Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 vii getum fenglð tll lios er nds er verkalý Sshreyfingin inu án þess að renni úr niður á bakið. Eg spurði einn hvort ekki þyrfti kraftapróf til að fá þessa vinnu, svo þungar byrðar voru þeir með. Þeir svöruðu að það reyndi mest á háls og herð- ar og vendust þeir átakinu. Framhald af 1. síðu. tveir frá Alþýðusambandi Bandaríkjanna AFL-CIO, einn frá Hollandi, Belgíu, Austurríki, Möltu, Svíþjóð og íslandi. For- seti Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga var einnig gest- ur þingsins, Arne Geier, en hann er líka forseti sæska alþýðu- sambandsins. ¦—¦ Þingin eru haldin á ýmsum stöðum. — Já, brezka alþýðusamband- ið, T. U. C, velur þingstaðinn þannig að þangað þyki eftirsókn- arvert að koma, og sækjast bæj- arstjórnir eftir því, hvort sem það eru íhaldsstjórnir eða verka- inanna að fá þingin, í sinn bæ, því talið er að þau skilji eftir ekki minna en 60 þúsund pund! Að þessu sinni varð fyrir val- ínu Bournemouth, víðkunnur baðstaður á suðurströnd Eng- lands, með um 150 þúsund ibúa. Er sá staður prýðisfallegur og eftrsóttur af erlendum og inn- lendum sumargestum. Borgar- stjórinn, sem er íhaldsmaður, mætti í fullum skrúða vð setn- ingu þingsins og síðar hélt bæj- arstjórnin þingfulltrúum veizlu. Verkamannaflokkurinn telur sér góðar sigur- horfur — Hvað var mest rætt á þing- inu? Efnahagsmál og launamál brezku verkalýðshreyfingarinn- ar og auk þeirra ýmis mál henn- ar, svo sem lögleg og ólögleg verkföll, mest í tilefni af stræt- isvagnaverkfallinu mikla í Lond- on. Einna athyglisverðast af því sem fram kom á þinginu þótti sú yfirlýsing formanns Verka- mannaflokksins, Tom Dribergs, að almennar þingkosningar yrðu í Bretlandi áður en næsta þing Alþýðusambanidsins kæmi sam- an að ári; — og að í þeim kosn- ingum gæiii Verkamannaflokk- urinn sigrað og myndi gera það. Þingið fagnaði íslenzk- um gesti — Hvernig tók þing brezkra verkamanna íslendingi 1. sept- ember. — Ekki þarf yfir þvi að kvarta. Forseti Alþýðusambands- ins brezka, sem þetta ár var for- maður sjómannasambandsins, Yates, setti þingið og kynnti er- lenda gesti mótsins. Létu þing- fulltrúar á áberandi hátt í Ijós . ánægju sína með komu íslenzks gests á þingið. Eins varð ég aldrei var við neina andúð þess- ara fulltrúa brezkra verka- manna, við Hallgrímur Dalberg, sem með mér var, notuðum hvert tækifæri til að ræða við fulltrúana um íslandsmál og urðum ekki varir við annað en að þeim þætti vænt um allar upplýsingar um landhelgismálið. Málstaður íslands kynntur — En málið hefur ekki verið opinberlega rsett á þinginu. — Nei. Dagskrá þingsins er fastbundin mörgum vikum áður en þingið hefst og mjög áskipuð. En ég afhenti Sir Vincent Tewson, aðalframkvæmdastjóra Alþýðu- sambandsins brezka bréf og á- skorun frá Alþýðusambandi ís- lands, þar sem skorað var á brezku verkalýðshreyfinguna að sýna skilning íslenzka málstaðn- um i landhelgismálinu. Sams- konar bréf var afhent Franc Cussins, forseta sambands flutn- ingarverkamanna, og Alþjóðasam- bands flutningaverkamanna og var bréfið tekið til meðferðar á fundi miðstjómar Alþýðusam- bandsins meðan þingið stóð. Cussins er einn mesti áhrifa- maður brezka alþýðusambands- ins og ég kynntist honum einna rækilegast af forystu- mönnum þess. Hann er maður um fimmtugt, hár og spengi- legur, hvass á brún, mikill ræðu- maður og skipuleggjari, og sér- staklega rómaður fyrir náið sam- band við fólkið í verkalýðsfélög- unum. Af kynningu við hann og aðra þingfulltrúa sannfærðist ég um að brezk alþýða er engan veg- inn fjandsamlega stemmd gagn- vart íslendingum, þrátt fyrir gegndarlausan fjáraustur brezkra togaraútgerðarmanna í áróður. Nú er t. d. mjög reynt að halda því að brezkum al- menningi að fiskverð allt muni hækka um 25% vegna aðgerða íslendinga. — Þið hafið verið mikið spurð- ir um landhelgismálið? — Já, við ræddum það við ýmsa helztu forystumenn brezkr- ar verkalýðshreyfingar, m. a. Vincent Tewson framkvæmda- stjóra Alþýðusambandsins, Franc Cussins, sem fyrr var nefndur og Peter Henderson, sem'er sérstak- ur trúnaðarmaður brezku verka- lýðshreyfingarinnar í fiskveiða- málum. Hann hafði verið á brezk- um togurum hér við land, eitt sinn fluttur á land í Patreksfirði með ígerð í ,auga, og rómaði læknishjálp og hjúkrun þar Þessir menn og fleiri kynntu sér rækilega málstað okkar. Auk bréfs Alþýðusambandsins sem áður getur fengum við senda nýju reglugerðina um íslenzku togaraveiðarnar og létum hana til sömu aðila .með stfýringum á því hve mjög fslendingar tak- marka sjálfir togaraveiðar sín- ar í nýju landhelginni. Við dreifðum líka óspart upplýsinga- pésa utanrikisráðuneytisins og fleiri gögnum um málið. stjórnina fyrir framkomu hennar og rituðu af fullum skilningi á málstað íslendinga. Áróður togaraeigenda skeíjalaus Heimsókn í Billingsgate — Ear mikið á áróðri togara- eigenda? — Já, auk þess sem þeir munu kosta útgerð flestra þeirra fréttaritara sem eru um borð í flotanum við fsland, kaupa þeir risastórar auglýsingar inn í blöðin, fullar af áróðri. Kunnug- ur maður áætlaði að einn dag, daginn sem ég fór, hefðu aug- lýsingar togaraútgerðarmanna í helztu blöðunum kostað 8372 sterlingspund! Auk þess var landhelgismálið aðalmál á for- síðum blaða þessa daga ef ekki bar til sögulegt morð eða ein- hver ósköp gengu á í svertingja- ofsóknum. Hinsvegar hefur mál- stað íslendinga verið hleypt að í sjónvarpi og útvarpi, fiskimála- fulltrúi íslenzka sendiráðsins, Woodcock, tók þátt í sjónvarps- sendingu. Sjónvarpsþáttur var um Lúðvík Jósepsson. Var byrj- að að kynna hann sem áhrifa- mesta manninn á íslandi í land- helgismálinu, síðan rakinn ævi- ferill hans, hann hefði verið kennari og togaraútgerðarmaður og loks þingmaður Sósíalista- flokksins. Lagði sjónvarpsmaður áherzlu á að Lúðvík væri aðlað- andi í framkomu, en hann hefði nýlega brugðið sér til Moskvu og komið aftur með 50 milljón króna lán. Lúðvík svaraði því næst spurningum um afstöðu ís- lendinga i landhelgismálinu. Sendiherrann í Lundúnum, dr. Kristinn, hefur líka komið í sjónvarp. Ber öllum saman um að dr. Kristinn hafi komið mjög vel fram fyrir íslands hönd á þessum' erfiðu timum, og eins Eiríkur Benedikz os aðrir starfs- menn sendiráðsins. — Gaztu nokkuð litazt um í Bretlandi? •—¦ Mr. Woodcock sem fyrr var nefndur stakk upp á því að ég liti á fiskmarkaðinn mikla í Bi]lingsgate, London. Markað- ur þ'essi er óháður samtökum togaraeigenda og tekur fisk og annan sjávarafla hvaðan sem er. Það spurðist að ég ætlaði að koma þar og varð uppi fótur og fit, blaðamenn hömuðust á sendi- ráðinu til að fá fréttir af erindi mínu. Tveir lögregluþjónar stóðu við sendiráðið, og þegar við lögðum af stað með dr. Kristni og Woodcock fylgdu okk- ur lögregluþjónar og blaðaljós- myndarar. Billingsgatemarkaður- inn er mesti fiskmarkaður Bret- lands, þar er seldur þorskur, flakaður og óflakaður, ýsa, lýsa. háfur, lúða, skata, smokkfiskur, rækjur, humar og allskonar krabbategundir, kuðungur, aða og kræklingur — yfirleitt allt hugsanlegt æti úr sjó. Salan gengur í gegnum umboðsmann, er svo býður upp vöruna, menn úr fiskbúðum um all-a borg og víðar koma þarna til að kaupa. — Töluðuð þið við heimamenn þarna? — Formaður verkalýðsfélags mannanna sem þarna vinna tal- aði við okkur og nokkrir manna hans. Vínnan er óþrifaleg og mikið hlífðarfataslit. Við tókum eftir að þeir hafa við vinnuna sérkennilega hatta til að geta borið stórar fiskbyrðar á höfð- Kaup þeirra hefur verið nær' tvöfalt á við venjulegt verka- mannakaup, en nú töldu þeir að bilið hefði minnkað. Unnið er I þarna í ákvæðisvinnu. Þessir menn vinna 6V-> til 8 stundir á dag. Skoðun okkar á Billings- gate lauk með því að farið var með okkur í borðsal os gætt þar á afbragðsgóðum steiktum kola, en óvíðast annarsstaðar fengum við góðan fisk í Bretlandi. Hugsjón alþjóðlegrar samhjálpar verkalýðs- • hreyíingarinnar — Að lokum: Hefur Alþýðu- sambandið gert frekari ráðstaf- anir til að afla íslenzka mál- staðnum skilnings verkalýðs- hreyfinga grannlandanna? — Alþýðusamband íslands hef- ur sent alþýðusamböndum Nor- egs, Svíþjóðar, Danmerkur og Vestur-Þýzkalands svipað ávarp og brezka alþýðusambandinu og ennfremur Fiskimannafélagi Fær- eyja. Avarp Alþýðusambandsins verður birt í heild í tímariti Al- þýðusambandsins, Vinnunni, sem kemur út einhvern næstu daga. Það er sannfæring mín, að sterk- asta aflið sem við íslendingar getum fengið til liðs við mál- stað okkar í landhelgismálinu erlendis er hin alþjóðlega verka- lýðshreyfing. Eg treysti því að alþjóðleg samhjálparhugsjón hennar verði þyngri á metunum en hagsmunir togaraeigenda í Grimsby og Hull. Fordæniir harðlega of beldís- \ Vinstri blöð brezku verkalýðshreyíingar- innar deila á brezku stjórnina — Hvernig voru undirtektim- ar? — Þeim, sem við ræddum við bar saman um að þeir hefðu ekki fyrr fengið jafngóða yfjr- sýn yfir málið, og trúi ég ekki öðru en þeir reynist skilnings- góðir á málstað íslendinga. Minna má á að vinstri blöð Verkamannaflokksins, Tribune og New Statesman og blað Kommúnistaflokksins, Daily Worker, deildu öll fast á brezku Ógnarleg herskip íslendinga — Voru blöðin ekki full af æsifregnum? — Blöðin reyndu að setja fréttirnar af íslandsmiðum upp i sem ævintýralegast form, gerðu t. d. mjög mikið úr herskipunum okkar. Töku brezka togarans síð- ustu dagana i ágúst var lýst með stórum fyrirsögnum, en þótti lítill matur því skipstjórinn ját- aði fúslega að hann hefði ver- ið la'rigt innan landhelgislínu. Þá var sagt allævintýralega frá á- rekstrunum er leiddu til töku okkar manna. Var þó alveg dreg- in fjöður yíir að Bretar hefðu beitt ofbeldi, nema hvað það slæddist í gegn í fréttaskeyti frá Reykjavík. En fljótt kom fram í frásögnum fréttaritaranna í fogurunum að þeir voruóánægð- ir með afla sinn, og eins hitt að af þeim 100 togurum sem sagt var að ættu að sigla til íslands- miða um mánaðamótin, komu ekki fram í landhelginni nema innan við tuttugu skip. Blöð og útvarp sögðu ýtarlega frá úti- fundinum í Reykjavík og fannst ýmsum hann furðu fjölmennur. Stjóm Sjómannasambands ís- lands samþykkti eftirfarandi á- lyktun á fundi sinum s.l. laug- ardag. „Stjórn Sjómarnasambands ís- lands lýsir stuðningi sínum við þá ákvörðun og framkvæmd rík- isstjórnarinnar að færa út ís- lenzka fiskveiðilögsögu í 12 mílur frá grunnlinum og telur Boeing 707 gat ekki lent hér vegna veðurs Pan American Airways, banda- ríska flugfélagið, hefur nú haf- ið tilraunaflug yfir Atlanzhafið með nýjum farþegaþotum af gerðinni Boeing 701. Verða nokkrar slíkar ferðir famar áð- ur en reglubundið áætlunarflug hefst með þessum flugvélum á þessari leið. Til stóð að ein af þessum nýju þotum PAA hefði skamma viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli síðdegis í gær á leið sinni yfir Atlanzhafið, en vegna dimmviðris hér suðvestan lands varð flugvélin >að hætta við komu sína hingað og flaug þess í stað beint yfir hafið. að sú ráðstöfun hafi verið knýj- andi nauðsyn til varnar því að fiskur gengi til þurrðar á ís- landsmiðum og þá jafnfrarr.t til verndar brýnustu lífshagsmun- um íslenzku þjóðarinnar. Stjóm Sjómannasambandsins fordæmir harðlega ofbeldisverk Breta er þeir hafa framið í ís- lenzkri landhelgi og krefst þess að þeir skili aftur íslenzku varð- skipsmömiunum er þeir rændu og hafa nú í haldi og þá að sjálfsögðu til þeirra skyldu- staifa, sem þeini með ofbeldi var meinað að framkvæma. Alveg sérstakíega þakkar stjórn sambandsins landhelgisgæzlunni og áhöfnum varðskipanna fyrir þá einurð og festu, jafnhliða stillingu og gætni er sýnd hefur verið í baráttunni við vopnað ofbeldislið og telur að slík fram- koma megi vera til fyrirmyndar öllum íslendingum og ólikt sig- ursælli í þeirri baráttu er þjóðin á nú í en ofstækisfull æsi- og áróðursskrif er fram hafa komið í sumum blöðum að undanförnu. Sambandsstjórnin lítur svo á, að landhelgismálið eigi að vera hafið yfir alla flokkadrætti og deilur og skorar eindregið á alla landsmenn að vinna heilshugar saman að fullum sigri. Það væri 'þjóðinni sæmd."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.