Þjóðviljinn - 06.09.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.09.1958, Síða 1
Fiokksfundur 1 á þriðjudaginn Félagsfundur í Sósíalistafé- lagi Reykjavikur verður á þriðjudagskvöld n.k. (9. september) í Tjarnargötu 20 og liefst kl. 8.30. Nánar auglýst á morgun. A aðeins einum brezkum landhelgis- brjót sást maður vera að gera að fiski ASeJns örfálr togarar eru í landhelgi og jbeír stunda engar venjulegar veiSar, segír LúSvik Jósepsson Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsmálaráðherra fór með flugvél landhelgisgæzlunnar umhverfis landið í fyrx*adag. Var fylgt 12 mílna landhelgislínunni og athugað hvern- ig þar væri umhorfs. Það kom í ljós, sem grunur lék reyndar á, að aðeins örfá brezk skip eru innan hinnar nýju land- helgi og þau sem þar eru stunda ekki veiðar sem svo geti kall- azt. Bjart var yfir Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi, en þoka var hins vegar fyrir sunn- anverðum Austfjörðum. Eins og áður hefur komið fram í fréttum voru sjö togarar innan 12 mílna markanna á svæðinu út af Dýrafirði. Greini- legt var að þrír báru alts ekki við að reyna nokkrar veiðar, heldur lágu fyrir með veiðar- færin á síðunni og trollhlerana í gálgunum. A öllum skipumun sást aðeins einn maður vera að fiskaðgerð og það var augljóst, sagði Lúðvík við Þjóðviljann, áð þarna var í iiæsta lagi verið að einhverju skyldutogi en ekki neinu sem líkist venjulegum fiskveiðunj. Þarna skammt frá voru hins vegar sex brezkir togarar að veiðum utan landhelginnar og nokkrir þeirra alllangt utan. A svæðinu fyrir norðan Hoi-n var engan togara að sjá og reyndar sást enginn togari að veiðum fyrir öllu Norður- og N orðausturlandi. Fyrir sunnan Dalatanga voru fimm brezkir togarar í hnapp við landhelgislínuna. Annars var þoka á þeim slóðum og ólíklegt að nokkur skip hafi verið að veiðum í henni. Lúðvik sagði að lokum að glöggt væri að brezku landhelg- isbrjótarnir væru ekki að nein- um venjulegum fiskveiðum hér við land. Þegar væri sýnilegt að þeir væru famir að þreytast á þessum leik. Togaramenn órólegir Fréttamaður útvarpsins á Þór sendi útvarpinu eftirfarandi: Höfum séð fimm togara í morgun. Herskipin fylgja okk- ur nú fast eftir með mannaðar fallbyssur. Togaramenn eru ó- rólegir. Einn kallaði í Anderson aðmírál í morgun og sagði Mar- íu Júlíu vera í þann veginn að setja menn um borð. Eastboi'ne svaraði: Erum að koma. Geri þeir það þá fjarlægjum við þá. Anderson aðmíráll stappar stál- inu í deiga skipstjóra í talstöð- inni og brýnir fyrir þeim að þeir eigi réttinn á úthafinu Foam fluttur vestur! Við höfum hvorki heyrt né séð til Northern Foam, síðan mönnum okkar var rænt úr honum á þriðjudagsmorgun. í dag heyrðist hann kalla á herskip- ið Palliser og bendir það til þess að hann hafi verð fluttur á vestur-svæðið. sem hljóðar svo: „Því til einsk- is liggur netið útþanið í augsýn allra fleygra fugla, og slíkir menn sitja um sitt eigið lif, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum þeim sem fíknir eru í rangfenginn gróða. Fíknin verður þeirn að fjörlesti“. Geri aðrir betur! I eftirlitsferð landhelgis- gæzluflugvélarinnar kring- um landið í fyrradag leit- aði hún uppi varðskipið Þór í niðaþoku við Austfirði og FANN HANN milli togara og annarra herskipa. Hafði hún póst meðferðis, m.a. öll dagblöðin. Varpaði hún þeim niður til Þórs úr 1500 feta hæð í niðaþoku, en það liðu ekkj nema 3 mínútur frá því blöðunum var varp- að úr flugvélinni þar til á- liöfn Þórs var farin að lesa þau á þilfarinu. Að finna Þór í niðaþoku innan um hóp annarra skipa og varpa póstinum svona nákvæmlega verður að telj- ast frábærf afrek og sýnir vel hæfni áhafnarinnar. Skipstjóri á flugvélinni Rán er Guðmundur Kærne- sted en flugmaður er AðaJ- björn Kristbjörnsson. Talaði liann líka biblíumál! Þegar fréttin barst af biblíu- skeyti Anderson skipherra varð einum sjómanni, sem starfað hefur hjá landhelgisgæzlunni í 30 ár, að orði: Hann hefur lík- legast lesið upp úr biblíunni, sá sem talaði við Þórarinn á Ægi! (Skipherrann á Russel sem ætlaði að sigla Ægi niður!) Fangar í landhelginni! íslenzku varðskipin halda lát- laust áfram að fylgjast með ferðum brezku ræningjaskjp- anna og fylgja þeim eftir Framhald á 2. síðu. Leyniskjölin mega ekki falla okkur í hendur Fréttaritari Tlie Times í Lond- on sendi sérstakan fréttaritara á Islandsmið með togaranum „Cape Campell", sem er einn af landhelgisbrjótunum hér við land. Fréttaritarinn segir í frétt, sem hann sendi þegar togarinn var á leið norður; „Ef íslenzkir varðmenn skyldu fara um borð í Cape Campell, hefur skipstjórinn fyrirskipun um að taka hin leynilegu fyrir- mæli yfirvaldanna, binda við j þau einhvern þungan hlut og ( fleygja þeim fyrir borð. Skip- stjórinn má alls ekki undir neinum kringumstæðum láta skjölin komast í hendur óvina.“ Friðrik gerði jafntefli við Tal í 17. umferð skákmótsins í Portoros sat Friðrik Ólafssotí hjá. Úrslit urðu annars þessi: Cardoso vann Fúster, jafntefli gerðu Fischer og Pachmann, Rossetto og Filip, Bronstein og Szabo, Sanguinetti og Petrosjan, en aðrar skákir fóru i bið. I 18. umferð skákmótsins í Portoros tefldi Friðrik Ólafs- son við Tal frá Sovétríkjunum. Skákinni varð ekki lokið I fyrstu setu, en í gær, er bið- skákir voru tefldar lauk henni með jafntefli. Önnur úrslit í þessari um- ferð urðu þau, að Bronstein vann Pachmann, Szabo vanri Averbach, Sanguinetti vann Sherwin, jafntefli gei-ðu Fisch- er og Matanovic og Panno og Petrosjan, en biðskákir ;Urðu hjá Rossetto og Cardoso, Benkö og Filip, Larsen og de Greiff, Gligoric og Fiister. Neikirch sat hjá. Samkvæmt fréttum Belgrad- útvarpsins í gærkvöldi, urðu svo úrslit biðskákanna úr 17. og 18. umferð þessi: Glig- oric vann Neikirk og Fúster, Tal vann Panno, Larsen Sherwin og_ Rosetto Cardoso, en öðnim biðskákunum var ó- lokið er síðast fréttist. Staða fimm efstu manna á mótinu var þá þessi: 1. Tal 121/, vinning, 2. Petr- osjan ll.Vz v., 3. Gligoric 11 v., 4.—5. Bronstein og Friðrik IOV2 v. Fundur í ÆFA Æskulýðsfylkingin á Akra- nesi heldur fund í baðstof- unni á morgun, sunnudaginn 7. septembei', kl. 1.30 síðdeg- is. Fundarefni: Pólitísk hag- fræði, starf á komandi vetri og önnur mál. — Stjórniiu Engan nnáuislat! - Efflga sanrninga Hreppsnefnd Reyðarf jarðar- hrepps samþykkti 3. þ.m. með samhljóða atkvæðum svohljóð- andi ályktun: „Hreppsnefnd Reyðarfjarðar- hrepps lýsir ánægju sinni yfir útfærzlu landhelginnar og heit- ir fullum stuðningi við aðgerð- ir ríkisstjórnar íslands í mál- inu. Vér treystum því að engir samningar verði gerðir við aðr- ar þjóðir um landhelgismálið og að vér stöndum fast á rétti vor- um unz fullnaðarsigur er unn- Inn. Jafnframt fordæmum vér harðlega fólskulega valdbeitingu sem ríkisstjóm Bretlands lætur framkvæma í íslenzkri land- helgi. Véh þökkum landhelgisgæzl- unni og sjómönnum vorum drengilega baráitu fyrir málstað íslands“. Sáu fangana Togararnir virðast vera í fiski- leysi og ördeiðu. Við sáum pilt- ana okkar á afturdekki East- bourne í morgun. Þeir veifuðu glaðlega, en annars höfum við •ekkert haft samband við ,þá. Enn er svarta þoka á miðunum. „Þeim óguðlegu fjölgar" 1 Reutersfrétt í gær sagði að Anderson ;?kipherra á East- bourne og yíirmenn brezku skip- anna í íslenzkri landhe’gi, hafi endað skýrslu sína til brezka flotamálaráðuneytisins með þessari tilvitnun í Biblíuna, sem er úr orðskviðum Salómons: „Þeim óguðlegu fjölgar, fjö'gar og misgjörðum en réttláir munu horfa á fall þeirra“. „Fíknin vei'ður þeim að fjörlesti“ Fréttamaður útvarpsins á Þór segir að Eiríkur skipherra á Þór hafi svarað framangreindri' í- vitnun Aiidersons í orðskviður Salómons með ívitnun í Ofðs- kviðuna 1; kapítula 17.—19. vers,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.