kvörðun íslendinga. Við meg- um' gagnrýna hana af fullri Framhald á 3. síðu. bráðabirgða á annan hátt og jafnframt að framkvæmá nauð- synlegar endurbætur á póst- húsinu. Fékkst; leyfi raðherra til að nota fé úr pósthúsbygg- ingarsjóði í því skyni. 11 af.greiðsiumenn í stað 5 áður Framkvæmdir hófust með því að bögglapóststofan var flíitt úr kjallara pósthússins í rýmra húsnæði, sem var tekið á leigu á neðstu hæð Háfnarhvóls. Síð- an var k jallárinn gerður vatris» þéttur með því að steypa nýtt járnbent gólf í hanrt. Bréf- berar voru fluttir til; bráða- birgða af 2. hæð niðii'r í kjall- ara, frímerkjasala ög: éndúr- skoðun var svo flutt -úr rishæð á 2. hæð. Síðan var rishæðin innréttuð fyrir bréfberana og þeir fluttir þangað úr kjalíar- anum. Þá var alriiehningsaf- greiðslan ásamt bréfadeild og blaðadeild flutt af 1. hæð nið- ur í kjallara, á meðan gagn- gerðar breytingar fóru fram á 1. hæð. Þar hefur almennings- afgreiðslan verið stórstækkuð, margir veggir teknir burtu,- en járnsúlur og bitar settir í stað- inn, og komið þar fyrir nýjum afgreiðsluborðum. Verðuí nú hægt að hafa allt að 14 menn við afgreiðslu í stað 5 áður. Afgreiðsluborð af nýrri gerð Afgreiðsluborðin eru af nýrri gerð, sem nú er óðum að ryðjá sér til rúms á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð. Þetta eru skásætaborð, þar sem af- greiðslukassanum er sökkt nið- Framhald á 5. síðu. Sendið börnin heim fyrir Brezk blöð skýra frá því að brezkir togarar á íslandsmiðum hafi fengið svohljóðandi fyrirmæli gegnum útvarp: „Sendið ölí böni heim fyrir 1. september". Það mun vera algengt að brezkir togarar hafi með sér skóladrengi að sumri tll. „Svínbeygður undir ok kommúnista' ia Morgunblaðið birtir i gær ræðu sem Pétur Benecliktsson bankastjóri flutti að Ölveri undir Hafnarfjalli s.i, sunnu- dag, og þar er að finna þennan athyglisverða kafla: „Alþýðuflokknum hefði verið hollt að hafa í huga hið forn- kveðna, aft „jafnar kvígur draga bezt arð". Framsókn no ar hvert tækifæri tU að sýna að hún metur kommúnista meira en Alþýðuflokkinn. Við sáum hver viðbrögðin voru, þegar þessum tveiin samstarfs- i'lokkum Fiamsóknar lenti sani- an úíi af landhelgisniálinu fyrir tveimur mánuðum. Þá var Alþýðuflokkurinn svínbeygður undir ok komm- únista. Hvers vegna lét hann fara svona með sig?" Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að stækka landhelgina í 12 mílur telur Pétur Benedikts- son sem sé jafngilda því að Al- þýðuflokkurinn hafi verið „svínbeygður undir ok komm- únista"; það eru lærdómsrík ummæli hjá forsprakka Sjálf- stæðisflokksins viku áður en stækkunin kemur til fram- kvæmda. Og allur tónninn sýn^ ir að bankastjórinn telur að með þessu hafi Alþýðuflokkur- inn sérstaklega brugðizt Sjálf- stæðisflokknum, sem hafi átt von á allt annarri afstöðu. Verður fróðlegt að fá nánari skýringu á þessum ummælum bæði í Morgunblaðinu og Al- þýðublaðinu, sem varla lætur ræðu Péturs ósvarað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.