Þjóðviljinn - 06.09.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1958, Blaðsíða 4
'<&) — ÞJÓÐVILJINN —; Laugardagur 6. september 1958 ÞlÓÐVILIINN ÚtKefandl: S&mainlntarflokkiir alþýffa — Sósíallstaflokkurlnn. — RltstJóran Maanús KJartansson (éb.), 8lBurCur OuSmundsson. — FréttarltstJóri: Jón fiiarnason. — RlaCamenn: Ásmundur Sigurjónsson, OuBmundur Vlgfússon. var H. Jónsson. Matrnús Torfi ólafsson, SÍKurJón Jóhannsson, SiaurSur V. »*r«BbJófsson. — AuKlýsingastJórl: Ouðgeir Magnvisson. — RitstJórn, af- areiðsla, auBÍýsingar, prentsmiðja: Skóla»örðustíK 19. — Síml: 17-500 (ö iinur). — Áskriítarverö kr. 30 ó mán. í Reykjavik og nágrenni; kr. 27 an&- arsstaðai. — LausasöluverC kr. 2.00. — Prentsmiðja ÞJóðvÚJana. Enga samnínga íslenzka þjóðin hefur nú * svarað tilraunum Breta til þess að hræða okkur til samn- inga og undanhalds með of- beldi og styrjaldaraðgerðum. Frá félagasamtökum um gjörvallt landið hljómar sama svarið: Það verður ekki geng- ið til neinna samninga við brezku ofbeldismennina. Þetta er meginefnið í öllum álykt- unum sem samþykktar eru, og að þeim standa menn úr öllum flokkum, einhuga. Og í fyrradag söfnuðust Reyk- víkingar saman á einhverj- um mesta útifundi sem hér hefur verið haldinn til þess að skýra ríkisstjóminni frá því að Reykvíkingar ætluð- ust til þess, allir sem einn, að ekki verði setzt að samn- ingaborði við Breta um fisk- veiðilögsöguna. Islenzka þjóð- in hefur ekki verið jafn ein- huga síðan 1944, og einbeittn- in er þeim mun meiri nú sem meiri áherzla er lögð á að niða af okkur réttinn. ess er að vænta að þetta hiklausa svar Islendinga um allt land kveði niðurallar hugmyndir um það að enn sé unnt að makka og þinga við ofbeldismennina. Allt fram undir síðustu daga hef- ur verið imprað á samningum, jafnvel af þeim sem sízt skyldi, en þær raddir hljóta nú að vera þagnaðar að fullu og öllu. Við Islendingar höf- um ekki um neitt að semja, slzt af öllu við þá sem hafa ráðizt gegn okkur með her- valdi; okkur er vís sigur, hvort sem það dregst lengur eða skemur að andstæðingar okkar viðurkenni það. Og það er fullvíst að Bretar munu þeim mun fyrr hætta ofbeldis. verkum sínum, sem þeim verð- ur það ljósara að þau verk beygja ekki Islendinga heldur stæla þá. Tilgangurinn með hemáðaraðgerðunum er ein- mitt sá, að neyða okkur til undanhalds; og þegar brezka stjórnin gerir sér ljóst að þéim tilgangi verður aldrei náð, mun hún varla vera sér- lega áfjáð í það að auglýsa smán sína frammi fyrir öll- um heimi miklu lengur. Þess vegna ber íslenzku ríkisstjórn. inni að skýra þeirri brezku formlega frá því af fullri ein- urð og í samræmi við einhuga vilja þjóðarinnar að samning- ar um 12 mílna fiskveiðiland-i helgina muni aldrei koma til mála, hvað sem í skerst. „Varnarliðið“ í stæða er til að minna á þá •**• staðreynd að hér dvelst erlendur her, svonefnt „varn- arlið“, frá því stórveldi heims sem þykist eiga í' fullu tré við hvern sem er. Því hefur verið haldið fram að þessi erlendi her dveljist hér í þágu okkar íslendinga, hann eigi að vernda okkur og ygrja, tryggja það að enginn árásar- maður dirfist að skerða sjálf- stæði okkar og öryggi. „bitu okkur í hakið“ eins og Morgunblaðið komst að orði, fóru hamförum til þess að tryggja erlendum rikjum að- stöðu til þess að láta greip- ar sópa um fiskimið okkar. Það voru Bandarikin sem komu í veg fyrir að nokkurt samkomulag næðist á Genf- arfundinum og egndu þannig Breta til ofbeldisverka þeirra sem nú eru framin gegn Is- lendingum. 1? n hvar hefur þessi vígreifi h'er verið síðustu dagana. Rétt við nefið á honum hefur erlent ríki hafið hernaðarað- gerðir gegn Islendingum, heitt herskipum sínum í íslenzkri landhelgi, ráðizt með ofbeldi á íslenzka löggæzlumenn, fjarlægt þá með valdi frá skyldustörfum sínum og hneppt þá í varðhald. Rétt utan við „varnarstöðvarnar" miklu hefur erlendur her stundað ofbeldi og rán innan íslenzkra landamæra. 17n „varnarliðið" hefur ekki " hreyft sig. Og ástæðan er sú að Bandaríkin eru ekki samherjar okkar og vendarar; þau eru andstæðingar okkar og stuðningsmenn þeirra ræn- ingja sem ógna Islendingum með morðvopnum dag eftir dag. Á Genfarráðstefnunni um réttarreglur á hafinu sviku Bandaríkin Islendinga, Tjað kom fram fyrir 1. sept- ■*• ember að ýmsir gerðu ráð fyrir því að „varnarliðið" myndi verja okkur fyrir hinni brezku árás, enda var það nærtæk ályktun af ollu því sem sagt hefur verið af inn- lendum og erlendum stjórn- málamönnum um tilganginn með dvöl þessa hers hér í landi. Bn nú vita menn betur. Og Genfarfundurinn sýndi raunar glöggt að ef banda- ríski herinn hér á landi hefði skipt sér af landhelgismál- inu, hefði hann gengið til liðs við Breta og aðstoðað þá við að reyna að kúga íslendinga. 17 n hvar eru nú rökin gegn " því að ríkisstjórnin fram- kvæmi hátíðleg loforð sín um að taka hernámssamninginn til endurskoðunar og víkja bandaríska , hernum af landi brott? L nrt pour l ort Eg heyrði einhverntima sagt frá innbrotsþjóf sem stundaði fag sitt af þvi- líkri ákefð að hann brauzt þrjár nætur í röð inn í gamlan veiðarfæraskúr þar sem árum saman hafði ekki verið gejundur einn einasti nýtilegur hlutur. Hann brauzt inn um nýjan glugga á hverri nóttu. Síðustu nótt- ina var hann jafnvel orðinn svo ákafur að þegar hann hafði skriðið aftur út um gluggann, brauzt hann um- svifalaust inn um dyrnar. Hjá þessum manni var það sem sé innbrotið innbrotsins vegna, eða eins og það heitir víet í París: „L’art pour l’art“, — listin fyrir listina. En lögregluþjónninn sem að lokum handtók manninn — mest víst af því að fólk í ná- grenni við skúrinn hafði kvartað um að það gæti ekki sofið fyrir bramboltinu í honum, — þessi lögreglu- þjónn var of hversdagslega þenkjandi til að skilja hvað fyrir manninum vakti, og kom honum til læknis. ★ Fyrir tveim árum var ég viðstaddur réttarhöld yfir brezkum togaraskipstjóra sem hafði verið tekinn að veiðum svo langt fyrir inn- an landhelgislínu að gam- all bátaformaður, þaulkunn- ugur á þéssum slóðum, taldi hæpið að dýpi væri þar nægi- legt til að koma heilli tog- aravörpu í kaf. „Þeir hljóta að hafa fengið eitthvað af múkka og skeglu í hana.“ sagði sá gamli. En hafi þeir fengið eitthvað af slíkum fugli, þá hafa þeir annað- hvort sleppt honum af mannúðarástæðum eða étið hann jafnóður, því að aflinn, sem að sjálfsögðu var geið- ur upptækur, reyndist að- eins vera hálf önnur karfa af handfiski, blóðnælum og kalýsu. Og þegar við létum í Ijós undrun okkar yfir því að skipstjóri skyldi vilja gerast landhelgisbrjótur til þess að fiska varla einu sinni í soðið handa mönnum sín- um, þá yppti hann bara öxlum og brosti vorkunn- sömu brosi. Sem sagt: L’art pour l’art. Og við skildum ekki manninn. Það var samt ekki farið með hann til læknis, heldur var hann dæmdur í 74 þús. króna sekt. ★ En þetta er reyndar ekk- ert einsdæmi. Það eru til fjölmnrg dæmi um brezka togaraskipstjóra sem svo á- kaft stunduðu landhelgis- brot hér við Islandsstrend- ur að hversdagslegar sáiir áttu erfitt með að sjá nokk- urn skynsamlegan tilgang í því. Til dæmis er sögð sú gamansaga um einn þeirra að hann hefði iðulega ekkert fengið í vörpuna nema græn- meti. Hjá honum hefðu þeir menn ekki verið í mestum metum sem voru duglegastir að kútta þorskinn, heldur þeir sem voru fljótastir að skræla kartöflur. Nei, sérkennilegar landhelg_ isveiðar einstakra brezkra togaraskipstjóra eru engin nýjung fyrir okkur Islend- inga. ★ Hitt er meiri nýjung að sjálf brezka ríkisstjórmn skuli nú svo mjög vera far- in að tigna listina listarinnar vegna, að hún hefur sent hingað herskip sín með hlaðnar byssur til að sjá svo um að brezkir togarar haldi áfram að skarka djöfulinn ráðalausan í dauðum sjó fyr- ir innan landhelgislínu okk- ar, frekar en að fara út fyrir hana og veiða fisk. Því að menn hafa væntanlega gert sér það ljóst, að brezku her- skipin eru hingað komin ekki aðeins til að ógna okk- ur íslendingum, heldur og til að þjarma að brezkum tog- araskipstjórum og sjá svo um að þeir gerist landhelgis- hrjótar hvað sem það kost- ar. Einn þeirra bað t. d. um leyfi til að skreppa út fyrir línuna af því hann hafði frétt að þar væri hægt að fá þann fisk sem ekki fékkst fyrir innan, og freigátan leyfði honum það aðeins með því skilyrði að hann yrði kominn aftur inn fyrir mið- nætti! En ég spyr: Hefði nú viðkomandi skipstjóri virt þessi fyrirmæli að vettugi og haldið áfram að toga fyrir utan línuna eftir miðnætti, hvað hefði þá gerzt? Hefði þá ekki freigátan vaðið að honum með gapandi fall- byssukjafta? Jú auðvitað. Og guð má vita hvort hún hefði ekki bara skotið vin- inn í kaf ,ef hann hefði neit- að að hlýða og haldið áfram að vera fyrir utan línuna og veiða fisk, í stað þess að fara innfyrir hana til að halda þar uppi heiðri brezka heimsveldisins með því að haga eér eins og fífl. Já, þetta er orðið býsna skrítið ástand. Og engin furða þó að sumir brezkir togaramenn hafi tekið það ráð að slá öllu saman upp í kenndiríi, einsog t.d. jazlarn- ir á Lifeguard sem voru vitet búnir að skála svo mikiö fyrir Macmillan og Elísabetu að þeir voru orðnir vel híf- aðir þegar María Júlia rénndi upp að þeim. Spuin- ingin er bara: Hvar endar þetta ? Manni skilst á for- ingjum brezku herskipanna, að þeir viðurkenni he]zt enga íslenzka fiskveiðiland- helgi. Og sannleikurinn er sá, að það eru lítil takmörK fyrir því hvað hægt væri að komast langt inn fyrir tólf mílna mörkin í krafti gap- andi byssukjafta — ég tala nú ekki um ef sæmilegt magn af viskíi væri með í spilinu. Það mætti jafnvel stunda togveiðar í Tjörninni hér í Reykjavík ef sómi brezka heimsveldisins krefð- ist þess. Við íslendingar erum sem sé orðnir steinhissa á þess- um látum. Við erum of hversdagsleg- ar sálir til að skilja leyndar- málið um l’arfc pour l’art. Okkur virðist vera kominn tíma til 'þess fyrir hrezka ljónið að leita læknis. Jónas Árnason Aðgangsharðir innheimtumenn — Saga hafnarverkamanns INNHEIMTUMENN opinberra gjalda þykja oft aðgangsharð. ir við gjaldendur og ekki hvað sízt, þegar í hlut eiga lág- launamenn eða aðrir seni minna mega sín. Eitt lítið dæmi af ótal mörgum um slík vinnubrögð hjá innheimtu- mönnum bæjargjalda er að finna I frásögn hafnarverka- manns, sem komið hefur að máli við Bæjarpóstinn. MAÐUR ÞESSI á fyrir stóru heimili að sjá, á framfæri hans eru fimm böm innan.,16 ára aldurs, og hann hefur átt við mikla vanheilsu að stríða um langt skeið. T.d. lá hann í sjúkrahúsi frá því skömmu eftir síðustu áramót fram til loka maímánaðar og gat ekki hafið störf að nýju fyrr en um mánaðamótin júní—júlí. Á sl. ári voru lagðar 5000 kr. á manninn 1 útsvar, en með kæru fékkst það lækkað niður í 4000 kr. Þessa upphæð var að sjálf- sögðu ekki hægt að greiða í einu lagi eða á skömnium tíma, þar sem fyrirvinna heimilisins var sjúklingur, en það létu innheimtumenn hæj- arins sig engu varða heldur boðuðu að lögtak yrði gert í eignum mannsins til greiðslu á eftirstöðvum útsvarsins. Komu þeir síðan í febrúar eða marz sl.,. meðan heimilis- faðirinn var í sjúkrahúsinu, og „skrifuðu upp“ þá einu húsmuni, sem einhver veigur var 1: stofuskáp og radíó- grammófón. Hinn 9. juní komu þeir svo aftur til að framkvæma lögtakið fyrir útsvarsskuldinni 615 krónum. Heimilisfaðirinn var þá ekki heima, hafði farið til læknis- rannsóknar og þorði þá kona hans ekki annað en greiða umgetna upphæð til þes's að ekki kæmi til brottnáms hús- gagnanna. Eftir að þetta gerð- ist fékk maðurinn svo bréf frá bæjarráði, þar sem út- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.